Showing 6064 results

Authority record

Alþýðuflokkurinn (1916-2000)

 • S03395
 • Public party
 • 12.03.1916-2000

Alþýðuflokkurinn var jafnaðarmannaflokkur, formlega stofnaður 3. mars 1916 í þeim yfirlýsta tilgangi að vera stjórnmálaafl verkalýðsfélaganna í landinu. Á starfstíma sínum var hann í meiri en helmingi af ríkisstjórnum landsins. Fyrst í Stjórn hinna vinnandi stétta 1931-1940.
Maroft í sögu floksksins varð klofningur, bæði til vinstri og í kjölfar sameiningartilrauna.
Árið 2000 gerði flokkurinn samning við samstarfsflokka sína innan Samfylkingarinnar um sameiginlegt framboð til frambúðar.

Alþýðusamband Íslands (1916-)

 • S03567
 • Organization
 • 12.03.1916-

"Alþýðusamband Íslands (ASÍ) er heildarsamtök íslenskra stéttarfélaga, stofnað 12. mars 1916. Í dag eru meðlimir þess um það bil 108.000 u.þ.b. helmingur starfandi vinnuafls. Félagsmenn eru hvort tveggja starfandi á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. Á heimasíðu ASÍ segir að „verkalýðshreyfingin hafi að verulegu leyti byggt upp það velferðarkerfi sem við njótum góðs af í dag, samstaðan og fjöldinn gerir henni kleift að hafa pólitísk áhrif og móta þjóðfélagið að þörfum fólksins. ASÍ gerir kröfu um úrbætur, völd og áhrif fyrir hönd félaga sinna, en úrslitavaldið þegar mest á reynir, til dæmis við gerð kjarasamninga eða verkfallsboðun, er ætíð í höndum fólksins í stéttarfélögunum.“"

Amalía Sigurðardóttir (1890-1967)

 • S00355
 • Person
 • 25.05.1890 - 14.06.1967

Amalía Sigurðardóttir fæddist á Víðivöllum í Akrahreppi þann 25. maí 1890.
Hún var á húsfreyja á Vatni á Höfðaströnd og á Víðimel í Seyluhreppi.
Fyrri maður hennar var Jón Kristbergur Árnason (1885-1926).
Seinni maður hennar var Gunnar Jóhann Valdimarsson (1890-1967).
Amalía lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 14. júní 1967.

Amtsbókasafnið á Akureyri (1827-)

 • S03568
 • Organization
 • 1827-

"Segja má að saga safnsins hefjist árið 1791 þegar Stefán Þórarinsson amtmaður stofnaði Hið norðlenska lestrarfélag. Það félag lagðist af en Grímur Jónsson, amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal, tók við keflinu og stofnaði Eyfirska lesfélagið árið 1825. Tveimur árum síðar, árið 1827, var Amtsbókasafnið formlega stofnað.
Helsti bókakostur safnsins voru bækur úr Hinu norðlenska lestrarfélagi og bókagjafir sem margar hverjar komu frá Danmörku. Fyrsti amtsbókavörðurinn vann kauplaust og skaut jafnframt skjólshúsi yfir safnið. Þetta var Andreas Mohr sem bjó í Hafnarstræti 11, húsi sem nú er jafnan kallað Laxdalshús. Það er elsta hús Akureyrar.
Eftir að Mohr hætti sem amtsbókavörður var safnið á hrakhólum. Ekki rættist úr fyrr en 1849. Næsti viðkomustaður safnsins var Aðalstræti 40 þar sem safnið var í tíu ár. Það var um tíma einnig í Aðalstræti 46 og var loks flutt í nýtt þing- og varðhaldshúsi Akureyrarkaupstaðar í Búðargili árið 1875. Húsið var neðst í gilinu en það stendur ekki lengur. Friðbjörn Steinsson varð bókavörður.
Kaflaskil urðu í sögu safnsins þegar Akureyrarkaupstaður eignaðist það árið 1905. Kaupstaðurinn eignaðist safnið með því skilyrði að byggt yrði utan um það eldtraust geymsluhús auk lestrarstofu en mörg ár liðu þar til það varð að veruleika.
Safnið var um þetta leiti í Samkomuhús bæjarins. Þar var þó opnuð lesstofa í fyrsta sinn í sögu safnsins. Samkvæmt gestabókum voru námsmenn tíðir gestir á safninu sem og kennarar. Nokkrir gegndu stöðu amtsbókavarðar. Þekktastur er Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, sem hóf þar störf árið 1925 og gegndi hann embættinu í 27 ár.
Árið 1930 var safnið flutt Í Hafnarstræti 53, gamla barnaskólann á Akureyri. Davíð bjó einnig í húsinu á þeim tíma. Þá var fólki farið að leiðast flutningar safnsins fram og til baka og árið 1933 vakti Matthíasarnefnd Stúdentafélags Menntaskólans athygli á því að 100 ára afmæli Matthíasar Jochumsonar þjóðskálds nálgaðist og tilvalið væri að byggja hús undir safnið af því tilefni. Sigurður Guðmundsson skólameistari og Steindór Steindórsson kennari sátu fund með byggingarnefnd Akureyrarbæjar og báru upp erindið.
Samþykkt var að hefja undirbúning að byggingu safnahúss sem átti að bera nafnið Matthíasarbókhlaða. Auk þess sem húsið átti að vera bókhlaða bæjarins var einnig gert ráð fyrir að í framtíðinni yrði þar náttúrusafn og listasafn.
Þegar hófst fjársöfnun fyrir byggingunni. Húsið átti að kosta 110 þúsund krónur en þar sem 10 til 15 þúsund krónur vantaði upp á þótti ekki ráðlegt að taka lán og ráðast strax í framkvæmdirnar. Þess í stað var fjárfest í húsi við Hafnarstræti 81 þar sem bókasafnið var í 20 ár, uppi á 2. hæð. Það hús stendur við Sigurhæðir Matthíasar Jochumsonar.
Eftir að Árni Jónsson tók við sem safnvörður árið 1960 jukust vinsældir safnsins. Árni stóð fyrir breytingum, meðal annars jók hann aðgengi með því að setja bækur í opnar hillur þannig að fólk gat tekið sér nægan tíma í að velja sér bækur í stað þess að fá þær afhendar yfir afgreiðsluborðið. Árni lengdi einnig opnunartíma safnsins til muna, það hafði aðeins verið opið einn til þrjá daga í viku en Árni opnaði safnið alla virka daga, fyrst um sinn frá 14 til 19. Enn jókst aðsóknin, hún tvöfaldaðist fljótlega og rúmlega það.
Tveimur árum áður en Árni tók við, hafði Bæjarstjórn Akureyrar samþykkt að byggja loks hús fyrir safnið í tilefni 100 ára afmælis Akureyrarbæjar árið 1962. Leitað var til arkitektanna sem unnu samkeppnina 1935 og lögðu þeir fram alveg nýja og nútímalega hugmynd að bókhlöðu sem jafnframt var mun stærri en gamla tillagan. Það var 29. júní árið 1963 að nýja tillagan var samþykkt eftir bollaleggingar fram og til baka á fundum byggingarnefndarinnar.
Hið nýja húsnæði var vígt þann 9. nóvember árið 1968 við hátíðlega athöfn. Bjarni Einarsson bæjarstjóri tók á móti byggingunni fyrir hönd Akureyrarbæjar með stuttri ræðu.
Nokkrum áratugum síðar hafði starfsemin enn sprengt utan af sér húsnæðið. Amtsbókasafnið er annað af tveimur skylduskilabókasöfnum á Íslandi sem þýðir að það á að minnsta kosti eitt eintak af öllum bókum sem prentaðar eru á Íslandi fara til safnsins. Þetta er gríðarlega mikið magn á hverju ári og því er safnkosturinn fljótur að stækka. Þrengslin í bókhlöðunni voru yfirþyrmandi og safnið varð að taka á leigu húsnæði í bænum til að geyma bækur og blöð sem minna voru notuð. Auk þess stækkaði skjalasafnið óðum. Árið 1987 var ákveðið að byggja við safnið og efnt var til samkeppni um viðbygginguna.
Frá því Amtsbókasafnið komst í viðunandi húsnæði árið 1968 hefur starfsemin vaxið og dafnað jafnt og þétt. Þar er nú góð aðstaða til tölvunotkunar og einnig sýningaraðstaða og veitingastaður. Þá hýsir safnahúsið Héraðsskjalasafn Akureyrar."

Amtsráð norðuramtsins (1892-1904)

 • S03569
 • Organization
 • 1892-1904

"Á Íslandi voru ömt frá árinu 1684 til ársins 1904. Æðsti embættismaður í amti var amtmaður og var Ísland eitt amt í Konungsríkinu Danmörku á tímabilinu 1684-1770. Því var síðan skipt niður í tvö ömt Suður- og Vesturamt og Norður- og Austuramt árið 1770. Árið 1787 var Suður- og Vesturamt síðan klofið niður í Suðuramt og Vesturamt. Árið 1873 þegar embætti stiftamtmans var lagt niður og landshöfðingi tók við var amtmaður Vesturamts settur sem amtmaður Suðuramts en ömtin héldust samt aðskilin. Árið 1890 voru sett lög sem skiptu Norður- og Austuramti í tvennt og kom til framkvæmda árið 1892. Aftur var sami amtmaður en ömtin héldust aðskilin[1]. Amtskipanin var lögð af árið 1904 þegar Íslendingar fengu heimastjórn."

Anders Olsen Ólafsson (1898-1973)

 • S03442
 • Person
 • 18.06.1898-20.04.1973

Anders Olsen Ólafsson, f. 18.06.1898, d. 20.04.1973. Búsettur í Pálmholti í Eyjafirði. Var verkstjóri í vegavinnu á sumrin en starfaði við bókband í Pálmholti á veturna. Starfaði einnig sem bílstjóri. Síðast búsettur á Akureyri.

Andrea Jónsdóttir (1881-1979)

 • S03396
 • Person
 • 20.09.1881-12.01.1979

Andrea Jónsdóttir, f. 20.09.1881, d. 12.01.1979. Foreldrar: Jón Andrésson (1842-1882) og Guðrún Jónsdóttir. Kornung missti hún foreldra sína og var sett niður sem sveitarómagi að Hvítuhlíð í Bitrufirði. Fimm ára gömul var hún komin að Felli í Kollafirði í fóstur hjá séra Arnóri Árnasyni og Stefaníu Stefánsdóttur.
Andrea og Franklín hófu búskap í Þrúðardal 1904 en fluttu ári síðar að Litla-Fjarðarhorni. Árið 1940 lést Franklín af krabbameini. Andrea bjó áfram í Litla-Fjarðarhorni til 1947 en þá brá hún búi og flutti til Siglufjarðar með yngstu börnin. Árið 1973 fór hún á elliheimili á Siglufirði.
Maki: Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni. Þau eignuðust 13 börn.

Andrés Árnason (1880-1927)

 • S01497
 • Person
 • 01.06.1880-14.04.1927

Fæddist í Vesturheimi, sonur Árna Andréssonar frá Innri-Bægisá í Eyjafirði og k.h. Albínu Jónsdóttur.

Andrés Björnsson

 • S03306
 • Person
 • 16.03.1917-29.12.1998

Andrés Björnsson, f. í Krossanesi í Vallhólma 16.03.1917, d. 29.12.1998. Foreldrar: Björn Bjarnasson bóndi og Stefanía Ólafsdóttir húsfreyja. Andrés var Cand.mag í íslenskum fræðum og starfaði hjá breska upplýsingaráðinu frá 1943 til 1944, en hóf þá störf hjá Ríkisútvarpinu og var settur útvarpsstjóri 1968-1984. Andrés sótti námskeið í útvarps-og sjónvarpsfræðum við Bostonháskóla1959. Hann var aukakennari við M.R 1943-1945 og aukakennari hjá Verslunarskóla Íslands 1952-1955.
András gegndi mörgum félags - trúnaðarstörfum, m.a.stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1968 -1982 og formaður Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins. Sat í stjórn Hins fornvinafélags.
Andrés lagði stund á ritstörf og þýðingar s.s. rit eftir Knut Hamsun, Somerset Maugham og margt annað liggur eftir hann.
Hann kvæntist árið 1947, Margréti Villhjálmsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn.

Andrés Daníelsson (1879-1954)

 • S01498
 • Person
 • 21. des. 1879 - 15. sept. 1954

Andrés var fæddur á Harastöðum á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Daníel Andrésson bóndi og kona hans Hlíf Jónsdóttir. Andrés átti þrjá bræður og misstu þeir föður sinn ungir að árum. Hann flutti ungur til Vesturheims og fjölskyldan öll. Tóku sér búsetu í Blaine í Washingtonfylki. Andrés vann í fyrstu við verslun, varð síðar fasteignasali, einnig bæjarráðsmaður, þingmaður, fylkisstjóri; og friðdómari um tíma. Eiginkona Andrésar var Guðbjörg Vilhelmína Ingimundardóttir. Þau áttu engin börn saman, en tóku að sér stúlku.

Andrés H. Valberg (1919-2002)

 • S02058
 • Person
 • 15. okt. 1919 - 1. nóv. 2002

Andrés H. Valberg fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. október 1919. Foreldrar hans voru Hallgrímur A. Valberg frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálfárdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. ,,Andrés var alinn upp á Mælifellsá hjá foreldrum sínum fyrstu þrjú árin, flutti þaðan í Kálfárdal í Gönguskörðum, bjó þar til 1931 og á Sauðárkróki til ársins 1946. Hann gekk í farskóla og í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki. Á efri árum þreytti hann próf frá Leiðsögumannaskólanum í Reykjavík. Hann var virkur í skátafélaginu Andvara á Sauðárkróki og stundaði ýmsar íþróttir. Á Sauðárkróki stundaði Andrés ýmsa vinnu, var sjómaður, loðdýrabóndi og verkamaður. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, 1946, tók hann meirapróf bifreiðastjóra og var leigubílstjóri um nokkurra ára skeið. Andrés vann lengst af við járn- og trésmíðar á eigin verkstæði. Hann var kunnur hagyrðingur og var virkur í kvæðamannafélaginu Iðunni frá árinu 1957 og var heiðursfélagi þar. Oft var hann fenginn til þess að skemmta fólki með kveðskap sínum. Hann var afkastamikill safnari. Stærst safna hans eru forngripa- og fornbókasafn og náttúrugripasafn. Þessi söfn hefur hann gefið Byggðasöfnunum á Skógum og á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Á síðari árum stundaði Andrés ritstörf og átti hann í fórum sínum nokkur handrit, heimildir um horfinn tíma; vinnuhætti, mannlýsingar vísur og ljóð. Hann setti upp tvær náttúrugripasýningar. Rit eftir Andrés, sem komið hafa út: Stuðlastrengir, 1949, 1960, 1970. Hreyfilsljóð, 1953. 100 skagfirskar hringhendur, 1983. 100 dýrtrímaðar lausavísur, 1994. Þorbergur frá Sauðá, í Skagfirðingabók, 1998. Skagfirðingur skýr og hreinn, æviminningar, 2000."
Andrés kvæntist 1951 Jóhönnu Þuríði Jónsdóttur frá Fagurhólsmýri, þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Andrés son.

Andrés Þorsteinsson (1890-1959)

 • S02821
 • Person
 • 17. apríl 1890 - 12. mars 1959

Andrés Þorsteinsson, f. 17.04.1890 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Andrés ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs á Ytri-Hofdölum en þá fluttust þau í Hjaltastaði. Andrés hlaut venjulega undirbúningsfræðslu í heimahúsum en veturinn 1911-1912 fór hann í unglingaskólann á Sauðárkróki. Veturinn eftir var hann í bændaskólanum á Hólum en lauk ekki prófi þaðan. Næstu árin var hann heima og vann að búi móður sinnar. Bóndi á Hjaltastöðum 1917-1922. Eftir að búskap lauk fluttist Andrés til Siglufjarðar. Fyrstu árin þar vann hann ýmis störf, m.a. útgerð um skeið. Einnig í flatningsverksmiðju O.Tynes í nokkur sumur. Á vetrum var hann á verkstæði h.f. Odda á Akureyri og hlaut þar meistararéttindi vélsmiða. Árið 1926 tók hann minna mótorvélstjórapróf á Siglufirði. Stofnaði vélaverkstæði og rak til dauðadags.
Maki: Halldórs Jónsdóttir, f. 22.02.1896 frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust einn son og tóku einn fósturson.

Angantýr H. Hjálmarsson (1919-1998)

 • S0
 • Person
 • (1919-1998)

Angantýr var Eyfirðingur. Hann var kennari og skólastjóri og formaður Náttúruverndarnefndar í Eyjafjarðarsýslu. Var í Syðri-Villingadal í Saurbæjarsókn.

Aníta Björnsson (1929-)

 • Person
 • 1929

Eiginmaður Anítu var Geir S. Björnsson prentsmiðjustjóri á Akureyri.

Anna

Anna Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir (1915-1993)

 • S00382
 • Person
 • 08.10.1915-01.07.1993

Anna Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir ólst upp í Víðinesi. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Haustið 1933 fór Anna til Reykjavíkur að læra sauma hjá Andrési Andréssyni klæðskera. Haustið 1934 réðst hún sem vinnustúlka að Hólum til Steingríms Steinþórssonar og Theodóru Sigurðardóttur. Haustið 1935 kvæntist hún Páli Sigurðssyni og hófu þau sambúð í torfbænum á Hólum, þau bjuggu á Hólum í 10 ár en fluttu þá að Hofi í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til 1963. Þá fluttust þau til Akureyrar þar sem Anna starfaði á saumastofum í bænum. Þau hjónin fluttu svo til Sauðárkróks 1985 og bjuggu þar til æviloka. Þau eignuðust þrjú börn.

Anna Björnsdóttir (1867-1917)

 • S02768
 • Person
 • 12. nóv. 1867 - 29. sept. 1917

Anna Björnsdóttir, f. 13.11.1867 í Stóragerði. Foreldrar: Björn Illugason og Helga Jónsdóttir í Enni í Viðvíkursveit. Maki: Snorri Bessason, f. 18.09.1862. Þau hófu búskap í Stóragerði í Óslandshlíð 1890 og bjuggu þar þrjú ár. Bjuggu í Hringveri 1893-99, í Garðakoti 1899-1916 og í Enni 1916-1918 en Snorri brá búi ári eftir andlát Önnu. Anna og Snorri eignuðust fimm börn sem upp komust.

Anna Cathrine Schiöth (1846-1921)

 • S01231
 • Person
 • 10. apríl 1846 - 27. apríl 1921

Fædd í Kaupmannahöfn 10. apríl 1846. Anna fluttist til Íslands 1868. Hún lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn veturinn 1877-1878. Rak ljósmyndastofu í nafni eiginmanns síns (H. Schiöth) á Akureyri á sumrin 1878-1899. Arnór Egilsson keypti ljósmyndastofuna 1899.
Maki: Peter Frederik Hendrik Schiöth bakarameistari, síðar póstmeistari (1841-1923), þau eignuðust fimm börn.

Anna Dóra Antonsdóttir (1952-

 • S02575
 • Person
 • 3. okt. 1952-

Anna Dóra er fædd og uppalin á Dalvík. Hún lauk kennaraprófi og MA í sagnfræði. Býr í Reykajavík.

Anna Elín Kristjánsdóttir (1863-1928)

 • S01249
 • Person
 • 20.06.1863-10.01.1928

Ekkja Jónasar Jónassonar, þau voru kennd við Tjörn í Borgarsveit. Anna Elín varð ekkja árið 1900 eftir að maður hennar Jónas Jónasson ferjumaður á Tjörn í Borgarsveit, veiktist skyndilega og lést. Anna Elín fluttist með fjögur börn sín til Vesturheims 1902. Þau bjuggu öll í Mountain N-Dak. Anna Elín giftist aftur Guðna Gestssyni, f. 2.5. 1862 á Langanesi, d. 18.6. 1923. Var hann ekkjumaður eftir fyrri konu og þrjú börn.

Anna Erlendsdóttir Ólafsson (1886-1947)

 • S01082
 • Person
 • 5. júní 1886 - 16. ágúst 1947

Dóttir Erlends Pálssonar síðast verslunarstjóra á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Húsfreyja á Geirseyri við Patreksfjörð. Húsfreyja á Þrúðvangi , Eyrasókn, V-Barð. 1930.

Anna Friðriksdóttir (1909-1993)

 • S01357
 • Person
 • 22. desember 1909 - 2. janúar 1993

Anna Friðriksdóttir, f. 22.12.1909, d. 02.01.1993. Fædd og uppalinn á Akureyri. Móðir: Þorbjörg Sigurgeirsdóttir (1879-1970). Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Kvæntist Jóni Nikódemussyni hitaveitu- og vatnsveitustjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust fimm börn.

Anna Guðmundsdóttir (1846-1894)

 • S03293
 • Person
 • 19.08.1846-25.05.1894

Anna Guðmundsdóttir, f. á Ásláksstöðum í Kræklingahlið 19.08.1846, d. 25.05.1894 á Egilsá. Foreldrar: Guðmundur Pétursson þá vinnumaður á Hranastöðum og kona hans Ásdís Þorsteinsdóttir. Anna ólst að mestu leyti upp hjá Jóni Jónssyni í Bandagerði við Akureyri. Fluttist hann með Önnu til Skagafjarðar og dvaldi hjá henni til dánardags.
Maki: Sveinn Magnússon (1857-1926) bóndi. Þau eignuðust einn son. Bjuggu á Stekkjarflötum 1883-1893, Tyrfingsstöðum 1893-1894 og á Egilsá 1894-1896. Sveinn kvæntist aftur.

Anna Guðmundsdóttir (1902-1985)

 • S03398
 • Person
 • 19.04.1902-30.11.1985

Anna Guðmundsdóttir f. á Skálanesi í Vopnafirði 19.04.1902, d. 30.11.1985. Foreldrar. Stefanía Benjamínsdóttir og Guðmundur Ólafsson, veitingamaður á Seyðisfirði. Anna fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum árið 1917 og bjó í Reykjavík alla tíða síðan. Anna lærði ung ljósmyndun en gerði leiklistina að ævistarfi sínu. Hún stofnaði ásamt fleirum Leikfélag Templara. Árið 1929 lék hún sitt fyrsta hlutverk með Leikfélagi Reykjavíkur. Hún svo þar allt þar til Þjóðleikhúsið var stofnað 1950. Sitt síðasta hlutverk lék hún þar 35 árum síðar. Hún var einnig mikil söngmanneskja og söng t.d. í Dómkirkjukórnum í 40 ár.
Maki: Páll Þorleifsson bókhaldari. Þau eignuðust ekki börn.

Anna Guðmundsdóttir (1916-1990)

 • S02773
 • Person
 • 3. júní 1916 - 14. sept. 1990

Anna Guðmundsdóttir, f. 03.06.1916 í Hvarfsdal í Dölum. Foreldrar: Guðmundur Ari Gíslason Kaldbak, f. 1880, bóndi í Steinholti í Staðarhreppi og kona hans Sigríður Helga Gísladóttir, f. 1891. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en þau bjuggu þá í Dölum og Snæfellssýslu. Þau fluttu svo til Skagafjarðar og fór Anna fljótlega eftir það í fóstur til Jóns Sigurðssonar og Sigrúnar Pálmadóttur á Reynistað og ólst þar upp frá sex ára aldri. Hún flutti til Siglufjarðar 1933 og var þar í eitt ár. Fór þá til Reykjavíkur. Húsmóðir og starfsmaður við matreiðslu í Hafnarhúsinu í 16 ár. Síðar lengi við Laugarnesskóla og loks forstöðumaður Athvarfsins þar. Maki: Einar Sigurjón Magnússon, bifreiðastjóri hjá Hreyfli, f. 14.10.1906. Þau eignuðust fjögur börn en ólu auk þess upp dóttur Einars frá fyrra hjónabandi.

Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959)

 • S03291
 • Person
 • 16.08.1882-24.09.1959

Anna Guðrún Pálsdóttir (Guðrún Anna Pálsdóttir, skv. Íslendingabók) f. 16.08.1882, d. 24.09.1959. Foreldrar: sr. Páll Sigurðsson prestur, síðast í Gaulverjabæ (1839-1887), og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir (1841-1938).
Maki: Sigurður Sigurðsson (1879-1939), skáld og lyfsali. Þau eignuðust eina dóttur sem lést á þritugsaldri. Þau bjuggu í Arnarholti í Vestmannaeyjum (áður nefnt Stakkahlíð) þar sem Apótekið var í áratugi. Anna tók virkan þátt í félagslífi í Eyjum og var píanóleikari. Vegna lélegs heilsufars Sigurðar varð hann að hætta störfum og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur í byrjun fjórða áratugarins.

Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965)

 • S03290
 • Person
 • 26.12.1883-18.07.1965

Anna Guðrún Þorleifsdóttir, f. 26.12.1883, d. 18.07.1965. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi í Brekkukoti og Miklabæ í Óslandshlíð (1850-1937) og kona hans Elísabet Magnúsdóttir (1845-1931). Þau bjuggu á Miklabæ þegar Anna fæddist.
Maki: Jóhann Gunnarsson (1880-1962). Þai eignuðust þrjú börn en áður átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur. Jóhann og Anna bjuggu á parti í Utanverðunesi 1907-1908, í Garði 1908-1913, Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, Enni í Viðvíkursveit 1927-1928 og á Krossi 1928-1962, en þá lést Jóhann. Ekki er getið um hvort Anna dvaldi þar áfram þau þrjú ár sem hún átti ólifuð.

Anna Gunnlaugsdóttir (1898-1964)

 • S01105
 • Person
 • 29. mars 1898 - 4. apríl 1964

Var í Gunnlaugsbæ, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1901. Fór til Vesturheims 1913 frá Siglufirði, Hvanneyrarhreppi, Eyj. Húsfreyja á Siglufirði 1930.

Anna Halldórsdóttir (?)

 • S03381
 • Person
 • ?

Anna Halldórsdóttir, óvíst um fæðingar- og dánardag. Foreldrar: Halldór Rögnvaldsson á Brekku í Svarfaðardal og seinni kona hans Sigurbjörg Halldórsdóttir. Anna var hálfsystir sr. Zophoníasar prófasts í Viðvík. Hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til Vesturheims árið 1900.

Anna Helgadóttir (1905-1974)

 • S00885
 • Person
 • 2. 06.1905 -28.06.1974

Anna Helgadóttir, f. 09.06.1905, d. 28.06.1974. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) bóndi í Kirkjuhóli í Seyluhreppi og fyrri kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir.
Anna var verkakona, búsett á Akureyri. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Kirkjuhóli í Seyluhreppi 1901-1914, en það ár lést móðir Önnu. Faðir hennar eignaðist síðar börn með bústýru sinni. Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Anna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð.
Maki: Júlíus Davíðsson (1905-1986), verkamaður á Akureyri. Fósturdóttir þeirra er Valdís Brynja Þorkelsdóttir (1946-), systurdóttir Önnu. Þá ólst dóttir Júlíusar, Sigrún Margrét Júlíusdóttir, upp hjá þeim frá 12 ára aldri, en móðir hennar var Margrét Sigurrós SIgfúsdóttir.

Anna Helgadóttir (1936-

 • S01708
 • Person
 • 13. jan. 1936

Dóttir Helga Ólafssonar kennara á Sauðárkróki og Akureyri og k.h. Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. Búsett á Akranesi, gift Pétri Baldurssyni, fyrrv. flutningastjóra.

Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1946)

 • S03397
 • Person
 • 22.04.1855-29.03.1946

Anna Hólmfríður Jónsdóttir, f. 22.04.1855, d. 29.03.1946. Foreldrar: Jón Hallsson (1807-1894) prófastur í Glaumbæ og valgerður Sveinsdóttir, síðar húsfreyja á Vöglum. Anna ólst að mestu upp hjá f0ður sínum, sem ættleiddi hana.
Maki: Pálmi Þóroddsson (1862-1955) prestur á Hofsósi. Þau eignuðust tíu börn.

Anna Hrefnudóttir (1956-)

 • S02018
 • Person
 • 18.05.1956-

,,Myndlistakona sem málar aðallega acrylmálverk. Fædd og uppalin í Krossgerði við Berufjörð á sunnanverðum austfjörðum. Flutti til Reykjvavíkur 17 ára gömul og átti þar heima að mestu leyti í 30 ár. Bjó í Danmörku í 3 og 1/2 ár og í eitt ár í Hrísey á Eyjafirði að kenna myndlist o.fl. Býr núna á Stöðvarfirði og hefur gert það síðasta áratuginn." Anna er gift og á þrjár dætur.

Anna Ingibjörg Jónsdóttir (1872-1960)

 • S01944
 • Person
 • 6. júlí 1872 - 19. des. 1960

Foreldrar: Jón Gíslason síðast b. á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og s.k.h. Hólmfríður Skúladóttir frá Krossi í Óslandshlíð. Anna lærði karlafatasaum á yngri árum hjá Ingibjörgu Pétursdóttur klæðskera á Sauðárkróki og var eftirsótt til þess starfs fram á efri ár. Einnig var hún vetrartíma hjá frú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað við nám. Árið 1902 kvæntist Anna Jónasi Jónassyni (Hofdala-Jónasi), þau bjuggu í Grundarkoti 1903-1907, á Uppsölum 1907-1912, á Vöglum 1912-1918, á Óslandi 1918-1923, að Syðri-Hofdölum 1923-1936 er þau fluttu til Sauðárkróks. Anna og Jónas eignuðust þrjár dætur.

Anna Jóhannesdóttir (1850-1903)

 • S03402
 • Person
 • 18.08.1950-28.07.1903

Anna Jóhannesdóttir, f. 18.08.1850, d. 28.07.1903. Foreldrar: Jóhannes Guðmundsson og Maren Lárusdóttir. Var skráð í Prestabakkasókn í Strandasýslu 1860.
Maki: dr. Valtýr Guðmundsson, þingmaður.

Anna Jóhannsdóttir (1930-1998)

 • S02650
 • Person
 • 3. okt. 1930 - 13. mars 1998

Anna fæddist í Neskaupstað. Foreldrar: Jóhann Sveinsson og Klara Hjelm. Maki: Þorsteinn Árnason læknir frá Sjávarborg í Skagafirði, þau eignuðust fjögur börn. Anna og Þorsteinn bjuggu á Neskaupsstað 1953-1964, síðan á Sjávarborg um tíma.

Anna Jónsdóttir (1798-1881)

 • S03053
 • Person
 • 1798 - 5. okt. 1881

Anna Jónsdóttir fæddist að Hamri í Hegranesi árið 1798. Faðir: Jón Þorkelsson (1765-1843), síðast bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Guðrún Bjarnadóttir, húsfreyja.
Kvæntist árið 1830, Birni Þórðarsyni (1801-1890). Húsfreyja á Ysta-Hóli og Skálá. Þau voru barnlaus.

Anna Jónsdóttir (1867-1911)

 • S02736
 • Person
 • 13. ágúst 1867 - 6. nóv. 1911

Var í Reykjavík. Húsfreyja á Höfða í Skutulsfirði. Maki: Kristmundur Jónsson bóndi þar.

Anna Jónsdóttir (1883-1962)

 • S03400
 • Person
 • -1962

Anna Jónsdóttir, f. 21.10.1883, d. 23.06.1962. Foreldrar: Jón Björn Stefánsson (1856-) og
Skráð á Tjörnum í Staðarbakkasókn 1901, Bragagötu 31 í Reykjavík 1930.
Maki: Björn Jónatansson frá Bæ á Höfðaströnd. Þau ólu upp fósturbarn, Báru Þorbjörgu Jónsdóttur (1943).
Búsett á Bakka í Viðvíkursveit og síðar Ásgeirsbrekku. Fluttu svo í Stykkishólm.

Anna Jónsdóttir (1886-?)

 • S03401
 • Person
 • 26.06.1886-?

Anna Jónsdóttir, f. 26.06.1886, d.? Foreldrar: Jón Sölvason (1844-1922) og Kristín Jónsdóttir, þá ógift vinnukona á Læk. Hún ólst upp hjá föður sínum til fermingaraldurs á Narfastöðum. Fór svo í Ásgeirsbrekku og þaðan til Vesturheims 1902.

Anna Jónsdóttir (1892-1987)

 • S03399
 • Person
 • 16.12.1892-04.07.1987

Anna Jónsdóttir, f. í Hafnarfirði 16.12.1892, d. 04.07.1987. Foreldrar: Jón Þórarinsson skólastjóri í Hafnarfirði og síðar fræðslumálastjóri og kona hans Guðrún Jóhanna Laura Pétursdóttir Hafstein.
Anna var í Flensborgarskólanum 1905-1907. Hún lærði ljósmyndum hjá Péturi Brynjólfssyni í Reykjavík 1907-1910. Var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1927-1929.
Mun líklega hafa starfað á ljósmyndastofu Péturs á árunum eftir 1910. Vann á ljósmyndastofu Ólafs Magnússonar 1916-1919 og 1929-1930. Stofnaði og rak ljósmyndastofu með Jóhönnu Pétursdóttur og Sigþrúði Brynjólfsson á Laugavegi 11 1920-1924. Rak ljosmyndastofu í Hafnarfirði 1930-1962.

Anna Jónsdóttir (1912-1992)

 • S02192
 • Person
 • 23. júlí 1912 - 25. jan. 1992

Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson vélfræðingur og útgerðarmaður í Hrísey og k.h. Sóley Jóhannesdóttir. Anna stundaði nám við Verslunarskólann í Reykjavík á unglingsárum. Hún giftist Torfa Hjartarsyni sýslumanni á Ísafirði, síðar tollstjóra í Reykjavík, þau eignuðust fimm börn.

Anna Jónsdóttir (1922-2009)

 • S00362
 • Person
 • 06.08.1922 - 14.07.2009

Anna Jónsdóttir fæddist 6. ágúst 1922. Dóttir Sigurlaugar Sigurðardóttur frá Hvalnesi og Jóns Pálmasonar frá Svaðastöðum. Stjúpfaðir Önnu var Gunnlaugur Björnsson frá Brimnesi. Anna ólst upp á Brimnesi hjá móður sinni og stjúpa og byggði svo nýbýlið Laufhól í Viðvíkursveit ásamt Steingrími Vilhjálmssyni manni sínum. Steingrímur og Anna eignuðust tíu börn.

Anna Jósafatsdóttir (1910-1984)

 • S03407
 • Person
 • 11.04.1910-01.01.1984

Anna Jósafatsdóttir, f. í Húsey í Hólmi í Skagafirði 11.04.1910, d. 01.01.1984. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson (1853-1934) bóndi í Húsey, og Ingibjörg Jóhannsdóttir vinnukona hans. Anna fóru í fóstur á fyrsta ári en fluttist með föður síðun að Ytri-Hofdölum 1914 og Hlíð í Hjaltadal. Hún fór í unglingaskóla á Hólum. Hún og Jónas hófu búskap á Hranastöðum í Eyjafirði. Vorið 1947 fóru þá að Hafursá á Fljótdalshéraði. Þaðan fóru að Skriðuklaustri tveimur árum síðar. Fyrstu árin var Anna á Akureyri á vetrum og hélt heimili fyrir eldri börnin sem voru í skóla. Frá 1962 bjuggu þau í Lagarfelli og í Reykjavík yfir þingtímann.
Heimili: Axlarhagi, Akrahr. Húsfreyja á Hranastöðum í Hrafnagilshreppi, Eyj. Síðast bús. í Fellahreppi.
Maki: Jónas Pétursson. Þau eignuðust þrjú börn.

Anna Karólína Nordal (1902- 1998)

 • Person
 • 1902-1998

Anna fæddist í Kanada og kom aldrei til Íslands. Foreldrar: Rósa Davíðsdóttir Nordal og Lárus Bjarni Rafnsson Nordal.

Anna Kristín Árnadóttir (1908-1987)

 • S03406
 • Person
 • 07.04.1908-08.03.1987

Anna Kristín Árnadóttir, f. á Seyðisfirði 07.04.1908, d. 08.03.1987. Foreldrar: Árni Stefánsson og Jónína Friðfinnsdóttir. Fjölskylda Önnu bjó lengst af á Akureyri.
Maki 1: Páll Árnason. Þau eignuðust eina dóttur. Þau skildu.
maki 2: Björgvin Bjarnason. Þau eignuðust þrjú börn. Einnig ólu þau upp Árna Stefán Vilhjálmsson, systurson Önnu. Þau bjuggu í Norðfirði , lengst af í Lundi. Síðar fluttust þau til Hafnarfjarðar.

Anna Kristín Gunnarsdóttir (1952-)

 • S01438
 • Person
 • 06.01.1952

Fædd á Sauðárkróki 6. janúar 1952. Foreldrar: Gunnar Þórðarson fyrrverandi yfirlögregluþjónn og bifreiðaeftirlitsmaður og kona hans Jófríður Björnsdóttir. Maki (23. júní 1979): Sigurður Jónsson (fæddur 7. janúar 1952) kennari, þau eiga fjögur börn. Stúdentspróf MA 1972. Frönskunám við Université de Paris Cencier 1974 og 1975. Kennarapróf KHÍ 1979. Diplóma í menntunarfræðum KHÍ 1998. Meistaranám í menntunarfræðum KHÍ frá 1998. Ýmis námskeið í kennslufræðum 1980–1997.

Starfaði í gestamóttöku Hótel Sögu 1975–1979. Kennari við Gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1979–1990. Kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í hlutastarfi 1979–1996. Framkvæmdastjóri Farskóla Norðurlands vestra – miðstöðvar símenntunar 1995–2003. Bæjarfulltrúi á Sauðárkróki 1986–1998. Í hérðasnefnd Skagfirðinga 1994–1998. Fulltrúi menntamálaráðuneytisins á ársfundi Nordens folkliga akademi í Svíþjóð 1997–2002. Varamaður í stjórn Landssímans 1999–2001. Varamaður í stjórn Byggðastofnunar 1999–2003. Í útvarpsráði 1999–2003. Stjórnaði tilraunaverkefninu Learning Community innan Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunar ESB 2000–2003.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin). Varaþingmaður Norðurlands vestra mars 1992, janúar–febrúar 1994 (Alþýðubandalag) og apríl–maí 2002 (Samfylkingin). Fjárlaganefnd 2003–2005, landbúnaðarnefnd 2003–2007, samgöngunefnd 2005–2007. Íslandsdeild Vestnorræna þingmannaráðsins 2004–2007.

Anna Kristín Jóhannsdóttir (1865-1930)

 • S02824
 • Person
 • 25. mars 1865 - 24. mars 1930

Anna Kristín Jóhannsdóttir, f. 25.03.1865 að Gröf á Höfðaströnd. Foreldrar: Jóhann Bjarnason og kona hans Halldóra Þorfinnsdóttir á Gröf á Höfðaströnd.
Maki: Jón Jónsson frá Ólafsfirði, f. 1861, þau eignuðust sjö börn. Þau bjuggu á Torfhóli í Óslandshlíð 1887-1897, Stóragerði 1897-1906, Brekkukoti 1906-1909. Brugðu þá búi en reistu aftur bú á Torfhóli 1911. Voru þar til 1918. Brugðu þá búi og fluttust til Hofsóss. Fluttust þaðan til Siglufjarðar, til Halldóru dóttur sinnar. Þar dó Anna Kristín.

Anna Kristín Jónsdóttir (1865-1941)

 • S00775
 • Person
 • 29. mars 1864 - 18. okt. 1941

Foreldrar: Jón Stefánsson og Kristín Sölvadóttir, síðast búsett í Vallanesi. Kvæntist Jónasi Egilssyni, þau bjuggu lengst af á Völlum í Vallhólmi og eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Anna einn son með fyrri manni sínum Jóni Magnússyni (1859-1916).

Anna Kristín Linnet (1927-

 • S01260
 • Person
 • 24. júní 1927

Dóttir Kristjáns Linnet sýslumanns í Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Kvæntist Sigurði Óskari Jónssyni bakarameistara í Reykjavík.

Anna Lísa Bang (1942-

 • S02877
 • Person
 • 14. okt. 1942-

Foreldrar: Ole Bang apótekari á Sauðárkróki og k.h. Minna Elísa Bang. Fædd og uppalin á Sauðárkróki.

Anna Lísa Michelsen (1943-)

 • S03571
 • Person
 • 05.01.1943-

Anna Lísa Michelsen, f. 05.01.1943. Móðir: Karen Edith Michelsen.

Anna Magnea Eiríksdóttir (1908-1993)

 • S01515
 • Person
 • 15.10.1908 - 10.06.1993

Anna Magnea Eiríksdóttir fæddist 15. október 1908. Foreldrar: Eiríkur Ásmundsson og seinni sambýliskona hans Anna Sigríður Magnúsdóttir. Anna Magnea dvaldi lengst af hjá móður sinni á Reykjahóli á Bökkum, Haganeshreppi og síðar hjá Árna bróður sínum eftir að hann tók við búsforráðum þar.

Anna Margrét Magnúsdóttir (1873-1959)

 • S01054
 • Person
 • 18.11.1873-16.07.1959

Dóttir Magnúsar Ólafssonar bónda og hreppstjóra á Möðruvöllum, og k.h. Marselínu Kristjánsdóttur. Var við nám í Kvennaskólanum á Laugalandi árin 1889-1892, lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1897 og mun hafa lært matreiðslu samtímis. Lærði handavinnu, útsaum og hattagerð í Kaupmannahöfn um árið 1901. Rak ljósmyndastofu á Akureyri 1898-1901. Rak verslun með hannyrðavörur og kvenhatta á Akureyri frá 1902. Rak handavinnuskóla á Akureyri 1911-1922 og ef til vill lengur og kenndi þar sjálf útsaum. Fluttist frá Akureyri um 1930 og var eftir það m.a. búsett í R.vík., á Siglufirði og í Vestmannaeyjum. Um tíma forstöðukona barnaheimila í Reykjavík og á Siglufirði.

Anna Margrét Magnúsdóttir (1873-1959)

 • S03408
 • Person
 • 18.11.1873-16.07.1959

Anna Margrét Magnúsdóttir, f. á Möðruvöllum í Eyjafirði 18.11.1873, d. 16.07.1959. Foreldrar: Magnús Ólafsson bóndi og hreppstjóri á Möðruvöllum og kona hans Marselína Kristjánsdóttir. Anna var í Kvennaskólanum á Laugalandi 1889-1892. Hún lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1897. Mun einnig hafa lært matreiðslu þar. Þá lærði hún handavinnu og hattagerð í Kaupmannahöfn um 1901. Rak ljósmyndastofu í Lækjargötu 3 á Akureyri frá 1902 og síðar í Brekkugötu 1b. Rak handavinnuskóla á Akureyri 1911-1922. Fluttist frá Akureyri um 1930 og var eftir það m.a. búsett í Reykjavík, á Siglufirði og Vestmannaeyjum. Anna var ógfit og barnlaus en ól upp Jóhönnu Jóhannsdóttur, söngkonu.

Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller (1846-1918)

 • S00809
 • Person
 • 28.08.1846-20.02.1918

Dóttir Kristjáns Möller veitingamanns í Reykjavík og Sigríðar Magnúsdóttur. Fyrri maður Önnu var Jósef Gottfreð Blöndal verslunarstjóri í Grafarósi og áttu þau saman þrjú börn. Jósef Blöndal lést 1880. Í september 1885 giftist Anna Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki. Saman eignuðust þau fjögur börn, tvö þeirra komust á legg. Fyrir átti Jean Valgard fjögur börn með Kristínu Eggertsdóttur Briem, Anna gekk þeim í móðurstað.

Anna María Magnúsdóttir Thorlacius (1857-1942)

 • S03409
 • Person
 • 10.12.1857-10.12.1942

Anna María Magnúsdóttir Thorlacius, f. 10.12.1857, d. 10.12.1942. Foreldrar: Séra Magnús Thorlacius prestur í Glaumbæ og kona hans, Guðrún Jónasdóttir Thorlacius (1831-1918).
Anna María var í Botni, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. Gift Grönvold yfirkennara á Hamri í Noregi.

Anna Ólafsdóttir (1951-

 • S01442
 • Person
 • 07.03.1951-

Dóttir Stefáns Ólafs Stefánssonar póst- og símstjóra á Sauðárkróki og k.h. Ölmu Björnsdóttur. Kvæntist Sigurði Helgasyni, þau eignuðust þrjú börn.

Anna Ólafsdóttir (1955-

 • S02473
 • Person
 • 25. júlí 1955-

Anna er fædd í Reykjavík árið 1955, dóttir hjónanna Jónínu Tryggvadóttur Kvaran og Ólafs Kristjánssonar. Hún er tónlistarkennari. Gift Pálma Gunnarssyni tónlistarmanni. Þau eiga tvær dætur.

Anna Pála Guðmundsdóttir (1923-2018)

 • S00113
 • Person
 • 2. sept. 1923 - 24. des. 2018

Dóttir Dýrleifar Árnadóttur frá Utanverðunesi og Guðmundar Sveinssonar frá Hóli í Sæmundarhlíð, síðar full­trúi og skrif­stofu­stjóri Kaup­fé­lags
Skag­f­irðinga. Anna Pála giftist Ragnari Pálssyni frá Þrastarstöðum, síðar útibússtjóri Búnaðarbankans á Sauðárkróki og eignuðust þau 7 börn.

Anna Pálsdóttir (1910-1984)

 • S03410
 • Person
 • 14.05.1910-06.09.1984

Anna Pálsdóttir, f. 14.05.1910, d. 06.09.1984. Foreldrar: Páll Ísaksson, bóndi og kennari á Hofsósi bóndi í Ártúnum og kona hans Þórey Halldóra Jóhannsdóttir ljósmóðir.
Anna lauk ljósmæðraprófi 1940. Hún var ljósmóðir við Landspítalann 1940-1945 og frá 1973. Ljósmíðir í Vestmannaeyjum 1945-1973.

Anna Petrína Jakobsdóttir (1881-1970)

 • S00653
 • Person
 • 22.06.1881-1970

Dóttir Jakobs Pálmasonar b. í Dæli, síðar í Auðnum í Sæmundarhlíð og Sigríðar Sveinsdóttur frá Enni í Viðvíkusveit. Anna Petrína fluttist til Vesturheims með móður sinni árið 1887. Kvæntist Albert Kristjánssyni frá Ytri Tungu á Tjörnesi, hann var prestur og fylkisþingmaður Bændaflokksins (progressive) og sat eitt kjötímabil.

Anna Pétursdóttir (1914-1976)

 • S00229
 • Person
 • 11.06.1914-24.09.1976

Anna Pétursdóttir, f. 11.06.1976 á Akureyri, d. 34.09.1976 í New York. Foreldrar: Pétur Pétursson kaupmaður og Þóranna Pálmadóttir. Anna sleit barnsskónum á Akureyri og gekk þar í gagnfræðaskóla. Þaðan fluttist hún með foreldrum sínum til Siglufjarðar en síðan til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýmis skrifstofustörf. Maki 1: Kristján Jónasson læknir. Héldu þau saman vestur um haf árið 1942 þegar Kristján fór til framhaldsnáms, fyrst til Kanada og síðan til Rochester í Bandaríkjunum. Kristján og Anna eignuðust einn son. Árið 1946 komu þau aftur til Íslands. Kristján lést af slysförum ári síðar. Eftir það vann Anna ýmis verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík.
Maki 2: Ólafur G. Jónsson. Þau bjuggu lengst á Kársnesbraut 107 í Kópavogi. Eignuðust saman eina dóttur. Fóru til New York árið 1969 og bjuggu ytra þar til Anna lést.

Anna Rögnvaldsdóttir (1878-1955)

 • S00681
 • Person
 • 05.08.1878-02.05.1955

Dóttir Rögnvalds Þorleifssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Kvæntist Jóni Erlendssyni frá Gröf á Höfðaströnd, þau bjuggu myndarlegu búi að Marbæli í Óslandshlíð. Anna og Jón eignuðust sjö börn.

Anna Rósa Pálsdóttir (1880-1923)

 • S00563
 • Person
 • 2. jan. 1880 - 26. apríl 1923

Anna Rósa Pálsdóttir fæddist að Syðri-Brekkum 2. janúar 1880, dóttir Páls Pálssonar b. að Syðri-Brekkum og víðar í Blönduhlíð og k.h. Dýrleifar Gísladóttur. Kvæntist Árna Magnússyni frá Utanverðunesi, þau bjuggu að Utanverðunesi og síðar á Sauðárkróki, þau eignuðust tvö börn.

Anna Rósa Þorvaldsdóttir (1886-1976)

 • S03413
 • Person
 • 21.05.1886-23.04.1976

Anna Rósa Þorvaldsdóttir, f. 21.05.1886, d. 23.04.1976. Foreldrar: Þorvaldur Ari Arason bóndi á Flugumýri og kona hans Anna Vigdís Steingrímsdóttir. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi og tók svo kennarapróf frá Flensborgarskóla. Árin 1909-1911 var hún við kennaraskóla í Kaupmannahöfn. Hún var um skeið kennari við barna-og unglingaskóla Sauðárkróks og síðar skólastjóri við Kvennaskólann á Blönduósi 1911ö1923. Hún fluttist til Reykjavíkur og kenndi þar fyrstu árin en réðst 1928 til skrifstofustarfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hún var ógift og barnlaus.

Anna S. Björnsson (1952-)

 • Person
 • 1952

Foreldrar: Ólafur Sveinsson Björnsson og konu hans Þórunnar Árnadóttur.

Anna Sif Ingimarsdóttir (1976-)

 • S03512
 • Person
 • 09.07.1976-

Anna Sif Ingimarsdóttir frá Ytra-Skörðugili.
Foreldrar: Ingimar Ingimarsson og Kolbrún Ingólfsdóttir.

Anna Sigríður Albertsdóttir (1920-1997)

 • S00423
 • Person
 • 16.05.1920 - 22.11.1997

Anna Sigríður Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 16. maí 1920.
Hún var búsett í Reykjavík.
Fyrri maður hennar var Walter Theódór Ágústsson (1926-1952).
Seinni maður: Tryggvi Eyjólfsson, þau slitu samvistum.

Anna Sigríður Bogadóttir (1912-1972)

 • S00395
 • Person
 • 9. okt. 1912 - 12. apríl 1972

Anna Sigríður Bogadóttir fæddist á Hólum í Austur-Fljótum. Foreldrar: Bogi G. Jóhannesson og k.h. Kristrún Hallgrímsdóttir, þau bjuggu víða í Austur-Fljótum. Anna fór ung að vinna fyrir sér, fyrst á Siglufirði, síðan bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Árið 1936 tók hún saman við Jón Kjartansson frá Þverá í Hrollleifsdal. Þau hófu búskap að Sólbakka á Hofsósi og bjuggu þar síðan. Anna og Jón eignuðust þrjú börn.

Anna Sigurbjörg Gunnarsdóttir (1904-1982)

 • S00425
 • Person
 • 1. apríl 1904 - 20. maí 1982

Anna var fædd í Keflavík í Hegranesi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson bóndi og Sigurlaug Magnúsdóttir húsfreyja. Maki: Guðmundur Friðfinnsson á Egilsá. Þau hjón eignuðust þrjár dætur. Þau hjón stunduðu m.a. skógrækt og blómarækt. Anna og Guðmundur ráku barnaheimili um tíma.

Anna Sigurbjörg Helgadóttir (1913-1976)

 • S03461
 • Person
 • 20.05.1913-15.10.1976

Anna Sigurbjörg Helgadóttir, f. 20.05.1913, d. 15.10.1976. Foreldrar: Helgi Jónsson bóndi á Hafgrímsstöðum og kona hans Þóra Kristjánsdóttir.
Anna var áttunda og yngst barna þeirra Helga og Þóru. Síðar eignaðist hún tvö hálfsystkini. Anna ólst upp hjá Elínu ömmu sinni á Hafgrímsstöðum og vann ýmis tilfallandi störf. Um tvítugt veiktist hún alvarlega og lá marga mánuði á Kristnesspítala. Hún vann við síldarsöltun á Siglufirði, var í vist á Akureyri og kaupakona á Nautabúi á Efribyggð. Anna var einnig í kaupavinnu á Sveinsstöðum og er Elín amma hennar veiktist réð hún sig í innu á sjúkrahúisinu á Sauðárkróki. Anna fór að Hrólfsstöðum og hóf sambúð með Guðmundi Ólafssyni. Árið 1947 fluttust þau að Skíðastöðum. Guðmundur veiktist árið 1952 en þá hélt Anna búskapnum áfram með aðstoð Páls, bróður Guðmundar.Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur hóf Anna að starfa á Hrafnistu í Reykjavík og vann þar til dánardags.
Maki: Guðmundur Ólafsson (1916-1974).Þau eignuðust tvö börn. Fyrir átti Anna son með Sigurði Sigurðssyni frá Akeyri og dóttur með Karli Hallberg sem var sænskur en búsettur á Siglufirði.

Anna Sigurbjörg Jóhannsdóttir (1927-2006)

 • S01545
 • Person
 • 5. feb. 1927 - 6. sept. 2006

Anna Sigurbjörg Jóhannsdóttir fæddist 5. febrúar 1927 á Skriðulandi í Kolbeinsdal í Skagafirði. Foreldrar Önnu voru Jóhann Jóhannsson og Guðrún Sigmundsdóttir. Maður hennar var Ásgeir Sæmundsson (1923-2007), rafmagnstæknifræðingur, þau voru búsett í Reykjavík og eignuðust sex börn.

Anna Sigurðardóttir (1882-1947)

 • S03411
 • Person
 • 10.06.1882-29.06.1947

Anna Sigurðardóttir, f. 10.06.1882, d. 29.06.1947. Foreldrar: Sigurður Bjarnason (1829-1890) bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbjörg Sölvadóttir (1839-1901). Fimmtán ára gömul flutti Anna alfarið suður., til færnda síns sr. Þorkels á Reynivöllum og Sigríðar konu hans. Hja þeim dvadli hún meðan þau lifðu og flutti með þeim til Reykjavíkur 1901. gekk hún þá í kvennaskólann og aflaði sér margvíslegrar fræðslu, m.a. varðandi verslun. Hún stundaði verslunarstörf, fyrst í Edinborgarverslun og svo hjá Johnson og Kaaber. Þar starfaði hún í 35 ár.
Anna var verslunarkona í Reykjavík.

Results 86 to 170 of 6064