Sýnir 6496 niðurstöður

Nafnspjöld

Friðrik Ásgrímur Klemensson (1885-1932)

  • S01046
  • Person
  • 21. apríl 1885 - 5. sept. 1932

Sonur Klemensar Friðrikssonar b. á Vatnsleysu og k.h. Áslaugar Ásgrímsdóttur frá Neðra-Ási. Starfaði sem kennari. Síðast búsettur í Reykjavík.

Ólafur Jóhannesson Reykdal (1869-1960)

  • S01047
  • Person
  • 10. júní 1869 - 20. desember 1960

Hjá foreldrum á Illugastöðum, Illugastaðasókn, Þing. 1880. Trésmiður á Sauðárkróki og Siglufirði. Bóndi í Vindheimum efri, Bægisársókn, Eyj. 1901. Var á Siglufirði 1921. Trésmiður á Siglufirði 1930. Síðast bús. þar.

Sigurbjörg Halldórsdóttir (1893-1916)

  • S01050
  • Person
  • 04.07.1893-11.05.1916

Dóttir Sigríðar Magnúsdóttur og Halldórs Þorleifssonar á Ystu-Grund, síðar á Sauðárkróki. Sigurbjörg lést úr berklum aðeins 23 ára gömul, ógift og barnlaus.

Ingibjörg Halldórsdóttir (1895-1922)

  • S01051
  • Person
  • 16.11.1895-18.11.1922

Dóttir Sigríðar Magnúsdóttur og Halldórs Þorleifssonar á Ystu-Grund, síðar á Sauðárkróki. Lést úr berklum aðeins 27 ára gömul, ógift og barnlaus.

Þórey Árnadóttir (1874-1914)

  • S01055
  • Person
  • 29. nóvember 1874 - 18. september 1914

Dóttir Árna Ásgrímssonar b. og hreppstjóra á Kálfsstöðum í Hjaltadal og k.h. Margrétar Þorfinnsdóttur. Þórey starfaði sem kennari, ógift og barnlaus.

Guðrún Heiðberg (1888-1969)

  • S01065
  • Person
  • 21. okt. 1888 - 8. apríl 1969

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Heiðberg lengst búandi á Heiði í Gönguskörðum. Kaupmaður, klæðskeri og kjólameistari í Reykjavík. Kvæntist Árna Hallgrímssyni kennara og ritstjóra í Reykjavík.

Svanlaug Heiðberg Jónsdóttir (1896-1936)

  • S01062
  • Person
  • 7. mars 1896 - 4. okt. 1936

Foreldrar: Jón Jónsson smáskammtalæknir og Jósefína Heiðberg, lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Kennari, síðast búsett á Akureyri. Kvæntist Jóni Sigurðssyni sem einnig var kennari á Akureyri.

Ólafur Jónsson (1886-1971)

  • S01063
  • Person
  • 23. apríl 1886 - 8. nóv. 1971

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Guðrún Heiðberg Ólafsdóttir, lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Heiði, 18 ára gamall sigldi hann til Vesturheims þar sem hann starfaði við skógarhögg, timburflutninga og margvísleg störf sem tengdust járnbrautarlagningu í grennd við Winnipegvatn. Árið 1911, þá 25 ára gamall, sneri hann aftur til Íslands og bjó og vann fyrst um sinn hjá foreldrum sínum sem þá bjuggu á Kimbastöðum. Árið 1916 tók hann alfarið við búi á Kimbastöðum og bjó þar til 1934 en fluttist þá að Veðramóti þar sem hann bjó til 1943 er hann flutti til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði hann aðallega við verslunarrekstur. Kvæntist Matthildi Ófeigsdóttur frá Ytri-Svartárdal, alin upp á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn saman en Matthildur lést eftir aðeins sex ár í hjónabandi. Seinni sambýliskona Ólafs var Engilráð Júlíusdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Sigrún Sigurðardóttir Briem (1911-1944)

  • S01079
  • Person
  • 22. feb. 1911 - 10. nóv. 1944

Dóttir Sigurðar Eggertssonar Briem og Guðrúnar Ísleifsdóttur. Læknir, var í framhaldsnámi í lækningum í Bandaríkjunum. Kvæntist Friðgeiri Ólasyni lækni, þau fórust ásamt þremur börnum sínum með Goðafossi, sem skotinn var niður af þýskum kafbáti á Faxaflóa 10. nóvember 1944.

Stefanía Erlendsdóttir (1896-1943)

  • S01080
  • Person
  • 21.11.1896-18.02.1943

Dóttir Erlends Pálssonar verslunarstjóra á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Húsfreyja á Patreksfirði. Húsfreyja í Valhöll , Eyrasókn, V-Barð. 1930.

Páll Erlendsson (1889-1966)

  • S01084
  • Person
  • 30. september 1889 - 17. september 1966

Sonur Erlendar Pálssonar verslunarstjóra í Grafarósi, Hofsósi og víðar og Guðbjargar Stefánsdóttur. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Sauðárkróki og síðar í Grafarósi. Var við nám í Menntaskólanum í Reykjavík og hjá Sigfúsi Einarssyni í tónfræðum og orgelleik. Hann gerðist verslunarmaður hjá föður sínum í Grafarósi árið 1914 og árið eftir ráðsmaður á Hólum. Bóndi á Hofi á Höfðaströnd 1915-1916 og á Þrastarstöðum 1916-1940, flutti þaðan til Siglufjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Árin 1909-1914 og 1915-1939 starfaði hann sem söngkennari og prófdómari við barnaskólann á Hofsósi, var kennari við unglingaskóla Hofsóss 1938-1939, kirkjuorganisti á Hofi á Höfðaströnd 1921-1940, formaður sóknarnefndar Hofssóknar 1922-1940, skattanefndarmaður, skólanefndarmaður og sat í hinum ýmsu stjórnum og ráðum. Eftir að hann flutti til Siglufjarðar starfaði hann sem söngkennari við gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1940-1965 og kenndi við barnaskóla Siglufjarðar og starfaði lengi vel sem prófdómari þar. Söngstjóri og organisti Siglufjarðarkirkju 1945-1947 og 1948-1964. Einnig var hann ritstjóri og afgreiðslumaður bæjarblaðsins Siglfirðings 1951-1966, heilbrigðisfulltrúi bæjarins 1960-1964 og endurskoðandi bæjarreikninga 1950-1964. Þá annaðist hann löngum bókhald fyrir ýmsa menn og fyrirtæki. Jafnframt var hann varabæjarfulltrúi á árunum 1946-1950.
Árið 1916 kvæntist hann Hólmfríði Rögnvaldsdóttur frá Á í Unadal, þau eignuðust fimm börn.

Vilhelm Erlendsson (1891-1972)

  • S01085
  • Person
  • 13. mars 1891 - 3. maí 1972

Sonur Erlendar Pálssonar verslunarstjóri í Grafarósi og á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Vilhelm stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1905-1908. Eftir það aðstoðarmaður föður síns við verslunarstörf. Verslunarstjóri í Hofsósi 1922-1947. Vilhelm var oddviti Hofshrepps 1922-1934, póstafgreiðslumaður á Hofsósi 1922-1947 og símstjóri 1944-1947. Gjaldkeri Sparisjóðs Hofshrepps í 26 ár, afgreiðslumaður Eimskipafélags Íslands 1922-1947, umboðsmaður Brunabótafélags Íslands 1934-1947. Formaður hafnarnefndar Hofsósskauptúns. Einnig einn þriggja eigenda rafstöðvarinnar á Hofsósi frá 1931. Árið 1947 fluttist Vilhelm til Blönduóss þar sem hann starfaði sem póst- og símstjóri í tíu ár en flutti þá til Reykjavíkur þar sem hann starfaði á pósthúsinu til 1963. Vilhelm kvæntist Hólmfríði Pálmadóttur frá Hofsósi, þau eignuðust fimm börn.

Kristín Anna Kress Thoroddsen (1904-1988)

  • S01089
  • Person
  • 4. des. 1904 - 15. júní 1988

Dóttir Maríu Kristínar Valgardsdóttur Claessen og Sigurðar Thoroddsen. Matreiðslukennari í Reykjavík.

Einar Guðmundsson (1894-1975)

  • S01095
  • Person
  • 3. mars 1894 - 26. júlí 1975

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson b. og sýslunefndarmaður í Ási í Hegranesi og k.h. Jóhanna Guðný Einarsdóttir. Ólst upp í Ási hjá foreldrum sínum og var einn vetur í Bændaskólanum á Hólum. Veiktist af berklum meðan á Hóladvölinni stóð en náði fullum bata eftir að hann gekkst undir aðgerð hjá Jónasi Kristjánssyni lækni. Kvæntist fyrri konu sinni, Valgerði Jósafatsdóttur árið 1916 og fyrstu ár sín í hjónabandi bjuggu þau hjá foreldrum Einars í Ási. Árið 1921 fluttu þau að Syðri-Hofdölum til Jósafats föður Valgerðar. Vorið 1922 lést Valgerður úr lungnabólgu frá þremur ungum sonum og flutti Einar þá aftur í Ás. Vorið 1925 kvæntist Einar alsystur Valgerðar, Sigríði Jósafatsdóttur en hún hafði verið ráðskona hjá honum eftir andlát systur hennar. Einar og Sigríður voru bændur í Ási til 1951 er Sigríður lést, eftir það dvaldi Einar áfram í Ási hjá syni sínum sem þá var tekinn við búskap. Einar og Sigríður eignuðust þrjú börn.

Jónas Jón Gunnarsson (1891-1939)

  • S01092
  • Person
  • 17. maí 1891 - 17. júlí 1939

Foreldrar: Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir bændur í Keflavík. Gunnar ólst fyrst um sinn upp með foreldrum sínum í Keflavík en frá sjö ára aldri hjá Jónasi móðurbróður sínum og afasystur sinni á Húsabakka. Jónas byrjaði búskap á hluta af Garði í Hegranesi, fluttist þaðan að Syðri-Húsabakka. Árið 1921 fór hann búferlum að kirkjujörðinni Hátúni og bjó þar til æviloka. Meðfram búskap vann hann m.a. við vegavinnu. Jónas kvæntist Steinunni Sigurjónsdóttur frá Eyhildarholti, þau eignuðust tíu börn.

Kristján Ebenezer Skúlason (1876-óvíst)

  • S01104
  • Person
  • 1876-óvíst

Sonur Skúla Kristjánssonar (kammerráðs) bónda í Frakkanesi í Dölum k.h. og Birgittu Tómasdóttur. Kennslupiltur frá Akureyri, staddur á Hrafnagili, Grundarsókn, Eyj. 1890. Fór til Danmerkur.

Konráð Jón Kristinsson (1907-1966)

  • S01114
  • Person
  • 18.04.1907-01.12.1966

Póstmaður á Skólavörðustíg 23, Reykjavík 1930. Póstmaður. Síðast bús. í Reykjavík.

Gunnar Gíslason (1914-2008)

  • S01135
  • Person
  • 5. apríl 1914 - 31. mars 2008

Gunnar Gíslason, f. á Seyðisfirði 05.04.1914. d, 31.03.2008. Foreldrar: Gísli Jónsson (1882-1964) verslunarmaður á Seyðisfirði og fyrri kona hans Margrét Arnórsdóttir (1887-1920). Skráður hjá afa sínum, sr. Arnóri Árnasyni, á Hvammi í Laxárdal, árið 1930. ,,Gunnar tók stúdentspróf frá MA árið 1938 og guðfræðipróf frá HÍ árið 1943. Bóndi og sóknarprestur í Glaumbæ í Seyluhreppi 1943-1982. Prófastur í Skagafjarðarsýslu 1977-1982. Jafnframt skólastjóri unglingaskóla í Varmahlíð 1944-1946. Sat allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1965. Gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum., m.a. Í stúdentaráði Háskóla Íslands 1939–1940. Formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1940–1941. Í hreppsnefnd Seyluhrepps 1946–1986. Í stjórn Skógræktarfélags Skagfirðinga frá 1947, formaður 1961–1981. Í stjórn Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ 1948–1986. Í bankaráði Búnaðarbankans 1969–1985. Kosinn 1973 í flutningskostnaðarnefnd. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1965. Alþingismaður Skagfirðinga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1974 (Sjálfstæðisflokkur). Varaþingmaður Skagfirðinga apríl–maí 1955 og apríl–maí 1957."

Maki (17. júní 1944): Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir (fædd 13. apríl 1915), þau eignuðust sex börn.

Guðbrandur Björnsson (1884-1970)

  • S01133
  • Person
  • 15.07.1884-30.04.1970

Guðbrandur Björnsson, f. 15.07.1884 á Flateyri við Önundarfjörð, d. 30.04.1970 í Hafnarfirði. Foreldrar: Sr. Björn Jónsson prófastur á Miklabæ í Blönduhlíð og kona hans Guðfinna Jensdóttir. Guðbrandur ólst upp með foreldrum sínum og var tveggja ára er faðir hans vígðist til Bergstaða í Svartárdal. Þremur árum síðar fluttu þau í Miklabæ þar sem Guðbrandur ólst upp til fullorðinsára. Lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1904. Var síðan við málanám í Kaupmannahöfn um tveggja ára skeið en hætti því námi og hóf guðfræðinám sem hann lauk árið 1908. Vígðist til Viðvíkur saman ár og sat þar í 26 ár en fór þá að Felli í Sléttuhlíð árið 1934. Síðan á Hofsós og sat þar til ársloka 1951. Fluttu þau hjón þá til Hafnarfjarðar en síðan til Reykjavíkur. Var prófastur Skagfirðinga 1934-1952 og tók virkan þátt í ýmsum félagsmálum.
Maki: Anna Sigurðardóttir, f. 1881, frá Pálsbæ á Seltjarnarnesi. Þau eignuðust fimm börn.

Gunnlaugur Björnsson (1891-1962)

  • S01134
  • Person
  • 1891 - 1962

Gunnlaugur fæddist að Narfastöðum í Viðvíkursveit 26. júní 1891. Foreldrar hans voru Björn Gunnlaugsson og Halldóra Magnúsdóttir. Vorið 1916 útskrifaðist Gunnlaugur frá Kennaraskólanum og kenndi eftir það bæði í sinni heimasveit og við Bændaskólann á Hólum til 1922. Næstu tvö árin dvaldi hann í Danmörku og Noregi þar sem hann kynnti sér búnaðarhætti og lýðmenntun. Þegar heim kom 1924 bjó hann í Reykjavík og starfaði m.a. hjá UMFÍ, ritstýrði Skinfaxa og kenndi við Samvinnuskólann. Árið 1928 flutti fjölskyldan aftur norður og tóku þau hjónin við búi á Brimnesi en samhliða því starfaði Gunnlaugur sem kennari við Bændaskólann á Hólum. Gunnlaugur fékkst mikið við ritstörf og samdi m.a. ritið Hólar í Hjaltadal sem kom út árið 1937. Eins sá hann um ritstjórn Búfræðingsins og sat um skeið í stjórn Sögufélags Skagfirðinga. Gunnlaugur var jafnframt deildarstjóri Viðvíkurdeildar K.S. til margra ára. Kona Gunnlaugs var Sigurlaug Guðrún Sigurðardóttir (1903-1971) frá Hvalnesi og eignuðust þau einn son saman, Björn Gunnlaugsson (1926-1990), fyrir átti Sigurlaug dæturnar Huldu og Önnu og gekk Gunnlaugur þeim í föðurstað.

Guðrún Jóelsdóttir (1866-1949)

  • S01144
  • Person
  • 20. júní 1866 - 4. ágúst 1949

Fædd í Svarfaðardal. Fluttist að Kálfsstöðum í Hjaltadal 1888. Starfaði sem ljósmóðir. Kvæntist 1889 Tómasi Ísleikssyni frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð og að Kolkuósi en fluttu til Vesturheims árið 1903 ásamt fimm af börnum sínum, þrjú yngstu af börnum þeirra sem þá voru fædd, voru skilin eftir á Íslandi. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson. Alls eignuðust Guðrún og Tómas 12 börn.

Tómas Ísleiksson (1854-1941)

  • S01143
  • Person
  • 25. júlí 1854 - 17. júlí 1941

Frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Kom sem vinnumaður að Brúarlandi í Deildardal árið 1877 og fluttist tveimur árum síðar að Efra-Ási í Hjaltadal, lærði um þær mundir söðlasmíði. Var á Hólum 1889 og kvæntist það ár Guðrúnu Jóelsdóttur ljósmóður frá Sauðanesi í Svarfaðardal. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð 1890 og í Kolkuósi 1891-1903 er þau fluttu til Vesturheims og settust að í Winnipeg. Þau tóku fimm af börnum sínum með sér, þrjú yngstu barna þeirra sem fædd voru þá voru skilin eftir á Íslandi. Í Winnipeg lagði Tómas fyrir sig trésmíði, einkum húsabyggingar. Á efri árum var hann búsettur í Gimli. Tómas og Guðrún eignuðust alls tólf börn, fyrir hjónaband hafði Tómas eignast eina dóttur. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson.

Eyjólfur Jónsson (1869-1944)

  • S00320
  • Person
  • 31.10.1869-29.06.1944

Faðir: Jón Þorvaldsson, bóndi á Parti í Sandvík, Norðfjarðarhr., S.-Múl., síðar á Fornastekk í Seyðisfirði. Móðir: Gróa Eyjólfsdóttir, húsfreyja á Parti í Sandvík, Norðfjarðarhre,. S.-Múl., síðar á Fornastekk í Seyðisfirði. ,,Eyjólfur lærði klæðskeraiðn í Noregi fyrri hluta árs 1891 og tók próf í þeirri grein. Lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn jan-maí 1893. Verslunarmaður á Seyðisfirði 1889-1890. Rak klæðskeraverkstæði á Seyðisfirði frá hausti 1891 til dauðadags. Rak ljósmyndstofu á Seyðisfirði frá 1893 til dauðadags. Ljósmyndastofan var fyrst til húsa í Liverpool þar sem Jón Ó. Finnbogason hafði áður rekið ljósmyndastofu en frá 1895 í húsi á árbakkanum, sem Gestur Sigurðsson átti áður. Það brann 11. desember 1904 með öllu sem í því var og mun eldurinn hafa kviknað í ljósmyndahúsinu. Eftir það var ljósmyndstofan í myndahúsi við íbúðarhús Eyjólfs, Sólvang. Daglegur rekstur stofunnar mun frá 1904 hafa verið í höndum annarra en Eyjólfs. Frá um 1920 mun stofan jafnframt hafa annast framköllunarþjónustu og hún orðið æ stærri þáttur í starfseminni eftir því sem á leið."

Magna Einarsdóttir (1904-1982)

  • S01153
  • Person
  • 27.05.1904-03.12.1982

Magna Einarsdóttir, f. á Hraunum í Fljótum 27.05.1904, d. 03.12.1982 Foreldrar: Einar Baldvin Guðmundsson (eldri) og þriðja kona hans, Dagbjört Anna Magnúsdóttur (1865-1937) á Hraunum í Fljótum. Var í Reykjavík 1910. Flutti til Danmerkur.

Guðrún Konráðsdóttir (1899-óvíst)

  • S01159
  • Person
  • 28.07.1899-óvíst

Dóttir Konráðs Þorsteinssonar og Guðrúnar Á. Jóhannsdóttur á Grímsstöðum í Svartárdal sem fluttu til Vesturheims 1904.

Sigurjón Magnús Konráðsson (1904-óvíst)

  • S01157
  • Person
  • 1904-óvíst

Sonur Konráðs Þorsteinssonar og Guðrúnar Ágústu Jóhannsdóttur á Grímsstöðum í Svartárdal, fluttu til Vesturheims 1904. Nafnið er ekki til í Íslendingabók, drengurinn hefur því sennilega fæðst eftir að þau komu til Vesturheims. Dó í frumbernsku.

Emilie Antonette Popp (1845-1931)

  • S01160
  • Person
  • 6. apríl 1845 - 1931

Fædd í Kaupmannahöfn. Kvæntist Ludvig Popp kaupmanni. Þau bjuggu á Akureyri fyrstu ár sín í hjónabandi, fluttu svo til Kaupmannahafnar og svo aftur til Íslands og bjuggu á Sauðárkróki 1885-1893, þau eignuðust þrjú börn.

Frederik Ludvig Popp (1831-1893)

  • S01161
  • Person
  • 28. feb. 1831 - 10. mars 1893

Fæddur í Kaupmannahöfn. Mun fyrst hafa komið hingað sem verslunarþjónn og verið við verslanir á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og á Eskifirði á árunum 1858-1859. Árið 1866 hóf hann eigin verslun á Akureyri. Fljótlega hóf hann sumarverslun við Skagafjörð, fyrst á Hofsósi og einkum með hesta. Árið 1874 keypti hann verslunarhús Halls Ásgrímssonar Grænlandsfara á Sauðárkróki og hóf verslun þar en bjó þó í Kaupmannahöfn. Hann hafði verslunarstjóra á Sauðárkróki uns hann flutti þangað sjálfur með fjölskylduna árið 1885 og tók við verslunarstjórn. Varð verslun hans brátt önnur stærsta verslunin við Skagafjörð næst Gránufélagsversluninni og voru útibú á Hofsósi og Kolkuósi. Heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki varð fljótlega helsta miðstöð alls menningarlífs á Sauðárkróki. Popp var mjög listelskur maður og lagði nokkra stunda á málarlist og málaði t.d. leiktjöld fyrir leiksýningar og studdi ásamt konu sinni mjög að allri leikstarfsemi á Sauðárkróki. Eitt helsta áhugamál hans var bygging Sauðárkrókskirkju en hann gaf 200 kr. til byggingarinnar og tvær töflur fyrir sálmanúmer, er hann útbjó sjálfur að nokkru. Eftir lát hans gaf ekkjan fagra altaristöflu til kirkjunnar í minningu hans.
Kvæntist Emilie Antonette Popp, þau eignuðust þrjú börn.

Helga Pétursdóttir (1899-óvíst)

  • S01164
  • Person
  • 1899-óvíst

Foreldrar: Pétur Jóhannsson og Jóhanna Jónsdóttir frá Húsabakka í Seyluhreppi. Þau fluttu til Vesturheims 1899.

Sesselja Jónmundsdóttir (1902-1931)

  • S01172
  • Person
  • 28. júlí 1902 - 7. sept. 1931

Dóttir sr. Jónmundar J. Halldórssonar og Guðrúnar Jónsdóttur á Barði í Fljótum. Var á Stað í N-Ísafjarðarsýslu 1930. Ógift og barnlaus.

Guðmundur Jónmundsson (1901-1956)

  • S01173
  • Person
  • 21. apríl 1901 - 15. des. 1956

Sonur sr. Jónmundar J. Halldórssonar og k.h. Guðrúnar Jónsdóttur á Barði í Fljótum. Loftskeytamaður bæði til sjós og lands, dvaldist lengi erlendis.

Bjarni Jónsson (1872-1948)

  • S01175
  • Person
  • 24. maí 1872 - 13. nóv. 1948

,,Lögfræðingur og bankastjóri á Akureyri. Útibúsbankastjóri á Akureyri 1930. Var í Reykjavík 1945. Sigldi til Kaupmannahafnar 1898 til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Lauk embættisprófi í lögfræði 1906 og kom þá heim. Bjarni helgaði sig fræðistörfum á efri árum og vann að æviskrám íslenskra Hafnarstúdenta."

Hjalti Pálsson (1922-2002)

  • S01183
  • Person
  • 1. nóvember 1922 - 24. október 2002

Hjalti Pálsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 1. nóvember 1922. Foreldrar hans voru hjónin Páll Zópóníasson skólastjóri á Hólum, síðar alþm. og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Hannesdóttir. Þau bjuggu á Hvanneyri, Kletti í Reykholtsdal, Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. ,,Hjalti varð gagnfræðingur í Reykjavík 1938, búfræðingur frá Hólum 1941, stundaði nám í landbúnaðarverkfræði við háskóla í Fargo í Norður-Dakota í Bandaríkjunum árin 1943-1945 og eftir það við háskóla í Ames í Iowa 1945-1947 og lauk þaðan BSc.-prófi. Hjalti hóf störf í véladeild SÍS árið 1948 og varð framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. frá 1949 til 1960. Frá 1952 var hann framkvæmdastjóri véladeidar SÍS og innflutningsdeildar SÍS frá 1967 þar til hann lét af störfum árið 1987 fyrir aldurs sakir. Hjalti sat í framkvæmdastjórn SÍS í nærri fjóra áratugi, var varaformaður stjórnar frá 1977 og um nokkurt skeið stjórnarformaður Dráttarvéla. Hann sat einnig í stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og var þar endurskoðandi. Hjalti stofnaði fyrir hönd SÍS með öðrum innflytjendum sameignarfélagið Desa til innflutnings á skipum frá A-Þýskalandi, m.a. fyrir ríkisstjórnina. Hann sat í stjórn þess fyrirtækis þar til því var slitið 1975. Hann vann að stofnun Kornhlöðunnar til innflutnings á lausu korni til fóðurblöndunar, var fyrsti stjórnarformaður hennar og sat í stjórn hennar um árabil. Þá var hann um langt skeið í stjórn Jötuns, var formaður byggingarnefndar Holtagarða, í samninganefnd um viðskipti milli Þýskalands og Íslands árið 1954, í samninganefnd milli Íslands og A-Þýskalands 1958-1960 og var skipaður í fleiri nefndir á vegum hins opinbera, m.a. Hólanefnd sem gerði tillögur um uppbyggingu Hólastaðar. Eftir að Hjalti lét af störfum hjá SÍS vann hann ýmis verkefni fyrir Landssamband hestamanna og var gerður að heiðursfélaga. Sat hann um árabil í stjórn landssambandsins og var ævifélagi í Hestamannafélaginu Fáki. Hann var einnig heiðursfélagi Samtaka sykursjúkra sem hann tók þátt í að stofna árið 1971."
Hinn 21. febrúar 1951 kvæntist Hjalti Ingigerði Karlsdóttur flugfreyju, þau eignuðust þrjú börn.

Þorsteinn Magnússon (1885-1961)

  • S01191
  • Person
  • 18. júní 1885 - 13. feb. 1961

Sonur Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Bóndi í Gilhaga 1911-1912, á Írafelli í Svartárdal 1916-1917, í Ölduhrygg í Svartárdal 1921-1922, í Sölvanesi 1928-1929, í Efra-Lýtingsstaðakoti 1929-1930, í Jaðri á Langholti 1931-1934, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1934-1935, á Grófargili 1935-1937, í Varmahlíð 1937-1938 og á Steinsstöðum 1938-1939 er hann fluttist til Akureyrar þar sem hann bjó í fimm ár og fluttist svo til Reykjavíkur árið 1944 þar sem hann bjó til æviloka. Meðfram búskap vann hann m.a. við mæðiveikivarnir á Vatnsskarði. Í Reykjavík starfaði Þorsteinn lengst af sem verkamaður hjá rafmagnsveitunum í Elliðaárdal. Þorsteinn var vel hagmæltur og eftir hann er til þónokkuð af lausavísum. Einnig skrifaði hann nokkuð í óbundu máli, m.a. gaf hann út bókina Dalaskáld árið 1955 sem fjallaði um ævi Símonar Dalaskálds en hann var viðloða Gilhaga í mörg ár. Þorsteinn kvæntist Önnu Jósepsdóttur frá Áshildarholti, þau eignuðust þrjú börn saman, eitt þeirra var Indriði Þorsteinsson rithöfundur. Jafnframt áttu þau bæði einn son frá fyrri samböndum.

Guðlaug Magnúsdóttir (1884-1968)

  • S01193
  • Person
  • 7. maí 1884 - 8. jan. 1968

Dóttir Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Bjó í Lýtingsstaðahreppi, lengst af hjá einhverju systkina sinna.

Sigurlaug Magnúsdóttir (1865-1938)

  • S01196
  • Person
  • 21.07.1865-26.06.1938

Sigurlaug var fædd og uppalin að Utanverðunesi í Hegranesi, dóttir Magnúsar Árnasonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Kvæntist Gunnari Ólafssyni frá Ögmundarstöðum, þau bjuggu í Keflavík í Hegranesi, þau eignuðust 14 börn, Gunnar átti einn son fyrir hjónaband.

Jón Sveinsson (1887-1971)

  • S01203
  • Person
  • 14. maí 1887 - 19. mars 1971

Jón Sveinsson, f. 14.05.1887 á Hóli í Sæmundarhlíð, d. 19.03.1971 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sveinn Jónsson bóndi á Hóli og kona hans Hallfríður Sigurðardóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Hóli við hefðbundin sveitastörf og vann að búi foreldranna. Hann fór í Hólaskóla haustið 1906 og útskrifaðist sem búfræðingur 1908. Allt frá 1914 var hann í sambýli við foreldra sína en reisti sjálfstætt bú á Hóli 1923. Hann átti sæti í hreppsnefnd Staðarhrepps 1922-1931 og 1934-1938 og í skólanefnd 1942-1958.
Maki 1: Margrét Sigurðardóttir frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, f. 1895, d. 1923. Þau eignuðust tvö börn
Maki 2: Petrea Óskarsdóttir frá Hamarsgerði á Fremribyggð, f. 1904, d. 1998. Þau eignuðust sjö börn.

Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir (1883-1919)

  • S01204
  • Person
  • 2. september 1883 - 14. desember 1919

Dóttir Sveins Jónssonar og Hallfríðar Sigurðardóttir á Hóli í Sæmundarhlíð. Húsfreyja á Bessastöðum og á Egg í Hegranesi. Kvæntist Gísla Konráðssyni og eignuðust þau níu börn, af þeim komust sjö á legg. Sigríður lést þegar yngstu börnin, tvíburar, voru aðeins fjögurra ára gömul.

Kári Jónsson (1933-1991)

  • S01393
  • Person
  • 27.10.1933-19.03.1991

Kári Jónsson fæddist á Sauðárkróki 27. október 1933. ,,Hann var sonur Jóns Björnssonar verslunarmanns, sem lengi stýrði Ytribúð Kaupfélags Skagfirðinga (Gránu), og konu hans, Unnar Magnúsdóttur. ,,Kári lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki vorið 1950 og gerðist síðan afgreiðslumaður í verzlun Haraldar Júlíussonar. Árið 1954 fór Kári ásamt vini sínum til Kanada og vann þar meðal annars við ríkisjárnbrautirnar. Eftir heimkomuna hóf hann aftur störf hjá Haraldi og vann þar til ársins 1959 en réðst þá til Verzlunarfélags Skagfirðinga. Í maímánuði 1966 hóf hann störf hjá Pósti og síma á Sauðárkróki og starfaði þar meðan kraftar entust. Hann varð fulltrúi stöðvarstjóra 1974 og skipaður stöðvarstjóri 1983." Kári kvæntist Evu Snæbjörnsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Axel Friðbjörnsson (1896-1921)

  • S01809
  • Person
  • 22. nóv. 1896 - 6. júní 1921

Ljósmyndari. Rak ljósmyndastofu á Siglufirði 1918-1920. Starfaði á ljósmyndstofu Ólafs Magnússonar í Reykjavík frá des 1919 til júní 1920. Síldarmatsmaður á Siglufirði

Solveig Arnórsdóttir (1928-)

  • S01232
  • Person
  • 25.05.1928

Foreldrar: Arnór Sigurjónsson skólastjóri á Laugum og kona hans Helga Kristjánsdóttir.
Hún var kennari, búsett í Útvík í Staðarhreppi, Skagafirði, síðar á Dýjabekk á svipuðum slóðum.
Solveig hefur komið að ýmsum málum varðandi kvenfélögin í Skagafirði, verið m.a. ritari í stjórn Sambands skagfirskra kvenna og ritari í stjórn Kvenfélags Staðarhrepps.
Maður hennar er Sigmar Halldór Árnason Hafstað (1924-).

Þorvaldur Sveinsson (1868-1952)

  • S00312
  • Person
  • 18. ágúst 1868 - 30. sept. 1952

Fæddist í Fljótum og bjó þar með foreldrum sínum til sex ára aldurs. Sjómaður á Sauðárkróki og bóndi í Grænahúsi.

Árni Hansen (1905-1988)

  • S00315
  • Person
  • 19. desember 1905 - 16. maí 1988

Árni Þormóður Hansen fæddist 19. desember 1905 á Sauðá í Borgarsveit, Skagafirði. Faðir: Hans Christian Hansen, beykir og bóndi á Sauðá. Móðir: Björg Jóhannesdóttir Hansen, húsmóðir á Sauðá. ,,Árni byrjaði sem aðrir á þessum árum ungur að sækja þá vinnu sem bauðst og réðst til Kristjáns bróður síns í vegavinnu þegar á æskuárum. Í apríl 1943 tók Árni við starfi aðalverkstjóra hjá vegagerðinni að Kristjáni látnum og hafði á hendi, meðan heilsa og kraftar entust. Vann hann í allmörg ár á skrifstofu vegagerðarinnar á Sauðárkróki, eftir að heilsa til útivinnu þraut. Á yngri árum tók Árni virkan þátt í verkalýðshreyfingunni og var formaður Vmf. Fram á Sauðárkróki árin 1935-1939. Voru honum baráttumál launþega afar hugleikin alla tíð. Var hann kjörinn heiðursfélagi Vmf. Fram árið 1953 og Verkstjórafélaga Skagafjarðar og Húnavatnssýslu 1972. Árni átti sæti í hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps um nokkurt árabil, en dró sig í hlé frá félagsmálastörfum snemma ævinnar."
Árni kvæntist Rannveigu Þorkelsdóttur Hansen (1901-1988).

Daníel Davíðsson (1872-1967)

  • S00317
  • Person
  • 04.05.1872- 26.03.1967

Daníel Davíðsson fæddist í Kárdalstungu í Vatnsdal, 4. maí 1872. Faðir: Davíð Davíðsson (1823-1921) bóndi á Kötlustöðum, Gilá A-Hún.. Móðir: Þuríður Gísladóttir (1835-1928) húsfreyja á Kötlustöðum. Lærði ljósmyndum hjá Joni J. Dahlman. Var í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn um 1901-1902. Vann við ýmis sveitastörf. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1902-1909 í húsi er hann lét byggja og nefndist "Ljósmyndarahúsið". Tók einnig myndir á ferðalögum sínum um Skagafjörð. Var aðstoðarmaður Sigurðar Pálssonar læknis á Sauðárkróki. Bóndi á Breiðsstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði 1910-1919, Heiðarseli (Dalsá) í sömu sveit 1920-1922, Hróarsstöðum á Skagaströnd 1922-1924 og í Neðra-Nesi á Skaga 1924-1930. Flutti þá að Syðri-Ey á Skagaströnd og bjó þar til dánardags. Plötu- og filmusafn hans er glatað. Maki: Magnea Aðalbjörg Árnadóttir (1883-1968), húsfreyja. Saman áttu þau 7 börn. Daníel átti eitt fósturbarn.

Halldór Egill Arnórsson (1889-1951)

  • S00628
  • Person
  • 13.06.1889-20.09.1951

Faðir: Arnór Egilsson bóndi og ljósmyndari (1856-1900). Móðir: Valgerður Ósk Ólafsdóttir, húsfreyja (1857-1933). Halldór Egill Arnórsson lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri fyrir 1909. Rak ljósmyndastofu á Akureyri 1909-1918. Ferðaðist einnig og tók myndir t.d. á Siglufirði 1919. Starfaði hjá eða vann með Hallgrími Einarssyni a.m.k. á tímabilinu 1920-1924 (myndir merktar þeim báðum). Starfaði hjá Guðmundi R. Trjámannssyni 1924-1925. Starfi á ljósmyndastofu Jóns J. Dahlmanns í Reykjavík frá um 1927 til um 1938 en þá fór hann að starfa á ljósmyndastofu Vigfúsar Sigurgeirssonar í Reykjavík og var þar til dauðadags.
Hluti af filmu- og plötusafni hans er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands (Reykjavíkurárin).

Jón Sigurðsson (1894-1945)

  • S00323
  • Person
  • 04.10.1894-05.03.1945

Var í Kennaraskóla Íslands með Friðrik Hansen. Kaupfélagsstjóri á Djúpavogi.

Margeir Jónsson (1889-1943)

  • S00329
  • Person
  • 15.10.1889-1.3.1943

Kennari, fræðimaður og bóndi á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi. Foreldrar: Jón Björnsson bóndi á Ögmundarstöðum og kona hans, Kristín Steinsdóttir. Útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal árið 1908. Lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík árið 1910. Sótti einnig fyrirlestra í Háskóla Íslands, einkum í íslensku og sagnfræði.
1910-1912: Kennari í Skarðshreppi, 1912-1913: Kennari við Barnaskólann á Sauðárkróki, 1914-1917: Kennari við Unglingaskólann á Sauðárkróki. Fyrri kona Margeirs var Helga Pálsdóttir (1900-1919), þau eignuðust einn son, hún lést úr berklum. Seinni kona hans var Helga Óskarsdóttir (1901-1998), þau eignuðust fimm börn. 1920-1930: Hélt heimavistarskóla á heimili sínu, Ögmundarstöðum. 1931-1935: Kennari í Staðarhreppi. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum svo sem formaður fræðslunefndar Staðarhrepps 1919-1934. Í forystusveit Sögufélags Skagfirðinga. Út komu ýmis rit og fræðilegar greinar eftir Margeir svo sem greinarnar um Ævarsskarð hið forna (1926), Víðidalur í Staðarfjöllum (1927), Hraunþúfuklaustur (1929), Um skóga í Skagafirði á landnámsöld (1932). Úrval úr ritgerðum Margeirs var gefið út af Sögufélagi Skagfirðinga árið 1989 á aldarafmæli hans undir heitinu Heimar horfins tíma. Einnig var Margeir ötull við að skrá örnefni í Skagafirði.

Erla Árnadóttir (1921-2000)

  • S00447
  • Person
  • 6. des. 1921 - 28. sept. 2000

Erla fæddist í Vík, Staðarhreppi í Skagafirði 6. desember 1921. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Árni J. Hafstað bóndi í Vík í Staðarhreppi. Eiginmaður Erlu var Indriði Sigurðsson, stýrimaður, f. 7.5. 1921 að Hofdölum, Skagafirði, d. 6.11. 1986, þau eignuðust fimm börn. ,,Erla útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún vann ýmis störf á sinni starfsævi, þ.á m. hjá Búnaðarbankanum, Búnaðarfélaginu, í Ísbirninum á Seltjarnarnesi og á Lögfræðistofu Sigurðar Baldurssonar, en lengst af vann hún á Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti."

Eyborg Guðmundsdóttir (1924-1977)

  • S00333
  • Person
  • 17.11.1924 - 20.06.1977

Eyborg Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði þann 17. nóvember 1924.
Hún var listmálari, starfaði í París og í Reykjavík. Verkin hennar voru abstrakt, en hún var frumkvöðull á Íslandi í op-list, sem er angi af abstrakt. (ath. heimild af bloggi).
Hún lést 20. júní 1977.

Helga Kristjánsdóttir (1919-2002)

  • S00335
  • Person
  • 01.05.1919-05.06.2002

Helga Kristjánsdóttir fæddist þann 1. maí 1919. Hún fæddíst í Fremstafelli, Köldukinn í Ljósavatnssókn, S-Þingeyjarsýslu árið 1930. Búsett á Húsavík um tíma eftir 1940, flutti til Reykjavíkur þaðan 1944. Húsfreyja á Silfrastöðum í Blönduhlíð og síðast búsett þar. Hún var formaður Sambands skagfirskra kvenna í 12 ár.
Helga lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 5. júní 2002.

Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir (1921-2018)

  • S00343
  • Person
  • 27.08.1921

Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir fæddist á Ríp í Hegranesi þann 27. ágúst 1921. ,,Jó­hanna stundaði nám við Héraðsskól­ann á Laug­um frá 1939-1941. Vefnaðar­nám­skeið sótti hún á Hússtjórn­ar­skól­an­um á Hall­ormsstað vorið 1944. Jó­hanna var um tíma ráðskona hjá vega­gerðarflokk­um, m.a. á Öxna­dals­heiði." Jó­hanna gift­ist árið 1946 Magnúsi Hall­dóri Gísla­syni og bjuggu þau á Frostastöðum.

Elinborg Bessadóttir (1947-)

  • S00348
  • Person
  • 26.03.1947

Elinborg Bessadóttir fæddist í Kýrholti þann 26.mars 1947. Foreldrar hennar voru Bessi Gíslason og Guðný Jónsdóttir í Kýrholti.
Elínborg býr ásamt manni sínum, Vésteini Vésteinssyni (1942-) að Hofsstöðum í Skagafirði.

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir (1885-1975)

  • S00356
  • Person
  • 25.12.1885-03.03.1975

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir fæddist á Marbæli í Óslandshlíð þann 25. desember 1885. Hún var húsfreyja á Úlfsstöðum í Akrahreppi. Maður hennar var Jóhann Sigurðsson (1883-1970).

Sigurður Jón Þorvaldsson (1953-)

  • S00364
  • Person
  • 04.03.1953

Sigurður Jón Þorvaldsson fæddist 4. mars 1953.
Hann er búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans er Hallfríður Friðriksdóttir (1950-).

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

  • S00376
  • Félag/samtök
  • 1905

Ungmennafélagið Æskan var stofnað í Staðarhreppi þann 20. október 1905. Stofnfélagar voru 15. Aðalforgöngumaður að stofnun félagsins var Jón Sigurðsson (1888-1972). Ungmennafélagið Æskan varð síðar brautryðjandi að stofnun Ungmennasambands Skagafjarðar. Tilgangur félagsins var meðal annars að „reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðum til að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land og þjóð og fyrst og fremst að þeim framfararmálum sem kunna að koma innan sveitarinnar“ eins og kemur fram í lögum félagsins. Einnig voru félagsmenn hvattir til að vinna ötullega að hvers konar íþróttamálum og yfirleitt að efla allt það er að andlegri og líkamlegu atgerfi lítur. Úr fundargerðabók 13.3.1960.
Það kemur ekki fram í fundargerðarbókunum hvenær, eða hvort félagið var lagt formlega niður.

Bjarni Jónsson (1945-

  • S00377
  • Person
  • 29. sept. 1945

Bjarni Jónsson fæddist á Sauðárkróki 29. september 1945. Sonur Jóns Nikódemussonar og Önnu Friðriksdóttur.
Hann er rafvirki, búsettur í Reykjavík.
Kona hans er Gyða Blöndal Flóventsdóttir (1946-).

Sigurbjörg Gunnarsdóttir (1888-1964)

  • S00380
  • Person
  • 12.06.1888-12.01.1964

Sigurbjörg Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Hegranesi 12. júní 1888. Dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur.
Hún var ráðskona á Utanverðunesi, Rípursókn, Skagafirði 1930 og síðar bústýra þar hjá Magnúsi Gunnarssyni (1887-1955), bróður sínum, en hann var bóndi og hreppstjóri í Utanverðunesi. Sigurbjörg bjó í Hróarsdal frá árinu 1956. Hún var ógift og barnlaus.

Lárus Erlendsson (1896-1981)

  • S00389
  • Person
  • 7. október 1896 - 10. september 1981

Sonur Erlendar Eysteinssonar og Ástríðar Helgu Sigurðardóttur á Beinkeldu í Reykjabraut. Erlendur ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Beinkeldu og síðar á Stóru-Giljá. Fór til Vesturheims um tvítugt. Vitað er að hann lauk gagnfræðiprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1919. Lengst af búsettur í San Francisco.

Þórunn Jónsdóttir (1941-)

  • S00411
  • Person
  • 06.09.1941

Þórunn Jónsdóttir fæddist 6. september 1941. Dóttir Jóns Sigurjónssonar bónda og hreppstjóra í Ási í Hegranesi og k.h. Lovísu Guðmundsdóttur. Maður hennar var Sigurjón Björnsson (1930-1993). Þau bjuggu í Garði í Hegranesi.

Jóhann Lárus Jóhannesson (1914-1989)

  • S00412
  • Person
  • 20.05.1914 - 31.05.1989

Jóhann Lárus Jóhannesson fæddist 20. maí 1914. Sonur hjónanna Jóhannesar Þorsteinssonar bónda og kennara, síðast á Uppsölum í Blönduhlíð og Ingibjargar Jóhannsdóttur húsmóður og kennara. ,,Jóhann lagði árið 1931 leið sína í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1935 með glæsilegum árangri. Hlaut hann hinn eftirsótta 5 ára styrk, annar tveggja norðanstúdenta það ár, og hélt um haustið til náms í eðlisfræði við Hafnarháskóla. Sumarið 1939 var hann heima og þegar hann hugðist snúa aftur til Hafnar um haustið var heimsstyrjöldin síðari skollin á og varð það til þess að námsferill hans rofnaði. Jóhann Lárus var heimiliskennari á Akureyri 1940-1941, kenndi við Iðnskólann á Akureyri 1941-1942 en lengstur var kennaraferill hans við Menntaskólann á Akureyri, eða frá 1942-1951 og 1952-1954. Við MA kenndi hann stærðfræði, allar helstu raungreinar og dönsku. Árið 1948 kvæntist Jóhann Helgu Kristjánsdóttur frá Fremstafelli, hún var þá skólastýra Húsmæðraskólans á Akureyri. Þau eignuðust einn son. Árið 1951 tóku Jóhann og Helga við búi á Silfrastöðum af Jóhannesi Steingrímssyni, frænda Jóhanns. Jóhann var kosinn oddviti Akrahrepps árið 1958 og hélt þeirri trúnaðarstöðu óslitið ti ársins 1986 og hreppstjóri var hann jafnframt frá 1961-1984."

Pétur Laxdal Guðvarðarson (1908-1971)

  • S00421
  • Person
  • 13. febrúar 1908 - 28. maí 1971

Var á Gaukstöðum, Hvammssókn, Skag. 1910. Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Ólst upp hjá hjónunum Pétri Björnssyni f. 1863 og Ingibjörgu Bjarnadóttur f. 1863, búandi á Gauksstöðum á Skaga, Skag. Síðast bús. í Reykjavík.

Björn Jóhannesson (1913-2006)

  • S00436
  • Person
  • 06.02.1913-03.07.1913

Sjómaður á Sauðárkróki, síðast búsettur í Reykjavík. Var í Lúðrasveit Sauðárkróks. Hann var rannsóknarmaður.

Lúðvík Kemp (1889-1971)

  • S00440
  • Person
  • 08.08.1889-30.07.1971

Lúðvík Kemp var fæddur í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Stefán Árnason bóndi á Ásunnarstöðum, og fyrsta kona hans, Helga Lúðvíksdóttir Kemp. Móðir hans var berklaveik og ólst hann upp hjá fósturforeldrum. Kemp lauk prófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1909 og frá Verzlunarskóla Íslands 1911. Þá réðst hann norður í Skagafjörð. Kvæntist hann þar Elísabetu Stefánsdóttur frá Jórvík í Breiðdal árið 1912. Kemp var bóndi á Illugastöðum í Laxárdal 1914–1947 og jafnframt vegaverkstjóri. Síðan bjó hann á Akureyri í tvö ár en flutti þá til Skagastrandar þar sem hann stundaði skrifstofustörf í mörg ár. Kemp var landsþekktur hagyrðingur á sinni tíð en ekki þótti kveðskapur hans eiga við í fínni selskap.

Valtýr Jónsson (1924-2000)

  • S00451
  • Person
  • 10.12.1924-19.07.2000

Valtýr Jónsson fæddist í Geldingaholti í Seyluhreppi í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Soffía Jósafatsdóttir og Jón Jónsson Skagfirðingur. Valtýr starfaði sem sölumaður í Reykjavík.

Kristján Pálsson (1933-2019)

  • S01321
  • Person
  • 6. apríl 1933 - 12. maí 2019

Sonur Páls Sigfússonar b. á Hvíteyrum og k.h. Kristínar Kristjánsdóttur. Bifreiðastjóri, búsettur í Reykjavík, síðar á Blönduósi. Kvæntist Öllu Bertu Albertsdóttur frá Ólafsfirði.

Júlíus Friðriksson (1924-1994)

  • S00459
  • Person
  • 31.01.1924-23.04.1994

Var á Sauðárkróki árið 1930, varð síðar rafvirkjameistari í Reykjavík

Jóhanna Lárentsínusdóttir (1926-)

  • S00465
  • Person
  • 16.09.1926

Frá Stykkishólmi. Var sambýliskona Erlendar Hansen til 36 ára. Þau stofnuðu og ráku saumastofuna Vöku á Sauðárkróki frá 1972-1988.

Svavar Helgason (1920-2005)

  • S00472
  • Person
  • 30.08.1920-15.02.2005

Svavar fæddist á Hamri í Fljótum 30. ágúst 1920. Foreldrar hans voru Gunnhildur Kristjánsdóttir húsmóðir og Helgi Kristinsson smiður á Siglufirði. Svavar kvæntist 30. ágúst 1945 Gunnhildi Magnúsdóttur, þau eignuðust tvær dætur. ,,Svavar gekk í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, síðan í Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1939. Hann vann lengst af við skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Svavar var einn af stofnendum Lionsklúbbs Sauðárkróks."

Niðurstöður 3316 to 3400 of 6496