Showing 6400 results

Authority record

Kristján Ragnar Gíslason (1887-1958)

  • S02699
  • Person
  • 27. apríl 1887 - 14. mars 1958

Foreldrar: Gísli Gíslason, f. og Kristín Jónsdóttir í Grundarkoti í Blönduhlíð. Ólst upp hjá foreldrum sínum fram um fermingu en 1901 fór hann að Stóru-Ökrum og var þar til hann hóf sjálfstæðan búskap. Var bóndi á Minni-Ökrum 1914-1927. Maki: Aðalbjörg Vagnsdóttir frá Miðhúsum. Brá búi 1927 og þau hjónin fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð, Bakka í Vallhólmi og Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Fluttu til Sauðárkróks 1930. Stundaði þar ýmsa vinnu, m.a. vegavinnu hjá Kota-Valda. Einn vetur fjármaður á Reynistað og gæslumaður við mæðiveikivarnir eftir að hann hætti í vegavinnu. Var einnig við símalagnir í Skagafirði. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1945 og bjuggu hjá Vagni syni sínum á Langholtsvegi 5. Kristján og Aðalbjörg eignuðust sex börn

Kristján Sigurðsson (1910-1996)

  • S01910
  • Person
  • 23. apríl 1910 - 30. maí 1996

Kristján var fæddur 23. apríl 1910 í Háakoti í Stíflu í Fljótum. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson bóndi í Háakoti og síðar Lundi í Stíflu, f. í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, og kona hans María Guðmundsdóttir bóndi og húsfreyja í Lundi. Kvæntist Svövu Sigmundsdóttur frá Björgum á Skaga, þau eignuðust tvö börn.

Kristján Skagfjörð Jónsson (1921-1996)

  • S00117
  • Person
  • 18. júlí 1921 - 17. feb. 1996

Kristján fæddist á Sauðárkróki og var sonur Áslaugar Sigvaldínu Egilsdóttur og Jóns Ingvars Guðmundssonar. ,,Kristján ólst upp á Sauðárkróki og stundaði þar ýmis störf í æsku. Hann vann lengi hjá Vita- og hafnamálastofnun við byggingar á vitum víða á landinu. Lengst af var hann starfsmaður Sementsverksmiðju ríkisins, eða frá 1956 til 1991 og var verkstjóri í mörg ár í líparítnámu fyrirtækisins hjá Þyrli í Hvalfirði." Kristján giftist Rósu Sigurðardóttur og eignuðust þau tvö börn.

Kristján Skarphéðinsson (1922-1988)

  • S01900
  • Person
  • 1. júlí 1922 - 7. apríl 1988

Fósturbarn á Síðumúlaveggjum í Stafholtstungum í Borgarfirði árið 1930. ,,Kristján lærði ungur bifvélavirkjun og fluttist til Sauðárkróks, þar sem hann starfaði síðan, fyrst sem bifvélavirki og verkstæðisformaður, en gerðist síðar verslunarstjóri og kaupmaður í Matvörubúðinni, og þar starfaði hann síðan í mörg ár. Kristján var mikill félagsmálamaður. Lengi starfaði hann í Leikfélagi Sauðárkróks, og um langt skeið var hann helsti forvígismaður leiklistar á staðnum, og lék iðulega helstu hlutverk í ýmsum meiri háttar leikverkum við mikla hrifningu áhorfenda.Hann rak samkomuhúsið Bifröst um árabil og var þátttakandi í ýmsum klúbbum og félögum á staðnum."
Kristján var tvíkvæntur: Fyrir konu sína, Margréti, missti hann eftir fárra ára sambúð, þau áttu einn kjörson. Seinni kona hans var Erna Jónsdóttir, þau eignuðust einn son.

Kristján Þórður Blöndal (1927-1956)

  • S00198
  • Person
  • 9. sept. 1927 - 22. sept. 1956

Sjómaður í Reykjavík. Sonur Jóhönnu Árnadóttur Blöndal og Jean Valgard Blöndal, alinn upp á Sauðárkróki.

Kristján Þórður Sölvason (1911-1994)

  • S00970
  • Person
  • 5. sept. 1911 - 29. nóv. 1994

Sonur Sölva Jónssonar járnsmiðs og vélgæslumanns á Sauðárkróki og k.h. Stefaníu Marínar Ferdinandsdóttur. Kristján ólst upp með foreldrum sínum á Sauðárkróki og naut þeirrar skólagöngu sem í boði var á Sauðárkróki, lauk barnaskóla og var einn vetur í unglingaskóla. Hann tók minna mótorvélstjórapróf á vegum Fiskifélags Íslands á Akureyri 1937 og sótti eftir það nokkur námskeið í Reykjavík. Hann var vélstjóri á mótorbátnum Baldri 1933-1937, vélstjóri við hafnargerðina á Sauðárkróki 1937-1940 og á mótorbátnum Úlfi Uggasyni til 1942. Hann var verkstjóri við hafnargerð á Hvammstanga ásamt sveini bróður sínum 1945, en frá 1942 var hann vélgæslumaður í frystihúsi Kaupfélags Skagfirðinga og Fiskiðjunnar hf. þar sem hann starfaði til 1990. Einnig var Kristján oft kallaður til lögreglustarfa. Hann hafði mikið yndi af skepnum og átti nokkrar ær sem hann hafði í fjárhúsi uppi á Nöfum. Kristján var lipur fimleikamaður á yngri árum og var oft í sýningarflokkum heima í héraði á hátíðisdögum, góður söngmaður og annálaður dansari.
Kristján var ókvæntur og barnlaus.

Kristjana Lovísa Ísleifsdóttir (1877-1965)

  • S02743
  • Person
  • 23. sept. 1877 - 3. mars 1965

Kristjana Lovísa Ísleifsdóttir f. 23.09.1877 á Hvammi í Laxárdal í Skagafirði. Foreldrar: Sr Ísleifur Einarsson prestur á Hvammi og síðar á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Sesselja Jónsdóttir frá Miklabæ í Blönduhlíð. Ólst upp í foreldrahúsum á Hvammi og á Stað og fluttist síðan með þeim til Reykjavíkur. Faðir hennar lést fáum árum síðar og eftir það var Lovísa mikið hjá föðursystur sinni, Önnu Breiðfjörð. Fór ung til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík. Var eftir það um tíma hjá frændfólki í Skagafirði. Maki: Jón Eyvindarson kaupmaður. Þau eignuðust einn son og ólu auk þess upp Guðrúnu Jónsdóttur. Bjuggu alla sína búskapartíð á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík.

Kristjana Magnúsdóttir (1934-2010)

  • S01584
  • Person
  • 1. ágúst 1934 - 23. júlí 2010

Dóttir Magnúsar Konráðssonar (bróður sr. Helga Konráðssonar) og Eyþóru Jósefínu Sigurjónsdóttur.

Kristmann Tómasson (1867-1941)

  • S02937
  • Person
  • 15. des. 1867 - 20. júlí 1941

Fiskmatsmaður og útvegsbóndi í Kristmannshúsi á Akranesi.

Kristmundur Bjarnason (1919-2019)

  • S01611
  • Person
  • 10. jan. 1919 - 4. des. 2019

Krist­mund­ur fædd­ist á Reykj­um í Tungu­sveit 10. janú­ar 1919. For­eldr­ar hans voru Krist­ín Sveins­dótt­ir og Bjarni Krist­munds­son en fóst­ur­for­eldr­ar voru sr. Tryggvi H. Kvar­an á Mæli­felli og Anna Gr. Kvar­an. ,,Krist­mund­ur gekk hefðbundna skóla­göngu í heima­héraði en lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1940. Frá ár­inu 1949 var Krist­mund­ur bóndi á Sjáv­ar­borg og stundaði fræðimennsku og ritstörf meðfram bú­störf­um. Hann varð fyrsti héraðsskjala­vörður Skag­f­irðinga og sinnti því starfi allt til árs­ins 1990. Kristmundur skilur eft­ir sig fjölda rit­verka. Þegar á náms­ár­um sín­um fékkst hann við þýðing­ar á barna- og ung­linga­bók­um og má þar nefna bóka­flokka eft­ir Enid Blyt­on og sög­una af Stik­ils­berja-Finni eft­ir Mark Twain. Um­fangs­mesti hluti rit­starf­anna var helgaður sagn­fræði og þjóðleg­um fróðleik. Af viðamikl­um verk­um Krist­mund­ar má nefna, án upp­röðunar: Saga Þor­steins frá Skipalóni, Jón Ósmann ferjumaður, Saga Sauðár­króks til árs­ins 1947, Saga Dal­vík­ur, Sýslu­nefnda­saga Skaga­fjarðar, Svip­mynd­ir úr sögu Gríms Thomsen, Sauðár­króks­kirkja og for­mæður henn­ar, auk ótölu­legs fjölda greina í blöðum og tíma­rit­um. Síðasta stór­virki Krist­mund­ar var rit­verkið Amt­maður­inn á ein­búa­setr­inu, ævi­saga Gríms Jóns­son­ar, amt­manns á Möðru­völl­um, sem kom út á 90 ára af­mæli hans. Í til­efni 100 ára af­mæl­is Krist­mund­ar gaf Sögu­fé­lag Skag­f­irðinga út bernskuminn­ing­ar hans, Í barn­sminni - minn­ingaslit­ur frá bernsku­ár­um. Krist­mund­ur var heiðurs­fé­lagi Sögu­fé­lags Skag­f­irðinga og hlaut marg­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir sín störf, m.a. Viður­kenn­ingu Hagþenk­is og Sam­fé­lags­verðlaun Skaga­fjarðar." Eig­in­kona Krist­mund­ar var Hlíf Ragn­heiður Árna­dótt­ir frá Sjávarborg, þau eignuðust þrjú börn.

Kristmundur Frímann Þorbergsson (1829-1906)

  • S01713
  • Person
  • 16. ágúst 1829 - 16. feb. 1906

Kristmundur er fæddur á Sæunnarstöðum í Hallárdal. Faðir: Þorbergur Þorbergsson (1801-1868) - dæmdur faðir hans. Móðir: Valgerður Pálsdóttir (1790-1870).
Kristmundur ólst upp hjá móður sinni og frændum en fór svo í vist hjá vandalausum. Hann var bóndi á Veðramóti 1853-56, Efra-Ási í Hjaltadal 1856-57, Sviðningi í Kolbeinsdal 1857-59, Sæunnarstöðum 1859-60 og Vakursstöðum í Hallárdal 1860 til æviloka. Eiginkona: Elín Pétursdóttir (f. 1824). Saman áttu þau sjö börn.

Kristrún Jósefsdóttir (1887-1978)

  • S00714
  • Person
  • 14.10.1887-23.08.1978

Dóttir Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Móðir Kristrúnar lést þegar hún var sex ára gömul og fór hún þá í fóstur til frænku sinnar Margrétar Símonardóttur og Einars Jónssonar á Brimnesi. Á Brimnesi naut hún allrar þeirrar menntunar sem völ var á og dvaldist auk þess einn vetur á Hólum hjá föður sínum og sótti kennslustundir með bændaskólanemum. Þá hélt hún utan til náms í Danmörku; var í hannyrða- hússtjórnar- og lýðháskólum í tvö ár. Eftir Danmerkurdvölina starfaði hún um tíma hjá Búnaðarfélagi Íslands við námskeiðahald í hússtjórnarfræðum víða um land. Fluttist síðan norður í átthagana og kvæntist Jóhannesi Björnssyni frá Hofsstöðum, þau bjuggu á Hofsstöðum 1912-1932, þau eignuðust sjö börn. Síðast búsett í Reykjavík.

Kristrún Skúladóttir (1902-1979)

  • S02427
  • Person
  • 19. júlí 1902 - 5. ágúst 1979

Foreldrar: Skúli Sveinsson b. á Ytra-Mallandi og k.h. Jónína Rafnsdóttir. Kristrún stóð fyrir búi ásamt föður sínum á Ytra-Mallandi og síðar á hluta Selár í sömu sveit til ársins 1935 er hún flutti með dóttur sína að Meyjarlandi þar sem dóttir hennar var alin upp. Um nokkurra ára skeið var hún húskona á Meyjarlandi og Innstalandi. Dvaldist síðan allnokkur ár í Kálfárdal í Gönguskörðum og flutti svo til Sauðárkróks um miðjan sjöunda áratuginn. Kristrún kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Steingrími Jóhannessyni b. á Selá á Skaga.

Kvenfélag Akrahrepps

  • S03653
  • Association
  • 1919 - 1996

Hinn 20 des. 1919 var á Víðivöllum haldin stofnfundur í Kvenfélagi Akrahrepps. Eins og segir í formála bókar Kvenfélags Akrahrepps 100 ára. Blómarósir í Blönduhlíð, ( Dalla Þórðardóttir,2019 ) þá voru fyrstu verkefni sem konurnar í Kvenfélagi Akrahrepps beittu sér fyrir aðkallandi. Þær voru stórhuga og vildu létta líf hreppsbúa. Þær vildu fegra mannlífið og gæða það gleði. Þær vildu efla heimilisiðnaðinn og héldu til þess námskeið og fegruðu umhverfið með jurta - og trjárækt. Á þeirri öld sem er liðinn frá stofnun Kvenfélags Akrahrepps hafa þjóðhættir breyst verulega og svo almennur hagur fólks. Lagst hefur af að fátæk heimili séu styrkt eða að börn þurfi ný klæði til jólanna sem kemur fram í fyrstu árum félagsins. Það styrkir líknar - og menningarstarf innan hrepps og utan. Félagið hefur í tvígang safnað efni í og gefið út bækur, í bæði skiptin á afmælisári. Í tilefni 85 ára afmæli félagsins árið 2004 birtist bókin Burknar, með frumsömdu efni eftir kvenfélagskonur. Fimm árum síðar kom út bókin Næring og Nautnir. Megi þróttur og gleði áfram fylgja félaginu okkar.

Kvenfélag Hólahrepps

  • S03720
  • Organization
  • 1950 - 1977

Haustið 1950 fór frk. Rannveig Líndal um í Skagafirði á vegum S.N.K. Hún boðaði fund á Hólum þriðjudaginn 19 september og þar mættu sex konur sem stofnuðu Kvenfélag Hólahrepps. Helga Helgadóttir, Elísabet Júlíusdóttir, Konkordía Rósmundsdóttir ritari, Hólmfríður Jónsdóttir, Una Árnadóttir formaður og Svava Antonsdóttir gjaldkeri. Þrjár konur sem ekki gátu mætt á fundinn létu skrá sig sem félaga, Anna Jónsdóttir, Svanhildur Steinsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Tilgangur félagssins er að efla samvinnu og félagslund meðal kvenna á félagssvæðinu og styðja að hverskonar mannúð og menningarstarfsemi.

Kvenfélag Rípurhrepps (1951-)

  • S00662
  • Organization
  • 1951-

Félagið var upprunalega stofnað þann 7. júlí árið 1869 og er elsta kvenfélag landsins. Stofnfundur fór fram að Ási í Hegranesi. Sigurlaug Gunnarsdóttir, Ási, var aðalhvatamaður fyrir stofnun félagsins. Henni til stuðnings voru þær Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir og Ingibjörg Eggertsdóttir, báðar búsettar að Ríp. Talið er að 19 konur hafi verið á stofnfundinum.
Stefnuskráin var aukin á aðalfundi árið 1871. Þá var stofnaður sjóður til kaupa á þarflegri vinnuvél. Með frjálsum framlögum safnaðist þónokkuð af peningi og var síðar fest kaup á prjónavél sem notuð var á félagasvæðinu um árabil. Talið er að það sé þriðja prjónavélin sem kom til landsins. Kvenfélag Rípurhrepps beitti sér fyrir stofnun kvennaskóla og hóf hann göngu sína að Ási. Sigurlaug var ein af fyrstu kennurum skólans. Þá hlúði félagið að kirkju- og trúmálum og gaf muni til kirkjuskreytinga, altaristöflu o.fl.
Það dofnaði yfir starfseminni og á árunum 1930-1950 var hún nær engin. Þann 18. mars 1951 var félagið endurvakið á fundi að Hamri. Félagar hins endurreista félags voru 14 og stýrði Ingibjörg Jóhannsdóttir, forstöðukona Húsmæðraskólans að Löngumýri fundinum. Ólöf Guðmundsdóttir var kosin formaður í stjórn, Anna Sigurjónsdóttir ritari og Ragnheiður Konráðsdóttir gjaldkeri. Sama ár (1951) gekk félagið í Samband skagfirskra kvenna.

Kvenfélag Sauðárkróks (1950-)

  • S01236
  • Organization
  • 1950-

Árið 1950 var nafni Hins skagfirska kvenfélags breytt í Kvenfélag Sauðárkróks. Hið skagfirska kvenfélag var upprunlega stofnað 25. ágúst 1895. Félagið hefur staðið fyrir dægurlagakeppnum og leiksýningum ásamt hinu hefðbundna kvenfélagsstarfi.

Kvenfélag Seyluhrepps

  • S03667
  • Organization
  • 1937 - 1997

Sunnudaginn 22. maí. 1932 höfðu nokkrar konur í Seyluhreppi mælt sér mót í Geldingarholti í tilefni af kvenfélagsstofnun.Þar eru mættar 12 konur. Í stjórn Félagsins voru kosnar Húsfreyja; Sigurlaug Sigurðardóttir, Fjalli ( formaður). Húsfreyja; Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjarhóli ( gjaldkeri ). Ungfrú, Ingibjörg Jóhannsdóttir Löngumýri ( ritari ). Síðan voru lesin upp og samþykkt lög. Í lögum stendur ða félagið heitir Kvenfélag SEyluhrepps og tilgangur félagsins er að efla framtaksemi, menningu og réttindi kvenna. Það vill styðja heimilisiðnað og heima menningu, garðrækt og blómarækt, það vill gleðja aðra einkum börn. Fundir eru lögmætir ef 10 félagskonur mæta á fundi. Skráð frá Gjörðabók.

Kvenfélag Skefilsstaðahrepps (1908 - 1983)

  • S03684
  • Organization
  • 1908 - 1983

Ár 1908, sunnudaginn 26. apríl var haldinn fundur að Hvammi í Laxárdal af nokkrum konum í Skefilstaðahrepi, sem höfðu komið sér saman um að stofna félag sín á milli. Aðalefni fundar þessa var að semja og undirskrifa lög fyrir félag þetta, kjósa forstöðunefnd til næsta árs og ákveða fundarhöld og framkvæmdir félagsins.
Kosnar voru, Sigríður Magnúsdóttir, Sævarlandi, forstöðukona. Ragnheiður Eggertsdóttir, Hvammi, skrifari og Sigurlaug Sigurðardóttir, Gaukstöðum, gjaldkeri.
Enduskoðendur reikninga Þórunn Sigurðardóttir, Fossi. Varakonur í forföllum, Ingibjörg Bjarnadóttir, Gaukstöðum. Hólmfríður Halldórsdóttir, Selá.
Tilgangur félagsins kemur fram í lögum að styðja að því að menning og réttindi kvenna aukist, einnig voll það styrkja allt það er að þess áliti hafir til gagns og framfara. Hver kvenmaður sem er 15 ára eða eldri hefur rétt til að ganga í félagið með samþykki félagskvenna á fundi.

Kvenfélag Staðarhrepps

  • E00027
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagn og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn og muni í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjgarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrða námskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)

  • S03656
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá fyrstu lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagni og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjugarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrðanámskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Kvenfélagasamband Íslands (1930-)

  • S01222
  • Organization
  • 01.02.1930

Kvenfélagasamband Íslands var stofnað þann 1. febrúar 1930. Á heimasíðu Kvenfélagasambandsins stendur: „Markmiðið með stofnun Kvenfélagasambandsins var að sameina kvenfélög landsins í eina heild. Innan KÍ eru 18 héraðs- og svæðasambönd með um 170 kvenfélög innanborðs“. Þar er einnig nefnt að stofndagurinn, 1. febrúar hafi, árið 2010 verið útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar“.

Kvenfélagið Framtíðin (1939-)

  • S00646
  • Organization
  • 1939-

Félagið var stofnað 26. maí 1939 að Helgustöðum í Fljótum. Stofnendur voru 6. Tilgangurinn var að auka kynningu og samstarf meðal kvennanna á félagssvæði Holts- og Haganeshrepps. Í fyrstu stjórn kvenfélagsins voru Þuríður Þorsteinsdóttir frá Helgustöðum, formaður, Karólína Kristjánsdóttir frá Stóru-Þverá, gjaldkeri og Sigríður Jóhannesdóttir frá Brúnastöðum, ritari.

Kvenfélagið Freyja (1943-

  • S01751
  • Organization
  • 1943-

Kvenfélagið Freyja í Viðvíkursveit var stofnað 23. október 1943. Stofnfundurinn var haldinn að Vatnsleysu.
Frumkvæðið að stofnun félagsins átti frú Emma Hansen á Vatnsleysu.
Stofnendur félagsins voru ellefu konur.
Félagið var arftaki kvenfélags sem stofnað var uppúr aldamótunum 1900 að tilhlutan Margrétar Símonardóttur, Brimnesi. Hún var formaður þess, Hildur Björnsdóttir, Vatnsleysu ritari og Guðrún Bergsdóttir, Ytri-Hofdölum féhirðir. Árið 1918 varð Iðnfélag Viðvíkurhrepps til uppúr kvenfélaginu og starfaði það í nokkur ár að heimilisiðnaðarmálum og fleiru.

Stofnfundur Kvenfélagsins Freyju, Viðvíkurhreppi var eins og áður segir, þann 23. október 1943.
Fyrsta stjórn:
Emma Hansen, Vatnsleysu, formaður
Sigurlaug Sigurðardóttir, Brimnesi, gjaldkeri
Sigríður Ingimundardóttir, Læk, ritari.

Félagið tók að erfðum sjóð Iðnfélagsins, spunavél og vefstól og lánaði meðan fólk vildi nota það.

Í bókinni Margar hlýjar hendur, sem kom út árið 1981, er getið um þáverandi stjórn félagsins:
Anna Jónsdóttir, formaður
Ásdís Björnsdóttir, ritari
Elínborg Bessadóttir, gjaldkeri

Kvenfélagið Heimaey (1953-)

  • S01226
  • Organization
  • 09.04.1953

Kvenfélagið Heimaey var stofnað fyrir tilstuðlan Jónínu Jónsdóttur í félagsheimili V.R. þann 9. apríl 1953. Félagið var stofnað í Reykjavík og hugsað fyrir konur ættaðar úr Vestmannaeyjum.
Fyrsta stjórn félagsins: Kristín Ólafsdóttir, formaður, Huld Kristmannsdóttir, ritari, Stella Eggertsdóttir, gjaldkeri og Stella Guðmundsdóttir, meðstjórnandi. Ritari fyrsta fundar var Selma Antoníusardóttir. 38 konur sátu stofnfundinn.

Kvenfélagið Hvöt (1950-)

  • S01839
  • Organization
  • 1950-

Kvenfélagið Hvöt í Fellssókn var stofnað 25. september 1950, að Skálá að frumkvæði Rannveigar Líndal. Stofnendur voru 11 og í fyrstu stjórn voru kosnar:
Verónika Fransdóttir, Skálá, formaður
Sigríður Stefánsdóttir, Glæsibæ, gjaldkeri
Sigrún Þ. Ásgrímsdóttir, Tjörnum, ritari.

Kvenfélagið Ósk í Óslandshlíð

  • S03697
  • Organization
  • 1941 - 1944

Fimmtudaginn 2. janúar 1941, vqr fundur haldinn að Hlíðarhúsi í þeim ákveðna tilgangi að stofna kvenfélag. 11 konur voru á stofnfundi en formaður kosin Sigurbjörg Halldórsdóttir. Nanna Ingjaldsdóttir gjaldkeri. Guðrún Jónsdóttir ritari. Umræða snerist um að taka spunavél á leigu hjá Sigurmon Hartmannssyni, Kölkuós. Ekki kemur fram eftir ártal þetta hver framvinda félagsins verður.

Landgræðslusjóður (1944-)

  • S02839
  • Organization
  • 1944-

Landgræðslusjóður var stofnaður árið 1944. Megin hlutverk sjóðsins er að klæða landið skógi, en önnur landgræðsla og gróðurvernd er einnig á verksviði hans. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna einstaklinga, stofnana og félaga á verksviði sjóðsins. Stjórn Landgræðslusjóðs skipa (árið 2019): Þuríður Yngvadóttir, Þröstur Eysteinsson, Árni Bragason, Jónatan Garðarsson
og Lydía Rafnsdóttir.

Langamýri (1944-

  • S03277
  • Organization
  • 1944

Árið 1944 var stofnaður húsmæðraskóli á Löngumýri af Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Hún rak sjálf skólann til ársins 1967 en gaf þá Þjóðkirkjunni jörðina gegn því að starfsemin héldi þar áfram. Skólinn var starfræktur fram á 8. áratuginn en var þá lagður niður vegna lítillar aðsóknar. Sjálfseignarstofnun var komið á fót í stað kvennaskólans og hefur margskonar starfsemi á vegum kirkjunnar verið starfrækt á Löngumýri síðan.

Lánsfélag Staðarhrepps

  • S03664
  • Organization
  • 1922 -1940

Tekið úr Gjörðabók og þar segir meðal annars ;
Ár 1922 fimmtudaginn 30. nóvember var fundur settur og haldin að Reynistað. Jóns Sigurðson, Reynistað setti fundinn. Hafði stjórn Kaupfjélag Skagfirðinga látið boða til fundarins með skriflegu fundarboði um hreppinn. Kaupfélagsstjóri Sigfús Jónsson hóf umræðuna. Skýrði hann frá tilgangi Kaupfjélagsstjórnarinnar með fundarhaldi þessu og væri hann sá að ræða um við félagsmenn hvort ekki myndi hægt að breyta verslun Kaupfjélagins í það hvort að hætt væri að lána en taka upp peningaverslun þar að það verslunnarfyrirkomulag sem nú væri lítt viðunandi. Þá tók Jón Sigurðsson á Reynistað til máls, segir m.a. "Helstu leiðina til að ná því takmarki áleit hann þá að bændur innanhreppar stofnuðu lánsfjélög sem útvegi meðlimum sínum eins ódýr reksturslán eins og unnt væri".
"Fundurinn er því samþykkur að Kaupfjelag Skagfirðinga hætti útlánum og breyti verslun sinni í peningaverslun frá næstu áramótum.Á fundinum voru mættir 11 fjélagsmenn, ennfremur framkvæmdarstjóri Kaupfjelags Sigfús Jónsson. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Lára Árnadóttir (1904-1983)

  • S01779
  • Person
  • 18. mars 1904 - 8. maí 1983

Var í Bæ á Höfðaströnd, Skag. 1930. Síðast bús. í Hofsóshreppi. Kvæntist Þorsteini Stefánssyni.

Lára Friðriksdóttir (1868-óvíst)

  • S01577
  • Person
  • 1868-óvíst

Dóttir Friðriks Andrésar Formars Níelssonar b. og snikkara og s.k.h. Elínar Kristínar Snorradóttur. Lára ólst upp með foreldrum sínum í Neðra-Ási í Hjaltadal og á Miklabæ í Óslandshlíð. Fór til Vesturheims.

Lára Ingibjörg Magnúsdóttir (1894-1990)

  • S00964
  • Person
  • 19. júlí 1894 - 15. júlí 1990

Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 19.07.1894 á Sauðárkróki, d. 15.07.1990 í Reykjavík. Foreldrar: Hildur Margrét Pétursdóttir Eriksen og Magnús Guðmundsson verslunarmaður og verkstjóri á Sauðárkróki. Lára ólst upp í foreldrahúsum. Maki: Guðmundur Guðni Kristjánsson frá Meira Garði í Dýrafirði. Þau eignuðust átta börn. Þau hófu búskap í Súðavík en fluttust svo á Ísafjörð. Árið 1966 fluttu þau til Reykjavíkur. Lára hafði mikinn áhuga á tónlist og hannyrðum.

Lára Michelína Sigurðardóttir (1899-1967)

  • S01138
  • Person
  • 11. júní 1899 - 30. nóv. 1967

Foreldrar: Sigurður Pálsson héraðslæknir á Sauðárkróki og k.h. Þóra Gísladóttir. Húsfreyja í Reykjavík. Kvæntist Friðriki Ólafssyni skólastjóra Stýrimannaskólans.

Lára Pálína Jónsdóttir (1903-1965)

  • S00996
  • Person
  • 1903-1965

Frá Ólafsfirði, faðir Láru dó þegar hún var á þriðja ári og fór hún þá í fóstur til vandalausa en dvaldi lengst á Gullbrekku í Eyjafirði. Síðar var hún í vistum og vinnumennsku í Eyjafirði og Skagafirði. Hún hóf sambúð árið 1925 með Ólafi Guðmundssyni bónda í Leyningi í Eyjafirði og eignaðist með honum tvö börn. Þau Ólafur slitu samvistum árið 1930. Það sama ár kynntist hún Baldvini Jóhannssyni, þau voru fyrstu hjúskaparár sín í húsmennsku; á Reynistað (1930-1931), í Glæsibæ (1931-1932) og á Eiríksstöðum (1932-1935). Árið 1935 keyptu þau Dæli í Sæmundarhlíð þar sem Lára átti eftir að búa til æviloka. Lára og Baldvin eignuðust þrjú börn saman.

Results 3741 to 3825 of 6400