Showing 6399 results

Authority record

Lárus Arnórsson (1895-1962)

  • S00156
  • Person
  • 29.04.1895-05.04.1962

Lárus Arnórsson f. 29.04.1895 á Hesti í Borgarfirði, d. 05.04.1962. Foreldrar Arnór Jóhannes Þorláksson prestur á Hesti og f.k.h. Guðrún Elísabet Jónsdóttir. Fósturforeldar: Stefán Jónsson prófastur á Staðarhrauni í Mýrarsýslu og k.h. Jóhanna Katrín Magnúsdóttir. Lárus ólst upp hjá foreldrum sínum þar til móðir hans lést, er hann var tíu ára gamall. Lárus og yngsta systir hans fóru í fóstur til prófasthjónanna á Staðarhrauni. Lárus varð stúdent frá MR vorið 1915 og cand. theol. frá HÍ árið 1919. Það ár var hann settur aðstoðarprestur sr. Björns Jónssonar á Miklabæ og vígður 6. júlí sama sumar. Var honum síðar veittur Miklibær 1921. Þjónaði hanní Miklabæjar-, Flugumýrar- og Silfrastaðasókn til æviloka. Lárus þjónaði líka Glaumbæjarprestakalli 1935-1940 og Goðdala- og Ábæjarsókn 1928-1940. Árin 1929-1954 var símstöð á Miklabæ og var Lárus stöðvarstjóri þar. Bréfhirðing var þar einnig á árum Lárusar, allt frá árinu 1875 til 1954. Á árunum 1939-1951 var Lárus deildarstjóri K.S. í Akrahreppi. Auk þessara starfa rak Lárus umfangsmikinn búskap. Maki: Guðrún Björnsdóttir, f. 27.02.1897 á Miklabæ, d. 19.01.1985 í Mosfellsbæ. Þau eignuðust fjögur börn en eitt þeirra lést á öðru ári. Lárus eignaðist einn son með mágkonu sinni, Jensínu Björnsdóttur.

Lárus Erlendsson (1896-1981)

  • S00389
  • Person
  • 7. október 1896 - 10. september 1981

Sonur Erlendar Eysteinssonar og Ástríðar Helgu Sigurðardóttur á Beinkeldu í Reykjabraut. Erlendur ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Beinkeldu og síðar á Stóru-Giljá. Fór til Vesturheims um tvítugt. Vitað er að hann lauk gagnfræðiprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1919. Lengst af búsettur í San Francisco.

Lárus Halldór Grímsson (1954-

  • S02346
  • Person
  • 13. des. 1954-

Lárus er tónskáld. Hann lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1975. Var við nám í Hollandi árið 1979 í elektrónískum tónsmíðum. Hefur samið elektrónísk tónverk.

Lárus Halldórsson (1920-2011)

  • S01372
  • Person
  • 10.10.1920-15.02.2011

Lárus Halldórsson fæddist á Selvöllum í Helgafellssveit 10. október 1920. Foreldrar Lárusar voru Halldór Þórarinn Sveinsson og Kristín Sigurlín Hafliðadóttir, bæði fædd í Helgafellssveit. ,,Lárus varð stúdent í Reykjavík 1941 og lauk cand. theol-prófi frá Háskóla Íslands 1945. Hann kynnti sér sjómannatrúboð á Norðurlöndum 1949. Hann þjónaði í Flatey á Breiðafirði með aukaþjónustu á Brjánslæk frá 1945-1955. Árið 1955 nam Lárus sálgæslustörf í sjúkrahúsum í Noregi og Danmörku. Hann var ráðinn farprestur þjóðkirkjunnar árið 1957 og starfaði hann m.a. á Húsavík og Selfossi, ásamt því að sinna ýmsum öðrum störfum fyrir kirkjuna. Einnig sáu Lárus og Nanna um sumarbúðir þjóðkirkjunnar á Kleppjárnsreykjum og Löngumýri nokkur sumur. Samhliða prestsstörfum sinnti Lárus einnig kennslu um árabil. Sr. Lárus var fyrsti prestur í Breiðholtshverfum Reykjavíkur og þjónaði þar frá 1972-1986. Eftir að Lárus lét af störfum sem sóknarprestur leysti hann af sem prestur víða um land, m.a. á Akureyri, Bolungarvík og Seyðisfirði. Rit eftir Lárus eru Ljós á vegi og Jólin, ritröð sem kom út á nokkurra ára tímabili." Lárus kvæntist 15. september 1945 Þórdísi Nönnu Nikulásdóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Lárus Hermannsson (1914-2007)

  • S03372
  • Person
  • 04.03.1914-12.04.2007

Lárus Hermannsson f. á Hofsósi 04.03.1914, d. 12.04.2007 í Reykjavík. Foreldrar: Hermann Jónsson bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói og kona hans Elín Lárusdóttir.
Maki: Aðalheiður Halldórsdóttir. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: María Jakobína Sófusdóttir. Þau eignuðust þrjá syni.
Lárus ólst upp á Ysta-Móií Fljótum. Þar gekk hann í barnaskóla í Haganesvík. Hann stundaði nám við Íþróttaskólann á Laugarvatni einn vetur og fír síðan í Samvinnuskólann. Að loknu námi þar fór hann til Ísafjarðar og starfaði hjá kaupfélaginu þar í nokkur ár. Þá starfaði hann hjá KRON og síðan SÍS. Lárus var hagmæltur og eftir hann liggur nokkur kveðskapur. Árið 1998 gaf hann út bókina Frásagnir frá fyrri tíð sem geymir m.a. sagnaþætti og vísur.

Lárus Jón Stefánsson (1854-1929)

  • S00742
  • Person
  • 17.09.1854-28.04.1929

Lárus Jón Stefánsson, f. í Vík í Staðarhreppi 17.09.1854, d. í Skarði 28.04.1929. Sonur Stefáns Einarssonar og Lilju Kristínar Jónsdóttur, síðast búsett í Vatnshlíð á Skörðum.
Lárus ólst upp með foreldrum sínum. Bóndi í Vatnshlíð 1883-1888 og í Skarði 1888-1929.
Maki 1: Guðrún Sigurðardóttir, þau eignuðust fimm börn, þrjú þeirra komust á legg. Guðrún lést 1886.
Maki 2: Sigríður B. Sveinsdóttir, þau eignuðust 12 börn, 11 þeirra komust á legg. Auk þess átti Lárus tvo syni með Margréti Jónsdóttur (1862-1896), þeir dóu báðir ungir.

Lárus Jónsson (1828-óvíst)

  • S01732
  • Person
  • 1829-óvíst

Lárus fæddist 1829. Faðir: Jón Höskuldsson (1770-1831). Móðir: Ingibjörg Einarsdóttir (1788-1872). Lárus virðist vera skráð sem tökubarn hjá Jóni Jónssyni (1776-1841) á Keldulandi, og í manntalinu 1840 er hann skráður sem fósturbarn hjá sama manni en nú á Frostastöðum. Í Skagfirskum æviskrám 1850-1890 II. bindi, bls. 167 segir að Lárust hafi verið smiður á Akureyri, ókvæntur og barnlaus. Ekki er vitað hvenær hann dó.

Lárus Kristinn Runólfsson (1903-1981)

  • S01388
  • Person
  • 22. júní 1903 - 3. okt. 1981

Foreldrar: Runólfur Jónsson sjómaður og "predikari" á Sauðárkróki og k.h. Soffía Ólafsdóttir. Lárus ólst upp hjá foreldum sínum á Sauðárkróki og hóf ungur sjómennsku, fyrst hjá föður sínum á árabátum en síðan margar vertíðir suður með sjó. Hann hafði svo sjómennsku að aðalstarfi mestan hluta ævinnar og var einn af fyrstu vélbátaeigendum á Sauðárkróki. Vann í tvö ár á dýpkunarskipinu Gretti og um nokkurt skeið var hann háseti á Goðafossi 1 og síðan á Goðafossi 2. Lárus var um langt árabil hafnsögumaður á Sauðárkróki. Þá sinnti hann ferskfiskeftirliti á Sauðárkróki um nokkra ára skeið. Kvæntist Þuríði Ellen Guðlaugsdóttur, þau eignuðust fimm börn og ólu einnig upp dótturdóttur sína.

Lárus Sighvatsson (1952-)

  • S00288
  • Person
  • 10.08.1952

Lárus Sighvatsson fæddist 10. ágúst 1952.
Lárus er tónlistmaður og skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi.
Kona hans er Ásta Egilsdóttir (1953-)

Lárus Stefánsson Thorarensen (1799-1864)

  • S01490
  • Person
  • 14. júní 1799 - 19. apríl 1864

Lárus Stefánsson Thorarensen sýslumaður og bóndi að Enni á Höfðaströnd. Faðir: Stefán Þórarinsson konfersráð, amtmaður. Móðir: Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving.
Lárus fæddist að Möðruvallaklaustri 1799. Hann ólst upp hjá Vigfúsi sýslumanni Scheving, afa sínum, á Víðivöllum og síðar í Viðey. Lárus fór utan og nam lög við háskólann (líklega Kaupmannaháskóla). Hann lauk embættisprófi 1821. Var svo í rentukammerinu (sem "volonteur") þar til honum var veitt Skagafjarðarsýsla 13. maí 1826. Kom til landsins það sama sumar og settist til að byrja með að á Hofsósi. Ári síðar (1827) giftist hann Elínu [Elín Christine Jakobsdóttir Havsteen (um 1800-24.08.1873)] en hún var dóttir Jakobs Havsteen, kaupmanns á Hofsósi. Lárus reisti svo bú á Enni á Höfðaströnd.

Lárus Þjóðbjörnsson (1908-1991)

  • S03107
  • Person
  • 12. sept. 1908 - 15. júlí 1991

Húsasmíðameistari á Akranesi og í Reykjavík. Maki: Margrét Sigríður Jóhannsdóttir.

Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal (1898-1973)

  • S00202
  • Person
  • 21.02.1898-23.01.1973

Fæddur á Hofi á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Björn Lárusson Blöndal prestur í Hvammi í Laxárdal og Bergljót Tómasdóttir. Þegar Lárus var átta ára gamall lést faðir hans og flutti hann þá með móður sinni til Sauðárkróks. Lárust stundaði nám í Eiðaskóla veturinn 1915-1916 og vann síðan verslunarstörf á Sauðárkróki, fyrst í verslun L. Popps en síðan í verslun Kristján Gíslasonar eða allt til ársins 1954 þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Lárus var góður söngmaður, söng í kórum og samdi lög, einnig starfaði hann töluvert með Leikfélagi Sauðárkróks og var einn af stofnendum Lúðrasveitar Sauðárkróks. Lárus átti jafnan kindur, kú og hross til búdrýginda. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur starfaði hann lengi vel sem afgreiðslumaður á Sérleyfisbílastöð Steindórs en setti svo á stofn eigin verslun sem hann starfrækti til dauðadags. Lárus kvæntist Sigríði Þorleifsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust tvo syni.

Lárus Tómasson (1854-1917)

  • S01651
  • Person
  • 22.06.1854-09.04.1917

Kennari, bókavörður og bankagjaldkeri á Seyðisfirði. Var í Grindum, Hofsókn, Skag. 1860.

Lárus Tryggvi Albertsson (1884-1919)

  • S01794
  • Person
  • 1884-1919

Sonur Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fæddur í Vesturheimi. Hann átti alltaf heima á Steinsstöðum á Nýja-Íslandi, var fyrirvinna hjá móður sinni eftir að faðir hans dó. Hann andaðist á almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, eftir að hafa gengist þar undir botnlangaskurð, ókvæntur og barnlaus.

Laufey Emilsdóttir Petersen (1899-1957)

  • S01410
  • Person
  • 23. okt. 1899 - 1. júlí 1957

Foreldrar: Emil Petersen og Þuríður Gísladóttir á Akureyri. Móðir Laufeyjar lést þegar hún var níu ára gömul. Lausakona á Sveinsstöðum, Lýtingsstaðahr., Skag. 1920. Húsfreyja á Akureyri 1930. Laufey var alsystir Tryggva Emilssonar verkamanns og rithöfundar. Maki: Svavar Þorsteinsson (1902-1924) frá Víðivöllum.

Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins (1913-1994)

  • S03342
  • Person
  • 20.01.1913-12.09.1994

Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins f. á Stað í Súgandafirði 20.01.1913, d. 12.09.1994. Foreldrar: séera Þorvarður Brynjólfsson prestur á Stað í Súgandafirði og Anna Stefánsdóttir. Laufey ólst upp á stað til fimmtán ára aldurs en fór þá til Vopnafjarðar og var þar tæpt ár hjá móðurbróður sínum, Halldóri Stefánssyni. Hún flutti til Reykjavíkur 1929 og var í Ingimarsskólanum en jafnframt í vist hjá Tryggva Þórhallssyni forsætisráðherra og síðar dr. Gunnlaugi Claessen. Laufey var síðar við heimilisstörf hjá Ragnhildi systur sinni á Suðureyri, var síðan í námi í Kvennaskólanum í Reykjavík og Folkehöjskole í Tinglev í Danmörku 1934-1937. Hún vann hjá Gjaldeyrisnefndinni 1937-1942.
Maki: Páll Kolbeins. Þau eignuðust þrjú börn.

Leifur Hreinn Þórarinsson (1936-2006)

  • S01351
  • Person
  • 25.06.1936-27-08.2006

Leifur Hreinn Þórarinsson fæddist á Ríp í Hegranesi í Skagafirði 25. júní 1936. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Guðmundsdóttir, f. 11. mars 1898, d. 28. desember 1985, og Þórarinn Jóhannsson, f. 21. janúar 1891, d. 14. júní 1985. Leifur kvæntist 25. júní 1960 Kristínu Báru Ólafsdóttur, f. 28. júní 1936, frá Garðshorni í Kræklingahlíð, þau eignuðust 6 börn.

Leifur og Kristín hófu búskap í Keldudal árið 1962. Hin síðari ár bjuggu þau félagsbúi ásamt Þórarni syni sínum og Guðrúnu konu hans ásamt því að sinna ferðaþjónustu. Leifur var kunnur ræktunarmaður, sérstaklega í hrossa- og sauðfjárrækt. Leifur tók virkan þátt í félagsmálum og var meðal annars í hreppsnefnd Rípurhrepps, sóknarnefnd Rípurkirkju og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga.

Leifur Jónsson Kaldal

  • S01043
  • Person
  • 29.08.1898-20.11.1992

Frá Stóradal í Svínavatnshreppi. Gullsmiður í Reykjavík.

Leifur Sigurðsson (1921-2006)

  • S00016
  • Person
  • 31.05.1921-17.06.2006

Leifur Sigurðsson var fæddur í Stokkhólma í Vallhólma, Skagafirði þann 31. maí 1921. Hann var rennismiður, síðast búsettur í Reykjavík. Kona hans var Friðrika Elíasdóttir (1913-2004).
Leifur lést í Reykjavík 17. júní 2006

Leifur Steinarr Hreggviðsson (1935-2018)

  • S02110
  • Person
  • 10. okt. 1935 - 2. ágúst 2018

For­eldr­ar hans voru Val­gerður Kristjana Þor­steins­dótt­ir og Hreggviður Ágústs­son. Fósturforeldrar: Sigurjón Sveinsson og Steinvör Júníusdóttir. Bóndi í Byrgisskarði í Lýtingsstaðahreppi. Síðast búsettur í Bakkakoti.

Leifur Sveinbjörnsson (1919-2008)

  • S01978
  • Person
  • 02.10.1919 - 22.02.2008

Leifur Sveinbjörnsson fæddist 2. október 1919 í Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. febrúar 2008. Foreldrar hans voru Kristín Pálmadóttir og Sveinbjörn Jakobsson frá Hnausum. Leifur kvæntist Elnu Thomsen 23.7.1967. Með búskapnum stundaði Leifur ýmis störf og var virkur í félagsmálum og nefndarstörfum. Í Hnausum var um áratugaskeið símstöð sveitarinnar og ráku hjónin einnig þar ferðaþjónustu. Leifur var bóndi í Hnausum alla tíð eða til ársins 2000 en þá fluttu hjónin í Garðabæ.

Leifur Vilhelmsson (1934-2011)

  • S02739
  • Person
  • 26. júlí 1934 - 11. apríl 2011

Leifur Vilhelmsson var fæddur á Hofsósi 26. júlí 1934. Foreldrar: Hallfríður Pálmadóttir frá Hofsósi og Vilhelm Erlendsson verslunarmaður og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Maki: Sæunn Eiríksdóttir, f. 1938. Þau eignuðust einn son. Síðast búsettur á Seltjarnarnesi.

Leikfélag Hofsóss

  • S03737
  • Association
  • 1949 - 1952

Á Sumardaginn fyrsta 20.apríl. 1950 kom margt af áhugafólki um leiklist og félagsstarfsemi saman á Hofsósi að tilstuðlan nokkurra manna á Hofsósi. Þorsteinn Hjálmarsson símstjóri, einn aðalhvatamaður fundarins bað Jóhann Eiríksson að stýra fundinum og Björn í Bæ að skrifa niður gjörðir fundarins. Þorsteinn Hjálmarsson var frummælandi um stofnun leikfélags í Hofsósi og nágrenni. Tók hann fram a leiklistastarfsemi væri góð undirstaða fyrir vaxandi menningu og taldi hann að Sumardagurinn fyrsti á þessu ári væri mjög sérstakur þar sem Þjóðleikhús Íslands væri vígt þennan dag og því tilvalið til stofnunar leikfélagsins. ( Segir í fundagerðabók 1.).

Leikfélag Sauðárkróks (1941-)

  • S00053
  • Organization
  • 1941-

Leikfélag Sauðárkróks er eitt elsta áhugamannaleikfélag á landinu. Það var stofnað 13. apríl 1888, þrátt fyrir óáran til sjós og lands eins og segir í Skagfirzkum annál. Stofnendur voru 16 talsins og markmið félagsins voru gagn og skemmtun. Félagið stóð fyrir leiksýningum um árabil og þá helst í Sýslufundavikunni. Það lognaðist þó smám saman útaf. Samt var alltaf leikið á Sauðárkróki, Stúkan, Kvenfélagið og fleiri sáu til þess. 9. janúar 1941 var Leikfélag Sauðárkróks stofnað á ný í Bifröst. Að þessu sinni voru stofnfélagar 40 talsins. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Eyþóri Stefánssyni, Pétri Hannsesyni og Kristjáni C. Magnússyni.

Leikfélag Skagfirðinga (1968-

  • S01749
  • Organization
  • 1968-

Fundur (stofnfundur) í Félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð, 3. desember 1968. Þrjú félög hugðust stofna með sér leikfélag. Þetta voru félögin Ungmennafélagið Fram í Seyluhreppi, Kvenfélag Seyluhrepps og Karlakórinn Heimir.
Fyrsta stjórn félagsins:
Freysteinn Þorbergsson, Sjónarhól
Sigfús Pétursson, Álftagerði
Kristján Sigurpálsson, Lundi

Til vara:
Pálmi Jónsson, Garðhúsum
Haukur Hafstað, Vík
Herfríður Valdimarsdóttir, Brekku

Í klausu í Einherja frá árinu 1971 kemur fram að frumraun félagsins hafi verið Maður og kona. Næst var Ævintýri á gönguför tekið til sýninga.

Lestrarfélag Fellshrepps

  • S03716
  • Organization
  • 1918 - 1974

Árið 1918, 24.nóv komu menn saman í Þinghúsi Fellshrepps í því tilefni að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins hafði boðað Friðrik Guðmundsson á Bræðraá. Fyrstu starfsmenn Friðrik Guðmundsson Bræðraá, Jóhann Jónsson Glæsibæ, Eiður Sigurjónsson Skálá. Tilgangur félagsins er að auka fróðleik og lestrarfýsn í sveitinni. Fram kemur í gjörðabók að 22. des.1956 brann íbúðarhúsið á Skálá en þar voru bækur félagssins geymdar. Alls brunnu 670 bindi og tveir bókaskápar. Safnið var brunatryggt.

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar

  • S03630
  • Organization
  • 1905 - 1931

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar. Óvíst um stofndag.
Uppfært 22.11.2023 LVJ.
Í Fundargjörðabók kemur fram að Lestrarfélag Flugumýrarsóknar var stofnað í nóvember 1905 á fundi í Réttarholti hafði verið boðað til hans af Eiriki Albertssyni og Jóni Rögnvaldssyni. Stofnendur voru rúmir 40. Voru þá samið og samþykkt lög fyrir félagið þau er nú gilda ( eins og segir í gjörðabók). Sumarið 1907 brann gjörðabók félagsins sem í höfðu verið skrifaðar fundargjörðir þess frá því það var stofnað. Síðan hefir engin gjörðabók verið haldin fyrir félagið. 1910 var ákveðið á fundi að kaupa gjörðabók fyrir félagið.
Ekki er vitað um félagið í framhaldinu en það kemur fram í Gjörðabók Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan að fyrrverandi félagar Lestrarfélags Flugumýrarsóknar mættu á fund 1969 og rædd var sameining félagana.

Lestrarfélag Goðdalasóknar

  • S03736
  • Association
  • 1909 - 1979

Í elstu gjörðabók í þessu safni segir í upphafi að aðalfundur Lestrarfélags Goðdalssóknar haldin að Goðdölum 31.maí 1909. Málefni fundar voru, endurskoðun og samþykktir reikningar félagsins og kosin stjórn til næsta árs þeir sömu sem síðastliðið ár. Þessi bók er því trúlega ekki stofnfundarbók félagsins og lestrarfélagið því greinilega eldra en þetta safn sýnir. Eins og segir í lögum félagsins þá er tilgangurinn að auka menntun og þekkingu félagsmanna, glæða hjá þeim félagsanda og framfarahug og efla ánægju þeirra. Til að ná þeim tilgangi sínum er vert að útvega eins mikið af bókum sem séu skemmtandi, fræðandi og vekjandi. En í lok sömu bókar segir: Með aðalfundi Lestrarfélags Goðdalsóknar árið 1956 verða þáttaskil í sögu félagsins. Þá hefur Alþingi sett ný lög um bókasöfn og lestrarfélög og eru þau að koma til framkvæmda. Þar með er myndað embætti bókafulltrúa. Samkvæmt þeim lögum hefur hreppsnefnd Lýtingstaðarhrepps skipað einn mann í stjórn félagsins ( Rósmund G Ingvarsson).

Lestrarfélag Hofshrepps

  • S03704
  • Association
  • 1880-1945

Lestrarfélag Hofshrepps hóf starfsemi sína um sumarmál árið 1880 á Hofsósi, alls voru stofnfélagar voru 35. Félagið var heimilt sérhverjum í hreppnum, karli eða konu sem er svo sjálfstæð(-ur) að efnum að viðkomandi geti borgað árstillag sitt sem ákveðið var 1 króna.
Aðaltilgangur félagsins eins og segir í 4. gr. laga félagsins er að efla sem mest framfarir manna í andlegu og verklegu tilliti. Á aðalfundi skal tala sig saman um hverjar helst bækur skal kaupa á því ári eftir því sem efni félagsins leyfir og skal bókaútvegsmaður láta sér annt um að nálgast þær með sem minnstum kostnaði hjá bókasölumönnum. Skyldu einhverjir félagsmenn vilja selja félaginu nytsamar bækur skal reyna að semja um verð þeirra á aðalfundi. Bókavörður skal sjá um útlán allra bóka til félagsmanna og tiltaka hve lengi hver maður skal hafa sér hverja bók til yfirlesturs í einu. Tillög félagsmanna skal féhirðir hafa innheimt og afhent bókaútvegsmanni fyrir lok júlímánaðar ár hvert, sömuleiðis sektargjald fyrir töpun eða skemmdir viðkomandi bóka og önnur brot gegn lögum þessum. Meðal stofnenda lestrarfélagsins voru Sigmundur Pálsson, Jóhann Jón Guðmundsson, Þorsteinn Kristjánsson, Jón Jónsson, Jón Þorsteinsson, Ásgrímur Jónsson ofl.

Lestrarfélag Hólahrepps

  • S03738
  • Association
  • 1885 - 1964

Á hreppsfundi að Hólum 30. apríl 1885 var af skólastjóra Jósef J Björnsson ( stendur Bjarnason í bók ) borin upp sú uppástunga að stofna Lestrafélag í Hólahreppi, var því máli vel tekið af mörgum og 10 fundarmenn létu skrá sig sem meðlimi félagsins. Drög að lögum félagsins voru svo borin upp 28. júní af Þorgils Þorgilssyni, búfræðingi á Hólum en þau hafði Jósef Bjarnason samið og voru samþykkt með nokkrum breytingum ein og segir í fundagerðabók þessa tíma. ( A). Í lögum segir 2.gr það skal vera augnamið og tilgangur félagsins að efla menntun og menntunnarfýsn hjá hreppsbúum með því ða gefa þeim kost á að fá íslenskar bækur, blöð og tímarit til að lesa með mjög litlum kostnaði.

Lestrarfélag Holtshrepps

  • S03659
  • Association
  • ódags.1911

Lestrarfélag Holtshrepps var stofnað 1911, stofnfundur félagsins var haldinn 25. janúar 1912.
Tilgangur félagsins var að standa undir bókakaup og halda utan um útlán á bókum til félagsmanna, auk þess sem velgjörðamenn félagsins gáfu því bækur og lestrarefni. Félagsmenn voru 22 árið 1916. Á aðalfundi þann 29. október 1922 kom fram tillaga að breyta félaginu í hreppsbókasafn og var hún samþykkt.

Lestrarfélag Hvammsprestakalls

  • S03686
  • Organization
  • 1902 - 1960

Á nýársdag 1902 áttu nokkrir menn fund með sjér að Hvammi í Laxárdal, að lokinni guðsþjónustugjörð þar. Tilefni var að ræða um stofnun Lestrarfélags fyrir Hvammsprestakalls og fékk að hinar bestu undirtektir. Tólf menn gengu þá þegar í félagið. Í stjórn voru kostnir Séra Björn L Blöndal, Guðvarður Magnússson, Jóhann Sigurðsson. Hinn 3. januar átti Lestrarfélagið 18 bækur. Tilgangur félagsins er að glæða og auka lestrar - og fróðleiksfýsn í prestakallinu og hafa menntandi áhrif á félagsmenn. Lögin voru samþykkt á fundi á
Skefilsstöðum hinn 1.maí 1902. Segir í fundagerðabók. Ekki er vitað hvernig framhald félagsins varð.

Lestrarfélag Mælifellsprestakalls ( Neisti )

  • S03735
  • Association
  • 1878 - 1978

Í febrúarmánuði 1878 senda þeir Jón Jónsson á Mælifelli og Árni Eiríkssn á Sölvanesi skriflegt ávarp til nokkurra ungra manna í Lýtingstaðahrepp, þess efnis að fá þá að ganga í lestrarfélag og fékk það 13 áskrifendur. Sömdu þeir síðan frumvarp til laga fyrir félagið. Kvöddu síðan til fundar að Mælifellsá hinn 3. dag maímánaðar og mættu á honum aðeins 9. Til fundastjóra var kosin Árni Eiríksson á Sölvanesi og til skrifara Jón Jónsson Mælifelli, lagafrumvarp var rætt ítarlega og samþykkt í einu hljóði. Það er 31 desember 1878 sem haldin er aukafundur í Lestrarfélaginu "Neista" mættu á fundinn 15 manns.
Skráð fundagerð frá 1978, Item 3, þar segir meðal annars aftast í bók : Lögð hefur verið fram tillaga stjórnar um að afhenda hreppnum bókasafn félagsins. Safnið er nú nær eingöngu fjármagnað af hreppsfé fyrir liggur að ráða bót á húsakynnum safnsins og því þykir stjórn eðlilegt að safnið verði í eign og umsjón Sveitafélagsins. Ef áður nefnd tillaga nær fram að ganga er æskilegt að fundargestir móti sér skoðun á framtíðarhlutverki félagsins, hbort því ljúki með þessu eða hvort finna megi ný verkefni. Uppkast 15.10. 1978. Ekki er vitað meira um framvindu félagsins í þessum gögnum.

Lestrarfélag Óslandshlíðar

  • S03645
  • Association
  • 1913-1957

Lestrarfélag Óslandshlíðar var stofnað 29. apríl 1913 á Hlíðarhúsi og voru stofnendur 11. Lögð voru fyrir fundinn lög félagins og þau samþykkt.
Þann 31.mai.1957 varð tillaga um að bókasafn Lestrarfélags Óshlíðar muni sameinast í Lestrarfélag Hofshrepps. Tillaga þessi var samþykkt.

Lestrarfélag Reykjastrandar

  • S03746
  • Association
  • 1.12.1929 - 1.2.1948

Lestrarfélag Reykjastrandar var stofnað 1. desember 1929 að Hólakoti, stofnfélagar voru 27. Í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir Pétur Jónasson Reykjum, Magnús Hálfdánarsson Hólkoti og Maron Sigurðsson Hólakoti. Þann 23. nóvember 1930 var haldinn fyrsti fundurinn að Daðastöðum. Á fyrsta aðalfundi hins nýstofnaðs félags segir að "Þar sem að þetta var fyrsti aðalfundur félagsins voru lög þess innfærð sem gildandi lög fyrir félagsmenn þess, með einhljóða samþykktum félagsmanna".
Í sömu fundargerð segir ennfremur að einn maður var kosinn í stjórn félagsins og hlaut Jón Þorkelsson Ingveldarstöðum kosningu. Fundarmenn ákváðu einnig eftir alllangar umræður að kjósa skemmtinefnd sem var ætlað að efla hag félagsins, þau sem voru kosin í þessa nefnd voru;
Jóhanna Sigurðardóttir Hólakoti,
Sigurbjörg Hálfdánardóttir Hólakoti,
Pétur Jónasson Reykjum,
Jón Þorkelsson Ingveldarstöðum og Skafti Sigurfinnsson frá Meyjarlandi.
Einnig var Árni Þorvaldsson Hólakoti kosinn bókavörður.

Lestrarfélag Seyluhrepps

  • S03666
  • Organization
  • 1923

Þriðjudaginn 6. nóv. 1923 var stofnfundur Lestrarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Á fundinum voru 10 manns mættir. Haraldur Jónasson setti fundinn og var hann kosin fundarstjóri og nefndi hann til skrifara Bjarna Halldórsson. Fundarstjóri gat þess að á síðastliðnu vori á hreppaskilaþingi höldnu á Brautarholti hefði hann vakið máls á því hvort eigi væri reynandi að stofna lestrarfélag í hreppnum þar sem ekkert slíkt félag væri starfandi í hreppnum. Tóku menn vel í málið og var kosin þriggja manna nefnd til að að semja uppkast að lögum fyrir félagið og sjá um stofnun þess. Bjarni Halldórsson á Völlum. Eiríkur Guðmundsson Ytra - Vallholti og Haraldur Jónasson Völlum.
Lög Lestarfélag Seyluhrepps samþykkt á stofnfundi félagsins 6. nóv. 1923.
Föstudaginn 25. nóvember. 1955 var haldin fundur í Lestrarfélagi Seyluhrepps að Varmahlíð. Haraldur Jónasson setti fundinn og stýrði honum og setti til ritara Sr. Gunnar Gíslasson. Formaður skýrði frá hinum nýju bókasafnslögum og hvað það verkefni þessa fundar að taka ákvörðun um framtíðarskipan í lestrarfélaginu með tillit til hinna nýju laga. Fundurinn samþykkti að halda Lestrarfélagi Seyluhrepps áfram í sama formi og verið hefur. Til tals kom að fá húsnæði undir bækur félagsins hjá A. Lindemann í Varmahlíð í húsi sem hann er að reisa. Lindemann gaf góðar vonir um að úr þessu gæti orðið.
Upplýsingar teknar úr gjörðabók er liggur í E00039 A.

Lestrarfélag Staðarhrepps

  • S03691
  • Organization
  • 1924 - 1997

Stofnfundur Lestrarfélags Staðarhrepps, haldinn að Reynistað 25. janúar 1924.
Fundarboðendur voru, Hr. Alþingismaður, Jón Sigurðsson, Reynistað. Hr. Bjarni Þorleifsson, Sólheimum. Hr. Árni J Hafstað, Vík. Hr. Jón Sveinsson, Hóli. Fundinn setti alþingismaðurinn Jón Sigurðsson og bar fram tillögu um að Árni J Hafstað yrði kosinn fundarstjóri og var hún samþykkt í einu hljóði. Fundastjóri kvaddi sér skrifara Guðmund Gíslason og þá lýsti fundastjóri því yfir að orðið væri heimilt hverjum er vildi. Voru lög félagsins þá lesin upp af framsögumanni málefnisins Bjarna Þorleifssyni, Sólheimum en þar segir m.a. 2 gr. Tilgangur félagsins er að veita meðlimum sínum sem fjölbreyttasta fræðslu og ódýra skemmtun. Bókaskápur fyrir bækur félagsins gaf alþingmaður Jón Sigurðsson.
Í fundagerð 25 febrúar 1997 kemur stjórn Lestrarfélagsins saman til fundar til að fara yfir stöðuna í félaginu og þar segir: Stjórn Lestrarélags Staðarhrepps beinir því til Hreppsnefndar Staðarhrepps að barnabækur lestrarfélagsins verði afhentar sameinuðu skólastarfi Varmahlíðarskóla. Kynnt var nýtt frumvarp til laga um almenn bókasöfn og þar er m.a. gert ráð fyrir að skipting í héraðs - bæja og hreppsbókasöfn verði aflögð og lágmarks fjárframlög sveitafélaga til almenningsbókasafna falli niður. Undirritað Ingibjörg Hafstað. Sigurður Baldursson. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sólveig Arnórsdóttir. Hér endar saga félagins.

Lestrarfélagið Mímir

  • S03711
  • Organization
  • 1915 - 1944

Ár 1915, 28 nóvember komu nokkrir menn saman í þinghúsinu í Haganeshreppi í tilefni af því að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins höfðu boðað Benedikt Guðmundsson, Syðstumói og Guðmundur Jónsson Austarihóli. Með einróma samþykki fundarmanna var svo lestrarfélagið stofnað og hlaut þegar í stað nafnið Mímir. Benedikt Guðmundsson Syðstamói var kosin formaður, Jón Jónasson Haganesvík ,bókavörður og Eirikur Jóhannesson gjaldkeri.

Leví William Konráðsson (1940-)

  • S01461
  • Person
  • 24.07.1940

Sonur Konráðs Þorsteinssonar kaupmanns á Sauðárkróki og í R.vík og f.k.h. Kristínar Maríu Sigurðardóttur. Stjúpmóðir hans var Sigríður Helga Skúladóttir.

Lilja Aðalbjörg Jónsdóttir (1931-1987)

  • S01025
  • Person
  • 11.10.1931-08.05.1987

Foreldrar: Jón Jóhannesson frá Jökli í Eyjafirði og k.h. Guðrún Jónsdóttir frá Grófargili. Lilja ólst upp hjá foreldrum sínum á Sauðárkróki og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Auk þess var hún einn vetur við Húsmæðraskólann á Löngumýri. Lengst starfaði hún hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki. Lilja kvæntist Sölva Sölvasyni vélgæslumanni á Sauðárkróki, þau voru barnlaus.

Lilja Hannesdóttir (1920-2002)

  • S03598
  • Person
  • 25.08.1920-17.08.2002

Lilja Hannesdóttir, f. á Skefilsstöðum á Skaga 25.08.1920, d. 17.08.2002. Foreldrar: Hannes Benediktsson og Sigríður Björnsdóttir. Lilja ólst upp í Hvammkoti til 17 ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan að Hvammi í Laxárdal. Lilja gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Hún vann íymis störf, m.a. á hótelum og við veitingasölu, bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Maki: Pálmi Jóhannsson frá Búrfelli í Svarfaðardal. Þau giftu sig árið 1948. Eftir það bjó Lilja á Dalvík og starfaði við fiskvinnslu og einnig við félagsheimilið Víkurröst. Þau eignuðust tvíbura.

Lilja Haraldsdóttir (1882-1944)

  • S02295
  • Person
  • 8. nóv. 1882 - 3. des. 1954

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson b. á Bjarnastöðum í Blönduhlíð og síðar steinsmiður á Sauðárkróki og k.h. Sigríður Markúsdóttir.
Maki: Ólafur Helgi Jensson, kaupmaður á Hofsósi. Þau eignuðust 5 börn en eitt þeirra dó skömmu eftir fæðingu.
Árið 1920 fluttist fjölskyldan frá Hofsósi á Siglufjörð og þaðan til Vestmannaeyja árið 1927. Á Siglufirði hafði Lilja m.a. matsölu í stórum stíl.

Lilja Jónsdóttir (1872-1935)

  • S02009
  • Person
  • 6. ágúst 1872 - 22. nóv. 1935

Foreldrar: Jón Jónsson b. að Syðstu-Grund og k.h. Björg Jónsdóttir frá Kárastöðum. Lilja ólst upp hjá foreldrum sínum, naut heimafræðslu og barnakennslu að nokkru, aflaði sér svo frekari menntunar á góðum heimilum í hannyrðum og bústjórn. Var góð saumakona fyrir heimili sitt og aðra. Var þriðja kona Jónasar Jónssonar í Hróarsdal, þau eignuðust 13 börn. Tók þátt í félagsmálum kvenna eftir því sem aðstæður leyfðu. Hún bjó eftir lát manns síns 1927 til dauðadags að Hróarsdal og keypti jörðina að ríkssjóði 1932 á 4000 kr. og seldi svo aftur þremur sonum sínum.

Lilja Jónsdóttir (1924-2007)

  • S01819
  • Person
  • 3. apríl 1924 - 1. júlí 2007

Lilja Jónsdóttir fæddist á Syðri Húsabakka 3. apríl 1924. Foreldrar hennar voru Emilía Kristín Sigurðardóttir, f. á Marbæli á Langholti og Jón Kristinn Jónsson, f. í Vallanesi í Vallhólmi. ,,Lilja ólst upp í foreldrahúsum á Syðri Húsabakka við almenn sveitastörf. Hross voru hennar líf og yndi og átti hún góða hesta. Lilja fór í Kvennaskólann á Löngumýri veturinn 1945-1946, og kom þá vel í ljós hve listfeng hún var. Hannyrðir og fatasaumur léku í höndunum á henni og fékk Húsabakkaheimilið að njóta góðs af því. Lilja stefndi að því að verða handavinnukennari, en sökum vanheilsu móður sinnar varð hún kyrr heima og annaðist foreldra sína þar til yfir lauk. Árið 1982 flutti hún ásamt Sigurði bróður sínum til Sauðárkróks og voru búsett þar síðan. Störfuðu bæði lengst af í sútunarverksmiðjunni Loðskinn. Lilja var ókvænt og barnlaus.

Lilja Kristín Árnadóttir (1901-1981)

  • S03325
  • Person
  • 29.06.1901-27.12.1981

(Lilja) Kristín Árnadóttir, f. á Enni á Höfðaströnd 29.06.1901, d. 27.12.1981 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Árni Magnússon bóndi á Syðra-Mallandi á Skaga og kona hans Balvina Ásgrímsdóttir. Kristín ólst upp á heimili foreldra sinna á Skaga og dvaldist í foreldrahúsum allt þar til þau Guðmundur settu saman bú. Þau bjuggu á Efra-Nesi á Skaga 1925-1927 og á Þorbjargarstöðum 1927-1974. Þá brugðu þau búi, fluttust til Sauðárkróks og bjuggu þar lengst af á Hólavegi 30. Tvö seinustu æviarin dvaldist Kristín á sjúkrahúsinu vegna heilsubrests.
Maki: Guðmundur Árnason frá Víkum (1897-1983). Þau eignuðust fjóra syni.
Maki: Guðmundur Árnason

Lilja Sigurðardóttir

  • S00305
  • Person

Fædd í kringum 1920 (+/- 3 ár). Var í Ungmennaskóla Sauðárkróks veturinn 1937-1938.

Lilja Sigurðardóttir (1884-1970)

  • S00360
  • Person
  • 26.02.1884 - 30.03.1970

Lilja Sigurðardóttir fæddist 26. febrúar 1884. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson b. á Víðivöllum og Guðrún Pétursdóttir frá Reykjum í Tungusveit. Lilja var tvíburasystir Gísla Sigurðssonar bónda og hreppstjóra á Víðivöllum. ,,Lilja var tvo vetur í Kvennaskóla Eyfirðinga á Akureyri. Eftir það sigldi hún til Danmerkur og dvaldi þar á stórum búgarði þar sem stunduð var blómarækt, fræ- og plöntusala. Einnig sótti hún námskeið í heimilishjúkrun í Kaupmannahöfn. Hún kom heim 1908. Vorið 1912 var hún við nám í garðyrkju hjá Ræktunarstöð Norðurlands á Akureyri. Hún fékkst alla tíð mikið við bæði garðyrkju og skógrækt svo og umönnunarstörf og stundum ljósmóðurstörf. Á veturna kenndi hún matreiðslu, vefnað og garðyrkju víða um land. Árið 1947 hófst hún handa við uppbyggingu nýbýlisins Ásgarðs. Lilja var ógift og barnlaus en tók að sér tvö fósturbörn."
Hún var ráðskona á Víðivöllum, Miklabæjarsókn í Skagafirði. Húsmæðraskólakennari, búsett í Ásgarði í Blönduhlíð í Skagafirði, en þar lét hún byggja hús. Síðast búsett í Akrahreppi. Hlaut riddarakross fyrir garðyrkjustörf, heimilisiðnað og störf að félagsmálum.

Líney Sigurjónsdóttir (1873-1953)

  • S02626
  • Person
  • 6. okt. 1873 - 8. okt. 1953

Fædd og uppalin á Laxamýri í Aðaldal. Kvæntist árið 1894 sr. Árna Björnssyni. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1894-1913 er þau fluttu á Álftanes. Síðar búsett í Hafnarfirði. Þau eignuðust tólf börn.

Results 3826 to 3910 of 6399