Showing 6506 results

Authority record

Stefanía Sigríður Stefánsdóttir (1857-1893)

  • S02978
  • Person
  • 10. des. 1857 - 7. júní 1893

Foreldrar: Stefán Ólafsson bóndi og hreppstjóri í Hvammkoti í Kópavogi og Guðríður Jónsdóttir. Stefanía hélt skóla fyrir ungar stúlkur á heimili sínu og kenndi þeim hannyrðir og fleira.
Maki: Arnór Árnason prestur. Þau bjuggu í Hvammi í Laxárdal. Þau eignuðust fjórar dætur.

Steinar Ingi Eiríksson (1954-)

  • S01540
  • Person
  • 21. apríl 1954

Sonur Eiríks Ásmundssonar frá Stóru-Reykjum í Fljótum og Huldu Ingibjargar Magnúsdóttur.

Steinar Páll Þórðarson (1919-1999)

  • S02208
  • Person
  • 16. ágúst 1919 - 27. jan. 1999

Steinar Páll Þórðarson var fæddur að Háleggsstöðum í Deildardal í Skagafirði 16. ágúst 1919. Foreldrar hans voru Þórður Hjálmarsson b. á Háleggsstöðum og kona hans, Þóranna Þorgilsdóttir. Steinar stundaði í æsku nám í Unglingaskólanum í Óslandshlíð, síðar í Héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði 1939-40 og í Samvinnuskólanum 1944-46. Veturinn 1946-47 var hann kennari við Unglingaskólann á Hofsósi, en haustið 1947 réðst hann kennari að Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og kenndi þar átta vetur eða til vors 1955. Samhliða kennslunni stundaði Steinar bústörf heima á Háleggsstöðum og almenna byggingarvinnu og verkamannastörf. Heimili átti hann á Háleggsstöðum frá 1952-1964, en þá fluttist hann með Trausta bróður sínum til Reykjavíkur. Aftur kennari í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar 1966-1970. Í Reykjavík vann hann m.a. við höfnina í nokkur ár. Ókvæntur og barnlaus.

Steinbjörn Jónsson (1926-1975)

  • S02186
  • Person
  • 6. maí 1926 - 7. sept. 1975

Sonur Jóns Björnssonar b. og tónskálds á Hafsteinsstöðum og k.h. Steinunnar Trjámannsdóttur. Bóndi á Hafsteinsstöðum og formaður Hestamannafélagsins Stíganda um tíma. Kvæntist Esther Heiðmar Skaftadóttur frá Kjartansstaðakoti.

Steindór Jónsson (1879-1953)

  • S00197
  • Person
  • 16.07.1879-28.08.1953

Trésmíðameistari og kaupmaður á Sauðárkróki. Giftur Guðrúnu Pálsdóttur frá Teigi í Óslandshlíð, þau eignuðust sjö börn saman. Steindór átti einn son utan hjónabands.

Steindór Marelíus Benediktsson (1897-1978)

  • S01207
  • Person
  • 12. júní 1897 - 17. júlí 1978

Sonur Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Bóndi á Gili í Borgarsveit 1918-1920 og í Birkihlíð 1920-1978. Sat í hreppsnefnd Staðarhrepps 1933-1966, í stjórn Búnaðarfélags Staðarhrepps 1935-1972 (formaður frá 1944), fjallskilastjóri um árabil og formaður fjallskilastjórnar Staðarafréttar og gangnastjóri í Staðarfjöllum í áratugi. Sóknarnefndarfulltrúi Reynistaðarsóknar 1941-1965 og söng í áratugi í kirkjukór Reynistaðarkirkju. Kvæntist Elinóru Lovísu Jónsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust einn son.

Steindór Pétursson (1882-1956)

  • S02793
  • Person
  • 4. ágúst 1882 - 29. júní 1956

Faðir: Pétur Guðmundsson, f. 1853. Hjá foreldrum í Álftagerði í Mývatnssveit um 1882-1886 og á Árbakka í sömu sveit frá um 1899 fram yfir 1900 nema í vist í Víðikeri í Bárðardal 1899-1900. Bjó í Voladal á Tjörnesi um 1921-1922, flutti þá til Eyjafjarðar. Bóndi í Hólum í Öxnadal um 1929-1935 og 1936-1942. Klauf á Staðarbyggð 1935-1936., síðar á Hraunshöfða í Öxnadal um 1942-1947. Var á Krossastöðum á Þelamörk 1947-1955. Maki: Guðný Sigurðardóttir frá Merkigili, Saurbæjarhreppi í Eyjafirði.

Steindór Steindórsson (1902-1997)

  • S02970
  • Person
  • 12.08.1902-26.04.1997

Steindór Jónas Steindórsson, f. á Möðruvöllum í Hörgárdal 12.08.1902, d. 26.04.1997. Foreldrar: Jónas Steindór Jónasson (1872-1902) verslunarmaður í Þrastarhóli og Kristjón Jónsdóttir (1866- 1956) ráðskona á Möðruvöllum.
Maki: Kristbjörg Dúadóttir (1899-1974) sonur Kristbjargar og kjörsonur Steindórs: Gunnar, fæddur 1923.
Steindór lauk stúdentsprófi frá MR 1925 og nam náttúrufræði við Hafnarháskóla 1925-1930, utan eins árs sem hann var frá námi vegna veikinda. Lauk fyrri hluta meistaraprófs í grasafræði 1930. Stundaði framhaldsnám og rannsóknir við háskólann í Osló 1951. Var heiðursdoktor við HÍ 1981.
Steindór var kennari við MA 1930-1966 og skólameistari 1966-1972. Vann að gróðurrannsóknum á sumrum frá 1930-1976.
Fulltrúi Íslands á þingi norrænna náttúrufræðinga í Helsingfors 1936. Formaður Norræna félagsins á Akureyri 1939–1941 og 1956–1973. Bæjarfulltrúi á Akureyri 1946–1958. Formaður Ræktunarfélags Norðurlands 1952–1971. Ráðunautur Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1955–1967. Dvaldist þrjá mánuði í Bandaríkjunum 1956 í boði Bandaríkjastjórnar og flutti fyrirlestra við háskóla þar. Héraðssáttasemjari 1957–1971. Vann vestan hafs sumarið 1958 að söfnun heimilda að æviskrám Vestur-Íslendinga. Formaður Alþýðuflokksfélags Akureyrar 1962–1964. Sat ráðstefnu í Sviss 1962 á vegum OECD um endurbætur á líffræðikennslu í menntaskólum. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1965. Í endurskoðunarnefnd menntaskólalaga 1967–1969. Í samstarfsnefnd menntaskólanna 1969–1972. Grasafræðiráðunautur við gróðurkortagerð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Grænlandi 1977–1981.
Landskjörinn alþingismaður (Ísafjarðar) 1959 (Alþýðuflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Akureyrar) maí 1947. Annar varaforseti neðri deildar 1959.
Höfundur margra fræðirita og ritgerða, einkum um náttúru Íslands og þætti úr sögu lands og þjóðar. Mikilvirkur þýðandi, einkum ferðabóka um Ísland. Sjálfsævisaga í tveim bindum: Sól ég sá, kom út 1982–1983. Ritstjóri: Ferðir (1940–1941). Heima er best (1956–1988). Flóra (1963–1968). Alþýðumaðurinn (1964–1965). Reykjalundur (1966).

Steingrímur Arason (1898-1986)

  • S01684
  • Person
  • 27. 01.1898-06.12.1986

Steingrímur Arason, f. 27.01.1898, d. 06.12.1986. Bóndi og póstafgreiðslumaður í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Kaupmaður á Víðimýri og Sauðárkróki. Síðast búsettur í Reykjavík.

Steingrímur Benediktsson (1901-1971)

  • S01802
  • Person
  • 20. maí 1901 - 23. nóv. 1971

Flutti frá Sauðárkróki til Vestmannaeyja árið 1928. Skólastjóri. Verkstjóri á Brekastíg 6, Vestmannaeyjum 1930. Síðast bús. í Vestmannaeyjum.
Maki: Hallfríður Kristjánsdóttir. Þau eignuðust sjö börn.

Steingrímur Hjálmarsson (1901-1946)

  • S02086
  • Person
  • 9. nóv. 1901 - 18. des. 1946

Sonur Hjálmars Péturssonar b. á Breið í Tungusveit og k.h. Rósu Björnsdóttur. Vinnumaður og verkamaður víða í Skagafirði. Lést ókvæntur og barnlaus.

Steingrímur Jónsson (1844-1935)

  • S00267
  • Person
  • 29.11.1844 - 12.08.1935

Steingrímur Jónsson fæddist á Merkigili þann 29. nóvember 1844. Hann var bóndi á Silfrastöðum í Akrahreppi. Kona hans var Efemía Kristín Árnadóttir (1858-1907), notaði Kristínar nafnið í daglegu tali.

Steingrímur Matthíasson (1876-1948)

  • S01363
  • Person
  • 31.03.1876-27.07.1948

Héraðs- og spítalalæknir á Akureyri, var þar 1930, síðar í Tönder á Jótlandi og Nexsö á Borgundarhólmi.

Steingrímur Rósant Jónasson (1890-1924)

  • S02794
  • Person
  • 1. apríl 1890-1924

Foreldrar: Jónas Jónsson f. 1843 og Guðrún Margrét Jóhannesdóttir, f. 1846. Var í Gloppu, Bakkasókn í Eyjafirði 1901. Dó ungur úr berklum.

Steingrímur Skagfjörð Felixson (1932-2007)

  • S03508
  • Person
  • 02.03.1932-17.11.2007

Steingrímur Skagafjörð Felixson f. á Halldórsstöðum í Seyluhreppi 02.03.1932, d. °7.11.2007. Foreldrar: Felix Jósafatsson og Efemía Gísladóttir. Steingrímur stundaði nám í Bændaskólanum á Hólum. Einnig lauk hann vélskólaprófi í Vestmannaeyjum árið 1950. Hann starfaði á Akureyri en flutti síðar í Sunnuhlíð. Hann vann einnig á vinnuvélum og við ylrækt í Varmahlíð. Árið 1968 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar starfaði Steingrímur sem verktaki og síðar verkstjóri. Síðustu starfsárin vann hann hjá Búnaðarbankanum í Reykjavík. Steingrímur söng með Karlakórnum Heimi og síðar Karlakór Reykjavíkur og var einn af stofnendum Skagfirsku söngsveitarinnar.
Maki: Dana Arnar Sigurvinsdóttir (1933-). Þau eignuðust sex börn.

Steingrímur Steinþórsson (1893-1966)

  • S02310
  • Person
  • 12.02.1893-14.11.1966

Steingrímur Steinþórsson fæddist í Álftagerði við Mývatn, 12. febrúar 1893.
Faðir: Steinþór Björnsson (1860-1926) bóndi í Álftagerði. Móðir: Sigrún Jónsdóttir (1870-1929), húsmóðir í Álftagerði.
Maki: Guðný Theódóra Sigurðardóttir (1899-1988).
Saman áttu þau fjögur börn en Steingrímur átti að auki eina dóttur.

Lauk úfræðiprófi frá Hvanneyri 1915 og prófi frá búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1924.

"Vann á búi foreldra sinna á Litluströnd við Mývatn 1915–1917. Fjármaður á Hvanneyri 1917–1920. Kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1924–1928. Skólastjóri Bændaskólans á Hólum 1928–1935. Búnaðarmálastjóri 1935–1962 nema þann tíma er hann var ráðherra. Nýbýlastjóri 1936–1941. Skipaður 14. mars 1950 forsætis- og félagsmálaráðherra, lausn 11. september 1953. Skipaður 11. september 1953 landbúnaðar- og félagsmálaráðherra, fór einnig með kirkju- og orkumál, lausn 27. mars 1956, en gegndi störfum til 24. júlí.
Í skipulagsnefnd atvinnumála 1934–1937. Settur forstjóri landbúnaðardeildar atvinnudeildar háskólans 1937–1941. Formaður milliþinganefndar í tilraunamálum landbúnaðarins 1938–1939. Í sýningarráði Íslandsdeildar heimssýningarinnar í New York 1938–1940. Í nýbýlastjórn frá 1941 til æviloka. Skipaður formaður í tilraunaráði búfjárræktar 1. janúar 1943, í nýbyggingarráði 1944, í nefnd til að endurskoða lög um bændaskóla 1947. Formaður sýningarráðs landbúnaðarsýningar 1947. Formaður Heklunefndar 1947. Í bankaráði Landsbankans 1957–1966. Í Náttúruverndarráði 1956–1966. Formaður orðunefndar 1957–1965.
Alþingismaður Skagfirðinga 1931–1933, 1937–1942 og 1946–1959 (Framsóknarflokkur).
Varaþingmaður Skagfirðinga apríl 1946.
Forsætis- og félagsmálaráðherra 1950–1953, landbúnaðar- og félagsmálaráðherra 1953–1956.
Forseti sameinaðs þings 1949–1950. 1. varaforseti neðri deildar 1947–1949."

Steingrímur Þorsteinsson (1913-2008)

  • S02417
  • Person
  • 22. okt. 1913 - 19. nóv. 2008

Steingrímur fæddist á Dalvík 13. október 1913, sonur hjónanna Maríu Eðvaldsdóttur húsfreyju og Þorsteins Jónssonar verkamanns. Steingrímur missti móður sína ungur og var tekinn í fóstur af móðursystur sinni Petrínu Þórunni Jónsdóttur og manni hennar Sigurði Þorgilssyni. Eftir hefðbundna skólagöngu á Dalvík var Steingrímur við nám að Héraðsskólanum á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Árið 1930 hélt hann til Kaupmannahafnar og lauk þar prófi í húsamálun ári síðar. Seinna nam hann þar ytra leiktjaldamálun og leiklist við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Steingrímur var ráðinn kennari við Dalvíkurskóla og sinnti hann því starfi um þriggja áratuga skeið. Hann var mikill náttúruunnandi og mjög listfengur. Eftir hann liggur mikið safn málverka og uppstoppaðra dýra. Steingrímur sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samfélag sitt, átti m.a. sæti í ýmsum nefndum og ráðum. Steingrímur kvæntist Steinunni Sveinbjörnsdóttur og eignuðust þau þrjú börn.

Steinn Gunnar Ástvaldsson (1948-

  • S02891
  • Person
  • 07.03.1948-

Foreldrar: Ástvaldur Óskar Tómasson (1918-2007) og Svanfríður Steinsdóttir (1926-). Ólst upp á Sauðárkróki. Starfaði rúm 40 ár hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Steinn Jónsson (1898-1982)

  • S02167
  • Person
  • 12. maí 1898 - 6. mars 1982

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Brúnastöðum og Sigríður Pétursdóttir. Steinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Brúnastöðum þar til hann hóf sjálfur búskap árið 1918 á Hring, þá með foreldra sína í húsmennsku. Vegna Skeiðfossvirkjunar, sem tekin var í notkun árið 1945, misstu bændur í vestanverðri Stíflu mikið land undir vatn. Hringur varð óbyggilegur og keypti þá Steinn jörðina Nefsstaði handan Stífluvatnsins og fluttist þangað sama ár. Þarna bjó Steinn til ársins 1960, að hann brá búi og fluttist til Siglufjarðar. Full 40 ár söng hann við messur, bæði í Barðs- og Knapsstaðasókn og annan eins tíma starfaði hann í ungmennafélaginu Von, oft formaður. Oddviti hreppsins var hann 1943-1946. Hann var góður leikari, upplesari og ræðumaður og um tíma kenndi hann íþróttir við Barnaskóla Holtshrepps.
Maki 1: Elínbjörg Hjálmarsdóttir frá Stóra-Holti í Fljótum, þau eignuðust fimm börn saman. Einnig ólu þau upp hálfbróður Elínbjargar. Þau slitu samvistir.
Maki 2: Steinunn Antonsdóttir frá Deplum, þau eignuðust fimm börn saman.

Steinn Kárason (1954-

  • S03068
  • Person
  • 22. okt. 1954-

Foreldrar: Kári Steinsson frá Neðra-Ási í Hjaltadal og Dagmar Valgerður Kristjánsdóttir frá Róðhóli í Sléttuhlíð. Steinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Kvæntur Kristínu Arnardóttur, þau eiga þrjá syni saman, fyrir átti Steinn tvö börn. Búsettur í Kópavogi.

Steinn Leó Sveinsson (1886-1957)

  • S00762
  • Person
  • 17.01.1886-27.11.1957

Sonur Sveins Jónatanssonar og Guðbjargar Jónsdóttur á Hrauni á Skaga. Var við nám hjá sr. Birni Blöndal í Hvammi í Laxárdal veturinn 1904-1905. Kvæntist árið 1914 Guðrúnu Kristmundsdóttur frá Selá á Skaga, það sama ár hófu þau búskap á Hrauni á Skaga þar sem þau bjuggu til 1957. Meðfram búskapnum stundaði Steinn sjómennsku og reri flestar haustvertíðir frá Hrauni eða Kelduvík fram um 1930, jafnframt var Steinn síðasti hákarlaformaður á Skaga. Einnig kom Steinn upp töluverðu æðarvarpi, hlóð upp hreiðurskýli og setti upp skrautleg flögg á vorin til þess að laða fuglinn að, æðarvarpið á Hrauni er enn þann dag í dag með þeim arðsömustu í Skagafirði. Steinn var fyrst kosinn í hreppsnefnd Skefilstaðahrepps 1916 og átti þar sæti óslitið til ársins 1954, var oddviti hreppsnefndar 1928-1954 og hreppstjóri 1934-1946. Árið 1915 varð hann vitavörður Skagatáarvitans og veðurathugunarmaður fyrir Veðurstofu Íslands 1943, báðum þessum störfum gegndi hann á meðan hans naut við. Steinn og Guðrún eignuðust 11 börn.

Steinn Marínó Snorrason (1891-óvíst)

  • S02769
  • Person
  • 13. maí 1891-óvíst

Steinn Marinó Snorrason, f. 13.05.1891. Ekki er vitað hvenær Steinar lést, en hann mun hafa verið ungur. Foreldrar: Snorri Bessason, f. 1862 og Anna Björnsdóttir, f. 1867, þá búsett í Stóragerði í Óslandshlíð. Maki: Steinunn Ísaksdóttir, f. 02.12.1890, d. 17.12.1962. Steinunn er skráð á Lambanes-Reykjum 1901 en var hjúkrunarkona á Siglufirði um 1930. Þau eignuðust eina dóttur.

Steinn Sigurðsson (1872-1940)

  • S02438
  • Person
  • 24. apríl 1872 - 18. ágúst 1940

,,Steinn var fæddur 24. apríl 1872 að Fagurhóli í Austur-Landeyjum. Þar ólst hann upp við verkamannavinnu fyrir fátækan föður sinn. Lauk kennaraprófi vorið 1893 frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Það var árið 1903 að Steinn flutti til Vestmannaeyja. Hóf hann störf sem farkennari og fólst það í að kenna 7-14 ára börnum sem ekki fengu vist í skólanum sökum rúmleysis. Árið eftir, 1904, var hann svo ráðinn sem skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja og hélt því starfi til 1914. Hann var formaður Ungmennafélags Vestmannaeyja. Þá var Steinn hvatamaður að byggingu sundskála á Eiðinu árið 1913. Eiginkona Steins hét Agatha Þórðardóttir. Síðast búsett í Reykjavík."

Steinn Stefánsson (1882-1954)

  • S00724
  • Person
  • 30.11.1882-19.05.1954

Sonur Stefáns Ásgrímssonar og Helgu Jónsdóttur í Efra-Ási. Var í námi á Möðruvöllum 1900 og lauk búfræðiprófi frá Hólum 1905. Næstu árin var hann við kennslu á vetrum í austanverðum Skagafirði. En á sumrin ýmist í kaupavinnu ellegar heima í Efra Ási. Hóf búskap í Neðra-Ási 1911-1913, bjó að Stóra-Holti í Fljótum 1913-1915 og flutti svo aftur að Neðra-Ási og var bóndi þar til 1942, fluttist til Sauðárkróks 1952. Mörg haust sá hann um bólusetningu lamba gegn bráðapest í Hólahreppi og víðar. Eftir að Steinn hóf búskap, hætti hann að mestu kennslu. Þó tók hann löngum börn er á einhvern hátt áttu í örðugleikum með námið og leiðbeindi þeim, þótti hann laginn kennari á þeim vettvangi. Félagsmálastörfum gegndi Steinn talsvert, var í hreppsnefnd í 12 ár, þar af oddviti í 6 ár. Þá var hann í sóknarnefnd, skattanefnd og fjallskilastjóri til fjölda ára. Kvæntist Soffíu Jónsdóttur frá Neðra-Ási, þau eignuðust sjö börn.

Steinþór Heiðarsson (1974-

  • S02520
  • Person
  • 26. mars 1974-

Ættaður frá Tjörnesi S- Þingeyjarsýslu. Stúdent frá MA og BA - próf í sagnfræði frá HÍ.

Steinunn Aðalheiður Árnadóttir (1929-2004)

  • S03388
  • Person
  • 27.09.1929-23.12.2004

Aðalheiður Árnadóttir, f. 27.09.1929, d. 23.12.2004. Foreldrar: Árni Rögnvaldsson (1891-1968) og kona hans Margrét Jónasdóttir (1883-1972). Verkakona á Sauðárkróki og formaður Verkakvennafélagsins Öldunnar.
Maki: Magnús Jónssón Sjómaður á Sauðárkróki (1922-1998).

Steinunn Alda Hafstað (1919-2005)

  • S03061
  • Person
  • 19. jan. 1919 - 8. des. 2005

Steinunn Hafstað fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 19. janúar 1919. Foreldrar hennar voru Árni Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir í Vík. Steinunn giftist 23. des. 1955 Jóni Guðmundssyni yfirlögregluþjóni, þau eignuðust einn son. Guðmundur lést 1962. ,,Steinunn vann ýmis störf, má þar telja Hótel Björninn í Hafnarfirði, hjá Guðrúnu Eiríksdóttur, á sjúkrahúsi í Glasgow, Vivex veitingahús Kaupmannahöfn, símamær á Landsímanum, ráðskona hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu og hjá Ásólfi bónda á Ásólfsstöðum þar sem var vinsæll sumardvalarstaður. Eftir það varð ekki aftur snúið frá veitingarekstrinum og nam hún hótelfræði í Lewis Hotel Training School í Washington á árunum 1945 til 1947. Eftir að hún kom heim frá námi varð hún hótelstjóri á ýmsum stöðum, fyrst á Hótel KEA á Akureyri, Stúdentagarðinum í Reykjavík, Varmalandi í Borgarfirði, Hótel Borgarnesi, Kvennaskólanum Blönduósi, Hólum í Hjaltadal, Hótel Selfossi, og síðast á Hótel Þóristúni en þar rak hún sitt eigið hótel um árabil. Eftir þetta flutti hún að nýju í Arnarhraun 40 í Hafnarfirði."

Steinunn Árnadóttir (1852-1933)

  • S01299
  • Person
  • 6. júlí 1852 - 28. des. 1933

Foreldrar: Árni Þorleifsson hreppstjóri á Ysta-Mói og k.h. Valgerður Þorvaldsdóttir. Kvæntist Jóni Jónssyni b. og hreppstjóra á Hafsteinsstöðum, þau eignuðust sex börn.

Steinunn Arnbjörg Eiríksdóttir (1947-)

  • S01537
  • Person
  • 5. des. 1947-

Steinunn Arnbjörg Eiríksdóttir fæddist 5. desember 1947. Foreldrar hennar: Eiríkur Ásmundsson og Hulda Ingibjörg Magnúsdóttir.

Steinunn Guðrún Árnadóttir (1883-1911)

  • S03576
  • Person
  • 31.01.1883-10.05.1911

Var á Kálfatjörn, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1890. Var á Kálfatjörn, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1901. Fjarv. í Rvík við nám.
Foreldrar: Ingibjörg Valgerður Sigurðardóttir og Árni.

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir (1893-1964)

  • S02605
  • Person
  • 31. jan. 1893 - 12. mars 1964

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir, f. í Fremri-Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Eiríkur Sigurðsson b. á Írafelli í Svartárdal og k.h. Helga Björnsdóttir. Maki: Stefán Stefánsson, járnsmíðameistari á Akureyri, f. í Litlu- Hlíð í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Þau eignuðust tvö börn og bjuggu á Akureyri.

Steinunn Hallsdóttir (1877-1946)

  • S01782
  • Person
  • 3. júní 1877 - 21. okt. 1946

Foreldrar: Hallur Jóhannsson b. í Garði í Hegranesi og 1.k.h. Ingibjörg Engilráð Jóhannesdóttir. Steinunn aflaði sér menntunar í hannyrðum og saumum. Hún var vel hagmælt. Kvæntist Páli Pálssyni b. og skósmiði frá Syðri-Brekkum, þau bjuggu lengst af að Garði í Hegranesi, þau eignuðust einn son.

Steinunn Helga Jónsdóttir (1861-1942)

  • S01218
  • Person
  • 20. mars 1861 - 1. mars 1942

Foreldrar: Jón Hallsson b. á Þrastarstöðum og víðar og 2.k.h. Sigurbjörg Indriðadóttir. Kvæntist Rögnvaldi Jónssyni, þau bjuggu fyrstu hjúskaparár sín að Þrastarstöðum og á Geirmundarhóli í Fellshreppi en lengst af á Miðhúsum í Óslandshlíð eða 1889-1914. Brugðu þá búi og voru í þrjú ár í húsmennsku. Árið 1917 reistu þau nýbýlið Hlíðarenda úr landi Miklabæjar í Óslandshlíð, Rögnvaldur lést árið 1926 en Steinunn bjó áfram á Hlíðarenda í nokkur ár þar til hún flutti til Siglufjarðar og var síðast búsett þar. Steinunn og Rögnvaldur eignuðust fimm börn, fjögur þeirra komust á legg.

Steinunn Ingimarsdóttir (1942-

  • S02878
  • Person
  • 26. mars 1942-

Foreldrar: Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri og kona hans Sigrún Jónsdóttir húsfreyja. Fædd og uppalinn á Flugumýri. Gagnfræðingur og verkakona í Reykjavík.
Maki 1: Þórður Sigurðsson vélamaður. Þau skildu.
Maki 2: Gunnlaugur Már Olsen tónlistarkennari. Þau skildu.
Maki 3: Jónatan Eiríksson bifvélavirki.

Steinunn Ingimundardóttir (1938-

  • S02093
  • Person
  • 11. ágúst 1938-

Dóttir Ingimundar Bjarnasonar járnsmiðs á Sauðárkróki og k.h. Sveinsínu Bergsdóttur. Starfaði sem forstöðumaður félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra í Reykjavík. Kvæntist Jóni Guðmundssyni rafvirkjameistara frá Eiríksstöðum í Svartárdal, búsett í Kópavogi.

Steinunn Jónsdóttir (1850-1932)

  • S01072
  • Person
  • 20. september 1850 - 20. ágúst 1932

Var á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1860. Húsfreyja á Mælifelli, Lýtingsstaðahr. Skag. Hamarsgerði, Nautabúi, Reykjum í Tungusveit og síðast á Akureyri.

Steinunn Jónsdóttir Inge (1874- 1974)

  • S02505
  • Person
  • 1874- 1974

Foreldrar Steinunnar voru Jón Jónsson og Björg Jónsdóttir Syðstu -Grund í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar fæddist Steinunn. Var í vist á bænum Garði í Hegranesi 1889-1891. Fór til Kanada árið 1893.

Steinunn Karólína Ingimundardóttir (1925-2011)

  • S00417
  • Person
  • 29.03.1925 - 07.06.2011

Steinunn Karólína Ingimundardóttir fæddist í Grenivík 29. mars 1925.
Hún var á Akureyri 1930. Hússtjórnarkennari á Laugalandi, skólastjóri Húsmæðraskólans á Varmalandi í Borgarfirði og starfaði síðar hjá Leiðbeiningastöð heimilanna í Reykjavík. Ráðunautur hjá Kvenfélagasambandi Íslands.
Steinunn lést 7. júní 2011.

Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir (1963-)

  • S02852
  • Person
  • 09.01.1963-

Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir, f. 09.01.1963. Foreldrar: Arnljótur Gunnbjörn Sveinsson (1917-1992) og á Ytri-Mælifellsá. Leikskólastjóri í Varmahlíð.

Steinunn Runólfsdóttir (1926-2021)

  • S00247
  • Person
  • 09.11.1926-01.01.2021

Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar á Dýrfinnustöðum. Búsett í Hveragerði.

Steinunn Sigurjónsdóttir (1891-1981)

  • S00528
  • Person
  • 05.02.1891 - 28.02.1981

Fædd í Stóru-Gröf á Langholti, dóttir Sigurjóns Markússonar og Guðrúnar Magnúsdóttur. Steinunn ólst upp í Eyhildarholti með föður sínum en móðir hennar lést þegar hún var 5 ára gömul. Steinunn kvæntist Jónasi Gunnarssyni frá Keflavík í Hegranesi, þau bjuggu lengst af í Hátúni og eignuðust tíu börn.

Steinunn Sveinbjörnsdóttir (1917-2005)

  • S02522
  • Person
  • 12. maí 1917 - 17. jan. 2005

Steinunn fæddist á Sólgörðum á Dalvík, dóttir hjónanna Ingibjargar Antonsdóttur og Sveinbjörns Tryggva Jóhannssonar útgerðarmanns. Steinunn giftist Steingrími Þorsteinssyni kennara á Dalvík, þau eignuðust þrjú börn. Steinunn stundaði nám við gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri og síðan nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði, 1940-1941. Steinunn vann um hríð skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Svarfdæla á Dalvík, en síðar hjá Héraðsskjalasafni Svarfdæla. Hún var mjög virk í starfsemi Slysavarnarfélagsins á Dalvík.

Steinunn Sveinsdóttir (1883-1974)

  • S00994
  • Person
  • 26.01.1883-10.10.1974

Foreldrar: Sveinn Ólafsson og Þórunn Tómasdóttir. Steinunn ólst upp hjá foreldrum sínum á Syðra Mallandi við venjuleg sveitastöf og fiskvinnslu. Áður en hún giftist var hún vinnukona á Skaga, m.a. í Ketu og Höfnum. Kvæntist Ásmundi Árnasyni og bjuggu þau á Ytra-Mallandi og í Ásbúðum. Þau tóku að sér mörg börn í fóstur um skemmri og lengri tíma.
Árið 1965 flutti Steinunn með dóttur sinni til Kópavogs og var síðast búsett á höfuðborgarsvæðinu. Steinunn og Ásmundur eignuðust fimm börn, Ásmundur átti einnig dóttur með Sigurlaugu Skúladóttur.

Steinunn Trine Friðrike Hansen Kristjáns (1880-1958)

  • S00816
  • Person
  • 21. feb. 1880 - 26. okt. 1958

Dóttir Christian Hansen og Bjargar Jóhannesdóttur. Kvæntist Sigurði Jónssyni b. á Fjalli í Sæmundarhlíð, og hreppstjóra í Höfðakaupstað. Þau eignuðust enginn börn en ólu upp fósturdóttur. Fyrir átti Steinunn tvo syni með Friðriki Jónssyni og einn son með Brynjólfi Danivalssyni.

Stephan G. Stephansson (1853-1927)

  • S02097
  • Person
  • 3. okt. 1853 - 9. ágúst 1927

Foreldrar: Guðmundur Stefánsson b. á Kirkjuhóli hjá Víðimýri og k.h. Guðbjörg Hannesdóttir. ,,Stefán fæddist þann 3. október árið 1853 á Kirkjuhóli í Skagafirði og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Til fimmtán ára aldurs bjó Stefán í Skagafirði, en fluttist þá í Þingeyjarsýslu og starfaði þar sem vinnumaður. Hann bjó þar allt til þess er hann fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum og systur árið 1873, þá að verða tvítugur. Í fimm ár bjó hann í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum og kvæntist sama ár og hann flutti þaðan náfrænku sinni, Helgu Sigríði Jónsdóttur. Þau áttu saman átta börn, en sex þeirra komust upp. Næst bjó Stefán að Görðum í Norður-Dakóta, í tíu ár. Árið 1889 fluttist hann síðan til Albertafylkis í Kanada og bjó þar til dauðadags. Fyrstu ár Stefáns í Vesturheimi vann hann t.d. við járnbrautalagningu og skógarhögg en hætti því upp úr fertugu og einbeitti sér að búskapnum. Hann afrekaði það sem bóndi að nema land þrisvar og virðist hafa farist það vel úr hendi. Í Wisconsin kallaði Stefán sig Stefán Guðmundsson en í Dakóta var hann skrifaður Stefansson. Þetta leiddi til þess að bréf hans rugluðust við bréf annarra Stefanssona svo Stefán tók upp nafnið Stephan G. Stephansson sem hann varð þekktur undir. Fyrsta ljóðakver Stefáns var Úti á víðavangi sem kom út árið 1894. Ljóðabækur hans urðu fjölmargar, flestar gefnar út í Reykjavík. Eitthvað af lausamáli eftir hann birtist líka í íslensku blöðunum fyrir vestan. Meginverk hans verður að teljast Andvökur I-VI sem út kom á árunum 1909-1938. Andvökur draga nafn sitt af því að Klettafjallaskáldið, eins og Stefán er oft nefndur, átti erfitt með svefn í Vesturheimi og flest ljóð hans því samin á nóttunni."

Stephan G. Stephansson nefndin (1945-1953)

  • S02198
  • Organization
  • 1945-1953

Minnisvarði um Stephan G. Stephansson var reistur á Arnarstapa í Skagafirði árið 1953, í tilefni af aldarafmælis skáldsins. Árið 1945 reifaði Eyþór Stefánsson tónskáld hugmyndina um byggingu minnisvarðans á skemmtun í Litla-Garði í Hegranesi. Í kjölfarið var stofnuð nefnd sem vann að því að þessi hugmynd yrði að veruleika. Nefndarmenn voru Guðjón Ingimundarson, formaður UMSS, Óskar Magnússon, bóndi í Brekku og Eyþór Stefánsson. Ríkarður Jónsson myndhöggvari var fengin til að gera hugmyndir um minnisvarðan og hannaði hann og gerði lágmyndir á varðann. Staðsetning var ákveðin á Arnastapa, skammt frá fæðingarstað skáldsins og í alfaraleið. Hróbjartur Jónasson múrarameistari á Hamri hafði yfirumsjón með byggingu varðans og hófust framkvæmdir 23. júní 1953. Þann 19. júlí 1953 var minnisvarðinn afhjúpaður að viðstöddu miklu fjölmenni í góðu veðri.

Results 5781 to 5865 of 6506