Sýnir 6505 niðurstöður
Nafnspjöld- S03169
- Person
- 07.07.1864-14.04.1949
Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.
Frosti Fífill Jóhannsson (1952-)
- S0
- Person
- 27. apríl 1952
Fæddur að Ljósalandi í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði. For: Jóhann Hjálmarsson og María Benediktsdóttir. Frosti er þjóðfræðingur að mennt.
Guðmundur J. Jónasson (1887- 1982)
- S03304
- Person
- 1887-1982
Guðmundur var fæddur á Breiðstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði árið 1887. Fyrrverandi forseti þjóðræknisdeildar. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson og Anna Kristjánsdóttir kennd við Tjörn, lítið býli í nágrenni Sjávarborgar í Skagafirði. Fór til Vesturheims 1905.
- S02806
- Person
- 25. des. 1866 - 4. des. 1940
Gestur Jónsson, f. 23.12.1865 að Gilsbakka í Austurdal. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hagyrðingur á Gilsbakka og fyrri kona hans, Valgerður Guðmundsdóttir. Gestur ólst upp á Gilsbakka og byrjaði þar búskap árið 1886 og bjó til 1893. Fluttist að Stekkjaflötum það ár og bjó þar leiguliði til 1910. Fluttist að Keldulandi 1910 og keypti þá jörð og bjó á henni til 1933 að hann brá búi. Dvaldi síðustu æviárin á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Maki 1: Soffía Jónatansdóttir, f. 07.07.1857 á Auðnum í Hörgárdal. Hún lést 03.02.1926. Þau ólu upp einn dreng, Gest Jónsson f. 21.09.1909.
Maki 2: Guðrún Pálsdóttir ljósmóðir, f. 16.11.1899. Þau eignuðust einn son, Snæbjörn, f. 13.01.1928. Guðrún bjó á Keldulandi 1935-1950 en hún lést það ár.
- S02815
- Person
- 16. nóv. 1853-21.10.1928
Jón Jónsson, f. 16.11.1853 á Marbæli í Óslandshlíð. Foreldrar: Jón Gíslason, þáverandi bóndi á Marbæli og fyrri kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Jón var 6 ára er hann missti móður sína. Ólst hann eftir það upp hjá föður sínum og stjúpmóður. Nokkru eftir fermingu reri hann með föður sínum nokkrar Drangeyjarvertíðir. Skömmu eftir tvítugt fór hann í vinnumennsku að Brimnesi í Viðvíkursveit til Sigurlaugar Þorkelsdóttur frá Svaðastöðum og var þar í 6 ár. Flest vorin þar fór hann á vertíðir við Drangey. Eitt ár var hann vinnumaður í Djúpadal og einnig var hann sauðamaður á Sólheimum í Blönduhlíð. Fór um 1887 til föður síns að Þorleifsstöðum en 1889 vinnumaður til Stefáns Eiríkssonar bónda á Höskuldsstöðum. Kvæntist þar og átti þar heimili til æviloka. Maki: Jóhanns Eiríksdóttir, f. 22.03.1864, frá Bólu. Þau eignuðust tvo syni.
- S02814
- Opinber aðili
- 25.05.1929-
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Hann gegndi því embætti til 1934 þegar Ólafur Thors tók við. Því næst var formaður dr. Bjarni Benediktsson 1961-1970, þá Jóhann Hafstein til 1973, næstur Geir Hallgrímsson til 1983, Þorsteinn Pálsson til 1991, Davíð Oddsson til 2005 og Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005-2009. Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 29. mars 2009. Hann var endurkjörinn formaður á landsfundi þann 26. júní 2010.
- S02812
- Opinber aðili
- 16.02.1927-
Félagið var stofnað 16. febrúar 1927 og er elsta svæðisfélag íslensks stjórnmálaflokks. Tæplega 7000 meðlimir eru í félaginu á aldrinum 15 til 35 ára.
- Opinber aðili
Þórarinn Magnússon (1913-1965)
- S02825
- Person
- 15. ágúst 1913 - 12. okt. 1965
Þórarinn Magnússon, f. 15.08.1913 að Hrútsholti í Eyjahreppi. Maki: Herta Haag frá Svíþjóð. Sem ungur maður fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri. Þaðan fór hann í lýðsháskóla í Edslöv og síðan í Svalö, landbúnaðarháskóla í Svíþjóð. Var hann 7 ár í Svíþjóð og stundaði þar störf á sviði landbúnaðar. Kom til Vestamannaeyja árið 1946 og fór svo víða um land, m.a. í Stykkishólm. Stundaði trúboð til æviloka, en hann varð bráðkvaddur á Grænlandi eftir fjögurra ára veru við trúboðsstörf þar.
Arnbjörg Guðmundsdóttir (1880-1938)
- S02847
- Person
- 3. des. 1880 - 19. nóv. 1938
Foreldrar: Guðmundur Sigfússon bóndi í Grjótgarði á Þelamörk og kona hans Steinunn Anna Sigurðardóttir. Maki: Valdemar Helgi Guðmundsson. Þau eignuðust tvo syni og ólu auk þess upp fósturdóttur. Þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttust svo að Efri-Rauðalæk á Þelamörk 1905. Þaðan fluttust þau að Fremri-Kotum 1910 og bjuggu þar til 1924. Þá keyptu þau jörðina Bólu í Blönduhlíð og var Arnbjörg búsett þar til dánardags.
- S02850
- Einkafyrirtæki
- 02.07.1875-
Sumarið 1875 hóf Ludvig Popp, sem áður hafði verið verslunarmaður á Akureyri, lausakap á Sauðárkróki. Hann falaði Sauðárkrókshöndlun af Halli Ásgrímssyni og var gerður kaupsamningur 3. júlí þetta ár. Kristján Hallgrímsson varð fyrsti verslunarstjóri hans á Sauðárkróki en síðan Valgard Claessen, er Grafarósfélagið leið undir lok, en hann var síðasti verslunarstjóri þess. Popp fluttist til Sauðárkróks með fjölskyldu sína árið 1886. Hann hafði mikla verslun á Sauðárkróki, auk þess sem hann hafði í seli austan fjarðar.
Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir (1963-)
- S02852
- Person
- 09.01.1963-
Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir, f. 09.01.1963. Foreldrar: Arnljótur Gunnbjörn Sveinsson (1917-1992) og á Ytri-Mælifellsá. Leikskólastjóri í Varmahlíð.
Hitaveita Seyluhrepps (1986-1997)
- S02846
- Félag/samtök
- 1986-1997
Árið 1972 var borað austan í Reykjarhólnum í tengslum við fyrirhugaða skólabyggingu. Við borunina fékkst meira vatn en þurfti að nota við skólann og var þá Hitaveita Varmahlíðar stofnuð og lögð hitaveita um íbúðarhverfið. Frá henni voru einnig lagðar leiðslur að Löngumýri og að Húsey. Í byrjun janúar 1986 undirritaði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og hreppsnefnd Seyluhrepps hitaveitusamning sem fól í sér að Seyluhreppur tók við öllum rekstri Hitaveitu Varmahlíðar og hét veitan því að greiða Menningarsetri Skagfirðinga í Varmahlíð 7% af sölu veitunnar á heitu vatni. Það ár var lögð hitaveita í Víðimýrartorfu og Álftagerði, en árið 1988 var unnið að hitaveitu út Langholt allt að Marbæli. Sumarið 1997 var boruð hola rétt vestan og norðan við háhólinn. Hún var 427 metra djúp og gefur a.m.k. 40 l/sek af 96 gr. heitu vatni. Það vatn er enn ónotað og bíður síns tíma. Sama ár voru Hitaveita Seyluhrepps og Hitaveita Sauðárkróks sameinaðar í einu fyrirtæki, Hitaveitu Skagafjarðar. Tveimur árum síðar var lokið lagningu hitaveitu milli Sauðárkróks og Varmahlíðar.
Umhverfissamtök Skagafjarðar (2001-
- S02831
- Félag/samtök
- 26.11.2001-
Umhverfissamtök Skagafjarðar voru stofnuð þann 26.11.2001 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Stofnfélagar voru 23. Félagið stóð m.a. fyrir fjöruhreinsun í júní 2002. í mars 2007 varð félagið deild innan SUNN. Þann 02.09.2009 var það skráð í firmaskrá með kennitöluna 440102-3360.
Framkvæmdanefnd samnorrænu sundkeppninnar (1953-)
- S02844
- Félag/samtök
- 1953
Samnorræna sundkeppnin var haldin árin 1954,1957, 1960 og 1963. Á Íslandi var áhugi fyrir þessari keppni mikill. Fólk var hvatt til þess að synda 200 metra og vera skráð sem fulltrúar þjóðarinnar í sundkeppninni og fá rétt til að kaupa sér barmmerki því til staðfestingar.
Íþróttasamband Íslands (1912-)
- S02841
- Félag/samtök
- 1912-
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (skammstafað ÍSÍ) eru heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og æðsti aðili frjálsar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Eitt af meginverkefnum ÍSÍ er að efla, samræma og skipuleggja íþróttastarfsemi á Íslandi, auk þess að stuðla að þróun hvers kyns íþrótta, jafnt almennings- sem afreksíþrótta. Núverandi ÍSÍ varð til árið 1997 þegar Íþróttasamband Íslands (st. 1912) og Ólympíunefnd Íslands sameinuðust.
- S02839
- Félag/samtök
- 1944-
Landgræðslusjóður var stofnaður árið 1944. Megin hlutverk sjóðsins er að klæða landið skógi, en önnur landgræðsla og gróðurvernd er einnig á verksviði hans. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna einstaklinga, stofnana og félaga á verksviði sjóðsins. Stjórn Landgræðslusjóðs skipa (árið 2019): Þuríður Yngvadóttir, Þröstur Eysteinsson, Árni Bragason, Jónatan Garðarsson
og Lydía Rafnsdóttir.
Bryndís Brynjólfsdóttir (1937 - )
- S0
- Person
- 1937
Bryndís fæddist á Akureyri. Dóttir Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara og Þórdísar Haraldsdóttur húsfreyju. Var bankastarfsmaður á Akureyri og Reykjavík.
Systur Bryndísar: Helga tvíburasystir hennar og Ragnheiður, en hún var elst þeirra systra.
- S0
- Person
- ?
Borgþór fæddist í Akurgerði í Garði á Álftanesi. Foreldrar hans voru Gunnar Jónsson og Guðrún Jónsdóttur. Borgþór lauk læknisnámi frá Háskóla Íslands.
Borgþór eignaðist son með Ingu Hermundsdóttu frá í Landeyjum. Drengurinnn fékk nafnið Herbert Númi.
Síðar kvæntist Borgþór Ástu Guðjónsdóttur fá Vestmannaeyjum. Þau eignuðst þrjá syni. Þau hjón fóru til Vesturheims, hann til frekara náms í læknisfræði og gerðist brjóstholslæknir
- Person