Showing 8 results

Authority record
Bóndi Bessastaðir Skagafirði

Sigurjón Markússon (1868-1919)

  • S02444
  • Person
  • 04.02.1868-12.01.1919

Foreldrar: Markús Arason (1836-1935), síðast bóndi að Ríp í Hegranesi og fyrri kona hans Steinunn Jónsdóttir (1837-1888). Sigurjón ólst upp með foreldrum og naut fræðslu í heimahúsum og hjá sóknarpesti. Hann hóf búskap að Stóru-Gröf á Langholti í Staðarhreppi og bjó þar 1888-1896. Flutti þá að Eyhildarholti í Hegranesi 1896 bjó þar til 1910 er hann brá búi og flutti til Sauðárkróks. Dvaldi þar í eitt ár en fluttu þá aftur að Eyhildarholti og bjó þar í eitt ár. Flutti þá að Sjávarborg í Sauðárhreppi og bjó þar 1912-1915 er hann fór að Íbishóli í Seyluhreppi og bjó þar til æviloka. Bjó stóru búi framan af ævi og átti um tíma 1000 fjár í félagi við föður sinn. Hafði einnig mikið kúabú og var einn af brautryðjendum rjómabúsins Framtíðin á Gljúfuráreyrum í Viðvíkursveit.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir frá Lýtingsstöðum, f. um 1864, d. 26.06.1896. Þau eignuðust þrjár dætur.
Bústýra Sigurjóns eftir andlát konu hans var Sigurlaug Vigfúsdóttir, f. 11.05.1870, d. 28.08.1951. Þau eignuðust 5 börn. og komust 4 þeirra upp.

Eiríkur Sigurgeirsson (1891-1974)

  • S02859
  • Person
  • 24.09.1891-13.05.1974

Eiríkur Sigurgeirsson, f. 24.09.1891 á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson húsmaður í Vík í Staðarhreppi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til þau slitu samvistir árið 1899. Fyrst eftir það var hann að mestu leyti hjá móður sinni en síðan á ýmsum bæjum í Staðarhreppi. Bóndi í Hólkoti (Birkihlíð) í Víkurtorfu 1912-1913, á Auðnum 1920-1928, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1928-1934, á Bessastöðum í sömu sveit 1934-1938, í Vatnshlíð 1938-1963. Var hjá Valdimar bróður sínum á Blönduósi 1963-1964, á Freyjugötu 17 á Sauðárkróki 1964-1973. Eiríkur var alblindur allmörg síðustu árin og var illa haldinn af heymæði. Maki: Kristín Karólína Vermundardóttir, f. á Sneis í Laxárdal fremri. Þau eignuðust 13 börn.

Sigurður Jónsson (1853-1940)

  • S03039
  • Person
  • 3. sept. 1853 - 30. nóv. 1940

Fæddur á Litla-Vatnsskarði í Laxárdal. Foreldrar: Jón Arnórsson (1810-1878), bóndi á Bessastöðum í Sæmundarhlíð og kona hans, Guðrún Jónsdóttir (f. 1821-1879) frá Hóli í Sæmundarhlíð. Sigurður ólst upp með foreldrum sínum, en fór að vinna fyrir sér strax og hann hafði aldur til. Var vinnumaður og síðar lausamaður. Árið 1883 hafði hann ákveðið að fara til Vesturheims og var kominn á Sauðárkrók með fólk sitt og farangur og beið þar langt fram á sumar en aldrei kom skipið. Var bóndi á Syðra-Skörðugili 1878-1879, Stóru-Seylu 1879-1883. Þá brugðu þau búi. Bóndi í Brautarholti (þá Litlu-Seylu) 1885-1888, Skarðsá 1888-1890, aftur í Brautarholti 1890-1940. Hann var oddviti Seyluhrepps 1892-1899 og frá 1901-1919. Maki: Jóhanna Steinsdóttir (1854-1942) frá Stóru-Gröf. Þau eignuðust fjögur börn en eitt dó í æsku.
Áður átti Sigurður son með Guðbjörgu Björnsdóttur frá Glæsibæ.

Gísli Konráðsson (1865-1932)

  • S03042
  • Person
  • 3. ágúst 1865 - 1. feb. 1933

Fæddur á Marbæli á Langholti. Foreldrar: Konráð Jóhannesson (1837-1905) bóndi á Ytra-Skörðugili og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir (1810-1878). Gísli ólst upp með foreldrum sínum og flutti með þeim að Skarðsá og reisti þar bú með móður sinni og Konráð bróður sínum. Hann var bóndi þar 1890-1904, á Egg í Hegranesi 1904-1911, Bessastöðum 1911-1932. Bessastaði keypti hann af föðurbróður konu sinnar og bjó þar til æviloka. Mikið tjón varð á bænum er íbúðarhúsið brann til kaldra kola árið 1922. Gísli sat í hreppsnefnd Staðarhrepps og var oddviti frá 1901-1904. Maki: Sigríður Sveinsdóttir (1883-1919) frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau eignuðust níu börn og komust sjö þeirra upp. Launsonur Gísla var Sigurður Jóhann (f. 1893), verslunarmaður og kennari á Akureyri. Móðir hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir (1867-1952). Hún giftist síðar Halldóri Halldórssyni í Brekkukoti í Óslandshlíð.

Sigurfinnur Bjarnason (1868-1928)

  • S03048
  • Person
  • 14. júní 1868 - 20. júlí 1928

Fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Bjarni Þorfinnsson b. á Daðastöðum og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir. Sigurfinnur ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim á Sauðárkrók er þau brugðu búi 1887. Næstu ár var hann á ýmsum stöðum þar til hann fór að búa. Bóndi á Herjólfsstöðum á Laxárdal 1893-1897, Meyjarlandi 1897-1928.
Maki: Jóhanna Sigurbjörg Sigurðardóttir (1871-1949). Þau eignuðust níu börn en sex þeirra náðu fullorðinsaldri. Auk þess átti Sigurfinnur laundóttur með Helgu Gunnarsdóttur.

Jón Jónsson (1820-1904)

  • S03278
  • Person
  • 09.03.1820-24.11.1904

Jón Jónsson var fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði 9. mars 1820. Faðir: Jón Jónsson húsmaður á Bessastöðum ( ) en hann drukknaði við selaveiðar. Móðir: Guðbjörg Þorbergsdóttir (1796-1883).
Guðbjörg giftist aftur. Eiginmaður hennar var Þorleifur Bjarnason frá Hraunum í Fljótum en þau bjuggu á Bessastöðum og Vík. Jón og Guðrún systir hans ólust upp hjá móður sinni og stjúpa. Jón erfði talsvert fé eftir Jón Oddsson afa sinn sem hann nýtti til að kaupa Hól í Sæmundarhlíð. Þar var hann bóndi 1849 til 1886. Bjó svo á Bessastöðum 1886 til 1894 og frá 1896 til æviloka. Jón var talinn var einn af bestum bændum í Staðarhrepp. Hann var hreppstjóri Staðarhrepps 1859 til 1863 og hreppsnefndaroddviti sama hrepps 1874 til 1880. Jón keypti Bessastaði 1880 og flutti þangað 1886 þegar sonur hans, Sveinn, tók við búi á Hóli. Jón dó 24. nóvember 1904 á Bessastöðum.
Jón kvæntist Sigríði Magnúsdóttur árið 1849. Sigríður (1828-1912) var frá Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir.
Sigríður og Jón eignuðust átta börn saman en fyrir átti Sigríður eina dóttur.

Þórarinn Magnússon (1819-1878)

  • S03280
  • Person
  • 13.10.1819-18.06.1878

Þórarinn Magnússon er fæddur 13. október 1819 í Presthvammi þar sem foreldrar hans þá bjuggu. Faðir: Magnús Ásmundsson (1787-1843) bóndi og hreppstjóri á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu og víðar. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir (1794-1862), húsfreyja á Halldórsstöðum og víðar.
Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum til tvítugs en þá fer hann frá Halldórsstöðum og að Grenjaðarstað þar sem hann var „meðalasveinn“ séra Jóns Jónssonar sem fékkst við lækningar. Þórarinn dvaldi í fjögur ár á Grenjaðarstað og lagði þar stund á nám í skrift, reikningi, dönsku og fleira. Guðrún Jónsdóttir (1821-1886) frá Hóli í Sæmundarhlíð (systir Jóns Jónssonar hreppstjóra á Hóli) dvaldi á sama tíma á Grenjaðarstað en hún var frænka séra Jóns. Svo fór að Guðrún og Þórarinn giftust 6. Júní 1842. Svaramenn þeirra voru Magnús Ásmundsson, faðir Þórarins og Þorleifur Bjarnason bóndi í Vík í Sæmundarhlíð, stjúpi Guðrúnar.
Árið 1843 fluttu Guðrún og Þórarinn að Bessastöðum í Sæmundarhlíð en hún hefur líklega erft jörðina eftir Jón Oddsson afa sinn. Þar bjuggu þau til ársins 1849 er þau fluttu að Halldórsstöðum í Laxárdal. Þegar þau bjuggu á Bessastöðum var Sigríður systir Þórarins send þangað til dvalar en hún hafði eignast barn í lausaleik. Svo fór að Sigríður og Jón Jónsson, albróðir Guðrúnar, giftust. Önnur systir Þórarins, Hólmfríður Magnúsdóttir, giftist svo Bjarna Þorleifssyni í Vík í Sæmundarhlíð en hann var hálfbróðir (sammæðra) Guðrúnar konu Þórarins. Tengsl og samneyti milli þessara tveggja ætta var því mikill.
Þórarinn og Guðrún eignuðust 7 börn sem komust á legg.
Þórarinn dó á Halldórsstöðum þann 18. Júní 1878.

Sæmundur Jónsson (1915-1993)

  • S03522
  • Person
  • 28.11.1915-13.05.1993

Sæmundur Jónsson f. í Holtskoti í Seyluhreppi 28.11.1915, d. 13.05.1993 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Jón Jónsson "Skagfirðingur" og kona hans Soffía Jósafatsdóttir. Sæmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Holtskoti, síðan í Geldingaholti og loks Glaumbæ. Þar bjó hann fardagaárið 1937-1938 en vorið 1938 fluttist hann að Bessastöðum. Árið 1961 var jörðinni skipt og stofnaði Jón sonur hans nýbýlið Fosshól á hálfri jörðinni. Sæmundur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. var hann í hreppsnefnd Staðarhepps 1966-1982 og oddviti þann tíma. Hann var í stjórn sjúkrasamlags Staðarhepps 1958-1974 og gjaldkeri allan þann ´tima.
Maki: Mínerva Gísladóttir (1915--1998). Þau eignuðust sjö börn. Fyrir átti Mínerva dóttur með Sigurjóni Kristinssyni.