Showing 21 results

Authority record
Organization Skagafjörður

Búnaðarfélag Holtshrepps

  • S03658
  • Organization
  • Ekki vitað

Búnaðarfélag Holtshrepps í Fljótum, ekki er vitað um stofnár eða hver var stofnandi félagsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að hverskonar framförum og umbótum í búnaði, svo og jarðrækt, búfjárrækt, húsabótum og fl. Meðal annars keypti félagið vélar og tæki til jarðræktunar sem bændur höfðu aðgang að og einnig sá félagið um að kaupa kartöfluútsæði, fræ og áburð. Búnaðarfélag Holtshrepps gerðist síðar aðili að búnaðarsambandi Skagfirðinga árið 1945.
Ekki fundust upplýsingar um hvort félagið sé ennþá starfandi.

Fjárræktarfélag Holtshrepps

  • S03718
  • Organization
  • 1974 - 1991

Ekki kemur fram í gögnum þessum uppruni né saga félagsins. Persónugreinanleg gögn.

Hestamannafélagið Stormur / Svaði ( 1974 - 1988)

  • S03709
  • Organization
  • 1974 - 1988

Samkvæmt fundargjörðabók segir að þann 2.10.1974 hafi Gísli Kristjánssson, oddviti Hofsóshrepps boðað hrossaeigendur í Hofsóshreppi til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg. Mættir voru 8 hrossaeigendur og skýrði oddviti frá því vandamáli sem skapast hefur í þorpinu vegna hrossa sem þar ganga laus og sagði úrbætur mjög nauðsynlegar og þar sem engin félagasamtök væru til væri mjög æskilegt að stofna hestamannafélag þá yrðu þessi mál leyst og skipulögð á félagslegum grundvelli. Sýndur var á fundinum uppdráttur af fyrirhuguðu gripahúsahverfi í landi hreppsins hjá Hofsgerði. Máli þessu skildi hraðað sem hægt væri. Mætt voru auk oddvita. Jóhannes Pálsson, Sveinn Einarsson, Snorri Jónssson. Friðbjörn Þórhallsson, Pétur Olafsson, Gunnar Baldvinsson, Sigursteinn Guðlaugsson og Margrét Kristjánsdóttir.
Hlé kemur í ritun bókar frá 1976 til 1984.
Í fundagerð 14.02.1984 sem er framhaldsfundur frá 13.02 þá eru kynnt drög af lögum félasins og þar kom fram að breyta ætti nafni félagsins vegna væntanlegrar inngöngu í L.H og gerði tillögu að félagið heiti Svaði. ( skráð úr fundagjörðabók 28.12.2023 LVJ )

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

  • S03733
  • Organization
  • 1895 - 1953

Árið 1895. 25. ágúst var fundur haldinn á Sauðárkrók samkvæmt fundaraboði frá nokkrum konum þar er komið höfðu sér saman um að stofna félag meðal skagfirska kvenna. Á fundinn mættu 15 konur. Fundinn setti Margrét Guðmundsdóttir og skýrði tilgang hans og var hún síðan kosin til að stýra fundinum. Lagði hún fram frumvarp til laga í 13 greinum, sem var samþykkt eftir nokkra umræðu. Tilgangur félagsins segir í 2. gr laga þess, hann er að styðja að því að réttindi og menning kvenna aukist, einnig vill það styrkja allt það sem að þess áliti horfir til samra framfara. Félagið lætur halda fyrirlestur um það efni er því þykir best henta þá er það getur því viðkomið. Stjórn var kosin og Margét Guðmundsdóttir forseti, Ólöf Hallgímsdóttir gjaldkeri, Líney Sigurjónsdóttir skrifari. Á fundinum var ákveðið að kaupa gjörðabók til fundarhalds, næsti fundur var haldin 1. des. 1895 í barnaskólanum á Sauðárkróki. Allar bækurnar sem eru hér í þessu safni segja þá miklu sögu til líkna og mannúðarmála sem þessar konur skópu og gáfu af sér til samfélagsins. Í síðustu bókinn 1942 kemur fram að félagskonur eru nú 42 og á síðasta skráða fund í þessu safni er skráður 3. feb. 1953, og e haldinn á efri hæð bakarísins þar mættu 28 konur og þar var meðal annars kosning fulltrúa í stjórn h/f félagsheimilisins Bifröst, kosin Jórunn Hannesdóttir og til vara Sigríður Auðuns og tveggja fulltrúa til að sitja aðalfundi þess, kosnar Sigríður Auðuns og Jóhanna Þorsteinsdóttir. Ýmislegt annað koma fram á þessum fundi en eftir fundinn skemmtu konur sér með sameiginlegri kaffidrykkju, söng og hljóðfæraslætti. Að því loknu var sest við spil og spilað til miðnættis. Hver framvinda félagsins er eftir þetta kemur ekki fram í þessum gögnum. (Gögn skráð úr fundagerðabókum félagsins )

Kvenfélag Staðarhrepps

  • E00027
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagn og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn og muni í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjgarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrða námskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)

  • S03656
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá fyrstu lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagni og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjugarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrðanámskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Lestrarfélag Fellshrepps

  • S03716
  • Organization
  • 1918 - 1974

Árið 1918, 24.nóv komu menn saman í Þinghúsi Fellshrepps í því tilefni að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins hafði boðað Friðrik Guðmundsson á Bræðraá. Fyrstu starfsmenn Friðrik Guðmundsson Bræðraá, Jóhann Jónsson Glæsibæ, Eiður Sigurjónsson Skálá. Tilgangur félagsins er að auka fróðleik og lestrarfýsn í sveitinni. Fram kemur í gjörðabók að 22. des.1956 brann íbúðarhúsið á Skálá en þar voru bækur félagssins geymdar. Alls brunnu 670 bindi og tveir bókaskápar. Safnið var brunatryggt.

Málfundafélagið Vísir

  • S03660
  • Organization
  • 1927 - 1934

Málfundafélagsins Vísir, Stíflu, var stofnsett 14.11.127 að 7 meðlimum mættum. Fundirnir voru haldnir í húsi málfundarfélagsins Von. Í Gjörðabókinni eru fundargerðir og einnig komu fram á fundunum spurningar almenns eðlis s.s. 1. Hvort er betra að gefa kindum kveld eða morgna í svona jarðelti? 2. Hvort er betra að vera í sveit eða kaupstað? 3. Til hvers eru Ungmennafélög? 4 . Hvaða vetrarverk þykir ykkur skemmtilegust? 5. Hvort lifa sveitirnar fyrir kaupstaðina eða kaupstaðirnir fyrir sveitirnar? o.s.fr. Gaman af þessu. Ekki er vitað um líftíma félagsins af svo stöddu.

Nautgriparæktarfélag Fellshrepps (1928 - 1966)

  • S03708
  • Organization
  • 1928 - 1966

Ekki kemur fram í þessum gögnum upphaf félagsins né framtíð. Í fundargerð kemur fram ráðstöfun á þarfanauti hreppsins og formanni falið að semja við Eið Sigurjónsson sem fóðrað hafði nautið undnfarandi ár. Nautatollur er ákveðin og kaup á kálfi af Finnboga Sveinssyni á Keldum.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

  • S00318
  • Organization
  • 1943 -

Samband Skagfiskra Kvenna S.S.K. var stofnað 9.aprí 1943 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í því skyni að stofna samband fyrir kvenfélög í Skagafjarðarsýslu. Rannveig Hansdóttir Líndal hafði framgöngu fyrir stofnun sambandsins og boðaði til fundarins eftir að hún hafði kynnt sér að konur víðsvegar í héraðinu höfðu mikinn áhuga fyrir að þetta næði fyrir fram að ganga. Rannveig hafði einnig séð svo um að nokkur félaganna sendu fulltrúa á fund þennan eða sendu skriflegar beiðnir um upptöku í sambandið ef það yrði stofnað og voru sex kvenfélög sem komu að stofnun sambandsins.
Tilgangur sambandsins var meðal annars að efla samvinnu, samúð og félagsanda meðal kvenna á félagssvæðinu. Tilgangi sínum vildi sambandið ná með því að halda fundi þar sem fulltrúar hinna eintöku félaga á félagssvæðinu séu mættir einu sinni til tvisvar á ári og einnig með því að styðja við stofnun kvenfélaga í þeim sveitum þar sem enginn kvenfélög eru og með því að vinna að áhugamálum kvenna.
Á stofnfundinum talaði Rannveig um tilgang hins væntanlega sambands, hún lagði áherslu á að félögin öll myndu hafa bæði hagsmuni og ánægju af þessum samtökum ef þau myndu takast og sagðist vita að konur sem voru búnar að fá reynslu í þessum efnum voru þessu mjög fylgjandi. Til að létta undir byrjunarörðugleika sambandsins ákvað hún að gefa því sparisjóðsbók með innistæðu, alls kr.100.- sem fyrstu eign S.S.K. Rannveig gerði uppkast að lögum S.S.K., voru þau samþykkt einróma á fundinum og eru þau fyrstu lög félagsins. Fyrsta stjórn S.S.K var kosin Rannveig Líndal formaður, Stefanía Arnórsdóttir gjaldkeri og Jórunn Hannesdóttir ritari.
Fyrsti aðalfundur Sambands Skagfirskra Kvenna var haldinn í Bifröst 14. júní 1943, það sama ár gerðist Samband Skagfirskra Kvenna aðili að Sambandi Norðlenskra Kvenna. Konur innan S.S.K. létu sig varða allt mannlegt og mörg þörf mál vor rædd, sem dæmi íslenski búningurinn, línrækt á Íslandi, raforkumál, garðrækt, matreiðsla, orlof, sjúkramál, bindindismál, mál aldraðra og uppeldismál svo einhver dæmi séu nefnd.

Sauðárhreppur hinn forni

  • S02201
  • Organization
  • 1000-1907

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Sauðárhreppur verður til en það gerist líklega mjög snemma, jafnvel fyrir kristnitöku. Sauðárhreppur hinn forni dró nafn sitt af þingstað hreppsins að Sauðá. ,,Auk bænda í hreppnum máttu bændur frá Hryggjum og Gvendarstöðum í Staðarhreppi sækja þangað þing ef þeir kusu það frekar en sækja þing að Seylu, sem var mun lengra. Síðasta manntalsþing að Sauðá var 23. júní 1881. Næsta ár var þingið flutt til Sauðárkróks og hefur verið haldið þar síðan." Árið 1907 var hreppnum skipt upp í Skarðshrepp og Sauðárkrókshrepp.

Sjálfsbjörg í Skagafirði (1962-

  • S02690
  • Organization
  • 11.03.1962-

Sjálfsbjörg í Skagafirði, stofnað 11.03.1962. Var það tíunda félagið innan landssambandsins Sjálfsbjargar. Fyrsti formaður félagsins var Konráð Þorsteinsson. Félagið varð strax fjölmennt og styrkarfélagar margir. Árið 1963 festi félagið kaup á gömlu húsi sem flutt var á grunn sem Kaupfélag Skagfirðinga gaf félaginu. Húsið skemmdist af eldi árið 1964 en viðgerð á því var lokið sama ár.

Sögufélag Skagfirðinga (1937- )

  • S03471
  • Organization
  • 1937-

Sögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag landsins. Það var stofnað árið 1937 og, hefur síðan þá starfað óslitið. Fyrsta bókin sem út kom á vegum Sögufélags Skagfirðinga voru Ásbirningar eftir Magnús Jónsson prófessor. Bókin kom út árið 1939. Í kjölfarið fylgdi Landnám í Skagafirði eftir Ólaf Lárusson prófessor, árið 1940 og Frá miðöldum í Skagafirði eftir Margeir Jónsson frá Ögmundarstöðum árið 1941. Sögufélagið hefur gefið út meira en 100 rit um sögu Skagafjarðar.

UMSS (1910-

  • S02400
  • Organization
  • 17.04.1910 -

Ungmennasamband Skagafjarðar var stofnað 17. apríl 1910. Bráðabirgðastjórn hafði þó setið frá 20. febrúar sama ár sem boðaði til stofnfundar 17. apríl. Stofnfélög voru Ungmennafélagið Æskan Staðarhreppi, Ungmennafélagið Framför Lýtingsstaðahreppi og Ungmennafélagið Fram Seyluhreppi. Fyrsta stjórn sambandsins var skipuð; Brynleifur Tobíasson formaður, Árni J. Hafstað ritari og Jón Sigurðsson gjaldkeri. Þegar líða tók á öldina fjölgaði aðildarfélögunum og starfsemin efldist á allan hátt.
Þessi félög gengu í sambandið fyrstu 50 árin:
Ungmennafélagið Hegri Rípurhreppi 1917, Ungmennafélagið Höfðstrendingur Hofsós 1917, Ungmennafélagið Tindastóll 1924, Ungmennafélagið Glóðafeykir Akrahreppi 1952, Ungmennafélagið Geisli Óslandshlíð1947, Ungmennafélagið Framsókn Viðvíkursveit 1914-20, Ungmennafélagið Von í Stíflu 1933, Ungmennafélag Holtshrepps 1947, Ungmennafélagið Hjalti Hjaltadal 1932, Ungmennafélag Hagnesshrepps 1947, Ungmennafélagið Bjarmi Godalsókn 1924-36 og Ungmennafélagið Grettir 1956.
Starfsemi sambandsins var að vonum ekki sérlega fjölbreytt fyrstu árin. Þó má nefna að það stóð fyrir Sumarmótum svokölluðum. Þar voru flutt erindi og tekið þátt í kappreiðum. Eins stóð sambandið fyrir fræðslu og fór á milli aðildarfélaga með ýmis erindi. Auk þess stóð sambandið að því að auka áhuga almennings á íþróttum. Sund var snemma á dagskrá og lagði UMSS fjármagn til að endurgera Steinsstaðasundlaug og var þar aðalsundkennsla fram um nokkurt árabil. Þetta var fyrsta steinsteypta sundlaugin í Skagafirði. Seinna var svo gerð laug í Varmahlíð.
Mótahald varð seinna mikið og öflugt, héraðsmótin á 17. júní þóttu stórhátíðir, haldið var úti sér knattspyrnuliði um tíma og settar upp leiksýningar. Héraðsþjálfarar í frjálsum og knattspyrnu voru fastir liðir svo árum skipti og þjálfuðu þeir vítt og breytt um héraðið. Fengu þá krakkar í sveitum sem þéttbýli að spreyta sig í frjálsum og knattspyrnu. Voru æfingar víða, við Ketilás í Fljótum, Hofsósi, Efra-Ási í Hjaltadal, á Vallarbökkum, á Steinsstöðum, Varmahlíð og Sauðárkróki svo einhverjir staðir séu nefndir. Eins var spilaður handbolti um tíma bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Lagðist þetta fyrirkomulag af á níunda áratugnum.
Ekki er ofsögum sagt þó eitt nafn sé tengt UMSS öðru fremur hér í héraði en það er Guðjón Ingimundarson sem var einn af ötulustu brautryðjendum í Skagfirsku íþróttalífi svo áratugum skipti. Guðjón sat í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar í 31 ár þar af 29 ár (1944-1973) sem formaður. Eins sat Guðjón í stjórn Ungmennafélags Íslands um tíma og var þar varaformaður. Fyrir hans tilstilli og með aðstoð margra annarra ötulla manna var haldið landsmót UMFÍ á Sauðárkróki árið 1971.
Landsmótið 1971 er eitt af mestu skrautfjöðrum í hatti UMSS. Það tókst með miklum ágætum og mættu 8-10 þúsund manns á mótið. Keppendur voru tæplega 500 og kepptu í 7 mismunandi greinum. Fyrir mótið 1971 var gert stórátak í uppbyggingu keppnisaðstöðu á Sauðárkróki og grasvöllurinn var tekinn í notkun fyrir mótið.
Árið 2004 voru haldin tvö landsmót á Sauðárkróki með þriggja vikna millibili. Byggður hafði verið nýr íþróttavöllur sumarið áður og var hann tilbúin til notkunar á mótinu. Fjórða landsmótið sem haldið hefur verið í Skagafirði var svo um Verslunarmannahelgina 2009. Fimmta landsmótið var svo haldið um Verslunarmannahelgina 2014.
Í dag eru 10 aðildarfélög innan UMSS, þrjú ungmennafélög Hjalti, Neisti og Tindastóll, Ungmenna- og Íþrótttafélagið Smári, Hestamannafélagið Skagfirðingur, Íþróttafélagið Gróska, Golfklúbbur Sauðárkróks, Bílaklúbbur Skagafjarðar, Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar og Siglingaklúbburinn Drangey. En hinum almennu ungmennafélögum hefur fækkað mikið síðustu 20 árin og önnur félög komið í staðinn.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • S03657
  • Organization
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27 manns.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • Organization
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27.