Showing 177 results

Authority record
Organization

Æðarræktarfélag Íslands (1969-)

 • S03554
 • Organization
 • 1969-

"Æðrarræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969.
Félagið er búgreinafélag með aðild að Bændasamtökum Íslands. Fulltrúi félagsins situr á búnaðarþingi.
Félagar geta þeir orðið sem njóta hlunninda af æðarvarpi og þeir sem hafa áhuga fyrir æðarrækt og stofnun nýrra varpstöðva.
Félagar eru vel á þriðja hundrað.
Félagið vinnur að því að efla æðarrækt, m.a. með því að:
-stuðla að rannsóknum, fræðslu og leiðbeiningum um atvinnugreinina.
-leita leiða til að draga úr tjóni í æðarvörpum af völdum vargs.
Félagið fylgist með sölu á æðardúni og styður við markaðsmál, m.a. með útgáfu kynningarefnis.
Félagið starfar í deildum eftir landsvæðum.

Akrahreppur (1000-)

 • S00004
 • Organization
 • 1000-

Akrahreppur (áður kallaður Blönduhlíðarhreppur) er syðsti hreppur Skagafjarðarsýslu austan héraðsvatna. Greina má hreppinn í fjögur byggðarlög; Blönduhlíð, frá hreppamörkum við Viðvíkursveit um Kyrfisá að Bóluá; Norðurárdal frá Bóluá að Valagilsá; Kjálka frá Norðurá inn með Héraðsvötnum að Grjótárgili ; Austurdal frá Grjótárgili inn til öræfa; nokkur býli í Vallhólmi tilheyra einnig Akrahreppi. Akrahreppi þótt þau séu nú vestan Héraðsvatna, sem hafa breytt um farveg á þessum slóðum. Víðlend afréttarlönd tilheyra sveitarfélaginu, Silfrastaðaafrétt og Nýjabæjarafrétt.
Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og er ekkert þéttbýli í sveitarfélaginu. Grunnskóli hreppsins var á Stóru-Ökrum, í félagsheimilinu Héðinsminni, frá 1949 til 2006 en í kjölfar deilna milli foreldra og kennara var hann lagður niður og síðan hefur nemendum verið ekið í skóla í Varmahlíð. Fjórar kirkjur eru í Akrahreppi, á Flugumýri, Miklabæ, Silfrastöðum og Ábæ í Austurdal en Ábæjarsókn er nú öll í eyði. Lítils háttar jarðhiti er á nokkrum stöðum í Akrahreppi og var byggð sundlaug á Víðivöllum árið 1938, sem ekki er lengur í notkun. Nú hefur hitaveita verið lögð frá Varmahlíð um mestalla Blönduhlíð.

Akureyrarbær (1862-)

 • S03390
 • Organization
 • 1862-

"Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862."

Alþingi (930-)

 • S03565
 • Organization
 • 930-

"Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja á minnið lög landsins og þylja upp fyrir aðra sem þingið sátu; einn þriðja laganna á ári hverju. Fram að árinu 1271 var svo þinginu slitið eftir tvær vikur á svokölluðum þinglausnardegi, en eftir það var þinghald stytt nokkuð.
1262-4 gengu Íslendingar Noregskonungi á hönd með gerð Gamla sáttmála og við það breyttust störf Alþingis. Til að lög Alþingis tækju gildi þurfti konungur nú að samþykkja þau, og hann einn fór með framkvæmdavaldið. Tveir lögmenn komu svo í stað lögsögumanns. Aðalverk Alþingis varð smám saman að grunda dóma, og varð eina verk þess þegar löggjafarvaldið færðist alfarið til Danakonungs á seinni hluta 17. aldar. Þann 6. júní árið 1800 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi lagt niður. Þá tók landsyfirréttur í Reykjavík við hlutverki Lögréttu sem æðsti dómstóll Íslands. Árið 1920 var hann svo lagður niður en í hans stað kom Hæstiréttur.
Þann 8. mars árið 1843 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi endurreist sem ráðgjafarþing, og 1. júlí árið 1845 kom þingið saman á ný. Einungis efnamiklir karlmenn höfðu kosningarétt, en þeir voru ekki nema um 5% allra landsmanna á þessum tíma. Árið 1874 fengu Íslendingar svo stjórnarskrá og Alþingi sömuleiðis löggjafarvald á ný, þótt enn hefði konungur neitunarvald sem hann beitti oft. Þann 3. október árið 1903 fengu Íslendingar heimastjórn og þingræði komst á. Sömuleiðis fengu fleiri kosningarétt, enn þó bara karlmenn. Árið 1915 fengu svo bæði konur og vinnuhjú rétt til að kjósa í Alþingiskosningum.
Þann 1. desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og Alþingi fór með löggjafarvald án afskipta konungs. Konungur fór enn með utanríkismál og sá um landhelgisgæslu. Þegar Danmörk var hernumin árið 1940 sendi Alþingi frá sér tilkynningu um að það skyldi fara með öll mál sem vörðuðu Ísland, þar með talin utanríkismál og landhelgismál. Lýðveldið Ísland var svo formlega stofnað á Þingvöllum 17. júní árið 1944."

Alþýðubandalagið (1968-1999)

 • S03566
 • Organization
 • 1956-1999

"Sósíalistaflokkurinn og Málfundafélag jafnaðarmanna (vinstri armur Alþýðuflokksins) stofnuðu Alþýðubandalagið árið 1956. Fyrst í stað var um kosningabandalag að ræða, sem Þjóðvarnarflokkurinn gekk til liðs við árið 1963. Árið 1968 varð bandalagið formlegur stjórnmálaflokkur. Alþýðubandalagið tók þátt í kosningabandalaginu Samfylkingin í kosningum til Alþingis 1999."

Alþýðusamband Íslands (1916-)

 • S03567
 • Organization
 • 12.03.1916-

"Alþýðusamband Íslands (ASÍ) er heildarsamtök íslenskra stéttarfélaga, stofnað 12. mars 1916. Í dag eru meðlimir þess um það bil 108.000 u.þ.b. helmingur starfandi vinnuafls. Félagsmenn eru hvort tveggja starfandi á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. Á heimasíðu ASÍ segir að „verkalýðshreyfingin hafi að verulegu leyti byggt upp það velferðarkerfi sem við njótum góðs af í dag, samstaðan og fjöldinn gerir henni kleift að hafa pólitísk áhrif og móta þjóðfélagið að þörfum fólksins. ASÍ gerir kröfu um úrbætur, völd og áhrif fyrir hönd félaga sinna, en úrslitavaldið þegar mest á reynir, til dæmis við gerð kjarasamninga eða verkfallsboðun, er ætíð í höndum fólksins í stéttarfélögunum.“"

Amtsbókasafnið á Akureyri (1827-)

 • S03568
 • Organization
 • 1827-

"Segja má að saga safnsins hefjist árið 1791 þegar Stefán Þórarinsson amtmaður stofnaði Hið norðlenska lestrarfélag. Það félag lagðist af en Grímur Jónsson, amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal, tók við keflinu og stofnaði Eyfirska lesfélagið árið 1825. Tveimur árum síðar, árið 1827, var Amtsbókasafnið formlega stofnað.
Helsti bókakostur safnsins voru bækur úr Hinu norðlenska lestrarfélagi og bókagjafir sem margar hverjar komu frá Danmörku. Fyrsti amtsbókavörðurinn vann kauplaust og skaut jafnframt skjólshúsi yfir safnið. Þetta var Andreas Mohr sem bjó í Hafnarstræti 11, húsi sem nú er jafnan kallað Laxdalshús. Það er elsta hús Akureyrar.
Eftir að Mohr hætti sem amtsbókavörður var safnið á hrakhólum. Ekki rættist úr fyrr en 1849. Næsti viðkomustaður safnsins var Aðalstræti 40 þar sem safnið var í tíu ár. Það var um tíma einnig í Aðalstræti 46 og var loks flutt í nýtt þing- og varðhaldshúsi Akureyrarkaupstaðar í Búðargili árið 1875. Húsið var neðst í gilinu en það stendur ekki lengur. Friðbjörn Steinsson varð bókavörður.
Kaflaskil urðu í sögu safnsins þegar Akureyrarkaupstaður eignaðist það árið 1905. Kaupstaðurinn eignaðist safnið með því skilyrði að byggt yrði utan um það eldtraust geymsluhús auk lestrarstofu en mörg ár liðu þar til það varð að veruleika.
Safnið var um þetta leiti í Samkomuhús bæjarins. Þar var þó opnuð lesstofa í fyrsta sinn í sögu safnsins. Samkvæmt gestabókum voru námsmenn tíðir gestir á safninu sem og kennarar. Nokkrir gegndu stöðu amtsbókavarðar. Þekktastur er Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, sem hóf þar störf árið 1925 og gegndi hann embættinu í 27 ár.
Árið 1930 var safnið flutt Í Hafnarstræti 53, gamla barnaskólann á Akureyri. Davíð bjó einnig í húsinu á þeim tíma. Þá var fólki farið að leiðast flutningar safnsins fram og til baka og árið 1933 vakti Matthíasarnefnd Stúdentafélags Menntaskólans athygli á því að 100 ára afmæli Matthíasar Jochumsonar þjóðskálds nálgaðist og tilvalið væri að byggja hús undir safnið af því tilefni. Sigurður Guðmundsson skólameistari og Steindór Steindórsson kennari sátu fund með byggingarnefnd Akureyrarbæjar og báru upp erindið.
Samþykkt var að hefja undirbúning að byggingu safnahúss sem átti að bera nafnið Matthíasarbókhlaða. Auk þess sem húsið átti að vera bókhlaða bæjarins var einnig gert ráð fyrir að í framtíðinni yrði þar náttúrusafn og listasafn.
Þegar hófst fjársöfnun fyrir byggingunni. Húsið átti að kosta 110 þúsund krónur en þar sem 10 til 15 þúsund krónur vantaði upp á þótti ekki ráðlegt að taka lán og ráðast strax í framkvæmdirnar. Þess í stað var fjárfest í húsi við Hafnarstræti 81 þar sem bókasafnið var í 20 ár, uppi á 2. hæð. Það hús stendur við Sigurhæðir Matthíasar Jochumsonar.
Eftir að Árni Jónsson tók við sem safnvörður árið 1960 jukust vinsældir safnsins. Árni stóð fyrir breytingum, meðal annars jók hann aðgengi með því að setja bækur í opnar hillur þannig að fólk gat tekið sér nægan tíma í að velja sér bækur í stað þess að fá þær afhendar yfir afgreiðsluborðið. Árni lengdi einnig opnunartíma safnsins til muna, það hafði aðeins verið opið einn til þrjá daga í viku en Árni opnaði safnið alla virka daga, fyrst um sinn frá 14 til 19. Enn jókst aðsóknin, hún tvöfaldaðist fljótlega og rúmlega það.
Tveimur árum áður en Árni tók við, hafði Bæjarstjórn Akureyrar samþykkt að byggja loks hús fyrir safnið í tilefni 100 ára afmælis Akureyrarbæjar árið 1962. Leitað var til arkitektanna sem unnu samkeppnina 1935 og lögðu þeir fram alveg nýja og nútímalega hugmynd að bókhlöðu sem jafnframt var mun stærri en gamla tillagan. Það var 29. júní árið 1963 að nýja tillagan var samþykkt eftir bollaleggingar fram og til baka á fundum byggingarnefndarinnar.
Hið nýja húsnæði var vígt þann 9. nóvember árið 1968 við hátíðlega athöfn. Bjarni Einarsson bæjarstjóri tók á móti byggingunni fyrir hönd Akureyrarbæjar með stuttri ræðu.
Nokkrum áratugum síðar hafði starfsemin enn sprengt utan af sér húsnæðið. Amtsbókasafnið er annað af tveimur skylduskilabókasöfnum á Íslandi sem þýðir að það á að minnsta kosti eitt eintak af öllum bókum sem prentaðar eru á Íslandi fara til safnsins. Þetta er gríðarlega mikið magn á hverju ári og því er safnkosturinn fljótur að stækka. Þrengslin í bókhlöðunni voru yfirþyrmandi og safnið varð að taka á leigu húsnæði í bænum til að geyma bækur og blöð sem minna voru notuð. Auk þess stækkaði skjalasafnið óðum. Árið 1987 var ákveðið að byggja við safnið og efnt var til samkeppni um viðbygginguna.
Frá því Amtsbókasafnið komst í viðunandi húsnæði árið 1968 hefur starfsemin vaxið og dafnað jafnt og þétt. Þar er nú góð aðstaða til tölvunotkunar og einnig sýningaraðstaða og veitingastaður. Þá hýsir safnahúsið Héraðsskjalasafn Akureyrar."

Amtsráð norðuramtsins (1892-1904)

 • S03569
 • Organization
 • 1892-1904

"Á Íslandi voru ömt frá árinu 1684 til ársins 1904. Æðsti embættismaður í amti var amtmaður og var Ísland eitt amt í Konungsríkinu Danmörku á tímabilinu 1684-1770. Því var síðan skipt niður í tvö ömt Suður- og Vesturamt og Norður- og Austuramt árið 1770. Árið 1787 var Suður- og Vesturamt síðan klofið niður í Suðuramt og Vesturamt. Árið 1873 þegar embætti stiftamtmans var lagt niður og landshöfðingi tók við var amtmaður Vesturamts settur sem amtmaður Suðuramts en ömtin héldust samt aðskilin. Árið 1890 voru sett lög sem skiptu Norður- og Austuramti í tvennt og kom til framkvæmda árið 1892. Aftur var sami amtmaður en ömtin héldust aðskilin[1]. Amtskipanin var lögð af árið 1904 þegar Íslendingar fengu heimastjórn."

Arnarneshreppur (1000-2010)

 • S03423
 • Organization
 • 1000-2010

Arnarneshreppur (hét áður Hvammshreppur) ar hreppur vestan megin í Eyjafirði sem sameinaðist Hörgárbyggð undir nafninu Hörgársveit árið 2010. Hreppurinn var kenndur við bæinn Arnarnes á Gálmaströnd. Fyrr á öldum var hann víðlendari en árið 1911 var honum skipti í tvennt og varð nyrðri hlutinn að Árskógshreppi. Hjalteyri tilheyrði hreppnum. Þann 20. mars 2010 var sameining Arnarneshrepps og Hörgárhrepps samþykkt í kosningum.

Árskógshreppur (1911-1998)

 • S03626
 • Organization
 • 1911-1998

Hreppur í Eyjafirði. Varð til árið 1911 þegar Arnarneshreppi var skipt í tvennt. Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Árskógshreppur Dalvíkurbyggð og Svarfaðardalshreppi undir nafninu Dalvíkurbyggð.

Atvinnurekstrarlánafélag Akrahrepps

 • S03671
 • Organization
 • 1930 - 1963

Á fyrsta vetrardag 25. okt. 1930 var fundur settur og haldinn á Uppsölum að undangengnu fundarboði. Fundinn setti Bjarni Halldórsson óðalsbóndi á Uppsölum er hafði boðað til fundarinn og stakk hann upp á Gísla Sigurðsyni hreppstjóra til fundarstjóra. Tók hann þegar við fundarstjórn og kvaddi til fundarskrifara Lárus Arnórsson á Miklabæ. Fundarstjórui gat þess að öllum fundarmönnum mundi kunnugt um í hverju skyni til fundar þessa væri boðað, það væri að stofna atvinnurekstrarlánafélag er starfaði í Akrahreppi framan Dalsár. Félagið heitir Atvinnurekstrarlánsfélag fremri hluta Akrarhrepps og hefur skammstöfunina A.R.A.
Markmið félagins er að efla peningaviðskipti félagsmanna sinna og útrýma skuldaverslun, að ávaxta fé félagsmanna og glæða sparnaðarhug þeirra. Félagskapur A.R.A starfaði í nokkur ár með víxillánsfé. Þegar félagið hafði lokið öllum sínum skuldbindingum út á við var stafsemi þess hætt. Nokkrar krónur voru eftir í sparisjóðbók félagsins. Í bókinni eru nú 31/12 1954. krónur 781.12. Uppsölum Bjarni Halldórsson. Árið 1963, síðla sumars koma þeir tveit eftirlifandi stjórnanefndarmenn Jóhann Sigurðsson, Úlfstöðum og Bjarni Halldórsson, Uppsölum, sér saman um að afhendaBúnaðarfélagi Akrahrepps ofanskráða innistæðu sem var þá orðin með vöxtum kr: 1300.33. Færði Bjarni upphæðina til Búnaðarfélagsins og Sparisjóðsstjóri eyðilagði bók A.R.A
( Gjörðabók 1930 - 1963)

Bandalag íslenskra leikfélaga (1950-)

 • S02845
 • Organization
 • 1950-

Bandalag íslenskra leikfélaga (skammstafað BÍL) er samtök áhugaleikfélaga á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1950 og var Ævar Kvaran helsti hvatamaðurinn að stofnun þeirra.
Bandalagið rekur Þjónustumiðstöð að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík. Þjónustumiðstöðin sinnir ýmsum málum fyrir áhugaleiklistarhreyfinguna en einnig er þar almenn þjónusta við leikhús og leikhópa af öllu tagi. Þar er m.a. stærsta leikritasafn landsins. Bandalagið hefur starfrækt leiklistarskóla síðan árið 1997 til að byrja með að Húsabakka í Svarfaðardal en skólinn flutti árið 2010 í Húnavallaskóla og árið 2017 í Reykjaskóla í Hrútafirði.

Barnaskóli Sauðárkróks (1882-1998)

 • S02256
 • Organization
 • 1882 -1998

Barnaskólinn á Sauðárkróki við Aðalgötu var byggður árið 1908, en fyrsti barnaskólinn á Sauðárkróki var stofnaður og hafin í honum kennsla 3. janúar 1882. Þá var tekið í notkun nýbyggt skólahús sem var á svipuðum slóðum og Verslun Haraldar Júlíussonar er núna. Með auknum íbúafjölda varð skólahúsið brátt of lítið og var þá ráðist í byggingu hússins við Aðalgötu.

Bifröst hf. (1947-

 • S02584
 • Organization
 • 23.02.1947-

Hlutafélagið Bifröst var stofnað á Sauðárkróki 23.02.1947. Heimili þess og varnarþing var á Sauðárkróki. Tilgangur þess var að reka samkomuhús á Sauðárkróki. Samkomuhúsið hafði þó verið tekið í notkun árið 1925 og hýsti m.a. dansleiki og leiksýningar. Stofnendur hlutafélagsins voru UMF Tindastóll með 12 hluti, Verkamannafélagið Fram með 6 hluti og Verkakvennafélagið Aldan, Hið skagfirska kvenfélag og Leikfélag Sauðárkróks með 3 hluti hvert. Í fyrstu stjórn hlutafélagsins voru Ole Bang (formaður) Friðvin Þorsteinsson, Árni Jóhannsson, Jórunn Hannesdóttir og Ingibjörg Ágústsdóttir. Á áttunda áratugnum er til fyrirtæki með sama nafni og virðist því búið að leggja hlutafélagið niður.

Björgunarsveitin Grettir (1976-)

 • S00645
 • Organization
 • 1976

Björgunarfélag Hofshrepps var stofnað árið 1934 en lá í dvala frá árinu 1950. Það var endurvakið árið 1976 og fljótlega eftir það var tekið upp nafnið Grettir.

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit (1965-)

 • S00568
 • Organization
 • 1965-

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki var stofnuð árið 1965 og hefur starfað samfellt í rúm 49 ár. Sveitin hefur sinnt leit, björgun og fleiri verkefnum.
Gögn sveitarinnar voru afhent með gögnum Slysavarnadeildarinnar Skagfirðingasveitar. Hún var stofnuð 1932.

Brunabótafélag Íslands (1917-)

 • S00128
 • Organization
 • 1916

Brunabótafélag íslands var stofnað árið 1917 og er starfandi enn þann daginn í dag sem eignarhaldsfélag. Í upphafi var því veittur einkaréttur til að brunatryggja húseignir utan Reykjavíkur. Eftir lagabreytingu á sjötta áratugnum hófst samkeppni við önnur vátryggingafélög. Í lok níunda áratugarins varð það helmingseigandi að öflugu félagi með stofnun Vátryggingafélags Íslands hf. Með nýrri löggjöf árið 1994 er því breytt í Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands. Hlutverk félagsins er að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða svo og alhliða forvarnarstarfs í sveitarfélögunum. Hefur félagið stutt við ýmis verkefni á sviði bruna- og forvarna sem eru sveitarfélögunum til hagsbóta. Hafa þau m.a. verið unnin í nánu samstarfi við Brunamálastofnun og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Brunavarnir Skagafjarðar (1975- )

 • S02109
 • Organization
 • 1975-

Brunavarnir Skagafjarðar voru stofnaðar árið 1975 og voru samþykktir þeirra undirritaðar 06.05.1975. Stofnendur voru Sauðárkrókur, Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýtingsstaðahreppur, Akrahreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Hofshreppur, Hofsóshreppur, Fellshreppur, Haganeshreppur og Holtshreppur. Tilgangurinn var að koma á sem fullkomnustu brunavörnum á svæðinu, annast þær og kosta. Í því skyni skyldi félagið reka tvö slökkvilið og búa þau nauðsynlegum tækjakosti, sem og koma upp góðum búnaði og tækjum til eldvarna á ýmsum stöðum í héraðinu.

Búnaðarfélag Haganeshrepps

 • S03689
 • Organization
 • 1924 - 1983

Gjörðabók í safni segir ekki uppruna félagsins né framhald eftir 1983. Svo þær upplýsingar bíða seinni tíma.

Búnaðarfélag Holtshrepps

 • S03658
 • Organization
 • Ekki vitað

Búnaðarfélag Holtshrepps í Fljótum, ekki er vitað um stofnár eða hver var stofnandi félagsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að hverskonar framförum og umbótum í búnaði, svo og jarðrækt, búfjárrækt, húsabótum og fl. Meðal annars keypti félagið vélar og tæki til jarðræktunar sem bændur höfðu aðgang að og einnig sá félagið um að kaupa kartöfluútsæði, fræ og áburð. Búnaðarfélag Holtshrepps gerðist síðar aðili að búnaðarsambandi Skagfirðinga árið 1945.
Ekki fundust upplýsingar um hvort félagið sé ennþá starfandi.

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

 • S03694
 • Organization
 • 1945 - 1976

Fundagerðabók segir ekkert um uppruna félagsins né framvindu félagsins eftir 1976. En fram kemur í fundagerð 12 mars 1972 ap fundur er haldin sameiginllegur með Búnaðarfélagi Hofshrepps.

Búnaðarfélag Rípurhrepps

 • S03700
 • Organization
 • 1912 - 1984

Tilgangur félagsins er að efla áhuga og framkvæmdir í jarðarækt og búnaði. Fram kemur í gögnum að Lög Búnaðarfélags Rípurhrepps samþykkt á aðalfundi er haldin var í Ási 16. mars 1912. Og þennan dag var aðalfundur haldin en það kemur ekki hreint fram hvort hér hafi verið um stofnfund að ræða en gengið er út frá því og kosin er stjórn og hlutu kosningu Ólafur Sigurðsson , formaður. Magnús Gunnarsson og Gísli Jakobsson, meðstjórnendur og endurskoðandi Guðmundur Ólafsson.
Framhald félagins eru í þessum gögnum til 1984 en í Reikningabók D er aftast í bók þetta skráð, Árið 1984, þessari bók er lokað og önnur tekin í notkun 1985. Jón Björnsson , Hellulendi.
Ekki er vitað um framhald félagsins eftir það.

Búnaðarfélag Staðarhrepps

 • S03662
 • Organization
 • 1889 - 1988

Árið 1889, 1. desember var aðalfundur búnaðarfélagsins í Staðarhreppi haldin á Páfastöðum af formanni félagsins, Jóni Pálmasyni. Mættir voru 10 félagsmenn. Málefni voru ný lög félagsins, reikningar og jaðarbótastörf félagsins.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

 • S02611
 • Organization
 • 1948-

Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1948 og er rannsókna-, þekkingar- og þjónustustofnun sem safnar, varðveitir og rannsakar muni og minjar úr Skagafjarðarhéraði og miðlar til almennings. Starfssvæði þess er bundið við landfræðileg mörk Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Höfuðstöðvar safnsins eru í Glaumbæ.

Byggingarnefnd Sauðárhrepps (1907-1947)

 • S02292
 • Organization
 • 1907-1947

Byggingarnefnd Sauðárhrepps tók til starfa þegar Sauðárhreppur var stofnaður og starfaði fram til ársins 1947, en þá fékk Sauðárkrókur kaupstaðarréttindi og í kjölfar nýrrar bæjarstjórnar var stofnuð byggingarnefnd Sauðárkróks.

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra (1992-)

 • S03546
 • Organization
 • 1992-

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra var stofnaður árið 1992 og fékk við það sína eigin skipulagsskrá. Samkvæmt skipulagsskrá Farskólans eru markmið skólans að efla endur- og símenntun á Norðurlandi vestra, greina þarfir fyrir fræðslu, standa fyrir hvers konar námi og koma á fót háskólanámi í heimabyggð.
Stofnaðilar Farskólans samkvæmt endurskoðari skipulagsskrá frá árinu 2009 eru:
Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, sveitarfélagið Skagaströnd, Akrahreppur, sveitarfélagið Skagafjörður, stéttarfélagið Samstaða, Aldan, stéttarfélag, Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki, Fisk Seafood ehf., Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Hólaskóli.

Félag psoriasis og exemsjúklinga í Skagafirði (1991-)

 • S02863
 • Organization
 • 1991

Félagið var stofnað árið 1991. Tilgangur þess var m.a. að starfa að ýmsum hagsmunamálum félagsmanna og gefa fólki tækifæri til að miðla reynslu og upplýsingum. Ekki liggur fyrir hvort félagið var lagt niður með formlegum hætti og þá hvenær.

Fellshreppur (874-1990)

 • S02935
 • Organization
 • 874-1990

Fellshreppur sameinaðist Hofshreppi og Hofsóshreppi árið 1990 undir nafninu Hofshreppur. Í jarðabók Árna og Páls heitir hreppurinn Sléttuhlíðarhreppur og virðist hafa heitið svo fram á fyrri hluta 19. aldar sbr. dómabækur Skagafjarðarsýslu.

Ferðafélag Íslands (1927-)

 • S03451
 • Organization
 • 27.11.1927-

Ferðafélag Íslands, stofnað 27. nóvember 1927. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Sveinn Björnsson, þáverandi sendiherra í Kaupmannahöfn en síðar forseti íslands. Björn Ólafsson tók að sér að stofna félagið fyrir hvatningu hans og fékk til liðs við sig átta menn til að undirbúa stofnfund. Þangað mættu 63 stofnfélagar. Félinu voru sett lög og kosin stjórn. Jón Þorláksson var kosinn forseti félagsins.
Markmið félagsins er að hvetja til ferðalaga um landið og greiða fyrir þeim. Jafnframt að vekja áhuga Íslendinga á landi sínu, náttúru þess, og sögu og efla vitund þeirra um nauðsyn varnfærni í samskiptum manns og náttúru, góða umgengni og vernd náttúrunnar.

Fjárræktarfélag Haganeshrepps

 • S03717
 • Organization
 • 1974 - 1990

Ekki kemur fram í gögnum þessum, neitt um uppruna félagsins né framhald, en gögnin eru persónugreinanleg

Fjárræktarfélag Hofshrepps

 • S03724
 • Organization
 • 1980 - 1991

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í gögnum þessum. Persónugreinanleg gögn.

Fjárræktarfélag Hólahrepps

 • S03723
 • Organization
 • 1974 - 1990

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í þessum gögnum. En gögnin eru persónugreinanleg

Fjárræktarfélag Holtshrepps

 • S03718
 • Organization
 • 1974 - 1991

Ekki kemur fram í gögnum þessum uppruni né saga félagsins. Persónugreinanleg gögn.

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

 • S03725
 • Organization
 • 1952 - 1989

Sunnudaginn 4. maí 1952 var haldinn stofnfundur sauðfjárræktarfélag fyrir innhluta Hofshrepps. Fundastjóri var Sölvi Sigurðsson og nefndi hann til Trausta Þórðarson ritara. Samþykktu 10 bændur að stofna félagið og formaður varð Hjálmar Pálsson, gjaldkeri Stefán Sigmundsson, ritari Trausti Þórðasson. Fundagerðabók segir ekki hver var framvinda félagsings eftir 1968.

Fóðurbirgðafélag Hofshrepps

 • S03682
 • Organization
 • 1938 - 1974

Í fundagerðabók er sagt að félagið hafi verið stofnað 1938 og í fjárgjaldabók (A ) segir í fyrstu fundagerð.
Ár 1938 26.júlí kom stjórn fóðurbirgðafélags Hofshrepps saman að Bæ.
Verkefni var: 1. Tekin ákvörðun um fóðurbætiskaup fyrir næsta vetur. Ákveðið var að skrifa stjórn Síldarverksmiðju Ríkisins á Siglufirði og fara fram á innleiðingu á greiðslu fyrir allt að 200 sekkjum til 31. oktober 1938 með ábyrgð hreppsnefndar.

 1. Kaupfélagi Fellshrepps var skrifað þar sem farið var fram á að á næsta vori 1939 sæi stjórn og framkvæmdarstjóri um að til yrðu ca, 75 tunnur af rúgmjöli og maísmjöli sem ekki yrði látið til manneldis fyrr en sýnt yrði að bændur þyrfti ekki á því að halda til skepnufóðurs.
  Í fundagerðabók 24.04.1974 segir á almennum hreppsfundi haldin í Höfðaborg, les formaður bréf frá Búnaðarfélagi Íslands það sem segir að fóðurbirgðaafélög skuli nú lögð niður samkvæmt lögum og eignum þeirra ráðstafað á almennum hreppsfundi. Fundurinn óskaði eftir tillögu frá stjórn félagsins um ráðstöfun sjóðsins sem er samkvæmt reikningi kr: 53434.40. Stjórn gerði svofellda tillögu að sjóður Fóðurbirgðarfélagsins verði í vörslu hreppsnefndar og skuli vöxtum hans varið til að verðlauna snyrtimennsku í búskap og umgengni á félassvæðinu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Það eru trúlega endalok þessa félags.

Fóðurbirgðafélag Skefilsstaðahrepps (1936-)

 • S03699
 • Organization
 • 1936-

Stofnað 1936.
Samkvæmt fundagerðabók 1919, en þar eru lög félagsins rituð ásamt tekjulögum í 14.gr og þar segir í niðurlagi að : Þannig samþykkt á stofnfundi félagsins að Skefilstöðum 28.apríl 1919. Jóhann Sigurðsson fundarstjóri. Það er svo 7.júní 1919 a Skefilstöðum að loknu manntalsþingi að haldin er fyrsti ársfundur Fóðurbirgðafélags Skefilsstaðahrepps. Á fundinn mættu 11 af 12 félagsmönnum. Kosnir voru í stjórn Þórður R Blöndal formaður, Sveinn M Sveinsson gjaldkeri, Arnór Árnasson ritari.

 1. júní 1974 las formaður upp grein úr búfjárræktarlögum þess efnis að sveitastjórnum væri heimilt að láta fóðurbirgðafélag hafa framkvæmd sorðagæslu sem sveitastjórnum annars ber að sjá um samkvæmt lögum nr. 31, 24. apríl 1973.
  Með áðurgreindu lögum er stoðum kippt undan fóðurbirgðarfélögunum þar sem ríkið hættir öllum fjárstuðningi við félögin. Vegna breytra laga lagði stjórn til að félagið yrði lagt niður 22.júní 1974 og Sjóður Fóðurbirgðafélags Skefilstaðarhrepps er nú kr: 112.022,20 og verði fengin til vörslu og umráða hjá hreppsnefnd Skefilstaðarhrepps og ávaxtast í útibúi Búnaðarabankans honum skal varið t.d. til að lána búfjáreigendum í hreppnum til fóðurkaupa þegar illla árar eða þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi um öflun nægs fóðurs hjá einstökum búfjáreigendum. bækur Fóðurbirgðafélagsins Skefilstaðarhrepps verði afhentar Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki til varðveislu.

Fornleifavernd ríkisins (-2012)

 • S03493
 • Organization
 • 2001-2012

Fornleifavernd ríkisins varð til með lögum sem Alþingi samþykkti 2001.
Með lögum 2012 voru Fornleifavernd ríkisins og Húsafriðunarnefnd sameinaðar í Minjastofnun.

Framfærslumálanefnd Ríkisins (1940-

 • S02923
 • Organization
 • 12.02.1940-

,,Þann 12. febrúar árið 1940 voru samþykkt lög um breytingar á framfærslulögunum frá 1935. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði skyldi ríkisstjórnin skipa þriggja
manna nefnd, einn mann úr hverjum stóru flokkanna, sem myndi samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sjá um „framkvæmdir og ráðstafanir til framleiðslubóta og atvinnuaukningar.“
Félagsmálaráðherra, Stefán Jóhann Stefánsson, skipaði Framfærslumálanefnd ríkisins þann 13. febrúar 1940. Framkvæmdastjóri nefndarinnar og fulltrúi
Framsóknarflokksins var Jens Hólmgeirsson, Sigurður A. Björnsson framfærslufulltrúi átti þar sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, fyrir hönd Alþýðuflokksins. Félagsmálaráðherra fól nefndinni fjölmörg störf í hendur, meðal annars að leggja fram tillögur um vinnu unglinga, sumardvöl barna, meðalmeðlag barnsfeðra,
skipulag ráðningastofu fyrir landbúnaðinn og fleira. Nefndin átti að koma með tillögur um ráðstöfun á því fé sem nota átti til framleiðslubóta og atvinnuaukningar.
Einnig hve hátt mótframlag bæjar- og sveitarfélaga ætti að vera gegn ríkissjóðsframlagi til framleiðslubóta og aukningar á atvinnumöguleikum í bæjar- eða sveitarfélögum. Féð átti að nota í arðgæfar framkvæmdir til styrktar atvinnulífinu og koma þannig atvinnulausu fólki til starfa í framleiðsluvinnu. Nefndin gerði úttekt á atvinnuskilyrðum og atvinnuástandi í bæjum og kauptúnum og leitaði úrræða til að nýta atvinnutækifæri betur á hverjum stað. Nefndin átti að gæta þess að sveitar- og bæjarstjórnir gerðu allt sem þær gætu til að útvega fólki vinnu í stað þess að hafa það á sinni framfærslu. Hafði nefndin heimild ráðherra til að gera ráðstafanir í þessu skyni, líkt og sveitar- og bæjarfélög höfðu, lögum samkvæmt. Ráðherra myndi aðstoða nefndina við skrifstofustörf og Búnaðarfélag Íslands skyldi hjálpa nefndinni við útvegun atvinnu í sveitum landsins. Eitt veigamesta verkefni framfærslumálanefndarinnar var að rannsaka styrkþegaframfærið í landinu. Nefndin átti að hafa eftirlit með framkvæmd og ráðstöfun framfærslu- og fátækramála hjá bæjar- og sveitarfélögum, í samvinnu við eftirlitsmann sveitarstjórnarmálefna, Jónas Guðmundsson. Þann 11. apríl árið 1940 sendi nefndin út bréf fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins til allra oddvita, lögreglustjóra og bæjarstjóra á landinu, þar sem fyrirhuguð rannsókn var útskýrð. Með bréfinu voru send eyðublöð sem framfærslufulltrúar á hverjum stað áttu að fylla út, eitt fyrir hvern styrkþega, þar sem gera átti grein fyrir framfærslu hvers og eins. Tilgangurinn með rannsókninni var að fá nákvæmt og sundurliðað yfirlit yfir fátækraframfærslu í landinu árið 1939, athuga ástæður og orsakir framfærslunnar og hvernig framfærslumálum væri háttað á hverjum stað, til þess að vinna að frekari úrbótum í þessum málaflokki."

Framkvæmdanefnd samnorrænu sundkeppninnar (1953-)

 • S02844
 • Organization
 • 1953

Samnorræna sundkeppnin var haldin árin 1954,1957, 1960 og 1963. Á Íslandi var áhugi fyrir þessari keppni mikill. Fólk var hvatt til þess að synda 200 metra og vera skráð sem fulltrúar þjóðarinnar í sundkeppninni og fá rétt til að kaupa sér barmmerki því til staðfestingar.

Framræslu og áveitufélagið - Akrahreppi

 • S03675
 • Organization
 • 1932

Gögnin innihalda, frumvarp til laga fyrir félagið það segir að tilgangur félasins er að bæta engjalönd þeira jarða sem taldar eru í gr.2 Hjaltastaði, Hjaltastaðakot, Hjaltastaðahvamm, Frostastaði, Ystu- Grund, Syðri - Brekkur, Ytri - Brekkur, með framræslu og áveitu. Vatn til áveitunnar skal tekið úr Héraðsvötnum og Þverá.

Girðingarfélag Deildardaldsafréttar

 • S03719
 • Organization
 • 1914 - 1963

Þann 22 nóvember 1914 var að undangengnu fundarboði um Deildardalsupprekstrarfélag settur og haldin fundur á Híðarhúsinu. Fundarstjóri var kosin Jón Erlendsson, Marbæli og nefndi hann til skrifara Þ. Rögnvaldsson, Stóragerði. Aðalefni fundar var að ræða um að afgirða Deildardalsafrétt, leggja fram áætlun, staurakaup, hleðslu og fl. og var samþykkt að afgirða Deildardalsafrétt svo fljótt sem unnt er. Kosin er 3 manna nefnd Þ. Rögnvaldsson Stóragerði, Sigurjón Jónsson Óslandi, Jón Erlendssson Marbæli. Þetta segir m. a. í fyrri fundarbók en í þeirri seinni segir. Þann 28.apríl 1929 var haldin fundur í afréttar Girðingarfélagi Óslandshlíðar ( Deildardalsafrétt). Gísli Gíslason Tumabrekku, formaður félagsins setti fundinn og stýrði honum. Loftur Rögnvaldsson ritari og 15 félagsmenn mættir. Minnst var á girðinguna í afréttinni að hana yrði að bæta með staurum og gaddavír á þessu vori. og formaður óskaði að félagsmenn sæu sér fært að setja sauðgengna brú yfir afréttaránna vestari. ( heimild úr fundabók ).
1959 er síðasta fundargerðin skrifuð og ekki vitað um framtíð félagsins eftir það.

Golfklúbbur Skagafjarðar (1970-)

 • S01917
 • Organization
 • 1970-

Golfklúbbur Skagafjarðar, stofnaður 9. nóvember árið 1970. Stofnfélagar voru um það bil 20. Reynir Þorgrímsson var fyrsti formaður klúbbsins en auk hans voru í stjórn Sigurður Jónsson og Björn Jónsson. Mánuði eftir stofnfundinn var sótt um aðild að Golfsambandi Íslands og Ungmennasambandi Skagafjarðar. Upphalflega var stefnt á uppbyggingu golfvallar við Tjarnartjörn. Voru lagðar 6 brautir og völlurinn nýttur fyrstu árin. Eftir fyrstu tvö árin dró nokkuð úr starfseminni. Klúbburinn ar endurreistur 1977. Fyrsta keppnin var haldin 11. september 1977. Ári síðar hófust viðræður um vallaaðstöðu að Skarði og var gerður völlur þar og notaður um skeið. Uppbygging vallar á Hlíðarenda hófst svo árið 1980.

Grunnskóli Akrahrepps

 • IS-HSk-S02944
 • Organization
 • 1949-2006

Skólinn hét Grunnskóli Akrahrepps en gekk oft undir nafninu Akraskóli. Framan byggði skólahald í Akrahreppi á farkennslu eins og víða annars staðar. Kennaraskipti voru tíð og kennt á ýmsum bæjum. Um 1930 virðist koma meiri festa á skólahald í hreppnum. Líklega má rekja það til þess að árið 1927 var Gísli Gottskálksson ráðinn til kennslu í hreppnum og nokkrum árum síðar, eða 1934, var einnig Rögnvaldur Jónsson ráðinn sem kennari. Nú var kennslustöðum fækkað og m.a. var farið að kenna í þinghúsi hreppsins að Stóru-Ökrum. Á árunum 1949 til 1954 fór öll kennslan fram í þinghúsinu og tekinn upp skólaakstur. Aksturinn gekk ekki sem skyldi og því voru fyrri kennsluhættir teknir upp árið 1954. Árið 1961 var tekin í notkun viðbygging við gamla þinghúsið sem hlaut nú nafnið Héðinsminni. Húsið var byggt í þeim tilgangi að vera félagsheimili en þetta sama haust var skólahald aftur tekið upp í þinghúsinu/félagsheimilinu. Vorið 1989 var aftur hafist handa við að byggja við Héðinsminni en þessari viðbyggingu var ætlað að vera skólahúsnæði. Lauk framkvæmdum við skólahúsnæðið haustið 1992.

Heilsuhælisfélag Norðurlands (1924-)

 • S03185)
 • Organization
 • 22.02.1924-

Heilsuhælisfélag Norðurlands var stofnað á Akureyri þann 22.02.1924. Tilgangur þess var ða beitast fyrir því að reist yrði heilsuhæli á Norðurlandi. Á stofnfundi gengu 340 manns í félagið og hófst almenn fjársöfnun skömmu síðar.
Fyrstu stjórn félagsins Ragnar Ólafsson, formaður, Böðvar Bjarkason, féhirðir, Kristbjörg Jónatansdóttir, ritari, Anna Magnúsdóttir, Hallgrímur Davíðsson, Jónas Rafnar, Jónas Þorbergsson, Kristján Karlsson, Sveinbjörn Jónsso og Vilhjálmur Þór.

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks (1919-1959)

 • S03432
 • Organization
 • 1919-1959

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks var stofnað 23. mars 1919 á vegum kvenna úr Kvenfélagi Sauðárkróks með því markmiði að glæða hjá almenningi áhuga fyrir heimilisiðnaði. Félagið starfaði til ársins 1959. Á fyrstu árum félagsins var blómleg starfssemi í kennslu og margskonar leiðbeiningum í heimiliðsiðnaði, en varð með árunum einhæfari og að lokum hætti starfssemin.

Hekla, samband norðlenskra karlakóra (1934-)

 • S01324
 • Organization
 • 08.10.1934

Hekla, samband norðlenskra karlakóra var stofnað þann 8. október 1934. Fulltrúar frá fjórum kórum mættu á stofnfundinn. Það voru fulltrúar frá Karlakór Geysi, Karlakór Þrym á Húsavík, Karlakór Reykdæla og Karlakór Mývetninga. Ingimundur Árnason fulltrúi karlakórs Geysis lagði fram uppkast að lögum fyrir sambandið sem hlaut nafnið Hekla. Nafn félagsins var valið til að minnast samnefnds kórs, en hann starfaði á Akureyri um aldamótin 1900. Magnúsar Einarssonar organisti og tónskáld stjórnaði kórnum.
„Félagið leitaðist við að efla og þroska karlakórssöng á sambandssvæðinu og stuðla að kynningu og félagshyggju kóranna“, eins og segir í texta um sambandið á heimasíðu Sambands íslenskra karlakóra.
Fyrsta söngmót sambandsins var haldið á Akureyri 23. júní 1935.
Fyrsta söngmót sambandsins var síðan haldið á Akureyri 23. júní 1935.

Héraðsrafmagnsveitur ríkisins (1947-)

 • S02817
 • Organization
 • 1947-

Árið 1947 voru samþykkt á landinu raforkulög, en með þeim var stofnað Rafmagnsveitur ríkisins og Héraðsrafmagnsveitur ríkisins. Héraðsrafmagnsveitur ríkisins voru stofnaðar meðal annars til að selja notendum rafmagn á þeim svæðum landsins þar sem ekki voru starfandi rafveitur í eigu sveitarfélaga. Skipuleg rafvæðing sveitanna var þannig hafin. Rafmagnsveitur ríkisins önnuðust rekstur Héraðsrafmagnsveitna ríkisins, en fyrirtækin voru fjárhagslega aðskilin.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)

 • S02219
 • Organization
 • 1947-

,,Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var formlega stofnað í apríl 1947 og var það fyrst um sinn varðveitt í húsakynnum Bóksafns Skagafjarðarsýslu. Árið 1946 mælti Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistað fyrir frumvarpi þess efnis að heimila skyldi stofnun skjalasafna í einstökum héruðum, sem myndu þó heyra undir yfirstjórn Þjóðskjalasafns Íslands. Lög um héraðsskjalasöfn voru samþykkt í byrjun árs 1947 og í kjölfar þess var Héraðsskjalasafn Skagfirðinga stofnað og var það hið fyrsta sinnar tegundar. Hlutverk héraðsskjalasafnsins var, og er enn, meðal annars að innheimta og varðveita opinber gögn innan Skagafjarðarsýslu. Árið 1965 var hafist handa við byggingu nýs safnahúss og flutt í hluta hússins í lok árs 1969, opnun safnsins dróst þó á langinn og var það ekki opnað almenningi fyrr en í byrjun árs 1972. Fyrsti formlegi skjalavörður við safnið var Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg og gegndi hann því embætti til 1990 er Hjalti Pálsson tók við sem héraðsskjalavörður. Unnar Ingvarsson var héraðsskjalavörður frá 2000 til 2014. Núverandi héraðsskjalavörður er Sólborg Una Pálsdóttir og tók hún við því starfi árið 2014."

Hestamannafélagið Stormur / Svaði ( 1974 - 1988)

 • S03709
 • Organization
 • 1974 - 1988

Samkvæmt fundargjörðabók segir að þann 2.10.1974 hafi Gísli Kristjánssson, oddviti Hofsóshrepps boðað hrossaeigendur í Hofsóshreppi til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg. Mættir voru 8 hrossaeigendur og skýrði oddviti frá því vandamáli sem skapast hefur í þorpinu vegna hrossa sem þar ganga laus og sagði úrbætur mjög nauðsynlegar og þar sem engin félagasamtök væru til væri mjög æskilegt að stofna hestamannafélag þá yrðu þessi mál leyst og skipulögð á félagslegum grundvelli. Sýndur var á fundinum uppdráttur af fyrirhuguðu gripahúsahverfi í landi hreppsins hjá Hofsgerði. Máli þessu skildi hraðað sem hægt væri. Mætt voru auk oddvita. Jóhannes Pálsson, Sveinn Einarsson, Snorri Jónssson. Friðbjörn Þórhallsson, Pétur Olafsson, Gunnar Baldvinsson, Sigursteinn Guðlaugsson og Margrét Kristjánsdóttir.
Hlé kemur í ritun bókar frá 1976 til 1984.
Í fundagerð 14.02.1984 sem er framhaldsfundur frá 13.02 þá eru kynnt drög af lögum félasins og þar kom fram að breyta ætti nafni félagsins vegna væntanlegrar inngöngu í L.H og gerði tillögu að félagið heiti Svaði. ( skráð úr fundagjörðabók 28.12.2023 LVJ )

Hestamannafélagið Svaði (1974-2016)

 • S02830
 • Organization
 • 31.10.1974-16.02.2016

Hestamannafélagið Stormur var stofnað á Hofsósi 31.10.1974. Fyrsti formaður þess var Friðbjörn Þórhallsson. Á framhaldsaðalfundi félagsins 14.02.1984 var samþykkt nafnabreyting á félaginu en sú ákvörðun var tilkomin vegna inngöngu í Landssamband hestamanna. Þann 28.02.1984 var svo haldinn fyrsti stjórnarfundur félagsins undir nýju nafni. Starfssvæði félagsins var lengst af út að austan í Skagafirði. Þann 16.02.2016 voru þrjú hestamannafélög í Skagafirði, Svaði, Léttfeti og Stígandi sameinuð í hestamannafélagið Skagfirðing.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

 • S03733
 • Organization
 • 1895 - 1953

Árið 1895. 25. ágúst var fundur haldinn á Sauðárkrók samkvæmt fundaraboði frá nokkrum konum þar er komið höfðu sér saman um að stofna félag meðal skagfirska kvenna. Á fundinn mættu 15 konur. Fundinn setti Margrét Guðmundsdóttir og skýrði tilgang hans og var hún síðan kosin til að stýra fundinum. Lagði hún fram frumvarp til laga í 13 greinum, sem var samþykkt eftir nokkra umræðu. Tilgangur félagsins segir í 2. gr laga þess, hann er að styðja að því að réttindi og menning kvenna aukist, einnig vill það styrkja allt það sem að þess áliti horfir til samra framfara. Félagið lætur halda fyrirlestur um það efni er því þykir best henta þá er það getur því viðkomið. Stjórn var kosin og Margét Guðmundsdóttir forseti, Ólöf Hallgímsdóttir gjaldkeri, Líney Sigurjónsdóttir skrifari. Á fundinum var ákveðið að kaupa gjörðabók til fundarhalds, næsti fundur var haldin 1. des. 1895 í barnaskólanum á Sauðárkróki. Allar bækurnar sem eru hér í þessu safni segja þá miklu sögu til líkna og mannúðarmála sem þessar konur skópu og gáfu af sér til samfélagsins. Í síðustu bókinn 1942 kemur fram að félagskonur eru nú 42 og á síðasta skráða fund í þessu safni er skráður 3. feb. 1953, og e haldinn á efri hæð bakarísins þar mættu 28 konur og þar var meðal annars kosning fulltrúa í stjórn h/f félagsheimilisins Bifröst, kosin Jórunn Hannesdóttir og til vara Sigríður Auðuns og tveggja fulltrúa til að sitja aðalfundi þess, kosnar Sigríður Auðuns og Jóhanna Þorsteinsdóttir. Ýmislegt annað koma fram á þessum fundi en eftir fundinn skemmtu konur sér með sameiginlegri kaffidrykkju, söng og hljóðfæraslætti. Að því loknu var sest við spil og spilað til miðnættis. Hver framvinda félagsins er eftir þetta kemur ekki fram í þessum gögnum. (Gögn skráð úr fundagerðabókum félagsins )

Hið skagfirska kvenfélag (1895-1950)

 • S00622
 • Organization
 • 1895-1950
 1. ágúst 1895 var haldinn kvennafundur á Sauðárkróki og ákveðið að stofna til félagsskapar á meðal skagfirskra kvenna. 15 konur mættu á fundinn. Meginhlutverk var að stuðla að auknum réttindum og menningu kvenna. Á aðalfundi 1950 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Kvenfélag Sauðárkróks.

Hitaveita Seyluhrepps (1986-1997)

 • S02846
 • Organization
 • 1986-1997

Árið 1972 var borað austan í Reykjarhólnum í tengslum við fyrirhugaða skólabyggingu. Við borunina fékkst meira vatn en þurfti að nota við skólann og var þá Hitaveita Varmahlíðar stofnuð og lögð hitaveita um íbúðarhverfið. Frá henni voru einnig lagðar leiðslur að Löngumýri og að Húsey. Í byrjun janúar 1986 undirritaði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og hreppsnefnd Seyluhrepps hitaveitusamning sem fól í sér að Seyluhreppur tók við öllum rekstri Hitaveitu Varmahlíðar og hét veitan því að greiða Menningarsetri Skagfirðinga í Varmahlíð 7% af sölu veitunnar á heitu vatni. Það ár var lögð hitaveita í Víðimýrartorfu og Álftagerði, en árið 1988 var unnið að hitaveitu út Langholt allt að Marbæli. Sumarið 1997 var boruð hola rétt vestan og norðan við háhólinn. Hún var 427 metra djúp og gefur a.m.k. 40 l/sek af 96 gr. heitu vatni. Það vatn er enn ónotað og bíður síns tíma. Sama ár voru Hitaveita Seyluhrepps og Hitaveita Sauðárkróks sameinaðar í einu fyrirtæki, Hitaveitu Skagafjarðar. Tveimur árum síðar var lokið lagningu hitaveitu milli Sauðárkróks og Varmahlíðar.

Hólafélagið (1964-

 • S03232
 • Organization
 • 1964

Hólafélagið var stofnað að Hólum í Hjaltadal, þann 16. ágúst 1964. Höfðu áhugamenn um endurreisn Hólastaðar áður komið saman og undirbúið stofnun félagsins. Í grein Húnavöku segir um félagið: "Allt frá upphafi hefir megináhersla verið lögð á, að félagið næði til allra landsmanna. I 2. gr. að lögum félagsins, er komist svo að orði: „Hlutverk félagsins er, að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáhersla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna."
að því að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal stefnt, að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð í Hólastifti."

Hólamenn (1890-1891)

 • S01957
 • Organization
 • 1890-1891

Lítið vitað um þennan félagsskap eða hversu formlegur hann var. Hann gaf þó út sveitablaðið Stígandi á tímabilinu 1890-1891. Uppistaðan í félagsskapnum virðist hafa verið kennarar og nemendur á Hólum.

Holtshreppur (1898-1988)

 • S03286
 • Organization
 • 1898-1988

Holtshreppur var hreppur í Fljótum nyrst í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóra-Holt í Fljótum, sem var þingstaður Fljótamanna frá því snemma á öldum og til loka 19. aldar.
Hreppurinn varð til ásamt Haganeshreppi árið 1898 þegar Fljótahreppi var skipt í tvennt. Þeir sameinuðust aftur undir gamla nafninu 1. apríl 1988.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Fljótahreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.

Húsafriðunarnefnd ríkisins

 • S03494
 • Organization

Húsafriðunarnefnd er ráðgefandi nefnd sem hefur eftirfarandi hlutverk:
að vinna að stefnumörkun um verndun byggingararfs ásamt Minjastofnun Íslands,
að fjalla um tillögur stofnunarinnar um friðlýsingu húsa og mannvirkja, afnám friðlýsingar, breytingar á friðlýstum húsum og mannvirkjum eða förgun þeirra samkvæmt ákvæðum laga þessara áður en þær eru sendar ráðherra,
að setja húsafriðunarsjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir,
að veita umsögn um styrkumsóknir úr húsafriðunarsjóði,
að sinna öðrum verkefnum sem henni kunna að vera falin samkvæmt lögum.
Ráðherra skipar húsafriðunarnefnd til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti fimm fulltrúar. Arkitektafélag Íslands tilnefnir einn fulltrúa, Íslandsdeild Alþjóðaráðs um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS), Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) einn fulltrúa sameiginlega og Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir einn fulltrúa. Ráðherra skipar tvo fulltrúa án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður en varaformaður skal skipaður úr hópi nefndarmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ekki er heimilt að skipa sama mann aðalmann lengur en tvö samfelld starfstímabil.
Forstöðumenn Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands sitja fundi húsafriðunarnefndar stöðu sinnar vegna.
Kostnaður af starfsemi húsafriðunarnefndar greiðist úr húsafriðunarsjóði

Icelandic Association of Utah Inc.

 • S03500
 • Organization

"The Association has three primary purposes:
Celebrate and perpetuate a common interest in the culture and heritage of Iceland through shared activities and continuing education.
Promote closer and better relations with the people of Iceland.
Preserve the memory of the early Icelandic pioneers who established the first permanent Icelandic settlement in North America in Spanish Fork, Utah."

Íslenskar getraunir (1952-)

 • S02842
 • Organization
 • 19.04.1952

Rekstur Íslenskra getrauna hófst laugardaginn 19. apríl 1952. Á fyrstu getraunaseðlunum voru mestmegnis leikir í danskri og sænskri knattspyrnu en eftir því sem árin liðu varð enska knattspyrnan mest áberandi.

Íþróttasamband Íslands (1912-)

 • S02841
 • Organization
 • 1912-

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (skammstafað ÍSÍ) eru heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og æðsti aðili frjálsar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Eitt af meginverkefnum ÍSÍ er að efla, samræma og skipuleggja íþróttastarfsemi á Íslandi, auk þess að stuðla að þróun hvers kyns íþrótta, jafnt almennings- sem afreksíþrótta. Núverandi ÍSÍ varð til árið 1997 þegar Íþróttasamband Íslands (st. 1912) og Ólympíunefnd Íslands sameinuðust.

Jarðabótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi

 • S03695
 • Organization
 • 1902 - 1943

Ár 1902 16. maí var fundur settur og haldinn í Brekkukoti i Hofshreppi og þar stofnað Jarðabótafélag af 12 bændum. Kosnir í stjórn félagsins : Jón Erlendsson, Marbæli. Sigurjón Jónsson, Óslandi formaður. Þorleifur Rögnvaldsson, Brekkukoti. Félagið heitir Jarðarbótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt , garðrækt og búpeningsrækt.

Jarðræktarfélag Óslandshlíðar

 • S03696
 • Organization
 • 1933 - 1945

Í þessum gögnum kemur ekkert fram um uppruna félagsins né framgang. En gögnin eru persónugreinanleg.

Karlakór Sauðárkróks (1963-2012)

 • S01237
 • Organization
 • 1963 - 2012

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Kaupfélag Eyfirðinga (1886-)

 • S02800
 • Organization
 • 1886-

Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað á Grund í Eyjafirði 19. júní 1886 af nokkrum bændum úr innsveitum Eyjafjarðar. Upphaflega hét félagið Pöntunarfélag Eyfirðinga en 1887 var það nefnt Kaupfélag, síðan aftur Pöntunarfélag frá 1894 uns nafnið Kaupfélag Eyfirðinga var skráð 1906 og hefur það haldist síðan. Fyrirmynd félagsins var sótt í Þingeyjarsýslur því
Kaupfélag Þingeyinga hafði starfað í 4 ár og bændur þar skorað á Eyfirðinga að gjöra slíkt hið sama sem þeir og gerðu sumarið 1886. Í fyrstu var KEA smátt í sniðum, enda stofnað til að ákvarða stefnu varðandi verslun og vörupantanir, sérstaklega hvað snerti sölu á sauðum í fremstu hreppum Eyjafjarðar. Árið 1906 var fyrsta sölubúð KEA opnuð á Akureyri og markaði sá atburður tímamót í sögu félagsins og raunar samvinnuhreyfingarinnar allrar. Með lögum félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi þetta ár var félaginu breytt úr pöntunarfélagi í sölufélag. Fyrsta hús KEA var reist á sunnanverðu Torfunefi 1898 og í framkvæmdastjóratíð Hallgríms Kristinssonar, 1902-1918, keypti félagið lóðina austan við verslunarhús sitt allt til sjávar, auk þess sem það festi kaup á mestöllum sérdeildum, lyfjabúð, byggingavörudeild og raflagnadeild. Félagið átti mjólkurvinnslustöð, sláturhús og kjötiðnaðarstöð. Sjávarútvegur var einnig býsna snar þáttur í starfsemi félagsins, sérstaklega á Dalvík og í Hrísey. KEA var hluthafi í mörgum stórum atvinnufyrirtækjum og má í því sambandi nefna Vélsmiðjuna Odda, Þórshamar, Slippstöðina, ÚA og ístess. í samvinnu við SÍS rak félagið Kaffibrennslu Akureyrar, Efnaverksmiðjuna Sjöfn og Plasteinangrun hf. Af eigin iðnfyrirtækjum má nefna Brauðgerð KEA, Smjörlíkisgerð KEA og Efnagerðina Flóru.

Kvenfélag Hólahrepps

 • S03720
 • Organization
 • 1950 - 1977

Haustið 1950 fór frk. Rannveig Líndal um í Skagafirði á vegum S.N.K. Hún boðaði fund á Hólum þriðjudaginn 19 september og þar mættu sex konur sem stofnuðu Kvenfélag Hólahrepps. Helga Helgadóttir, Elísabet Júlíusdóttir, Konkordía Rósmundsdóttir ritari, Hólmfríður Jónsdóttir, Una Árnadóttir formaður og Svava Antonsdóttir gjaldkeri. Þrjár konur sem ekki gátu mætt á fundinn létu skrá sig sem félaga, Anna Jónsdóttir, Svanhildur Steinsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Tilgangur félagssins er að efla samvinnu og félagslund meðal kvenna á félagssvæðinu og styðja að hverskonar mannúð og menningarstarfsemi.

Kvenfélag Rípurhrepps (1951-)

 • S00662
 • Organization
 • 1951-

Félagið var upprunalega stofnað þann 7. júlí árið 1869 og er elsta kvenfélag landsins. Stofnfundur fór fram að Ási í Hegranesi. Sigurlaug Gunnarsdóttir, Ási, var aðalhvatamaður fyrir stofnun félagsins. Henni til stuðnings voru þær Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir og Ingibjörg Eggertsdóttir, báðar búsettar að Ríp. Talið er að 19 konur hafi verið á stofnfundinum.
Stefnuskráin var aukin á aðalfundi árið 1871. Þá var stofnaður sjóður til kaupa á þarflegri vinnuvél. Með frjálsum framlögum safnaðist þónokkuð af peningi og var síðar fest kaup á prjónavél sem notuð var á félagasvæðinu um árabil. Talið er að það sé þriðja prjónavélin sem kom til landsins. Kvenfélag Rípurhrepps beitti sér fyrir stofnun kvennaskóla og hóf hann göngu sína að Ási. Sigurlaug var ein af fyrstu kennurum skólans. Þá hlúði félagið að kirkju- og trúmálum og gaf muni til kirkjuskreytinga, altaristöflu o.fl.
Það dofnaði yfir starfseminni og á árunum 1930-1950 var hún nær engin. Þann 18. mars 1951 var félagið endurvakið á fundi að Hamri. Félagar hins endurreista félags voru 14 og stýrði Ingibjörg Jóhannsdóttir, forstöðukona Húsmæðraskólans að Löngumýri fundinum. Ólöf Guðmundsdóttir var kosin formaður í stjórn, Anna Sigurjónsdóttir ritari og Ragnheiður Konráðsdóttir gjaldkeri. Sama ár (1951) gekk félagið í Samband skagfirskra kvenna.

Kvenfélag Sauðárkróks (1950-)

 • S01236
 • Organization
 • 1950-

Árið 1950 var nafni Hins skagfirska kvenfélags breytt í Kvenfélag Sauðárkróks. Hið skagfirska kvenfélag var upprunlega stofnað 25. ágúst 1895. Félagið hefur staðið fyrir dægurlagakeppnum og leiksýningum ásamt hinu hefðbundna kvenfélagsstarfi.

Kvenfélag Seyluhrepps

 • S03667
 • Organization
 • 1937 - 1997

Sunnudaginn 22. maí. 1932 höfðu nokkrar konur í Seyluhreppi mælt sér mót í Geldingarholti í tilefni af kvenfélagsstofnun.Þar eru mættar 12 konur. Í stjórn Félagsins voru kosnar Húsfreyja; Sigurlaug Sigurðardóttir, Fjalli ( formaður). Húsfreyja; Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjarhóli ( gjaldkeri ). Ungfrú, Ingibjörg Jóhannsdóttir Löngumýri ( ritari ). Síðan voru lesin upp og samþykkt lög. Í lögum stendur ða félagið heitir Kvenfélag SEyluhrepps og tilgangur félagsins er að efla framtaksemi, menningu og réttindi kvenna. Það vill styðja heimilisiðnað og heima menningu, garðrækt og blómarækt, það vill gleðja aðra einkum börn. Fundir eru lögmætir ef 10 félagskonur mæta á fundi. Skráð frá Gjörðabók.

Kvenfélag Skefilsstaðahrepps (1908 - 1983)

 • S03684
 • Organization
 • 1908 - 1983

Ár 1908, sunnudaginn 26. apríl var haldinn fundur að Hvammi í Laxárdal af nokkrum konum í Skefilstaðahrepi, sem höfðu komið sér saman um að stofna félag sín á milli. Aðalefni fundar þessa var að semja og undirskrifa lög fyrir félag þetta, kjósa forstöðunefnd til næsta árs og ákveða fundarhöld og framkvæmdir félagsins.
Kosnar voru, Sigríður Magnúsdóttir, Sævarlandi, forstöðukona. Ragnheiður Eggertsdóttir, Hvammi, skrifari og Sigurlaug Sigurðardóttir, Gaukstöðum, gjaldkeri.
Enduskoðendur reikninga Þórunn Sigurðardóttir, Fossi. Varakonur í forföllum, Ingibjörg Bjarnadóttir, Gaukstöðum. Hólmfríður Halldórsdóttir, Selá.
Tilgangur félagsins kemur fram í lögum að styðja að því að menning og réttindi kvenna aukist, einnig voll það styrkja allt það er að þess áliti hafir til gagns og framfara. Hver kvenmaður sem er 15 ára eða eldri hefur rétt til að ganga í félagið með samþykki félagskvenna á fundi.

Results 1 to 85 of 177