Showing 92 results

Authority record
Organization

Akrahreppur (1000-)

 • S00004
 • Organization
 • 1000-

Akrahreppur (áður kallaður Blönduhlíðarhreppur) er syðsti hreppur Skagafjarðarsýslu austan héraðsvatna. Greina má hreppinn í fjögur byggðarlög; Blönduhlíð, frá hreppamörkum við Viðvíkursveit um Kyrfisá að Bóluá; Norðurárdal frá Bóluá að Valagilsá; Kjálka frá Norðurá inn með Héraðsvötnum að Grjótárgili ; Austurdal frá Grjótárgili inn til öræfa; nokkur býli í Vallhólmi tilheyra einnig Akrahreppi. Akrahreppi þótt þau séu nú vestan Héraðsvatna, sem hafa breytt um farveg á þessum slóðum. Víðlend afréttarlönd tilheyra sveitarfélaginu, Silfrastaðaafrétt og Nýjabæjarafrétt.
Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og er ekkert þéttbýli í sveitarfélaginu. Grunnskóli hreppsins var á Stóru-Ökrum, í félagsheimilinu Héðinsminni, frá 1949 til 2006 en í kjölfar deilna milli foreldra og kennara var hann lagður niður og síðan hefur nemendum verið ekið í skóla í Varmahlíð. Fjórar kirkjur eru í Akrahreppi, á Flugumýri, Miklabæ, Silfrastöðum og Ábæ í Austurdal en Ábæjarsókn er nú öll í eyði. Lítils háttar jarðhiti er á nokkrum stöðum í Akrahreppi og var byggð sundlaug á Víðivöllum árið 1938, sem ekki er lengur í notkun. Nú hefur hitaveita verið lögð frá Varmahlíð um mestalla Blönduhlíð.

Akureyrarbær (1862-)

 • S03390
 • Organization
 • 1862-

"Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862."

Arnarneshreppur (1000-2010)

 • S03423
 • Organization
 • 1000-2010

Arnarneshreppur (hét áður Hvammshreppur) ar hreppur vestan megin í Eyjafirði sem sameinaðist Hörgárbyggð undir nafninu Hörgársveit árið 2010. Hreppurinn var kenndur við bæinn Arnarnes á Gálmaströnd. Fyrr á öldum var hann víðlendari en árið 1911 var honum skipti í tvennt og varð nyrðri hlutinn að Árskógshreppi. Hjalteyri tilheyrði hreppnum. Þann 20. mars 2010 var sameining Arnarneshrepps og Hörgárhrepps samþykkt í kosningum.

Bandalag íslenskra leikfélaga (1950-)

 • S02845
 • Organization
 • 1950-

Bandalag íslenskra leikfélaga (skammstafað BÍL) er samtök áhugaleikfélaga á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1950 og var Ævar Kvaran helsti hvatamaðurinn að stofnun þeirra.
Bandalagið rekur Þjónustumiðstöð að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík. Þjónustumiðstöðin sinnir ýmsum málum fyrir áhugaleiklistarhreyfinguna en einnig er þar almenn þjónusta við leikhús og leikhópa af öllu tagi. Þar er m.a. stærsta leikritasafn landsins. Bandalagið hefur starfrækt leiklistarskóla síðan árið 1997 til að byrja með að Húsabakka í Svarfaðardal en skólinn flutti árið 2010 í Húnavallaskóla og árið 2017 í Reykjaskóla í Hrútafirði.

Barnaskóli Sauðárkróks (1882-1998)

 • S02256
 • Organization
 • 1882 -1998

Barnaskólinn á Sauðárkróki við Aðalgötu var byggður árið 1908, en fyrsti barnaskólinn á Sauðárkróki var stofnaður og hafin í honum kennsla 3. janúar 1882. Þá var tekið í notkun nýbyggt skólahús sem var á svipuðum slóðum og Verslun Haraldar Júlíussonar er núna. Með auknum íbúafjölda varð skólahúsið brátt of lítið og var þá ráðist í byggingu hússins við Aðalgötu.

Bifröst hf. (1947-

 • S02584
 • Organization
 • 23.02.1947-

Hlutafélagið Bifröst var stofnað á Sauðárkróki 23.02.1947. Heimili þess og varnarþing var á Sauðárkróki. Tilgangur þess var að reka samkomuhús á Sauðárkróki. Samkomuhúsið hafði þó verið tekið í notkun árið 1925 og hýsti m.a. dansleiki og leiksýningar. Stofnendur hlutafélagsins voru UMF Tindastóll með 12 hluti, Verkamannafélagið Fram með 6 hluti og Verkakvennafélagið Aldan, Hið skagfirska kvenfélag og Leikfélag Sauðárkróks með 3 hluti hvert. Í fyrstu stjórn hlutafélagsins voru Ole Bang (formaður) Friðvin Þorsteinsson, Árni Jóhannsson, Jórunn Hannesdóttir og Ingibjörg Ágústsdóttir. Á áttunda áratugnum er til fyrirtæki með sama nafni og virðist því búið að leggja hlutafélagið niður.

Björgunarsveitin Grettir (1976-)

 • S00645
 • Organization
 • 1976

Björgunarfélag Hofshrepps var stofnað árið 1934 en lá í dvala frá árinu 1950. Það var endurvakið árið 1976 og fljótlega eftir það var tekið upp nafnið Grettir.

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit (1965-)

 • S00568
 • Organization
 • 1965-

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki var stofnuð árið 1965 og hefur starfað samfellt í rúm 49 ár. Sveitin hefur sinnt leit, björgun og fleiri verkefnum.
Gögn sveitarinnar voru afhent með gögnum Slysavarnadeildarinnar Skagfirðingasveitar. Hún var stofnuð 1932.

Brunabótafélag Íslands (1917-)

 • S00128
 • Organization
 • 1916

Brunabótafélag íslands var stofnað árið 1917 og er starfandi enn þann daginn í dag sem eignarhaldsfélag. Í upphafi var því veittur einkaréttur til að brunatryggja húseignir utan Reykjavíkur. Eftir lagabreytingu á sjötta áratugnum hófst samkeppni við önnur vátryggingafélög. Í lok níunda áratugarins varð það helmingseigandi að öflugu félagi með stofnun Vátryggingafélags Íslands hf. Með nýrri löggjöf árið 1994 er því breytt í Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands. Hlutverk félagsins er að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða svo og alhliða forvarnarstarfs í sveitarfélögunum. Hefur félagið stutt við ýmis verkefni á sviði bruna- og forvarna sem eru sveitarfélögunum til hagsbóta. Hafa þau m.a. verið unnin í nánu samstarfi við Brunamálastofnun og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Brunavarnir Skagafjarðar (1975- )

 • S02109
 • Organization
 • 1975-

Brunavarnir Skagafjarðar voru stofnaðar árið 1975 og voru samþykktir þeirra undirritaðar 06.05.1975. Stofnendur voru Sauðárkrókur, Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýtingsstaðahreppur, Akrahreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Hofshreppur, Hofsóshreppur, Fellshreppur, Haganeshreppur og Holtshreppur. Tilgangurinn var að koma á sem fullkomnustu brunavörnum á svæðinu, annast þær og kosta. Í því skyni skyldi félagið reka tvö slökkvilið og búa þau nauðsynlegum tækjakosti, sem og koma upp góðum búnaði og tækjum til eldvarna á ýmsum stöðum í héraðinu.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

 • S02611
 • Organization
 • 1948-

Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1948 og er rannsókna-, þekkingar- og þjónustustofnun sem safnar, varðveitir og rannsakar muni og minjar úr Skagafjarðarhéraði og miðlar til almennings. Starfssvæði þess er bundið við landfræðileg mörk Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Höfuðstöðvar safnsins eru í Glaumbæ.

Byggingarnefnd Sauðárhrepps (1907-1947)

 • S02292
 • Organization
 • 1907-1947

Byggingarnefnd Sauðárhrepps tók til starfa þegar Sauðárhreppur var stofnaður og starfaði fram til ársins 1947, en þá fékk Sauðárkrókur kaupstaðarréttindi og í kjölfar nýrrar bæjarstjórnar var stofnuð byggingarnefnd Sauðárkróks.

Félag psoriasis og exemsjúklinga í Skagafirði (1991-)

 • S02863
 • Organization
 • 1991

Félagið var stofnað árið 1991. Tilgangur þess var m.a. að starfa að ýmsum hagsmunamálum félagsmanna og gefa fólki tækifæri til að miðla reynslu og upplýsingum. Ekki liggur fyrir hvort félagið var lagt niður með formlegum hætti og þá hvenær.

Fellshreppur (874-1990)

 • S02935
 • Organization
 • 874-1990

Fellshreppur sameinaðist Hofshreppi og Hofsóshreppi árið 1990 undir nafninu Hofshreppur. Í jarðabók Árna og Páls heitir hreppurinn Sléttuhlíðarhreppur og virðist hafa heitið svo fram á fyrri hluta 19. aldar sbr. dómabækur Skagafjarðarsýslu.

Ferðafélag Íslands (1927-)

 • S03451
 • Organization
 • 27.11.1927-

Ferðafélag Íslands, stofnað 27. nóvember 1927. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Sveinn Björnsson, þáverandi sendiherra í Kaupmannahöfn en síðar forseti íslands. Björn Ólafsson tók að sér að stofna félagið fyrir hvatningu hans og fékk til liðs við sig átta menn til að undirbúa stofnfund. Þangað mættu 63 stofnfélagar. Félinu voru sett lög og kosin stjórn. Jón Þorláksson var kosinn forseti félagsins.
Markmið félagsins er að hvetja til ferðalaga um landið og greiða fyrir þeim. Jafnframt að vekja áhuga Íslendinga á landi sínu, náttúru þess, og sögu og efla vitund þeirra um nauðsyn varnfærni í samskiptum manns og náttúru, góða umgengni og vernd náttúrunnar.

Framfærslumálanefnd Ríkisins (1940-

 • S02923
 • Organization
 • 12.02.1940-

,,Þann 12. febrúar árið 1940 voru samþykkt lög um breytingar á framfærslulögunum frá 1935. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði skyldi ríkisstjórnin skipa þriggja
manna nefnd, einn mann úr hverjum stóru flokkanna, sem myndi samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sjá um „framkvæmdir og ráðstafanir til framleiðslubóta og atvinnuaukningar.“
Félagsmálaráðherra, Stefán Jóhann Stefánsson, skipaði Framfærslumálanefnd ríkisins þann 13. febrúar 1940. Framkvæmdastjóri nefndarinnar og fulltrúi
Framsóknarflokksins var Jens Hólmgeirsson, Sigurður A. Björnsson framfærslufulltrúi átti þar sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, fyrir hönd Alþýðuflokksins. Félagsmálaráðherra fól nefndinni fjölmörg störf í hendur, meðal annars að leggja fram tillögur um vinnu unglinga, sumardvöl barna, meðalmeðlag barnsfeðra,
skipulag ráðningastofu fyrir landbúnaðinn og fleira. Nefndin átti að koma með tillögur um ráðstöfun á því fé sem nota átti til framleiðslubóta og atvinnuaukningar.
Einnig hve hátt mótframlag bæjar- og sveitarfélaga ætti að vera gegn ríkissjóðsframlagi til framleiðslubóta og aukningar á atvinnumöguleikum í bæjar- eða sveitarfélögum. Féð átti að nota í arðgæfar framkvæmdir til styrktar atvinnulífinu og koma þannig atvinnulausu fólki til starfa í framleiðsluvinnu. Nefndin gerði úttekt á atvinnuskilyrðum og atvinnuástandi í bæjum og kauptúnum og leitaði úrræða til að nýta atvinnutækifæri betur á hverjum stað. Nefndin átti að gæta þess að sveitar- og bæjarstjórnir gerðu allt sem þær gætu til að útvega fólki vinnu í stað þess að hafa það á sinni framfærslu. Hafði nefndin heimild ráðherra til að gera ráðstafanir í þessu skyni, líkt og sveitar- og bæjarfélög höfðu, lögum samkvæmt. Ráðherra myndi aðstoða nefndina við skrifstofustörf og Búnaðarfélag Íslands skyldi hjálpa nefndinni við útvegun atvinnu í sveitum landsins. Eitt veigamesta verkefni framfærslumálanefndarinnar var að rannsaka styrkþegaframfærið í landinu. Nefndin átti að hafa eftirlit með framkvæmd og ráðstöfun framfærslu- og fátækramála hjá bæjar- og sveitarfélögum, í samvinnu við eftirlitsmann sveitarstjórnarmálefna, Jónas Guðmundsson. Þann 11. apríl árið 1940 sendi nefndin út bréf fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins til allra oddvita, lögreglustjóra og bæjarstjóra á landinu, þar sem fyrirhuguð rannsókn var útskýrð. Með bréfinu voru send eyðublöð sem framfærslufulltrúar á hverjum stað áttu að fylla út, eitt fyrir hvern styrkþega, þar sem gera átti grein fyrir framfærslu hvers og eins. Tilgangurinn með rannsókninni var að fá nákvæmt og sundurliðað yfirlit yfir fátækraframfærslu í landinu árið 1939, athuga ástæður og orsakir framfærslunnar og hvernig framfærslumálum væri háttað á hverjum stað, til þess að vinna að frekari úrbótum í þessum málaflokki."

Framkvæmdanefnd samnorrænu sundkeppninnar (1953-)

 • S02844
 • Organization
 • 1953

Samnorræna sundkeppnin var haldin árin 1954,1957, 1960 og 1963. Á Íslandi var áhugi fyrir þessari keppni mikill. Fólk var hvatt til þess að synda 200 metra og vera skráð sem fulltrúar þjóðarinnar í sundkeppninni og fá rétt til að kaupa sér barmmerki því til staðfestingar.

Golfklúbbur Skagafjarðar (1970-)

 • S01917
 • Organization
 • 1970-

Golfklúbbur Skagafjarðar, stofnaður 9. nóvember árið 1970. Stofnfélagar voru um það bil 20. Reynir Þorgrímsson var fyrsti formaður klúbbsins en auk hans voru í stjórn Sigurður Jónsson og Björn Jónsson. Mánuði eftir stofnfundinn var sótt um aðild að Golfsambandi Íslands og Ungmennasambandi Skagafjarðar. Upphalflega var stefnt á uppbyggingu golfvallar við Tjarnartjörn. Voru lagðar 6 brautir og völlurinn nýttur fyrstu árin. Eftir fyrstu tvö árin dró nokkuð úr starfseminni. Klúbburinn ar endurreistur 1977. Fyrsta keppnin var haldin 11. september 1977. Ári síðar hófust viðræður um vallaaðstöðu að Skarði og var gerður völlur þar og notaður um skeið. Uppbygging vallar á Hlíðarenda hófst svo árið 1980.

Grunnskóli Akrahrepps

 • IS-HSk-S02944
 • Organization
 • 1949-2006

Skólinn hét Grunnskóli Akrahrepps en gekk oft undir nafninu Akraskóli. Framan byggði skólahald í Akrahreppi á farkennslu eins og víða annars staðar. Kennaraskipti voru tíð og kennt á ýmsum bæjum. Um 1930 virðist koma meiri festa á skólahald í hreppnum. Líklega má rekja það til þess að árið 1927 var Gísli Gottskálksson ráðinn til kennslu í hreppnum og nokkrum árum síðar, eða 1934, var einnig Rögnvaldur Jónsson ráðinn sem kennari. Nú var kennslustöðum fækkað og m.a. var farið að kenna í þinghúsi hreppsins að Stóru-Ökrum. Á árunum 1949 til 1954 fór öll kennslan fram í þinghúsinu og tekinn upp skólaakstur. Aksturinn gekk ekki sem skyldi og því voru fyrri kennsluhættir teknir upp árið 1954. Árið 1961 var tekin í notkun viðbygging við gamla þinghúsið sem hlaut nú nafnið Héðinsminni. Húsið var byggt í þeim tilgangi að vera félagsheimili en þetta sama haust var skólahald aftur tekið upp í þinghúsinu/félagsheimilinu. Vorið 1989 var aftur hafist handa við að byggja við Héðinsminni en þessari viðbyggingu var ætlað að vera skólahúsnæði. Lauk framkvæmdum við skólahúsnæðið haustið 1992.

Heilsuhælisfélag Norðurlands (1924-)

 • S03185)
 • Organization
 • 22.02.1924-

Heilsuhælisfélag Norðurlands var stofnað á Akureyri þann 22.02.1924. Tilgangur þess var ða beitast fyrir því að reist yrði heilsuhæli á Norðurlandi. Á stofnfundi gengu 340 manns í félagið og hófst almenn fjársöfnun skömmu síðar.
Fyrstu stjórn félagsins Ragnar Ólafsson, formaður, Böðvar Bjarkason, féhirðir, Kristbjörg Jónatansdóttir, ritari, Anna Magnúsdóttir, Hallgrímur Davíðsson, Jónas Rafnar, Jónas Þorbergsson, Kristján Karlsson, Sveinbjörn Jónsso og Vilhjálmur Þór.

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks (1919-1959)

 • S03432
 • Organization
 • 1919-1959

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks var stofnað 23. mars 1919 á vegum kvenna úr Kvenfélagi Sauðárkróks með því markmiði að glæða hjá almenningi áhuga fyrir heimilisiðnaði. Félagið starfaði til ársins 1959. Á fyrstu árum félagsins var blómleg starfssemi í kennslu og margskonar leiðbeiningum í heimiliðsiðnaði, en varð með árunum einhæfari og að lokum hætti starfssemin.

Hekla, samband norðlenskra karlakóra (1934-)

 • S01324
 • Organization
 • 08.10.1934

Hekla, samband norðlenskra karlakóra var stofnað þann 8. október 1934. Fulltrúar frá fjórum kórum mættu á stofnfundinn. Það voru fulltrúar frá Karlakór Geysi, Karlakór Þrym á Húsavík, Karlakór Reykdæla og Karlakór Mývetninga. Ingimundur Árnason fulltrúi karlakórs Geysis lagði fram uppkast að lögum fyrir sambandið sem hlaut nafnið Hekla. Nafn félagsins var valið til að minnast samnefnds kórs, en hann starfaði á Akureyri um aldamótin 1900. Magnúsar Einarssonar organisti og tónskáld stjórnaði kórnum.
„Félagið leitaðist við að efla og þroska karlakórssöng á sambandssvæðinu og stuðla að kynningu og félagshyggju kóranna“, eins og segir í texta um sambandið á heimasíðu Sambands íslenskra karlakóra.
Fyrsta söngmót sambandsins var haldið á Akureyri 23. júní 1935.
Fyrsta söngmót sambandsins var síðan haldið á Akureyri 23. júní 1935.

Héraðsrafmagnsveitur ríkisins (1947-)

 • S02817
 • Organization
 • 1947-

Árið 1947 voru samþykkt á landinu raforkulög, en með þeim var stofnað Rafmagnsveitur ríkisins og Héraðsrafmagnsveitur ríkisins. Héraðsrafmagnsveitur ríkisins voru stofnaðar meðal annars til að selja notendum rafmagn á þeim svæðum landsins þar sem ekki voru starfandi rafveitur í eigu sveitarfélaga. Skipuleg rafvæðing sveitanna var þannig hafin. Rafmagnsveitur ríkisins önnuðust rekstur Héraðsrafmagnsveitna ríkisins, en fyrirtækin voru fjárhagslega aðskilin.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)

 • S02219
 • Organization
 • 1947-

,,Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var formlega stofnað í apríl 1947 og var það fyrst um sinn varðveitt í húsakynnum Bóksafns Skagafjarðarsýslu. Árið 1946 mælti Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistað fyrir frumvarpi þess efnis að heimila skyldi stofnun skjalasafna í einstökum héruðum, sem myndu þó heyra undir yfirstjórn Þjóðskjalasafns Íslands. Lög um héraðsskjalasöfn voru samþykkt í byrjun árs 1947 og í kjölfar þess var Héraðsskjalasafn Skagfirðinga stofnað og var það hið fyrsta sinnar tegundar. Hlutverk héraðsskjalasafnsins var, og er enn, meðal annars að innheimta og varðveita opinber gögn innan Skagafjarðarsýslu. Árið 1965 var hafist handa við byggingu nýs safnahúss og flutt í hluta hússins í lok árs 1969, opnun safnsins dróst þó á langinn og var það ekki opnað almenningi fyrr en í byrjun árs 1972. Fyrsti formlegi skjalavörður við safnið var Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg og gegndi hann því embætti til 1990 er Hjalti Pálsson tók við sem héraðsskjalavörður. Unnar Ingvarsson var héraðsskjalavörður frá 2000 til 2014. Núverandi héraðsskjalavörður er Sólborg Una Pálsdóttir og tók hún við því starfi árið 2014."

Hestamannafélagið Svaði (1974-2016)

 • S02830
 • Organization
 • 31.10.1974-16.02.2016

Hestamannafélagið Stormur var stofnað á Hofsósi 31.10.1974. Fyrsti formaður þess var Friðbjörn Þórhallsson. Á framhaldsaðalfundi félagsins 14.02.1984 var samþykkt nafnabreyting á félaginu en sú ákvörðun var tilkomin vegna inngöngu í Landssamband hestamanna. Þann 28.02.1984 var svo haldinn fyrsti stjórnarfundur félagsins undir nýju nafni. Starfssvæði félagsins var lengst af út að austan í Skagafirði. Þann 16.02.2016 voru þrjú hestamannafélög í Skagafirði, Svaði, Léttfeti og Stígandi sameinuð í hestamannafélagið Skagfirðing.

Hið skagfirska kvenfélag (1895-1950)

 • S00622
 • Organization
 • 1895-1950
 1. ágúst 1895 var haldinn kvennafundur á Sauðárkróki og ákveðið að stofna til félagsskapar á meðal skagfirskra kvenna. 15 konur mættu á fundinn. Meginhlutverk var að stuðla að auknum réttindum og menningu kvenna. Á aðalfundi 1950 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Kvenfélag Sauðárkróks.

Hitaveita Seyluhrepps (1986-1997)

 • S02846
 • Organization
 • 1986-1997

Árið 1972 var borað austan í Reykjarhólnum í tengslum við fyrirhugaða skólabyggingu. Við borunina fékkst meira vatn en þurfti að nota við skólann og var þá Hitaveita Varmahlíðar stofnuð og lögð hitaveita um íbúðarhverfið. Frá henni voru einnig lagðar leiðslur að Löngumýri og að Húsey. Í byrjun janúar 1986 undirritaði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og hreppsnefnd Seyluhrepps hitaveitusamning sem fól í sér að Seyluhreppur tók við öllum rekstri Hitaveitu Varmahlíðar og hét veitan því að greiða Menningarsetri Skagfirðinga í Varmahlíð 7% af sölu veitunnar á heitu vatni. Það ár var lögð hitaveita í Víðimýrartorfu og Álftagerði, en árið 1988 var unnið að hitaveitu út Langholt allt að Marbæli. Sumarið 1997 var boruð hola rétt vestan og norðan við háhólinn. Hún var 427 metra djúp og gefur a.m.k. 40 l/sek af 96 gr. heitu vatni. Það vatn er enn ónotað og bíður síns tíma. Sama ár voru Hitaveita Seyluhrepps og Hitaveita Sauðárkróks sameinaðar í einu fyrirtæki, Hitaveitu Skagafjarðar. Tveimur árum síðar var lokið lagningu hitaveitu milli Sauðárkróks og Varmahlíðar.

Hólafélagið (1964-

 • S03232
 • Organization
 • 1964

Hólafélagið var stofnað að Hólum í Hjaltadal, þann 16. ágúst 1964. Höfðu áhugamenn um endurreisn Hólastaðar áður komið saman og undirbúið stofnun félagsins. Í grein Húnavöku segir um félagið: "Allt frá upphafi hefir megináhersla verið lögð á, að félagið næði til allra landsmanna. I 2. gr. að lögum félagsins, er komist svo að orði: „Hlutverk félagsins er, að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáhersla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna."
að því að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal stefnt, að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð í Hólastifti."

Hólamenn (1890-1891)

 • S01957
 • Organization
 • 1890-1891

Lítið vitað um þennan félagsskap eða hversu formlegur hann var. Hann gaf þó út sveitablaðið Stígandi á tímabilinu 1890-1891. Uppistaðan í félagsskapnum virðist hafa verið kennarar og nemendur á Hólum.

Holtshreppur (1898-1988)

 • S03286
 • Organization
 • 1898-1988

Holtshreppur var hreppur í Fljótum nyrst í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóra-Holt í Fljótum, sem var þingstaður Fljótamanna frá því snemma á öldum og til loka 19. aldar.
Hreppurinn varð til ásamt Haganeshreppi árið 1898 þegar Fljótahreppi var skipt í tvennt. Þeir sameinuðust aftur undir gamla nafninu 1. apríl 1988.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Fljótahreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.

Íslenskar getraunir (1952-)

 • S02842
 • Organization
 • 19.04.1952

Rekstur Íslenskra getrauna hófst laugardaginn 19. apríl 1952. Á fyrstu getraunaseðlunum voru mestmegnis leikir í danskri og sænskri knattspyrnu en eftir því sem árin liðu varð enska knattspyrnan mest áberandi.

Íþróttasamband Íslands (1912-)

 • S02841
 • Organization
 • 1912-

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (skammstafað ÍSÍ) eru heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og æðsti aðili frjálsar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Eitt af meginverkefnum ÍSÍ er að efla, samræma og skipuleggja íþróttastarfsemi á Íslandi, auk þess að stuðla að þróun hvers kyns íþrótta, jafnt almennings- sem afreksíþrótta. Núverandi ÍSÍ varð til árið 1997 þegar Íþróttasamband Íslands (st. 1912) og Ólympíunefnd Íslands sameinuðust.

Karlakór Sauðárkróks (1963-2012)

 • S01237
 • Organization
 • 1963 - 2012

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.

Kaupfélag Eyfirðinga (1886-)

 • S02800
 • Organization
 • 1886-

Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað á Grund í Eyjafirði 19. júní 1886 af nokkrum bændum úr innsveitum Eyjafjarðar. Upphaflega hét félagið Pöntunarfélag Eyfirðinga en 1887 var það nefnt Kaupfélag, síðan aftur Pöntunarfélag frá 1894 uns nafnið Kaupfélag Eyfirðinga var skráð 1906 og hefur það haldist síðan. Fyrirmynd félagsins var sótt í Þingeyjarsýslur því
Kaupfélag Þingeyinga hafði starfað í 4 ár og bændur þar skorað á Eyfirðinga að gjöra slíkt hið sama sem þeir og gerðu sumarið 1886. Í fyrstu var KEA smátt í sniðum, enda stofnað til að ákvarða stefnu varðandi verslun og vörupantanir, sérstaklega hvað snerti sölu á sauðum í fremstu hreppum Eyjafjarðar. Árið 1906 var fyrsta sölubúð KEA opnuð á Akureyri og markaði sá atburður tímamót í sögu félagsins og raunar samvinnuhreyfingarinnar allrar. Með lögum félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi þetta ár var félaginu breytt úr pöntunarfélagi í sölufélag. Fyrsta hús KEA var reist á sunnanverðu Torfunefi 1898 og í framkvæmdastjóratíð Hallgríms Kristinssonar, 1902-1918, keypti félagið lóðina austan við verslunarhús sitt allt til sjávar, auk þess sem það festi kaup á mestöllum sérdeildum, lyfjabúð, byggingavörudeild og raflagnadeild. Félagið átti mjólkurvinnslustöð, sláturhús og kjötiðnaðarstöð. Sjávarútvegur var einnig býsna snar þáttur í starfsemi félagsins, sérstaklega á Dalvík og í Hrísey. KEA var hluthafi í mörgum stórum atvinnufyrirtækjum og má í því sambandi nefna Vélsmiðjuna Odda, Þórshamar, Slippstöðina, ÚA og ístess. í samvinnu við SÍS rak félagið Kaffibrennslu Akureyrar, Efnaverksmiðjuna Sjöfn og Plasteinangrun hf. Af eigin iðnfyrirtækjum má nefna Brauðgerð KEA, Smjörlíkisgerð KEA og Efnagerðina Flóru.

Kvenfélag Rípurhrepps (1951-)

 • S00662
 • Organization
 • 1951-

Félagið var upprunalega stofnað þann 7. júlí árið 1869 og er elsta kvenfélag landsins. Stofnfundur fór fram að Ási í Hegranesi. Sigurlaug Gunnarsdóttir, Ási, var aðalhvatamaður fyrir stofnun félagsins. Henni til stuðnings voru þær Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir og Ingibjörg Eggertsdóttir, báðar búsettar að Ríp. Talið er að 19 konur hafi verið á stofnfundinum.
Stefnuskráin var aukin á aðalfundi árið 1871. Þá var stofnaður sjóður til kaupa á þarflegri vinnuvél. Með frjálsum framlögum safnaðist þónokkuð af peningi og var síðar fest kaup á prjónavél sem notuð var á félagasvæðinu um árabil. Talið er að það sé þriðja prjónavélin sem kom til landsins. Kvenfélag Rípurhrepps beitti sér fyrir stofnun kvennaskóla og hóf hann göngu sína að Ási. Sigurlaug var ein af fyrstu kennurum skólans. Þá hlúði félagið að kirkju- og trúmálum og gaf muni til kirkjuskreytinga, altaristöflu o.fl.
Það dofnaði yfir starfseminni og á árunum 1930-1950 var hún nær engin. Þann 18. mars 1951 var félagið endurvakið á fundi að Hamri. Félagar hins endurreista félags voru 14 og stýrði Ingibjörg Jóhannsdóttir, forstöðukona Húsmæðraskólans að Löngumýri fundinum. Ólöf Guðmundsdóttir var kosin formaður í stjórn, Anna Sigurjónsdóttir ritari og Ragnheiður Konráðsdóttir gjaldkeri. Sama ár (1951) gekk félagið í Samband skagfirskra kvenna.

Kvenfélag Sauðárkróks (1950-)

 • S01236
 • Organization
 • 1950-

Árið 1950 var nafni Hins skagfirska kvenfélags breytt í Kvenfélag Sauðárkróks. Hið skagfirska kvenfélag var upprunlega stofnað 25. ágúst 1895. Félagið hefur staðið fyrir dægurlagakeppnum og leiksýningum ásamt hinu hefðbundna kvenfélagsstarfi.

Kvenfélagasamband Íslands (1930-)

 • S01222
 • Organization
 • 01.02.1930

Kvenfélagasamband Íslands var stofnað þann 1. febrúar 1930. Á heimasíðu Kvenfélagasambandsins stendur: „Markmiðið með stofnun Kvenfélagasambandsins var að sameina kvenfélög landsins í eina heild. Innan KÍ eru 18 héraðs- og svæðasambönd með um 170 kvenfélög innanborðs“. Þar er einnig nefnt að stofndagurinn, 1. febrúar hafi, árið 2010 verið útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar“.

Kvenfélagið Framtíðin (1939-)

 • S00646
 • Organization
 • 1939-

Félagið var stofnað 26. maí 1939 að Helgustöðum í Fljótum. Stofnendur voru 6. Tilgangurinn var að auka kynningu og samstarf meðal kvennanna á félagssvæði Holts- og Haganeshrepps. Í fyrstu stjórn kvenfélagsins voru Þuríður Þorsteinsdóttir frá Helgustöðum, formaður, Karólína Kristjánsdóttir frá Stóru-Þverá, gjaldkeri og Sigríður Jóhannesdóttir frá Brúnastöðum, ritari.

Kvenfélagið Freyja (1943-

 • S01751
 • Organization
 • 1943-

Kvenfélagið Freyja í Viðvíkursveit var stofnað 23. október 1943. Stofnfundurinn var haldinn að Vatnsleysu.
Frumkvæðið að stofnun félagsins átti frú Emma Hansen á Vatnsleysu.
Stofnendur félagsins voru ellefu konur.
Félagið var arftaki kvenfélags sem stofnað var uppúr aldamótunum 1900 að tilhlutan Margrétar Símonardóttur, Brimnesi. Hún var formaður þess, Hildur Björnsdóttir, Vatnsleysu ritari og Guðrún Bergsdóttir, Ytri-Hofdölum féhirðir. Árið 1918 varð Iðnfélag Viðvíkurhrepps til uppúr kvenfélaginu og starfaði það í nokkur ár að heimilisiðnaðarmálum og fleiru.

Stofnfundur Kvenfélagsins Freyju, Viðvíkurhreppi var eins og áður segir, þann 23. október 1943.
Fyrsta stjórn:
Emma Hansen, Vatnsleysu, formaður
Sigurlaug Sigurðardóttir, Brimnesi, gjaldkeri
Sigríður Ingimundardóttir, Læk, ritari.

Félagið tók að erfðum sjóð Iðnfélagsins, spunavél og vefstól og lánaði meðan fólk vildi nota það.

Í bókinni Margar hlýjar hendur, sem kom út árið 1981, er getið um þáverandi stjórn félagsins:
Anna Jónsdóttir, formaður
Ásdís Björnsdóttir, ritari
Elínborg Bessadóttir, gjaldkeri

Kvenfélagið Heimaey (1953-)

 • S01226
 • Organization
 • 09.04.1953

Kvenfélagið Heimaey var stofnað fyrir tilstuðlan Jónínu Jónsdóttur í félagsheimili V.R. þann 9. apríl 1953. Félagið var stofnað í Reykjavík og hugsað fyrir konur ættaðar úr Vestmannaeyjum.
Fyrsta stjórn félagsins: Kristín Ólafsdóttir, formaður, Huld Kristmannsdóttir, ritari, Stella Eggertsdóttir, gjaldkeri og Stella Guðmundsdóttir, meðstjórnandi. Ritari fyrsta fundar var Selma Antoníusardóttir. 38 konur sátu stofnfundinn.

Kvenfélagið Hvöt (1950-)

 • S01839
 • Organization
 • 1950-

Kvenfélagið Hvöt í Fellssókn var stofnað 25. september 1950, að Skálá að frumkvæði Rannveigar Líndal. Stofnendur voru 11 og í fyrstu stjórn voru kosnar:
Verónika Fransdóttir, Skálá, formaður
Sigríður Stefánsdóttir, Glæsibæ, gjaldkeri
Sigrún Þ. Ásgrímsdóttir, Tjörnum, ritari.

Landgræðslusjóður (1944-)

 • S02839
 • Organization
 • 1944-

Landgræðslusjóður var stofnaður árið 1944. Megin hlutverk sjóðsins er að klæða landið skógi, en önnur landgræðsla og gróðurvernd er einnig á verksviði hans. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna einstaklinga, stofnana og félaga á verksviði sjóðsins. Stjórn Landgræðslusjóðs skipa (árið 2019): Þuríður Yngvadóttir, Þröstur Eysteinsson, Árni Bragason, Jónatan Garðarsson
og Lydía Rafnsdóttir.

Langamýri (1944-

 • S03277
 • Organization
 • 1944

Árið 1944 var stofnaður húsmæðraskóli á Löngumýri af Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Hún rak sjálf skólann til ársins 1967 en gaf þá Þjóðkirkjunni jörðina gegn því að starfsemin héldi þar áfram. Skólinn var starfræktur fram á 8. áratuginn en var þá lagður niður vegna lítillar aðsóknar. Sjálfseignarstofnun var komið á fót í stað kvennaskólans og hefur margskonar starfsemi á vegum kirkjunnar verið starfrækt á Löngumýri síðan.

Leikfélag Sauðárkróks (1941-)

 • S00053
 • Organization
 • 1941-

Leikfélag Sauðárkróks er eitt elsta áhugamannaleikfélag á landinu. Það var stofnað 13. apríl 1888, þrátt fyrir óáran til sjós og lands eins og segir í Skagfirzkum annál. Stofnendur voru 16 talsins og markmið félagsins voru gagn og skemmtun. Félagið stóð fyrir leiksýningum um árabil og þá helst í Sýslufundavikunni. Það lognaðist þó smám saman útaf. Samt var alltaf leikið á Sauðárkróki, Stúkan, Kvenfélagið og fleiri sáu til þess. 9. janúar 1941 var Leikfélag Sauðárkróks stofnað á ný í Bifröst. Að þessu sinni voru stofnfélagar 40 talsins. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Eyþóri Stefánssyni, Pétri Hannsesyni og Kristjáni C. Magnússyni.

Leikfélag Skagfirðinga (1968-

 • S01749
 • Organization
 • 1968-

Fundur (stofnfundur) í Félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð, 3. desember 1968. Þrjú félög hugðust stofna með sér leikfélag. Þetta voru félögin Ungmennafélagið Fram í Seyluhreppi, Kvenfélag Seyluhrepps og Karlakórinn Heimir.
Fyrsta stjórn félagsins:
Freysteinn Þorbergsson, Sjónarhól
Sigfús Pétursson, Álftagerði
Kristján Sigurpálsson, Lundi

Til vara:
Pálmi Jónsson, Garðhúsum
Haukur Hafstað, Vík
Herfríður Valdimarsdóttir, Brekku

Í klausu í Einherja frá árinu 1971 kemur fram að frumraun félagsins hafi verið Maður og kona. Næst var Ævintýri á gönguför tekið til sýninga.

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal (2003-

 • S002687
 • Organization
 • 2003-

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal var stofnað 26. maí 2003. Að félaginu standa einstaklingar, félög og stofnanir og skipta hluthafar tugum. Stærstu hluthafar eru Menningarsjóður íslenskra sparisjóða, Spari-sjóður Norðlendinga, KEA og Hörgárbyggð. Menningarfélagið keypti jörðina Hraun í Öxnadal kom þar á fót minningarstofu um skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson og fólkvangi í landi Hrauns. Í íbúðarhúsinu að Hrauni í Öxnadal er fræðimannaíbúð. Fastir liðir á dagskrá Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal er Fífilbrekkuhátíð, sem haldin er á Hrauni í Öxnadal annan sunnudag í júní, gönguferðir um fólkvanginn í landi Hrauns, og Jónasarfyrirlestur, sem haldinn er á fæðingardegi Jónasar víðs vegar um landið.

Mjólkurflutningafélag Hegraness (1949-óvíst)

 • S02932
 • Organization
 • 02.04.1949-óvíst

Mjólkurflutningafélag Hegraness, stofnað 02.04.1949. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær félagið var formlega lagt niður. Félagið var stofnað að Hamri í Hegranesi þann 2. apríl 1949 af 16 bændum í Hegranesi. Í fyrstu stjórn voru kjörnir Páll Björnsson Beingarði, Leó Jónasson Svanavatni og Páll Jónasson Hróarsdal. Tilgangur félagsins var að sjá um bifreiðaakstur til vöru- og fólksflutninga í þágu framleiðslunnar og búnaðarins á félagssvæðinu.

Náttúrulækningafélag Akureyrar (1944-)

 • S01227
 • Organization
 • 27.08.1944

Náttúrulækningafélag Akureyrar var stofnað 27. ágúst 1944. Þann dag kom Jónas Kristjánsson læknir og forseti Náttúrulækningafélags Íslands í heimsókn til Akureyrar ásamt Birni L. Jónssyni, veðurfræðingi, síðar lækni, og þáverandi varaforseta NLFÍ í þeim tilgangi að stofna Náttúrulækningafélag á Akureyri. 58 manns innrituðust í félagið á stofnfundinum og fundarmenn samþykktu stofnun Náttúrulækningafélags Akureyrar sem varð deild í Náttúrulækningafélagi Íslands.

Ný útsýn (1969-1970)

 • S01617
 • Organization
 • 01.01.1969-01.07.1970

Í ársbyrjun 1969 hóf Alþýðubandalagið útgáfu blaðs, sem ætlað var að koma út 8-10 sinnum á ári hverju og bar nafnið Ný útsýn. Var blaðið gefið út fram á mitt ár 1970.

Rótarýklúbbur Sauðárkróks (1948-

 • S02816
 • Organization
 • 26.09.1948-

Rótarýklúbbur Sauðárkróks var stofnaður 26.09.1948 í Hótel Villa Nóva á Sauðárkróki, að undangegnum þremur stofnfundum fyrr í sama mánuði.
Í fyrstu stjórn klúbbsins voru kosnir sr Helgi Konráðsson, forseti, Torfi Bjarnason héraðslæknir, varaforseti, Kristinn P. Briem kaupmaður, Ole Bang lyfsali, gjaldkeri og Valgarð Blöndal stallari. Fullgildingarhátíð klúbbsins var haldin 3. september árið 1949, að viðstöddu fjölmenni. Klúbburinn hefur unnið að ýmsum samfélagsverkefnum, svo sem uppsetningu útsýnisskífu, hljóðfærakaupum fyrir lúðrasveit, aðstoð við undirbúning þjóðhátíðar á Hólum. Einnig hefur klúbburinn staðið í ýmsum fjáröflunum og veitt verðlaun fyrir námsárangur.

Samband íslenskra karlakóra (1928-)

 • S01252
 • Organization
 • 10.03.1928

Samband íslenskra karlakóra var stofnað þann 10. mars 1928 á Bankastræti 4 í Reykjavík á aðalstofnfundi SÍK, en málið hafði verið rædd á fundi þann 16. febrúar sama ár. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Óskars Norðmanns, en hann var kjörinn fyrsti formaður sambandsins. Meðstjórnendur voru þeir Björn E. Árnason, Ólafur Þorgrímsson, Hallgrímur Sigtryggsson og Skúli Ágústsson.

Samband íslenskra rafveitna (1942-1995)

 • S03473
 • Organization
 • 1942-1995

Samband íslenskra rafveitna var stofnað 1942. Árið 1995 sameinaðist það Sambandi íslenskra hitaveitna og varð til Samorka.

Samband norðlenskra kvenna (1914-)

 • S01223
 • Organization
 • 17.06.1914

Samband norðlenskra kvenna var stofnað á Akureyri 17. júní 1914. Sambandið var stofnað fyrir forgöngu Halldóru Bjarnadóttur og fór stofnfundurinn fram í Gagnfræðaskólanum.

Fyrsta stjórnin var skipuð Halldóru Bjarnadóttur, Akureyri, Hólmfríði Pétursdóttur, Arnarvatni og Rannveigu H. Líndal frá Lækjarmóti.
Samkvæmt 3. grein hinna fyrstu laga sambandsins er tilgangur sambandins „að efla samúð og samvinnu meðal kvenna og styðja hverskonar menningar- og mannúðarstarfsemi á félagssvæðinu og vera tengiliður kvenfélagasambandanna í Norðlendingafjórðungi“.

Samband skagfirskra kvenna (1943-)

 • S00318
 • Organization
 • 1943-

Samband skagfirskra kvenna var stofnað þann 9. apríl 1943. Stofnfundurinn var haldinn á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki. Fulltrúar fjögurra kvenfélaga stóðu að stofnfundinum. Lög voru samþykkt fyrir sambandið og fyrsta stjórn þess kosin. Hana skipuðu Rannveig H. Líndal formaður, Stefanía Arnórsdóttir ritari og Jórunn Hannesdóttir gjaldkeri.
Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn 14. júní sama ár og gengu þá tvö félög í viðbót inn í sambandið. Sjöunda félagið bættist við árið 1944.

Sauðárhreppur hinn forni

 • S02201
 • Organization
 • 1000-1907

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Sauðárhreppur verður til en það gerist líklega mjög snemma, jafnvel fyrir kristnitöku. Sauðárhreppur hinn forni dró nafn sitt af þingstað hreppsins að Sauðá. ,,Auk bænda í hreppnum máttu bændur frá Hryggjum og Gvendarstöðum í Staðarhreppi sækja þangað þing ef þeir kusu það frekar en sækja þing að Seylu, sem var mun lengra. Síðasta manntalsþing að Sauðá var 23. júní 1881. Næsta ár var þingið flutt til Sauðárkróks og hefur verið haldið þar síðan." Árið 1907 var hreppnum skipt upp í Skarðshrepp og Sauðárkrókshrepp.

Sauðárkrókshreppur (1907-1947)

 • S02255
 • Organization
 • 1907 - 1947

Sauðárkrókshreppur varð til árið 1907 þegar Sauðárhreppi hinum forna var skipt í tvennt, annas vegar Sauðárkrókshrepp og hinsvegar Skarðshrepp. Þannig varð kauptúnið Sauðárkrókur og jörðin Sauðá að einum hrepp. Árið 1947 fékk hreppurinn kaupstaðarréttindi og hét Sauðárkróksbær.

Sauðfjárveikivarnirnar (1937-

 • S02667
 • Organization
 • 1937-

Sauðfjárveikivarnir hófust formlega kringum 1937. Árið 1941 var Sæmundur Friðriksson kosinn framkvæmdastjóri þeirra.

Seðlabanki Íslands (1961-)

 • S02592
 • Organization
 • 1961-

Seðlabanki Íslands er ríkisstofnun sem fer með stjórn peningamála á Íslandi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum, en einnig að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnan er stefnt að því að halda verðbólgu og atvinnuleysi lágu. Seðlabankinn er sjálfstæð ríkisstofnun og starfar samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sett. Forsætisráðherra skipar bankastjóra til fimm ára. Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráðið fundar að jafnaði tvisvar í mánuði og hefur meðal annars eftirlit með því að starfsemi bankans sé í samræmi við þau lög og þær reglur sem starfa ber eftir.

Seðlabanki Íslands var stofnaður með lögum árið 1961, en seðlabankastarfsemi á Íslandi á sér mun lengri sögu, áður hafði Landsbanki Íslands haft umsjón með peningamál á Íslandi. Núgildandi lög um Seðlabanka Íslands eru lög nr. 36/2001.

Sjálfsbjörg í Skagafirði (1962-

 • S02690
 • Organization
 • 11.03.1962-

Sjálfsbjörg í Skagafirði, stofnað 11.03.1962. Var það tíunda félagið innan landssambandsins Sjálfsbjargar. Fyrsti formaður félagsins var Konráð Þorsteinsson. Félagið varð strax fjölmennt og styrkarfélagar margir. Árið 1963 festi félagið kaup á gömlu húsi sem flutt var á grunn sem Kaupfélag Skagfirðinga gaf félaginu. Húsið skemmdist af eldi árið 1964 en viðgerð á því var lokið sama ár.

Skagfirðingafélagið í Reykjavík (1936-)

 • S00647
 • Organization
 • 06.12.1936-

Sunnudaginn 6. desember 1936 var haldinn fundur á Hótel Borg samkvæmt fundarboðum í dagblöðum Reykjavíkur, af Árna Hafstað, bónda í Vík í Skagafirði. Boðaði hann fyrst og fremst Skagfirðinga í Reykjavík á fundinn og svo þá aðra er "vinveittir væru Skagafirði". Fundinn sóttu um 30 manns. Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, stýrði fundinum. Árni hélt framsögu og gerði grein fyrir tilefni fundarins en það var hin sú hugmynd Skagfirðinga að koma upp menningarmiðstöð fyrir Skagafjörð við Reykjahól (Varmahlíð). Lög félagsins voru samþykkt á öðrum fundi, haldinn 20. maí 1937. Þar er félagið nefnt "Varmahlíð" og helsti tilgangur félagsins vera að vinna að stofnun mennta- og menningarsetur við Reykjahól í Seyluhreppi (Varmahlíð). Fyrsti formaður félagsins var Magnús Guðmundsson, alþingismaður en hann lést 28. nóvember 1937. Strax á 3ja fundi, 20. febrúar 1938, var nafninu breytt í "Skagfirðingafélagið í Reykjavík". Starfssemin varð fjölbreyttari og fljólega var farið að halda "Skagfirðingamót", samkomu brottfluttra Skagfirðinga í Reykjavík. Félagið er enn starfandi í dag.

Skagfirska söngsveitin (1970-)

 • S03474
 • Organization
 • 1970-

Skagfirska söngsveitin var stofnuð 20. september 1970, innan vébanda Skagfirðingafélagsins. Snæbjörg Snæbjarnardóttir var fengin sem kórstjórnandi. Sveitin kom fyrst fram á árshátíð Skagfirðingafélagsins í mars 1971 og aftur á sumarfagnaði sama ár. Sá fagnaður var helgaður verkum Eyþórs Stefánssonar tónskálds.
Fyrsti samsöngurinn var haldinn í Miðgarði í Skagafirði þann 2. júlí 1971 og annar í Bifröst á Sauðárkróki daginn eftir. Einnig tók söngsveitin þátt í útihátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis Sauðárkróks sama dag. Vorið 1972 var efnt til samsöngs í félagsheimili Seltirninga. Að ósk stjórnar Skagfirðingafélagsins fór söngsveitin í upptöku hjá Eíkisútvarpinu vegna væntanlegrar útgáfu á hljómplötu. Árið 1971 veitti Skagfirðingafélagið Gunnar Björnssyni gullmerki fyrir skelegga framgöngu við stofnun sveitarinnar. Sveitin gaf út hljómplötuna Skín við sólu árið 1973.

Skátafélagið Andvarar (1929-)

 • S01213
 • Organization
 • 1929-

Skátafélagið Andvarar var stofnað á Sauðárkróki þann 22. mars árið 1929, „mest að tilhlutan Jónasar Kristjánssonar læknis. Kristján C. Magnússon bókari kom fótum undir félagið að beiðni læknisins; var sveitarforingi fyrsta árið. Við tók Frank Michelsen.“ (Kristmundur Bjarnason, Skagfirzkur annáll 1847-1947 II, bls. 447).
Árið 1972 voru félögin Andvarar og ásynjur (stofnað 1935) sameinuð undir nafninu Skátafélagið Eilífsbúar.

Slysavarnadeildin Skagfirðingasveit (1932-

 • S00571
 • Organization
 • 1932-

Slysavarnadeildin Skagfirðingasveit var stofnuð á Sauðárkróki árið 1932. Þann 1. febrúar sama ár, var boðað til stofnfundar Skagafjarðardeildar í Slysavarnafélagi Íslands. Jónas Kristjánsson læknir setti fundinn og fundarstjóri var Sigurður Sigurðsson sýslumaður. Fyrir fundinn höfðu safnast 42 undirskriftir væntalegra félaga. Eftirfarandi stjórnarnefnd var kosin á fundinum: Jónas Kristjánsson formaður, Haraldur Júlíusson gjaldkeri og Hallgrímur Jónsson ritari. Endurskoðendur voru Þorvaldur Guðmundsson og Snæbjörn Sigurgeirsson. Stjórnin gaf deildinni nafnið Skagfirðingasveit.
Félaginu voru sett lög. Þar segir m.a.: „Björgunarsveitin heitir Skagfirðingasveit. Starfssvæði hennar nær frá Skagatá inn Skagann Skagafjarðarmegin, Skagafjarðardali vestan Héraðsvatna og austan út að Gljúfurá. Aðsetur hennar er Sauðárkrókur.“ Sveitin fékk brátt upptöku í Slysavarnafélag Íslands.

Sögufélag Skagfirðinga (1937- )

 • S03471
 • Organization
 • 1937-

Sögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag landsins. Það var stofnað árið 1937 og, hefur síðan þá starfað óslitið. Fyrsta bókin sem út kom á vegum Sögufélags Skagfirðinga voru Ásbirningar eftir Magnús Jónsson prófessor. Bókin kom út árið 1939. Í kjölfarið fylgdi Landnám í Skagafirði eftir Ólaf Lárusson prófessor, árið 1940 og Frá miðöldum í Skagafirði eftir Margeir Jónsson frá Ögmundarstöðum árið 1941. Sögufélagið hefur gefið út meira en 100 rit um sögu Skagafjarðar.

Sparisjóður Fljótamanna (1917-1940)

 • S02672
 • Organization
 • 1917-1945

Kringum árið 1880 var stofnaður sjóður sem hét ,,Ekknasjóður sjódrukknaðra manna í Siglufirði og Fljótum" í kjölfar tíðra sjóslysa, ekki síst vegna hákarlaveiða, sem höfðu mikil áhrif á sveitina. Var hann sameiginlegur fyrir bæði byggðalögin þangað til 1916-1917. Þá var sjóðnum skipt og fengu Fljótamenn sinn hlut útborgaðan. Með þessu fé aðallega var stofnaður sparisjóður og nefndur Sparisjóður Fljótamanna. Sparisjóður Fljótamanna var stofnaður á fundi í Haganesvík 5. apríl 1916. Voru stofnfélagarar 15. Var sá sjóður enn við lýði um 1940 en þó sennilega á fallanda fæti. Þegar Sparisjóður Siglufjarðar var stofnaður, voru Fljótamenn með Siglfirðingum í því, eins og fram kemur hér að ofan. Voru fjórir stofnendur úr Fljótum, Einar B. Guðmundsson á Hraunum, sr. Tómas Björnsson á Barði, Sveinn Sveinsson í Haganesi og Árni Þorleifsson á Ysta-Mói. Þangað til sjóðnum var skipt voru alltaf 3-4 menn úr Fljótum í stjórn sjóðsins og ábyrgðarmenn hans ásamt Siglfirðingum.

Staðarhreppur (1700-1998)

 • S02254
 • Organization
 • 1700-1998

Staðarhreppur er vestan Héraðsvatna í Skagafjarðarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Reynistað. Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman Sveitarfélagið Skagafjörð.

Stephan G. Stephansson nefndin (1945-1953)

 • S02198
 • Organization
 • 1945-1953

Minnisvarði um Stephan G. Stephansson var reistur á Arnarstapa í Skagafirði árið 1953, í tilefni af aldarafmælis skáldsins. Árið 1945 reifaði Eyþór Stefánsson tónskáld hugmyndina um byggingu minnisvarðans á skemmtun í Litla-Garði í Hegranesi. Í kjölfarið var stofnuð nefnd sem vann að því að þessi hugmynd yrði að veruleika. Nefndarmenn voru Guðjón Ingimundarson, formaður UMSS, Óskar Magnússon, bóndi í Brekku og Eyþór Stefánsson. Ríkarður Jónsson myndhöggvari var fengin til að gera hugmyndir um minnisvarðan og hannaði hann og gerði lágmyndir á varðann. Staðsetning var ákveðin á Arnastapa, skammt frá fæðingarstað skáldsins og í alfaraleið. Hróbjartur Jónasson múrarameistari á Hamri hafði yfirumsjón með byggingu varðans og hófust framkvæmdir 23. júní 1953. Þann 19. júlí 1953 var minnisvarðinn afhjúpaður að viðstöddu miklu fjölmenni í góðu veðri.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

 • S01686
 • Organization
 • 08.10.1874-1988

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Tónlistarskóli Sauðárkróks (1965-1999)

 • S00643
 • Organization
 • 1965-1999

Tónlistarskóli Sauðárkróks tók til starfa í byrjun janúar 1965. Eyþór Stefánsson, tónskáld, var skólastjóri og kenndi einnig tónfræði og tónlistarsögu. Eva Snæbjörnsdóttir sá um kennslu í hljóðfæraleik, aðallega orgel- og píanóleik. Þegar skólinn tók til starfa voru skráðir nemendur um 20. Það var Tónlistarfélag Skagfirðinga sem beitti sér fyrir stofnun skólans. Stjórn Tónlistarfélagsins skipuðu á þessum tíma: Eyþór Stefánsson, Ólafur Stefánsson, Jón Karlsson, Jón Björnsson (Hafsteinsstöðum) og Magnús H. Gíslason (Frostastöðum). Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu veitti 20 þúsund króna framlag til skólans og Kvenfélag Sauðárkróks færði skólanum 10 þúsund krónur. Fleiri félagasamtök og einstaklingar lögðu einnig til fjármagn svo hægt væri að stofna og reka skólann. Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu voru sameinaðir árið 1999 þegar sveitarfélög í Skagafirði voru sameinuð.

Tryggingastofnun Ríkisins (1936-)

 • S03008
 • Organization
 • 01.04.1936-

Tryggingastofnun ríkisins, stofnuð 1. apríl 1936. Varð til í kjölfar félagsumbyltingar í landinu með gildistöku laga um alþýðutryggingar á árinu 1936. Var þá komið á virku almannatryggingakerfi. Stofnunin er framkvæmdaaðili þess kerfis. Er í dag þjónustustofnun fyrir almenning varðandi velferðarkerfið. Hlutverk hennar er að ákvarða og veita tryggingabætur

Umhverfissamtök Skagafjarðar (2001-

 • S02831
 • Organization
 • 26.11.2001-

Umhverfissamtök Skagafjarðar voru stofnuð þann 26.11.2001 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Stofnfélagar voru 23. Félagið stóð m.a. fyrir fjöruhreinsun í júní 2002. í mars 2007 varð félagið deild innan SUNN. Þann 02.09.2009 var það skráð í firmaskrá með kennitöluna 440102-3360.

UMSS (1910-

 • S02400
 • Organization
 • 17.04.1910 -

Ungmennasamband Skagafjarðar var stofnað 17. apríl 1910. Bráðabirgðastjórn hafði þó setið frá 20. febrúar sama ár sem boðaði til stofnfundar 17. apríl. Stofnfélög voru Ungmennafélagið Æskan Staðarhreppi, Ungmennafélagið Framför Lýtingsstaðahreppi og Ungmennafélagið Fram Seyluhreppi. Fyrsta stjórn sambandsins var skipuð; Brynleifur Tobíasson formaður, Árni J. Hafstað ritari og Jón Sigurðsson gjaldkeri. Þegar líða tók á öldina fjölgaði aðildarfélögunum og starfsemin efldist á allan hátt.
Þessi félög gengu í sambandið fyrstu 50 árin:
Ungmennafélagið Hegri Rípurhreppi 1917, Ungmennafélagið Höfðstrendingur Hofsós 1917, Ungmennafélagið Tindastóll 1924, Ungmennafélagið Glóðafeykir Akrahreppi 1952, Ungmennafélagið Geisli Óslandshlíð1947, Ungmennafélagið Framsókn Viðvíkursveit 1914-20, Ungmennafélagið Von í Stíflu 1933, Ungmennafélag Holtshrepps 1947, Ungmennafélagið Hjalti Hjaltadal 1932, Ungmennafélag Hagnesshrepps 1947, Ungmennafélagið Bjarmi Godalsókn 1924-36 og Ungmennafélagið Grettir 1956.
Starfsemi sambandsins var að vonum ekki sérlega fjölbreytt fyrstu árin. Þó má nefna að það stóð fyrir Sumarmótum svokölluðum. Þar voru flutt erindi og tekið þátt í kappreiðum. Eins stóð sambandið fyrir fræðslu og fór á milli aðildarfélaga með ýmis erindi. Auk þess stóð sambandið að því að auka áhuga almennings á íþróttum. Sund var snemma á dagskrá og lagði UMSS fjármagn til að endurgera Steinsstaðasundlaug og var þar aðalsundkennsla fram um nokkurt árabil. Þetta var fyrsta steinsteypta sundlaugin í Skagafirði. Seinna var svo gerð laug í Varmahlíð.
Mótahald varð seinna mikið og öflugt, héraðsmótin á 17. júní þóttu stórhátíðir, haldið var úti sér knattspyrnuliði um tíma og settar upp leiksýningar. Héraðsþjálfarar í frjálsum og knattspyrnu voru fastir liðir svo árum skipti og þjálfuðu þeir vítt og breytt um héraðið. Fengu þá krakkar í sveitum sem þéttbýli að spreyta sig í frjálsum og knattspyrnu. Voru æfingar víða, við Ketilás í Fljótum, Hofsósi, Efra-Ási í Hjaltadal, á Vallarbökkum, á Steinsstöðum, Varmahlíð og Sauðárkróki svo einhverjir staðir séu nefndir. Eins var spilaður handbolti um tíma bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Lagðist þetta fyrirkomulag af á níunda áratugnum.
Ekki er ofsögum sagt þó eitt nafn sé tengt UMSS öðru fremur hér í héraði en það er Guðjón Ingimundarson sem var einn af ötulustu brautryðjendum í Skagfirsku íþróttalífi svo áratugum skipti. Guðjón sat í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar í 31 ár þar af 29 ár (1944-1973) sem formaður. Eins sat Guðjón í stjórn Ungmennafélags Íslands um tíma og var þar varaformaður. Fyrir hans tilstilli og með aðstoð margra annarra ötulla manna var haldið landsmót UMFÍ á Sauðárkróki árið 1971.
Landsmótið 1971 er eitt af mestu skrautfjöðrum í hatti UMSS. Það tókst með miklum ágætum og mættu 8-10 þúsund manns á mótið. Keppendur voru tæplega 500 og kepptu í 7 mismunandi greinum. Fyrir mótið 1971 var gert stórátak í uppbyggingu keppnisaðstöðu á Sauðárkróki og grasvöllurinn var tekinn í notkun fyrir mótið.
Árið 2004 voru haldin tvö landsmót á Sauðárkróki með þriggja vikna millibili. Byggður hafði verið nýr íþróttavöllur sumarið áður og var hann tilbúin til notkunar á mótinu. Fjórða landsmótið sem haldið hefur verið í Skagafirði var svo um Verslunarmannahelgina 2009. Fimmta landsmótið var svo haldið um Verslunarmannahelgina 2014.
Í dag eru 10 aðildarfélög innan UMSS, þrjú ungmennafélög Hjalti, Neisti og Tindastóll, Ungmenna- og Íþrótttafélagið Smári, Hestamannafélagið Skagfirðingur, Íþróttafélagið Gróska, Golfklúbbur Sauðárkróks, Bílaklúbbur Skagafjarðar, Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar og Siglingaklúbburinn Drangey. En hinum almennu ungmennafélögum hefur fækkað mikið síðustu 20 árin og önnur félög komið í staðinn.

Unglingadeildin Trölli (1992-)

 • S00630
 • Organization
 • 1992

Unglingadeildin Trölli var stofnuð á Sauðárkróki á 60 ára afmæli Skagfirðingasveitar, en af því tilefni bauð stjórn slysavarnadeildarinnar til afmælis.
Deildin var stofnuð með það að markmiði að veita unglingum fræðslu um slysavarnir og björgunarmál á sem víðtækustum vettvangi.
Aldurshópur deildarinnar er 14-17 ára.
Stofnunin fór fram á 60 ára afmælis Skagfirðingasveitar, þann 1. febrúar 1992.

Ungmennafélag Íslands (1907-)

 • S02838
 • Organization
 • 02.08.1907

Ungmennafélag Íslands var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907 en þann dag hafði fjöldi fólks komið saman til að halda þjóðhátíð, aðra í röðinni frá því þjóðhátíðin mikla fór þar fram árið 1874. Jóhannes Jósefsson glímukappi frá Akureyri var einn sex ungra manna sem stofnuðu félagið og var hann kjörinn fyrsti formaður þess. Fyrir daga ungmennafélaganna voru búnaðarfélög og lestrarfélög helstu félögin sem var að finna á landsbyggðinni. Einnig nokkur málfundafélög, kvenfélög og bindindisfélög. Íþróttafélög voru fáséð á þessum tíma. Samkvæmt Félagatali sem Þorsteinn Einarsson tók saman í tilefni af 90 ára afmmæli voru 32 félög sem kalla má undanfara ungmennafélaganna, sem voru stofnuð á fyrstu árum 20. aldar og kenndu sig m.a. við framfarir, bindindi, málfundi, glímu og fimleika.
Þegar ungmennafélögin komu til sögunnar var vorhugur í æskufólki á Íslandi. Unga fólkið neitaði að lúta höfði fyrir dönskum kóngi og dönskum fána og vildi eignast sitt eigið þjóðarmerki sem tákn fyrir vaknandi sjálfstæðishug þjóðarinnar. Eins og nærri má geta urðu Íslendingar ekki sammála um þetta frekar en nokkuð annað. Deilurnar um nýjan íslenskan fána tóku á sig ýmsar myndir áður en lauk. Um eitt voru menn þó sammála. Hið gamla innsigli Íslands með mynd af flöttum þorski og kórónu Danakóngs yfir þar sem þorskhausinn skyldi vera var óhafandi og skyldi varpast í ystu myrkur. Fánamálið var nátengt sjálfstæðismálinu en um þetta leyti virtust vera sóknarfæri til að lina tök Dana á íslensku þjóðinni.
Hugmyndasmiðurinn að hinum bláhvíta fána var Einar Benediktsson skáld. Þann 13. mars 1897 skrifaði hann í blað sitt Dagskrána grein sem nefndist „Íslenzki fáninn.“ Þar varpaði hann fyrstur manna fram hugmyndinni um sérstakan íslenskan fána sem skyldi vera hvítur kross á bláum feldi. „Þjóðlitir Íslands eru hvítt og blátt og tákna himininn og snjóinn,“ bætti Einar við. Föðursystir hans, Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir, sem var formaður Hins íslenska kvenfélags hafði forgöngu um að sauma fyrsta bláhvíta fánann þá um sumarið. Hann var fyrst borinn í skrúðgöngu við upphaf þjóðhátíðar sem Stúdentafélag Reykjavíkur gekkst fyrir 2. ágúst sama ár. Í kjölfarið tók UMFÍ hann upp á sína arma.

Results 1 to 85 of 92