Sýnir 6397 niðurstöður

Nafnspjöld

Tómas Þorsteinn Sigurðsson (1932-2017)

  • S03591
  • 29.04.1932-22.07.2017

Tómas Þorsteinn Sigurðsson, f. á Sauðárkróki 29.04.1932, d. 22.07.2017. Foreldrar: Sigurður Pétursson (1890-1958) og Margrét Björnsdóttir (1899-1983).
Tómas ólst upp í foreldrahúsum á Sauðárkróki til 15 ára aldurs. Flutti þá til Reykjavíkur og hóf þar sumarstarf hjá Vitamálastjórn. Hann lauk námi í vélsmíði og vann fyrstu árin við vitabyggingar um land allt. Hann var forstöðumaður Vitamálastofnunar frá 1973. Var einnig forstöðumaður vita- og siglingasviðs Siglingastofnunar en lengst af forstöðumaður vitasviðis Siglingastofnunar.
Tómas var lengi trúnaðarmaður fyrir Starfsmannafélag Ríkisstofnana.
Maki: Sigrún Sigurbergsdóttir kennari (1931-). Þau eignuðust eina dóttur.

Lilja Hannesdóttir (1920-2002)

  • S03598
  • Person
  • 25.08.1920-17.08.2002

Lilja Hannesdóttir, f. á Skefilsstöðum á Skaga 25.08.1920, d. 17.08.2002. Foreldrar: Hannes Benediktsson og Sigríður Björnsdóttir. Lilja ólst upp í Hvammkoti til 17 ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan að Hvammi í Laxárdal. Lilja gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Hún vann íymis störf, m.a. á hótelum og við veitingasölu, bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Maki: Pálmi Jóhannsson frá Búrfelli í Svarfaðardal. Þau giftu sig árið 1948. Eftir það bjó Lilja á Dalvík og starfaði við fiskvinnslu og einnig við félagsheimilið Víkurröst. Þau eignuðust tvíbura.

Sigríður Guðrún Sigurðardóttir (1910-1977)

  • S03601
  • Person
  • 30.08.1910-28.05.1977

Sigríður Guðrún Sigurðardóttir, f. að Rein í Hegranesi 30.08.1910, d. 28.05.1977 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Þórðarson og Pálína Jónsdóttir á Egg. Sigríður útskrifaðist úr Kvennaskólanum á Blönduósi en vann annars búi foreldra sinna og tók við búsforráðum eftir að móðir hennar dó árið 1942. Byggði hús á Sauðárkróki og flutti þangað með föður sínum og var þar síðustu árin. Sigríður var ógift og barnlaus. Mörg börn dvöldu hjá henni á sumrin um árabil á Egg, m.a. Unnur Jóhannesdóttir. Hún var ein af stofnendum Kristniboðsfélagsins Frækornið.

Tónlistarfélag Skagafjarðar (2001-2023)

  • S03637
  • Association
  • 2001-2023

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Guðrún Jónsdóttir (1854-1943)

  • S03649
  • Person
  • 31.07.1854-14.10.1943

Guðrún Jónsdóttir fæddist að Hóli í Sæmundarhlíð 31. júlí 1854. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri að Hóli (1820-1904) og Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja að Hóli (1828-1912). Guðrún bjó lengi á Hóli hjá foreldrum sínum. Er skráð sem vinnukona að Ási í Rípurhreppi árið 1930. Ógift og barnlaus. Dó 14. október 1943.

Kvenfélag Akrahrepps

  • S03653
  • Association
  • 1919 - 1996

Hinn 20 des. 1919 var á Víðivöllum haldin stofnfundur í Kvenfélagi Akrahrepps. Eins og segir í formála bókar Kvenfélags Akrahrepps 100 ára. Blómarósir í Blönduhlíð, ( Dalla Þórðardóttir,2019 ) þá voru fyrstu verkefni sem konurnar í Kvenfélagi Akrahrepps beittu sér fyrir aðkallandi. Þær voru stórhuga og vildu létta líf hreppsbúa. Þær vildu fegra mannlífið og gæða það gleði. Þær vildu efla heimilisiðnaðinn og héldu til þess námskeið og fegruðu umhverfið með jurta - og trjárækt. Á þeirri öld sem er liðinn frá stofnun Kvenfélags Akrahrepps hafa þjóðhættir breyst verulega og svo almennur hagur fólks. Lagst hefur af að fátæk heimili séu styrkt eða að börn þurfi ný klæði til jólanna sem kemur fram í fyrstu árum félagsins. Það styrkir líknar - og menningarstarf innan hrepps og utan. Félagið hefur í tvígang safnað efni í og gefið út bækur, í bæði skiptin á afmælisári. Í tilefni 85 ára afmæli félagsins árið 2004 birtist bókin Burknar, með frumsömdu efni eftir kvenfélagskonur. Fimm árum síðar kom út bókin Næring og Nautnir. Megi þróttur og gleði áfram fylgja félaginu okkar.

Ungmennafélagið Æskan

  • E00026
  • Félag/samtök
  • 20.10.1905 - 17.4.1990

Ungmennafélagið Æskan var stofnað í Staðarhreppi 20. október 1905. Stofnfélagar voru í upphafi 15 manns. Aðalforgöngumaður að stofnun félagsins var Jón Sigurðsson (1888-1972). Ungmennafélagið Æskan varð síðar eitt af stofnfélögum Ungmennasambands Skagafjarðar (U.M.S.S) ásamt tveimur öðrum félögum þegar það var stofnað 17. apríl 1910.
Tilgangur félagsins var meðal annars að „reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðum til að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land og þjóð og fyrst og fremst að þeim framfararmálum sem kunna að koma innan sveitarinnar“ eins og kemur fram í lögum félagsins. Einnig voru félagsmenn hvattir til að vinna ötullega að hvers konar íþróttamálum og yfirleitt að efla allt það er að andlegri og líkamlegu atgerfi lítur. Úr fundargerðabók 13.3.1960.
Það kemur ekki fram í fundargerðarbókunum hvenær eða hvort félagið var lagt formlega niður.

Lestrarfélag Holtshrepps

  • S03659
  • Association
  • ódags.1911

Lestrarfélag Holtshrepps var stofnað 1911, stofnfundur félagsins var haldinn 25. janúar 1912.
Tilgangur félagsins var að standa undir bókakaup og halda utan um útlán á bókum til félagsmanna, auk þess sem velgjörðamenn félagsins gáfu því bækur og lestrarefni. Félagsmenn voru 22 árið 1916. Á aðalfundi þann 29. október 1922 kom fram tillaga að breyta félaginu í hreppsbókasafn og var hún samþykkt.

Lánsfélag Staðarhrepps

  • S03664
  • Félag/samtök
  • 1922 -1940

Tekið úr Gjörðabók og þar segir meðal annars ;
Ár 1922 fimmtudaginn 30. nóvember var fundur settur og haldin að Reynistað. Jóns Sigurðson, Reynistað setti fundinn. Hafði stjórn Kaupfjélag Skagfirðinga látið boða til fundarins með skriflegu fundarboði um hreppinn. Kaupfélagsstjóri Sigfús Jónsson hóf umræðuna. Skýrði hann frá tilgangi Kaupfjélagsstjórnarinnar með fundarhaldi þessu og væri hann sá að ræða um við félagsmenn hvort ekki myndi hægt að breyta verslun Kaupfjélagins í það hvort að hætt væri að lána en taka upp peningaverslun þar að það verslunnarfyrirkomulag sem nú væri lítt viðunandi. Þá tók Jón Sigurðsson á Reynistað til máls, segir m.a. "Helstu leiðina til að ná því takmarki áleit hann þá að bændur innanhreppar stofnuðu lánsfjélög sem útvegi meðlimum sínum eins ódýr reksturslán eins og unnt væri".
"Fundurinn er því samþykkur að Kaupfjelag Skagfirðinga hætti útlánum og breyti verslun sinni í peningaverslun frá næstu áramótum.Á fundinum voru mættir 11 fjélagsmenn, ennfremur framkvæmdarstjóri Kaupfjelags Sigfús Jónsson. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Kvenfélag Seyluhrepps

  • S03667
  • Félag/samtök
  • 1937 - 1997

Sunnudaginn 22. maí. 1932 höfðu nokkrar konur í Seyluhreppi mælt sér mót í Geldingarholti í tilefni af kvenfélagsstofnun.Þar eru mættar 12 konur. Í stjórn Félagsins voru kosnar Húsfreyja; Sigurlaug Sigurðardóttir, Fjalli ( formaður). Húsfreyja; Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjarhóli ( gjaldkeri ). Ungfrú, Ingibjörg Jóhannsdóttir Löngumýri ( ritari ). Síðan voru lesin upp og samþykkt lög. Í lögum stendur ða félagið heitir Kvenfélag SEyluhrepps og tilgangur félagsins er að efla framtaksemi, menningu og réttindi kvenna. Það vill styðja heimilisiðnað og heima menningu, garðrækt og blómarækt, það vill gleðja aðra einkum börn. Fundir eru lögmætir ef 10 félagskonur mæta á fundi. Skráð frá Gjörðabók.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að koma á jarðarbótum og framförum í búnaði í hreppnum.
Í gjörðabók Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir svo;

  1. gr
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpenings, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að men haldi verktöflur og búreikninga.
  2. gr
    Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
    Árið 1930 var samþykkt frumvarp til breytinga á 2. grein laga félagsins og er hún svohljóðandi:
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum.

Atvinnurekstrarlánafélag Akrahrepps

  • S03671
  • Félag/samtök
  • 1930 - 1963

Á fyrsta vetrardag 25. okt. 1930 var fundur settur og haldinn á Uppsölum að undangengnu fundarboði. Fundinn setti Bjarni Halldórsson óðalsbóndi á Uppsölum er hafði boðað til fundarinn og stakk hann upp á Gísla Sigurðsyni hreppstjóra til fundarstjóra. Tók hann þegar við fundarstjórn og kvaddi til fundarskrifara Lárus Arnórsson á Miklabæ. Fundarstjórui gat þess að öllum fundarmönnum mundi kunnugt um í hverju skyni til fundar þessa væri boðað, það væri að stofna atvinnurekstrarlánafélag er starfaði í Akrahreppi framan Dalsár. Félagið heitir Atvinnurekstrarlánsfélag fremri hluta Akrarhrepps og hefur skammstöfunina A.R.A.
Markmið félagins er að efla peningaviðskipti félagsmanna sinna og útrýma skuldaverslun, að ávaxta fé félagsmanna og glæða sparnaðarhug þeirra. Félagskapur A.R.A starfaði í nokkur ár með víxillánsfé. Þegar félagið hafði lokið öllum sínum skuldbindingum út á við var stafsemi þess hætt. Nokkrar krónur voru eftir í sparisjóðbók félagsins. Í bókinni eru nú 31/12 1954. krónur 781.12. Uppsölum Bjarni Halldórsson. Árið 1963, síðla sumars koma þeir tveit eftirlifandi stjórnanefndarmenn Jóhann Sigurðsson, Úlfstöðum og Bjarni Halldórsson, Uppsölum, sér saman um að afhendaBúnaðarfélagi Akrahrepps ofanskráða innistæðu sem var þá orðin með vöxtum kr: 1300.33. Færði Bjarni upphæðina til Búnaðarfélagsins og Sparisjóðsstjóri eyðilagði bók A.R.A
( Gjörðabók 1930 - 1963)

Nautgriparæktarfélag Lýtingsstaðahrepps (1928 - 1945)

  • S03678
  • Félag/samtök
  • 1928 - 1945

Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 20. júní 1928, var samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi kosin nautgripa- kynbótanefnd fyrir Lýtingsstaðahrepp. í nefndinni voru tilnefndir: Sveinn Stefánsson, bóndi á Tunguháls, Hannes Kristjánsson, bóndi á Hvammkoti, formaður Magnús Sigmundsson, bóndi á Vindheimum, ritari. Á Lýtingsstöðum 3. júlí hittust nefnadarmenn og ræddu um nautahald fyrir hreppinn og kom saman um að minnst væri hægt að komast af með þrjú naut fyrir hreppinn, tvö fullorðin og eitt ungt. Þurfti svo að komast að niðurstöðu um hvaða naut yrðu notuð. Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 15. oktober 1929, hreifði Hannes Kristjánsson í Hvammkoti við því hvort bændur vildu ekki stofna nautgripræktarfélag fyrir hreppinn. Samþykkt var með öllum greiddu atkvæðum að stofna félagið.

Lestrarfélag Hvammsprestakalls

  • S03686
  • Félag/samtök
  • 1902 - 1960

Á nýársdag 1902 áttu nokkrir menn fund með sjér að Hvammi í Laxárdal, að lokinni guðsþjónustugjörð þar. Tilefni var að ræða um stofnun Lestrarfélags fyrir Hvammsprestakalls og fékk að hinar bestu undirtektir. Tólf menn gengu þá þegar í félagið. Í stjórn voru kostnir Séra Björn L Blöndal, Guðvarður Magnússson, Jóhann Sigurðsson. Hinn 3. januar átti Lestrarfélagið 18 bækur. Tilgangur félagsins er að glæða og auka lestrar - og fróðleiksfýsn í prestakallinu og hafa menntandi áhrif á félagsmenn. Lögin voru samþykkt á fundi á
Skefilsstöðum hinn 1.maí 1902. Segir í fundagerðabók. Ekki er vitað hvernig framhald félagsins varð.

Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir (1963-)

  • S02852
  • Person
  • 09.01.1963-

Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir, f. 09.01.1963. Foreldrar: Arnljótur Gunnbjörn Sveinsson (1917-1992) og á Ytri-Mælifellsá. Leikskólastjóri í Varmahlíð.

Hitaveita Seyluhrepps (1986-1997)

  • S02846
  • Félag/samtök
  • 1986-1997

Árið 1972 var borað austan í Reykjarhólnum í tengslum við fyrirhugaða skólabyggingu. Við borunina fékkst meira vatn en þurfti að nota við skólann og var þá Hitaveita Varmahlíðar stofnuð og lögð hitaveita um íbúðarhverfið. Frá henni voru einnig lagðar leiðslur að Löngumýri og að Húsey. Í byrjun janúar 1986 undirritaði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og hreppsnefnd Seyluhrepps hitaveitusamning sem fól í sér að Seyluhreppur tók við öllum rekstri Hitaveitu Varmahlíðar og hét veitan því að greiða Menningarsetri Skagfirðinga í Varmahlíð 7% af sölu veitunnar á heitu vatni. Það ár var lögð hitaveita í Víðimýrartorfu og Álftagerði, en árið 1988 var unnið að hitaveitu út Langholt allt að Marbæli. Sumarið 1997 var boruð hola rétt vestan og norðan við háhólinn. Hún var 427 metra djúp og gefur a.m.k. 40 l/sek af 96 gr. heitu vatni. Það vatn er enn ónotað og bíður síns tíma. Sama ár voru Hitaveita Seyluhrepps og Hitaveita Sauðárkróks sameinaðar í einu fyrirtæki, Hitaveitu Skagafjarðar. Tveimur árum síðar var lokið lagningu hitaveitu milli Sauðárkróks og Varmahlíðar.

Umhverfissamtök Skagafjarðar (2001-

  • S02831
  • Félag/samtök
  • 26.11.2001-

Umhverfissamtök Skagafjarðar voru stofnuð þann 26.11.2001 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Stofnfélagar voru 23. Félagið stóð m.a. fyrir fjöruhreinsun í júní 2002. í mars 2007 varð félagið deild innan SUNN. Þann 02.09.2009 var það skráð í firmaskrá með kennitöluna 440102-3360.

Framkvæmdanefnd samnorrænu sundkeppninnar (1953-)

  • S02844
  • Félag/samtök
  • 1953

Samnorræna sundkeppnin var haldin árin 1954,1957, 1960 og 1963. Á Íslandi var áhugi fyrir þessari keppni mikill. Fólk var hvatt til þess að synda 200 metra og vera skráð sem fulltrúar þjóðarinnar í sundkeppninni og fá rétt til að kaupa sér barmmerki því til staðfestingar.

Íþróttasamband Íslands (1912-)

  • S02841
  • Félag/samtök
  • 1912-

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (skammstafað ÍSÍ) eru heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og æðsti aðili frjálsar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Eitt af meginverkefnum ÍSÍ er að efla, samræma og skipuleggja íþróttastarfsemi á Íslandi, auk þess að stuðla að þróun hvers kyns íþrótta, jafnt almennings- sem afreksíþrótta. Núverandi ÍSÍ varð til árið 1997 þegar Íþróttasamband Íslands (st. 1912) og Ólympíunefnd Íslands sameinuðust.

Landgræðslusjóður (1944-)

  • S02839
  • Félag/samtök
  • 1944-

Landgræðslusjóður var stofnaður árið 1944. Megin hlutverk sjóðsins er að klæða landið skógi, en önnur landgræðsla og gróðurvernd er einnig á verksviði hans. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna einstaklinga, stofnana og félaga á verksviði sjóðsins. Stjórn Landgræðslusjóðs skipa (árið 2019): Þuríður Yngvadóttir, Þröstur Eysteinsson, Árni Bragason, Jónatan Garðarsson
og Lydía Rafnsdóttir.

Bryndís Brynjólfsdóttir (1937 - )

  • S0
  • Person
  • 1937

Bryndís fæddist á Akureyri. Dóttir Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara og Þórdísar Haraldsdóttur húsfreyju. Var bankastarfsmaður á Akureyri og Reykjavík.
Systur Bryndísar: Helga tvíburasystir hennar og Ragnheiður, en hún var elst þeirra systra.

Borgþór Gunnarsson

  • S0
  • Person
  • ?

Borgþór fæddist í Akurgerði í Garði á Álftanesi. Foreldrar hans voru Gunnar Jónsson og Guðrún Jónsdóttur. Borgþór lauk læknisnámi frá Háskóla Íslands.
Borgþór eignaðist son með Ingu Hermundsdóttu frá í Landeyjum. Drengurinnn fékk nafnið Herbert Númi.
Síðar kvæntist Borgþór Ástu Guðjónsdóttur fá Vestmannaeyjum. Þau eignuðst þrjá syni. Þau hjón fóru til Vesturheims, hann til frekara náms í læknisfræði og gerðist brjóstholslæknir

Finnur Kristjánsson

  • Person

Finnur var Kaupfélagsstjóri á Húsavík. Hann var kvæntur Hjördísi Tryggvadóttur Kvaran. Hún var fóstursystir Kristmundar.

Elín Christine Jakobsdóttir Havsteen (1800-1873)

  • S02855
  • Person
  • um 1800 - 24. ágúst 1873

Foreldrar: Jakob Havsteen kaupmaður á Hofsósi og Thora Emilie Marie Havsteen. Maki: Lárus Stefánsson Thorarensen, f. 1799, sýslumaður Skagfirðinga. Þau giftust árið 1826 og áttu eina dóttur, Maren Ragnheiði Friðrikku. Þau bjuggu á Enni á Höfðaströnd.

Jakob Hansson Líndal (1880-1951)

  • S02858
  • Person
  • 18. maí 1880 - 13. mars 1951

Foreldrar: Anna Pétursdóttir og Hans Baldvinsson á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð. Jakob ólst upp hjá foreldrum sínum á Hrólfsstöðum. Maki: Jónína Steinvör Líndal. Lauk prófi frá Möðruvallaskóla 1903 og búfræðiprófi frá Hólaskóla 1904. Árin 1906-1907 nam hann við Lýðskólann í Askov í Danmörku. Veturinn eftir var hann í Ási í Noregi. Var framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands 1910-1917. Það ár hóf hann búskap á Lækjamóti í Víðidal. Jakob gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum í sveit sinni og stundaði mikilvægar jarðvegsrannsóknir.

Friðrik Einarsson (dr.med., pró.) (1909-2001)

  • S0
  • Person
  • 1909-2001

Friðrik var fæddur á Hafranesi við Reyðarfjörð árið 1909. Foreldrar hans voru Guðrún V. Hálfdanardóttir og Einar S. Friðriksson. Árið1940 kvæntist Friðrik Ingeborg Einarsson, þau eignuðust fimm börn, þau Kirsten,Halldór,Örn, Erling og Hildi.
Friðrik fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi árið 1939 og í Danmörku 1943, en þar stundaði hann framhaldsnám í níu ár
Árið 1949 hlaut Friðrik sérfræðingsleyfi í kvensjúkdómum og handlækningum og hann kenndi við Læknadeild H.Í. og gegndi ýmsum trúnaðar-og félagsstörfum, m.a. sat hann í stjórn Læknafélags Reykjavíkur og í byggingarnefnd Borgarspítalans ofl.

Gottskálk Albert Björnsson (1869-1945)

  • S02864
  • Person
  • 11. júlí 1869 - 21. des. 1945

Gottskálk Albert Björnsson, f. á Ytri-Reykjum í Miðfirði 11.07.1869. Foreldrar: Björn ,,eldri" Gottskálkson og Jóhanna Jóhannsdóttir b. á Ytri-Reykjum í Miðfirði, síðar í Kolgröf. Albert ólst upp með foreldrum sínum og síðan móður og stjúpa, Birni Þorlákssyni, bónda í Kolgröf, þar til hann festi ráð sitt. Var bóndi á hluta jarðarinnar Vindheima 1896-1898, í Litladalskoti 1898-1901, á Neðstabæ í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu 1901-1932 og mun hafa átt heima þar til æviloka. Maki: Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir, f. 1866. Þau eignuðust átta börn.

Auðbjörg Sigríður Albertsdóttir (1908-1994)

  • S02870
  • Person
  • 27. sept. 1908 - 13. sept. 1994

Auðbjörg Sigríður Albertsdóttír f. 27.09.1908 í Neðstabæ í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar: Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp á Sölvanesi) og Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf, þau bjuggu á Neðstabæ. Auðbjörg ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Einn vetur stundaði hún nám við Hvítárbakkaskólann. Maki: Sigurður Guðlaugsson frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Þau hófu búskap á Neðstabæ en fluttust þaðan að Hafursstöðum og bjuggu þar um 30 ára skeið. Árið 1972 fluttu þau að Blönduósi. Þau eignuðust fimm börn. Frásagnir eftir Auðbjörgu hafa birst í tímaritinu Heima er best, þar sem hún segir sögur af dýrum og ýmsum atburðum. Hún hafði einnig mikla ánægju af garðrækt og fékkst nokkuð við að yrkja kvæði.

Birgir Magnús Valdimarsson (1949-)

  • S02881
  • Person
  • 23. des. 1949-

Foreldrar: Margrét Ólöf Stefánsdóttir, f. 1928 og Valdimar Líndal Magnússon (1922-1988) á Sauðárkróki. Birgir var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.

Gunnlaugur Tobíasson (1950-2013)

  • S02885
  • Person
  • 29. jan. 1950 - 5. mars 2013

Foreldrar: Tobías Sigurjónsson bóndi í Geldingaholti og kona hans Kristín Gunnlaugsdóttir húsfreyja. Í uppvextinum vann Gunnlaugur að bústörfum í Geldingaholti. Einnig við skógrækt og við sjósókn á vetrarvertíðum á Suðurnesjum. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1967-1969 og lauk þaðan búfræðinámi. Hann starfaði sem frjótæknir 1979-2008, er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Lauk einkaflugmannsprófi og var mikill áhugamaður um flug. Hann var virkur í félagsmálum og starfaði m.a. í Lionsklúbbi Skagafjarðar, Veiðifélagi Húseyjarkvíslar og sat í sóknarnefn Glaumbæjarkirkju um árabil. Starfaði einnig lengi með Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð.
Maki: Gerður Hauksdóttir (1949-2015). Þau eignuðust einn son og fyrir átti Gerður eina dóttur.

Gunnar Geir Gunnarsson (1952-

  • S02897
  • Person
  • 24. jan. 1952-

Foreldrar: Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016) og Arnbjörg Jónsdóttir (1928-), kölluð Ebba. Ólst upp á Hofsósi. Búsettur í Reykjavík.

Svavar Haraldur Stefánsson (1952-

  • S02898
  • Person
  • 22. feb. 1952-

Foreldrar: Stefán Gunnar Haraldsson (1930-2014) og Marta Fanney Svavarsdóttir (1931-2013) í Víðidal. Maki: Ragnheiður G. Kolbeins, f. 1957. Þau eiga sex börn. Bóndi í Brautarholti.

Jón Gissurarson (1946-

  • S02887
  • Person
  • 5. nóv. 1946-

Foreldrar Gissur Jónsson bóndi og skáld í Valadal og kona hans Ragnheiður Eiríksdóttir. Bóndi í Víðimýrarseli. Maki: Hólmfríður Ingibjörg Jónsdóttir. Þau eiga fjögur börn.

Sigurður Rúnar Gíslason (1948-

  • S02904
  • Person
  • 7. ágúst 1948-

Foreldrar: Gísli Sigurðsson sérleyfishafi í Sigtúnum í Kolbeinsdal og kona hans Helga Margrét Magnúsdóttir starfsmaður á Landakotsspítala og sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Maki: Heiða Sigurðardóttir frá Fitlum, f. 1947. Búsettur á Sauðárkróki. Bifvélavirki og rak lengi útgerð fólksflutningabíla þar.

Ólafur Bergmann Sigurðsson (1936-2017)

  • S02906
  • Person
  • 18. júlí 1936 - 21. apríl 2017

Foreldrar: Ólína Ragnheiður Ólafsdóttir og Sigurður Bergmann Magnússon. Þau bjuggu á Hafursstöðum við Skagaströnd en síðan á Sauðárkróki. Ólafur starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Jónas Skagfjörð Svavarsson (1948-

  • S02902
  • Person
  • 17. feb. 1948-

Jónas Skagfjörð Svavarsson. Foreldrar: Jón Svavar Ellertsson (1911-1992) og Helga Sigríður Sigurðardóttir (1909-1987).
Fv. verslunarmaður á Sauðárkróki.
Maki: Jóhanna Petra Haraldsdóttir. Þau eiga þrjár dætur og eru búsett á Sauðárkróki.

Stefán Leó Holm (1930-2018)

  • S02909
  • Person
  • 22. nóv. 1930 - 22. júlí 2018

Foreldrar: Fanney Margrét Árnadóttir Holm (1899-1969) og Bogi Thomsen Holm (1873-1948).
Maki 1: Björg Þóra Pálsdóttir, f. 1937. Þau eignuðust 7 börn.
Maki 2: Guðrún Sigurbjörg Stefánsdóttir (1938-2006). Þau eignuðust 1 barn. Þau giftu sig árið 1980 og bjuggu fyrstu árin á Sauðárkróki, svo á Stokkseyri og í Reykjavík en fluttu árið 1985 á Blönduós.

Sigurður Jón Halldórsson (1947-1997)

  • S02907
  • Person
  • 27. sept. 1947 - 4. nóv. 1997

Foreldrar: Halldór Ingimar Gíslason (1909-1998) og Guðrún Sigurðardóttir (1914-1986) á Halldórsstöðum á Langholti. Sigurður bjó með foreldrum sínum á Halldórsstöðum og stundaði bústörf frá unga aldri. Hann bjó sjálfstæðu búi síðustu árin þar til þeir feðgar fluttu á Sauðárkrók árið 1988. Jafnframt var hann starfsmaður Vegagerðarinnar í áratugi. Hann söng með Karlakórnum Heimi, Rökkurkórnum, Kirkjukór Glaumbæjarsóknar og Kirkjukór Sauðárkróks Maki: Kristín Friðfinna Jóhannsdóttir frá Tyrfingsstöðum á Kjálka. Þau eignuðust ekki börn saman en Kristín átti tvö börn fyrir.

Sveinn Árnason (1945-

  • S02910
  • Person
  • 29.08.1945-

Fæddur á Brúnastöðum í Fljótum. Foreldrar: Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja og Árni Anton Sæmundsson bóndi á Brúnastöðum og síðar bifreiðastjóri á Sauðárkróki.
Sveinn er ókvæntur og barnlaus. Verkamaður á Sauðárkróki.

Þórður Hansen (1949-

  • S02893
  • Person
  • 8. júní 1949-

Foreldrar: Jóhannes Friðrik Hansen (1925-) og Ingibjörg Jóhanna Þórðardóttir Hansen (1927-2011).
Maki: Edda Lúðvíksdóttir. Þórður er verktaki á Sauðárkróki.

Anna Pálsdóttir (1910-1984)

  • S03410
  • Person
  • 14.05.1910-06.09.1984

Anna Pálsdóttir, f. 14.05.1910, d. 06.09.1984. Foreldrar: Páll Ísaksson, bóndi og kennari á Hofsósi bóndi í Ártúnum og kona hans Þórey Halldóra Jóhannsdóttir ljósmóðir.
Anna lauk ljósmæðraprófi 1940. Hún var ljósmóðir við Landspítalann 1940-1945 og frá 1973. Ljósmíðir í Vestmannaeyjum 1945-1973.

Niðurstöður 5951 to 6035 of 6397