Showing 6397 results

Authority record

Ágústa Jónasdóttir (1904-2006)

  • S03585
  • Person
  • 01.08.1904-08.12.2006

Ágústa Jónasdóttir, f. á Merkigili 01.08.1904, d. 08.12.2006. Foreldrar: Jónas Steindór Kristjánsson og Stefanía Sigurðardóttir. Foreldrar Ágústu voru í húsmennsku á Merkigili þegar hún fæddist og tveggja ára var henni komið í fóstur til Jóns Guðmundssonar, sem síðar bjó á Hofi í Vesturdal og komu hans, Margrétar Jóhannesdóttur. Ólst hún upp hja´þeim á Minni-Ökrum, Tyrfingsstöðum og Stekkjarflötum. Hún fór vinnkonu að Héraðsdal árið 1921 og giftist Sigtryggi, sem þar hóf búskap árið áður. Ágústa stundaði heimilisstörf í Héraðsdal en þegar þú hjón fluttu til Sauðárkróks fór hún að vinna við þríf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þau bjuggu í Lindargötu 5 (Borgarey).
Þess er sérstaklega getið í æviskrám að Ágústa hafi sundriðið Héraðsvötn til að fæða sonstinn í umsjón ljósmóður sem var búsettt í Sólheimagerði.
Maki: Sigtryggur Einarsson bóndi í Héraðsdal (1886-1955). Þau eignuðust sex börn.

Gísli Þorfinnsson (1866-1936)

  • S03266
  • Person
  • 23.09.1866-26.05.1936

Gísli Þorfinnsson, f. að Ási í Hegranesi 23.09.1866, d. 26.05.1936 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorfinnur Hallsson og Guðrún Björnsdóttir ógift vinnuhjú í Ási. Gísli ólst upp á vegum móður sinnar sem var vinnukona á ýmsum stöðum. Er Gísli var á áttunda ári missti hann móður sína og fór um það leyti að Litlu-Brekku á Höfðaströnd. Þar var hann á vegum Arnfríðar ömmu sinnar en fór sem vinnumaður í fram í Blönduhlíð 17 ára gamall. Meðan hann var í Litlu-Brekku tók hann að stunda sjómennsku ungur að árum og reri eina eða tvær Drangeyjarvertíðir og fór einnig á Suðurnes til sjóróðra. Hann var bóndi á Meyjarlandi á Reykjaströnd 1892-1893, Minni-Ökrum 1893-1900, Miðhúsum 1900-1936. Síðustu árin bjó hann á litlum hluta jarðarinnar á móti Jóni syni sínum. Gísli var bæði góð skytta og vefari.
Maki: Guðrún Jónsdóttir (06.07.1863-07.01.1941). Þau eignuðust níu börn en tvö þeirra dóu ung.

Guðný Jónasdóttir (1866-1943)

  • S01003
  • Person
  • 11.08.1866-16.06.1943

Fædd á Skottastöðum í Svartárdal, Au-Hún. Guðný vann mikið og merkilegt starf fyrir Góðtemplararegluna á Sauðárkróki. Kvæntist Magnúsi Benediktssyni, þau bjuggu á Sauðárkróki og eignuðust sex börn.

Pétur Björnsson (1872-1923)

  • S03634
  • Person
  • 28.12.1872 - 28.09.1923

Pétur Björnsson bóndi í Teigakoti, Tungusveit var fæddur á Vindheimum 28. des. 1872, dáin 28. september 1923.
Foreldrar hans voru Björn Björnsson bóndi í Ytri-Svartárdal og Þorbjörg Pétursdóttir.

Bóndi í Teigakoti 1909-1922. Pétur var lítill vexti og ekki mikill verkmaður, en snoturvirkjur, og gekk vel um alla hluti, sem hann hafði með höndum. Hann var af sumum talinn sérvitur, en stórvel gefinn á sumum sviðum. Hann hafði svo miklra reikningsgáfu að frábært þótti. Hann kunni fingrarím utanbókar og mun hafa verið síðastur manna í sinni sveit sem kunni það og notaði. Var almælt, að hann hefði fundið skekkju í almanakinu einhvern tíma laust eftir aldamótin og eru margar aðrar sögur til um reiknigáfur hans. Hann hafði óvenju sterkt minni. Pétur hafði fagra rithönd og gegndi opinberum störfum. Hann var í hreppsnefnd um skeið, deildarstjóri í Lýtingsstaðahreppi í Kaupfélagi Skagfirðinga, formaður safnarstjórnar Mælifellssóknar o. fl. Hann var gangnastjóri Vestflokks á Eyvindarstaðaheiði í nokkur ár.

Pétur kvæntist ekki né eignaðist afkomanda en ráðskona hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir f. í Eyhildarholti 21. ágúst 1862

Erfingar Péturs voru Guðmundur Þorláksson húsmaður í Víðinesi í Hjaltadal og systir hans Ragnheiður í Saurbæ í Kolbeinsdal.

Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu (1976-2020)

  • S03638
  • Association
  • 1976-2020

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Tónlistarfélag Skagfirðinga (1964-2001)

  • S03639
  • Association
  • 1964-2001

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Tónlistarfélag Skagafjarðar (2001-2023)

  • S03637
  • Association
  • 2001-2023

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu (1976-1999)

  • S03640
  • Organization
  • 1976-1999

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu var stofnaður árið 1976. Í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði var Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu sameinaðir árið 1999 undir heitinu Tónlistarskóli Skagafjarðar.

Hestamannafélagið Léttfeti (1933-2016)

  • S03641
  • Association
  • 1933-2016

Hestamannafélagið Léttfeti var stofnað árið 1933. Starfssvæði félagsins var Sauðárkrókur og nágrenni. Árið 2016 voru hestamannafélögin Léttfeti, Stígandi og Svaði sameinuð í eitt félag sem fékk nafnið Hestamannafélagið Skagfirðingur.

Málfundafélagið Von í Stíflu

  • S03642
  • Association
  • 1918-1945

Málfundarfélagið Von í Stíflu var stofnað 25. apríl 1918 á Knappstöðum. Árið 1928 er málfundarfélaginu breytt í ungmennafélag og hét þá eftirleiðis Ungmennafélagið Von í Stíflu, skammstafað U.m.f.V. Síðasta fundagjörð U.m.f.V. er frá 15.4.1945 en ekki kemur þar fram að félagið sé formlega lagt niður. Erfitt hefur þó verið að halda félagsskapnum gangandi því í fundargjörð frá 29.3.1945 kemur fram að félagsmenn ræddu hvort leggja ætti félagið niður, ekki síst þar sem "... svo fáir félagsmenn eru á félagssvæðinu og út lit fyrir að þeim muni fækka en þá meira af völdum Fljótarvyrkjunar, þar sem félagssvæðið Stíflan legðist að mestu undir vatn." Í sömu fundargjörðabók tekur við lög Ungmennafélags Holtshrepps og félagaskrá frá 1949 til 1958. Allt bendir því til þess að félagið hafi runnið inn í þann félagsskap.

Verkamannafélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03644
  • Association
  • 1949-?

Verkamannafélag Lýtingsstaðahrepps var stofnað 3. apríl 1949 að Lýtingsstöðum. Stofnfélagar voru 17 karlmenn sem allir bjuggu í Lýtingsstaðahreppi. Í fyrstu stjórn félagsins sátu Jóhann Hjálmarsson Ljósalandi (formaður), Björn Egilsson Sveinsstöðum (ritari), Jón Þórarinsson Efrakoti (gjaldkeri). Árið 1952 er farið að rita nafn félagsins Verkalýðsfélags í stað Verkamannafélags. Ekki er ljóst hvenær félagið var lagt niður. Síðast fundargjörð er rituð 5. okt. 1962 en á þeim fundi er ekkert rætt um að breyta eða leggja niður félagsskapinn.

Ingimar Sigurðsson (1881-1908)

  • Person
  • 23.05.1881-08.12.1908

Bjó hjá foreldrum sínum á Draflastöðum. Búfræðingur. Ókvæntur og barnlaus. Varð úti á Héðinsskörðum 1908.

Lestrarfélag Óslandshlíðar

  • S03645
  • Association
  • 1913-1957

Lestrarfélag Óslandshlíðar var stofnað 29. apríl 1913 á Hlíðarhúsi og voru stofnendur 11. Lögð voru fyrir fundinn lög félagins og þau samþykkt.
Þann 31.mai.1957 varð tillaga um að bókasafn Lestrarfélags Óshlíðar muni sameinast í Lestrarfélag Hofshrepps. Tillaga þessi var samþykkt.

Þorbergur Jónsson (1860-1920)

  • S03646
  • Person
  • 31.03.1860-1920

Þorbergur Jónsson fæddist 31. mars árið 1960 að Hóli í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri að Hóli (1820-1904) og Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja að Hóli (1828-1912). Þorbergur kvæntist Helgu Bjarnadóttur/Guðbjörgu Bjarnadóttur (1858-1912) árið 1886 en heimildum ber ekki saman um heiti konunnar. Var bóndi í Vík í Staðarhreppi en flutti til Vesturheims árið 1887, nánar tiltekið Nýja Íslands. "Flutti í Argylebyggð 1892 og á land sitt í Hólabyggð ári seinna. Hann bjó félagsbúi með bróður sínum Magnúsi í nokkur ár en flutti svo seinna suður í byggðina þar sem hann keypti lönd suðvestur af Glenboro".
Þorbergur og Guðbjörg ólu upp Sigríði Jakobsdóttur.
Þorbergur dó 2. janúar árið 1920 í Manitoba.

Magnús Jónsson Fjalli (1851-1942)

  • S03647
  • Person
  • 17.07.1851-31.03.1942

Magnús fæddist árið 17. júlí árið 1851 að Hóli í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Jón Jónsson, hreppstjóri og bóndi að Hóli og Sigríður Magnúsdóttir, húsfreyja að Hóli. "Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra á Hóli til 1874, var í húsmennsku hjá tengdamóður sinni á Fjalli 1874-77, en tók þá við ábúð á jörðunni. Bjó á Fjalli 1877-87. Brá þá búi og fór vestur um haf. Nam land í Víðirnesbyggð í Nýja Íslandi, byggði þar nýbýlið Hjarðarholt og bjó þar 1887-91, en nam þá land í Hólabyggð í Assinibonedal í Manitoba, um tólf mílu norðaustur af Glenboro, og bjóð þar 1891-1902. Þaðan fluttist hann til Blaine og bjó þar 1902-17, var hjá Jóni sýni sínm í New Westminster í Bresku Columbiu 1917-27, en fór þá aftur til Blaine og átti þar heima til æviloka." (Skagf. æviskrár V, 245).
Kvæntist Margréti Unu Grímsdóttur (1848-1934) árið 1874 en Margrét var frá Fjalli í Sæmundarhlíð.
Saman áttu þau fimm börn, tvö þeirra komust á legg.

Þórarinn Jónsson (1863-1890)

  • S03648
  • Person
  • 1863-1890

Fæddist að Hóli í Sæmundarhlíð. Heimildum ber ekki saman um fæðingarár. Skagfirskar æviskrár segja að hann hafi fæðst 20. nóvember 1962 en í Íslendingabók er hann talinn hafa fæðst árið 1863. Þórarinn var búfræðingur frá Hólum. Kvæntur Sigríði Þorleifsdóttur (1864-1949). Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Þórarinn fór niður um ís á Winnipegvatni og drukknaði í desember 1890.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

  • S03651
  • Association
  • 1898 - 1990

Bindindisfélagið Tilreyndin var stofnað 12.febrúar 1898. Það var svo 1923 sem félaginu er breytt í Bindindisfélagið Geisli. Í febrúar 1926 var á aðalfundi rætt um að ungmennafélagsnafn eigi betur við lög félagsins og einnig til þess að fá fleira fólk í félagið. Að lokinni atkvæðagreiðslu var þetta samþykkt með 12 atkvæðum gegn 8 og U.M.F Geisli varð til. Á aðalfundi U.M.F Geisla 22. mars.1990 var svo samþykk sameining U.M.F Geisla og Íþróttafélagsins Neista að því tilskyldu að hið sameiginlega félag starfi áfram sem ungmennafélag innan U.M.S.S.Tillagan var samþykkt með samhljóð atkvæðum allra fundarmanna.

Guðrún Jónsdóttir (1854-1943)

  • S03649
  • Person
  • 31.07.1854-14.10.1943

Guðrún Jónsdóttir fæddist að Hóli í Sæmundarhlíð 31. júlí 1854. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri að Hóli (1820-1904) og Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja að Hóli (1828-1912). Guðrún bjó lengi á Hóli hjá foreldrum sínum. Er skráð sem vinnukona að Ási í Rípurhreppi árið 1930. Ógift og barnlaus. Dó 14. október 1943.

Kvenfélag Akrahrepps

  • S03653
  • Association
  • 1919 - 1996

Hinn 20 des. 1919 var á Víðivöllum haldin stofnfundur í Kvenfélagi Akrahrepps. Eins og segir í formála bókar Kvenfélags Akrahrepps 100 ára. Blómarósir í Blönduhlíð, ( Dalla Þórðardóttir,2019 ) þá voru fyrstu verkefni sem konurnar í Kvenfélagi Akrahrepps beittu sér fyrir aðkallandi. Þær voru stórhuga og vildu létta líf hreppsbúa. Þær vildu fegra mannlífið og gæða það gleði. Þær vildu efla heimilisiðnaðinn og héldu til þess námskeið og fegruðu umhverfið með jurta - og trjárækt. Á þeirri öld sem er liðinn frá stofnun Kvenfélags Akrahrepps hafa þjóðhættir breyst verulega og svo almennur hagur fólks. Lagst hefur af að fátæk heimili séu styrkt eða að börn þurfi ný klæði til jólanna sem kemur fram í fyrstu árum félagsins. Það styrkir líknar - og menningarstarf innan hrepps og utan. Félagið hefur í tvígang safnað efni í og gefið út bækur, í bæði skiptin á afmælisári. Í tilefni 85 ára afmæli félagsins árið 2004 birtist bókin Burknar, með frumsömdu efni eftir kvenfélagskonur. Fimm árum síðar kom út bókin Næring og Nautnir. Megi þróttur og gleði áfram fylgja félaginu okkar.

Ungmennafélag Höfðstrendinga*

  • S03652
  • Association
  • 1917 - 1987

Þann 25. mars.1917 komu nokkur ungmenni úr Hofsós og grendinni saman í þinghúsi hreppsins í þeim tilgangi að stofna ungmennafélag. Á þessum fyrsta fundi var samþykkt að félagið héti Ungmennafélag Höfðstrendinga. U.M.F.H. Og svo segir m.a. í lögum nýs félags, að félagsmenn geta þeir orðið sem ekki neyta áfengra drykkja og þeir sem eru innan 20 ára ( breyttist svo í 16 ára ). Séu ekki tóbaksneytendur en aldurstakmark félagsmanna er 12 - 40 ára og byggja þeir stefnu sína á kristilegum grundvelli. Allir sem skrifa undir skuldbindingu og lög félagsins skulu þúast. Fundir skulu byrja og enda með því að syngja eða lesa eitthvað ættjarðarljóð. Í bréfi sem Björn í Bæ ritar og er í þessum gögnum segir að fyrsta verkefni var að stofna Unglingaskóla og að það var mikill áhugi hjá fólki að láta gott af sér leiða og margir hafi fengið sínar fyrstu æfingu að setja hugsanir sínar í mælt mál. Starfrækt var kartöflurækt, opnuð var sundlaug milli Hugljótstaða og Hólakots, árið 1927 var strengt heit að koma upp samkomuhúsi og 29 .des.1928 var húsið fullbyggt og vígt með viðhöfn og skýrt Skjaldborg. Það var eins og öll skemmtanahöld lifnuðu við með tilkomu Skjaldborgar, leikfélagið var með margar sýningar og starfandi karlakórinn Þröstur, flestir ungmennafélagar, þá þótti engin skemmtun boðleg nema samsöngur væri. Félagar ungmennasambanda skiptust á að mæta á fundi hjá hvorum öðrum og flutt voru ýmis erindi sem voru svo tekin til umræðu, þetta færði unga fólkið saman í starfi og góðum anda.
Stjórnarfundur sem haldin var 11.maí.1982 í U.M.F.Höfðstrending samþykkti ( áður samþ á aðalfundi 24. febrúar.1982 ) að UMSS hafi forgöngu um viðræður milli U.M.F Geisla og U.M.F Höfðstrendings. Í Byggðasögu Skagafjarðar X. bindi er þess getið að með sameiningu Ungmennafélags Geisla í Óslandshlíð og Íþróttafélagsins Neista 22. mars.1990 hafi orðið til Ungmennafélag Neisti og Ungmennafélag Höfðstrendingur hafi ekki verið með í þeirri sameiningu og starfaði ekkert eftir þetta.

Félag Fiskvinnslustöðva á Austur og Norðurlandi F.A.N. (1961 - 1964)*

  • S03650
  • Association
  • 25.06.1961 - 24.10.1963

Þann 25.06.1961 á hótel KEA á Akureyri var boðað til fundar af fulltrúum frá frystihúsum og fiskverkunnarstöðvum á Norður og Austurlandi. Tilefnið var stofnun Félag fiskvinnslustöðva á Austur og Norðurlandi það var Jón Þ Ármannsson sem lagði fram frumvarp að lögum fyrir félagið sem undirbúningsnefnd hafði samið.
Tilgangur félagsins var að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna í samvinnu við heildarsamtök fiskútflytjenda og gæta sérhagsmuna svæðisins, að því leyti sem þeir fara ekki saman með hagsmunum heildarsamtakanna.
Í Stjórn voru kostnir: Formaður, Marteinn Friðriksson, Sauðárkróki, Varaformaður, Jón Þ Árnason, Raufarhöfn. Meðstjórnendur, Guðjón Friðgeirsson, Fáskrúðfirði. Jóhannes Stefánsson, Neskaupstað. Sigurður Jónsson, Siglufirði.
Heimili þess og varaþing er á Akureyri.
Félagar geta þeir einstaklingar og fyrirtæki sem kaup og verka fisk til útflutnings á svæðinu frá Djúpavogi að austan og norður um til Hólmavíkur að vestam.
Heimilt er að synja í inngöngu í félagið þeim aðlillum sem kaupa minna magn til vinnslu en 250 tonn af fiski miðað við slægðan fisk með haus.
Á stofnfundinum mættu aðillar frá 22 fiskverkunnarstöðvum á svæðinu.
Fimmtudaginn 24.10.1963 var haldin fundur F.A.N á Hótel Borg mættir voru Marteinn Friðriksson, Bjarni Jóhannesson, Aðalsteinn Jónsson og Guðjón Friðgeirsson, bæði sölusamtökin S.H. og SÍS höfðu verið með almenna fundi varðandi verðlagsmál og afkomumöguleika frystihúsa, yfirleitt tekur stjórn F.A.N ekki ástæðu til að boða til almenns félagsfundar og ákveður stjórnin að innheimta félagsgjöld nú og framvegis hjá sölusamtökunum.

Ingvar Gýgjar Jónsson (1930-

  • S02475
  • Person
  • 27. mars 1930-

Fæddur í Skagafirði. Sonur hjónanna Olgu Sigurbjargar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar frá Hafsteinsstöðum, síðar á Gýgjarhóli í Staðarhreppi í Skagafirði. Kvæntist Sigþrúði Sigurðardóttur, þau eignuðust fimm börn. Býr á Sauðárkróki.

Results 6121 to 6205 of 6397