Alberta í Kanada

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Alberta í Kanada

Equivalent terms

Alberta í Kanada

Associated terms

Alberta í Kanada

3 Authority record results for Alberta í Kanada

3 results directly related Exclude narrower terms

Jóhann Björnsson (1856-1942)

  • S01066
  • Person
  • 31. júlí 1856 - 3. maí 1942

Vinnumaður og sjómaður í Svartárdal ytri í Skagafirði 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Grímsstöðum í Svartárdal. Bóndi í Tindastól, Alberta, Kanada 1901. Póstafgreiðslumaður við Tindastóll-pósthús í Alberta. Var í Red Deer, Alberta í Kanada 1916. Nefndur John Bjornson í manntalinu 1916.

Stephan G. Stephansson (1853-1927)

  • S02097
  • Person
  • 3. okt. 1853 - 9. ágúst 1927

Foreldrar: Guðmundur Stefánsson b. á Kirkjuhóli hjá Víðimýri og k.h. Guðbjörg Hannesdóttir. ,,Stefán fæddist þann 3. október árið 1853 á Kirkjuhóli í Skagafirði og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Til fimmtán ára aldurs bjó Stefán í Skagafirði, en fluttist þá í Þingeyjarsýslu og starfaði þar sem vinnumaður. Hann bjó þar allt til þess er hann fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum og systur árið 1873, þá að verða tvítugur. Í fimm ár bjó hann í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum og kvæntist sama ár og hann flutti þaðan náfrænku sinni, Helgu Sigríði Jónsdóttur. Þau áttu saman átta börn, en sex þeirra komust upp. Næst bjó Stefán að Görðum í Norður-Dakóta, í tíu ár. Árið 1889 fluttist hann síðan til Albertafylkis í Kanada og bjó þar til dauðadags. Fyrstu ár Stefáns í Vesturheimi vann hann t.d. við járnbrautalagningu og skógarhögg en hætti því upp úr fertugu og einbeitti sér að búskapnum. Hann afrekaði það sem bóndi að nema land þrisvar og virðist hafa farist það vel úr hendi. Í Wisconsin kallaði Stefán sig Stefán Guðmundsson en í Dakóta var hann skrifaður Stefansson. Þetta leiddi til þess að bréf hans rugluðust við bréf annarra Stefanssona svo Stefán tók upp nafnið Stephan G. Stephansson sem hann varð þekktur undir. Fyrsta ljóðakver Stefáns var Úti á víðavangi sem kom út árið 1894. Ljóðabækur hans urðu fjölmargar, flestar gefnar út í Reykjavík. Eitthvað af lausamáli eftir hann birtist líka í íslensku blöðunum fyrir vestan. Meginverk hans verður að teljast Andvökur I-VI sem út kom á árunum 1909-1938. Andvökur draga nafn sitt af því að Klettafjallaskáldið, eins og Stefán er oft nefndur, átti erfitt með svefn í Vesturheimi og flest ljóð hans því samin á nóttunni."

Þórdís Emilía Albertsdóttir (1889-1923)

  • S01796
  • Person
  • 1889-1923

Dóttir Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fædd í Vesturheimi. Kona Eyjólfs Þorkelssonar Erickson frá Gili í Borgarsveit, sem um langt skeið var búsettur í Selkirk í Manitoba, en síðast í Calgary í Alberta.