Arnarfjörður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Arnarfjörður

Equivalent terms

Arnarfjörður

Associated terms

Arnarfjörður

4 Authority record results for Arnarfjörður

4 results directly related Exclude narrower terms

Guðmundur G. Hagalín (1898-1985)

  • S03084
  • Person
  • 10. okt. 1898 - 26. feb. 1985

,,Fjölskylda Guðmundar bjó í fyrstu að Lokinhömrum í Arnarfirði, þar sem Guðmundur fæddist, en fluttist síðar að Haukadal í Dýrafirði. Guðmundur lauk gagnfræðaprófi og hóf árið 1917 nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 1918 gerðist hann blaðamaður í Reykjavík og síðar á Seyðisfirði en þar var hann ritstjóri blaðanna Austurlands og Austanfara. Hann dvaldi í Noregi árin 1924-27 en flutti árið 1928 til Ísafjarðar og starfaði þar sem bókavörður og kennari. Árið 1965 fluttist hann í Borgarfjörð og bjó á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Hann stofnaði ásamt fleirum Félag íslenskra rithöfunda árið 1945. Árið 1955 var hann skipaður bókafulltrúi ríkisins og gegndi því starfi til 1969." Guðmundur gaf út fjölda bóka, bæði skáldsögur og ævisögur, má þar nefna ævisögu Moniku Helgadóttur á Merkigili: Konan í dalnum og dæturnar sjö.

Guðrún Jóna Dagbjartsdóttir (1921-2005)

  • S02409
  • Person
  • 8. júlí 1921 - 23. ágúst 2005

Guðrún Jóna Dagbjartsdóttir var fædd í Neðri Hvestu í Ketildölum í Arnarfirði 8. júlí. 1921 og þar ólst hún upp. Ljósmóðir. Giftist Ingimundi Jónssyni á Brekku í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu, þau voru bændur í Brekku frá 1927 til 1982, þau eignuðust sjö börn.

Kristján Ólafur Kristjánsson (1873-1959)

  • S03472
  • Person
  • 26.04.1873 - 04.05.1959

Kristján Ólafur Kristjánsson skipstjóri og fornbóksali var fæddur í Trostansfirði í Arnarfirði. Faðir hans var Kristján Páll Jónsson bóndi í Trostansfirði og móðir hans var Jóhanna Ólafsdóttir frá Hamri á Hjarðarnesi. Faðir Kristjáns lést þegar hann var á 1. ári, þá flutti hann með móður sinni til föðuafa síns að Skápadal. 1895 fór hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi tveimur árum seinna 24 ára gamall. Hann var á sjó til 1908, það ár kvæntist hann konu sinni Sigurlaugu Traustadóttur yfirsetukonu og barnakennara. Hann setti á stofn matvöruverslun á Laugarvegi 17 en rak hana stutt því hann fór aftur á sjó þegar fyrstu íslensku togararnir komu. Árið 1916 hætti Kristján að mestu sjómennsku. Kristján stofnaði 1918 fornbókasölu sína í Lækjargötu 10 og rak hana til 1940. Kristján lést að heimili sínu Kirkjugarðsstíg 6 í Reykjavík.