Identity area
Reference code
Title
Date(s)
- 1938 (Creation)
Level of description
Extent and medium
1 ljósmynd skönnuð 6x6 filma í tiff
Context area
Name of creator
Biographical history
Bruno Schweizer fæddist 3. maí 1897 í Dissen við Ammervatn í Bæjaralandi. Hann stundaði nám í germönskum fræðum við háskólana í Munchen, Innsbruck og Freiburg og lauk doktorsprófi í þjóðfræði árið 1925.
Á árunum 1927-1931 starfaði hann við Sprachatlas málvísndastofnunina í Marburg en 1931 sneri Bruno aftur á heimaslóðir og starfaði við háskólann í Munchen. Á árunum 1935-1936 ferðaðist Bruno á eigin vegum um Ísland þar sem hann gat stundað þjóðfræðirannsóknir. Í ferðunum tók hann yfir 1000 ljósmyndir, sem margar hverjar eru einstakar í sinni röð, enda lýsa þær samfélagi sem var á hverfanda hveli, en tæknibyltingin hafði þegar hafið innreið sína í íslenskar sveitir. Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu, Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni, Helga og Gunnar.
Í stríðinu urðu þeir atburðir sem áttu eftir að reynast fjölskyldunni afdrifaríkir. Árið 1940 stóðu fyrir dyrum þjóðflutningar þýskumælandi fólks frá Suður-Tírol á Ítalíu til Þýskalands og var hlutverk Brunos að skrá menningarverðmæti sem flytja átti. Vann hann að margvíslegum rannsóknum á lifnaðarháttum og tungumáli Tírol þjóðverjana og tók upp mikið magn af töluðu máli, sem enn er verið að rannsaka af málvísindamönnum. Þetta verkefni vann hann undir stjórn Ahnenerbe, stofnun sem hafði sitthvað á samviskunni og var undir stjórn SS og Heinrich Himmler. Að loknu stríði var hann handtekinn, eins og aðrir sem líkt var á fyrir komið og fluttur í gæslubúðir í Garmisch. Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru, enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni.
Að loknu gæsluvarðhaldinu tókst fjölskyldunni að flytja til Íslands, árið 1948 og dvaldist Bruno hér á landi til hausts 1949 er hann fór aftur heim til Diessen. Erfitt reyndist fyrir hann að fá starf við sitt hæfi á Íslandi og fjölskyldan fylgdi á eftir árið 1952. Hagur fjölskyldunnar virtist vænkast á ný og Bruno fékk verkefni við sitt hæfi. Hins vegar var Bruno ekki heilsuhraustur og þann 11. nóvember 1958 lést hann úr hjartaáfalli.
Eftir lát manns síns bjó Þorbjörg áfram í Diessen ásamt sonum sínum. Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck. Gunnar starfar við forna iðn Schweizerættarinnar og rekur tinverksmiðju í Diessen. Árið 1990 sneri Þorbjörg aftur heim til Íslands og settist að í dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri. Þar lést hún 31. janúar 2002 99 ára að aldri.
Eins og áður sagði eru ljósmyndir Brunos einstakar á margan hátt. Hann var nákvæmur þegar kom að því að taka myndir af fornum byggingum eða starfsháttum en hafði einnig auga fyrir myndbyggingu og skemmtilegum augnablikum. Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum.
Myndir Brunos bera með sér að hann hugðist nýta þær í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu, þess vegna eru landslagsmyndir nokkuð fyrirferðamiklar. Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Þýskalandi þar sem myndirnar voru sýndar.
Repository
Archival history
Immediate source of acquisition or transfer
Content and structure area
Scope and content
Jónína Jónsdóttir (1890-1941) síðast í Hafnarfirði kona Hallgríms Jónssonar (1886-1929) verkamanns þar.
Appraisal, destruction and scheduling
Accruals
System of arrangement
Conditions of access and use area
Conditions governing access
Conditions governing reproduction
Tímatákn ehf
Language of material
- Icelandic
Script of material
Language and script notes
Physical characteristics and technical requirements
Finding aids
Allied materials area
Existence and location of originals
HSk
Existence and location of copies
HSk
Related units of description
Notes area
Alternative identifier(s)
Access points
Subject access points
Place access points
Name access points
Genre access points
Description control area
Description identifier
Institution identifier
Rules and/or conventions used
Status
Level of detail
Dates of creation revision deletion
10.05.2016 frumskráning í atom - sup.
Language(s)
- Icelandic