Dalasýsla

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Dalasýsla

Equivalent terms

Dalasýsla

Associated terms

Dalasýsla

9 Authority record results for Dalasýsla

9 results directly related Exclude narrower terms

Bjarni Fanndal Finnbogason (1918-1975)

  • S02182
  • Person
  • 27. feb. 1918 - 11. jan. 1975

Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Búfræðikandidat frá Sem í Noregi 1939. Héraðsráðunautur í Dalasýslu 1957-1971. Kvæntist Sigurlaugu Indriðadóttur frá Dvergsstöðum í Eyjafirði.

Einar Kristmundsson (1920-2009)

  • S01772
  • Person
  • 4. des. 1920 - 5. apríl 2009

Einar Kristmundsson fæddist í Rauðbarðaholti, Hvammsveit Dalasýslu. Einar bjó alla sína tíð í Rauðbarðaholti. Hann tók við búi foreldra sinna árið 1962. Einar kvæntist Guðrúnu Jóhannesdóttur frá Merkigili í Skagafirði, þau eignuðust sex börn.

Guðrún Ingiríður Jóhannesdóttir (1932-)

  • S01773
  • Person
  • 26. apríl 1932-

Dóttir Moniku Helgadóttur og Jóhannesar Bjarnasonar á Merkigili. Guðrún ólst upp á Merkigili. Kvæntist Einari Kristmundssyni frá Rauðbarðaholti í Hvammssveit í Dölum, búsett þar frá 1953.

Jakob Jóhannesson Smári (1889-1972)

  • S02933
  • Person
  • 9. okt. 1889 - 10. ágúst 1972

Fæddur á Sauðafelli í Dölum. Foreldrar: Jóhannes Lárus Lynge Jóhannsson, prestur á Kvennabrekku, og f.k.h., Steinunn Jakobína Jakobsdóttir. Jakob lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1908, stundaði nám í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þaðan meistaraprófi árið 1914. Jakob var kennari við ýmsa skóla í Reykjavík á árunum 1914-20 og við Menntaskólann í Reykjavík 1920-36 og yfirkennari þar. Hann sat lengi í stjórn Sálarrannsóknafélags Íslands. Jakob sendi frá sér ljóðabækurnar Kaldavermsl, 1920, Handan storms og strauma, 1936, Undir sól að sjá, 1939, og Við djúpar lindir, 1957. Þá samdi hann kennslubækur, s.s. Íslenska setningafræði og Íslenska málfræði og tók saman Íslensk-danska orðabók. Jakob þýddi m.a. sum verka Gunnars Gunnarssonar, leikrit eftir Ibsen og Strindberg og óperettur, að ógleymdri Bókinni um veginn, eftir Lao-Tse, ásamt Yngva Jóhannessyni. Jakob var nýrómantískt skáld. Skáldskapurinn var ljóðrænn og átakalítill, sonnettan var hans aðalljóðform en yrkisefnið gjarnan sótt í kyrrð og fegurð íslenskrar náttúru. Hann var því ekki beint barn síns tíma þegar leið á ferilinn. Samt urðu ýmis ljóða hans vel þekkt og oft sungin.
Maki: Helga Þorkelsdóttir kjólameistari, þau eignuðust tvö börn.

Karl Hafsteinn Pétursson (1931-2002)

  • S02214
  • Person
  • 21. mars 1931 - 22. okt. 2002

Karl Hafsteinn Pétursson var fæddur 21. mars 1931 í Búðardal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Foreldrar Karls voru Pétur Guðfinnsson bifreiðarstjóri Sigríður Dóróthea Karlsdóttir prjónakona. ,,Karl sinnti ýmsum störfum og var m.a. lengi bifreiðastjóri eða þar til hann hóf búskap á Klifmýri á Skarðsströnd í Dalasýslu árið 1967. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur árið 1987 rak hann m.a. matvöruverslun og var húsvörður í Hátúni 12 þar sem hann bjó síðustu æviárin. Karl starfaði að sveitarstjórnarmálum í Skarðsstrandarhreppi, m.a. sem oddviti og var virkur í ýmiss konar félagsstarfsemi, s.s. Breiðfirðingafélaginu." Karl kvæntist 10. nóvember 1957 Eddu Hermannsdóttur, þau eignuðust fimm börn, þau skildu.

Kristján Linnet (1881-1958)

  • S00266
  • Person
  • 1. feb. 1881 - 11. sept. 1958

Kristján var fæddur 1. febrúar 1881. Foreldrar hans voru Hans Dithlev Linnet bókhaldari í Hafnarfirði og Gróa Jónsdóttir frá Vallarhúsi í Grindavík. Kristján varð stúdent í Reykjavík árið 1899 og cand. juris frá Kaupmannahafnarháskóla 1907. Hann var settur lögreglustjóri á Siglufirði sumrin 1909 og 1910 og síðar settur sýslumaður í Dalasýslu 1915 og seinna meir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 1917 til ársins 1918. Kristján var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1918. Var síðan settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 1924. Kona hans var Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir og áttu þau sex börn.

Sigurjón Sumarliðason (1867-1954)

  • S03046
  • Person
  • 6. nóv. 1867 - 9. maí 1954

Fæddur í Sælingsdalstungu í Hvammssveit í Dalasýslu. Foreldrar: Sumarliði Guðmundsson bóndi og póstur og fyrri kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Sigurjón ólst að nokkru upp hjá foreldrum sína en fór snemma til vandalausra. Um tvítugt flutti hann með foreldrum sínum til Eyjafjarðar. Bjuggu þau m.a. að Lögmannshlíð og í Skjaldarvík en fluttu að Ásláksstöðum. Sigurjón gerðist fylgdarmaður föður síns á póstferðum milli Akureyrar og Staðar í Hrútafirði. Árið 1888 fór hann til Ameríku og dvaldi þar í fimm ár. Heimkominn gerðist hann aftur fylgdarmaður föður síns en tók alfarið við póstferðunum árið 1902 og hélt því starfi til 1916. Jafnframt póstferðalögunum ferðaðist Sigurjón mikið með útlendingum og hélt því starfi áfram, eftir að hann hætti póstferðum. Sigurjón gerðist bóndi á Ásláksstöðum 1895 og bjó til 1930. Byggði hann sér þá hús á Akureyri, við Munkaþverárstræti 3 og bjó þar síðan. Fyrir vel unnið starf í þjónustu landsins, var Sigurjón sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Árið 1909 giftist Sigurjón Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Víðivöllum i Fnjóskadal, þau áttu einn fósturson.

Theódóra Thoroddsen (1863-1954)

  • S02974
  • Person
  • 1. júlí 1863 - 23. feb. 1954

Theodóra Guðmundsdóttir, síðar Thoroddsen, f. á Kvennabrekku í Dölum. Árið 1884 giftist hún Skúla Thoroddsen, sýslumanni og alþingismanni. Þau bjuggu fyrst á Ísafirði en síðan í nokkur ár á Bessastöðum á Álftanesi, þar til þau fluttust til Reykjavíkur árið 1908, en þar átti Theodóra heima upp frá því. Þau Theodóra og Skúli eignuðust þrettán börn. Af þeim náðu tólf fullorðins aldri. Skúli lést árið 1916 og nokkrum árum síðar tveir synir þeirra með stuttu millibili. Theodóra Thoroddsen var virk í bókmennta- og menningarlífi Reykjavíkur og hafði mikinn áhuga á þjóðmálum, einkum þeim sem lutu að kvenréttindum. Hún var í Lestrarfélagi kvenna Reykjavíkur og las upp ljóð og frásagnir eftir sig á fundum. Fyrstu verk hennar birtust í Mánaðarritinu, sem var handritað og gekk á milli félagskvenna. Hún samdi merka vísnaþætti um hlut kvenna í íslenskum bókmenntum og birtist sá fyrsti í Skírni árið 1913. Þar fjallaði hún m.a. um aðstöðu kvenna til ritstarfa. Sjálf fór Theodóra ekki að sinna ritstörfum að marki fyrr en um miðjan aldur. Hún var vel menntuð á sviði þjóðfræða, skrásetti þjóðsögur og safnaði lausavísum, samdi ritgerð um íslenska þjóðtrú og þýddi á íslensku norskar og færeyskar þjóðsögur. Hún skrifaði smásögur og sagnaþætti, orti kvæði og stökur, en þekktust er hún fyrir þulur sínar. Þær fyrstu birtust í Skírni árið 1914 ásamt formála eftir Theodóru um þulur sem skáldskapartegund. Þulur komu út árið 1916 og í annarri útgáfu með viðbótum árið 1938. Sú útgáfa hefur verið endurprentuð nokkrum sinnum. Ritsafn Theodóru kom út árið 1960 í útgáfu Sigurðar Nordals.

Þorsteinn Þorsteinsson (1884-1961)

  • S02976
  • Person
  • 23. des. 1884 - 15. feb. 1961

Fæddur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Foreldrar: Þorsteinn Davíðsson (1843-1932) bóndi þar og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (1840-1914).
Maki: Áslaug Lárusdóttir (1890-1956) húsmóðir.
,,Stúdentspróf MR 1910. Lögfræðipróf HÍ 1914. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1914. Fékkst við ýmis lögfræðistörf ásamt sveitavinnu 1914–1917. Settur um stund 1914 sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1917–1920. Settur 1918 sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Settur 1919 sýslumaður í Árnessýslu. Sýslumaður í Dalasýslu 1920–1954, sat í Búðardal. Átti heima í Reykjavík síðustu ár sín. Rak búskap á Staðarfelli, í Sælingsdalstungu og á Fjósum um skeið.
Eftirlitsmaður opinberra sjóða frá 1940 til æviloka. Sat í bankaráði Búnaðarbankans 1941–1957, í úthlutunarnefnd skáldastyrks og listamanna 1946–1959. Alþingismaður Dalamanna 1933–1937 og 1942–1949, landskjörinn alþingismaður (Mýramanna) 1937–1942 og (Dalamanna) 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).
Ritaði meðal annars lýsingu Dalasýslu í Árbók Ferðafélags Íslands 1947 og Mýrasýslu 1953."