Garður í Hegranesi

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Garður í Hegranesi

Equivalent terms

Garður í Hegranesi

Associated terms

Garður í Hegranesi

15 Authority record results for Garður í Hegranesi

15 results directly related Exclude narrower terms

Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965)

  • S03290
  • Person
  • 26.12.1883-18.07.1965

Anna Guðrún Þorleifsdóttir, f. 26.12.1883, d. 18.07.1965. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi í Brekkukoti og Miklabæ í Óslandshlíð (1850-1937) og kona hans Elísabet Magnúsdóttir (1845-1931). Þau bjuggu á Miklabæ þegar Anna fæddist.
Maki: Jóhann Gunnarsson (1880-1962). Þai eignuðust þrjú börn en áður átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur. Jóhann og Anna bjuggu á parti í Utanverðunesi 1907-1908, í Garði 1908-1913, Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, Enni í Viðvíkursveit 1927-1928 og á Krossi 1928-1962, en þá lést Jóhann. Ekki er getið um hvort Anna dvaldi þar áfram þau þrjú ár sem hún átti ólifuð.

Björn Stefánsson (1896-1982)

  • S03261
  • Person
  • 08.08.1896-12.05.1982

Björn Stefánsson, f. á Hóli í Siglufirði 08.08.1896, d. 12.05.1982 á Sauðárkróki. Foreldrar: Stefán Magnússon bóndi í Grafargerði (í landi Skarðsdals) og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf og stofnaði heimili í sambýli við tengdaforeldra sína á Stóru-Þverá fyrstu þrjú árin, en þar bjó hann 1925-1965. Samhliða vann hann þá vinnu sem bauðst innan sveitar, aðallega við vegagerð. Einnig vann hann við byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1942-1946. Björn tók virkan þátt í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps.
Maki: Karólína Sigríður Kristjánsdóttir (21.05.1902-28.07.1951) ljósmóðir. Þau eignuðust tvö börn.
Eftir að Karólína féll frá bjó Björn með Þóru Pálsdóttur frá Hvammi í FLjótum (06.11.1901-04.04.1982). Kom hún til hans í Stóru-Þverá 1951 og bjuggu þau þar til 1964 er þau fluttu að Garði í Hegranesi til Sigurjóns sonar Björns og Þórunnar, seinni konu hans. Þar voru þá til ársins 1975 er þau fluttu á Sauðárkrók.

Friðrik Hansen (1891-1952)

  • S00284
  • Person
  • 17. jan. 1891 - 27. mars 1952

Friðrik Hansen var fæddur að Sauðá í Skagafirði 17.jan. 1891. Foreldrar hans voru Christian Hansen (danskur) og Björg Jóhannesdóttir frá Garði í Hegranesi. Friðrik ólst upp með foreldrum sínum á Sauðá. Haustið 1911 hélt hann austur í Fljótsdalshérað þar sem hann gerðist heimiliskennari á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð og fleiri bæjum þar eystra. Friðrik lauk kennaraprófi 1915. Haustið 1916 gerðist hann kennari í Torfalækjarhreppi og starfaði þar í eitt ár, var kennari í Staðarhreppi 1917-1920 og síðan á Sauðárkróki til dauðadags. Bóndi í Garði í Hegranesi 1920-1921. Ungur hóf Friðrik störf við vegagerð, árið 1928 varð hann vegaverkstjóri í Vestur-Húnavatnssýslum og gegndi því starfi til æviloka, hann var mjög vinsæll verkstjóri. Friðrik tók virkan þátt í félagsmálum á Sauðárkróki, sat lengi í stjórn UMFT, tók virkan þátt í starfsemi verkamannafélagsins Fram og var oddviti hreppsnefndar Sauðárkróks um 12 ára skeið. Þó að störf Friðriks Hansens við kennslu, verkstjórn og bæjarstjórnarmál væru umfangsmikil varð hann þó hvað þekktastur fyrir ljóðagerð sína. Tvisvar hafa ljóð hans verið gefin út, Ljómar heimur árið 1957 og Ætti ég hörpu árið 1982.
Friðrik Hansen var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Jósefína Erlendsdóttir, þau eignuðust átta börn saman, fyrir hefði Jósefína eignast dóttur með fyrri manni sínum. Jósefína lést árið 1937. Seinni kona Friðriks var Sigríður Eiríksdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Friðrik eignaðist einnig dóttur með Sigurlaugu Björnsdóttur frá Veðramóti.

Guðmundur Svavar Valdimarsson (1920-1991)

  • S03108
  • Person
  • 28. maí 1920 - 11. okt. 1991

,,Guðmundur fæddist að Mið-Mói í Fljótum 28. maí 1920, sonur Margrétar Gísladóttur og Valdimars Guðmundssonar. Ársgamall flutti hann að Garði í Hegranesi og bjó fjölskyldan þar til 1927 er þau fluttu til Sauðárkróks. 20. desember 1942 gekk Mundi að eiga Sigurbjörgu Sigurðardóttur, Boggu, frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap fyrst á Skagfirðingabrautinni hjá foreldrum hans en byggðu sér síðan íbúðarhús á Bárustíg 3 og fluttu í það 1952 þar sem þau bjuggu síðan. Mundi vann allan sinn starfsaldur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, byrjaði í Mjólkursamlaginu 16 ára gamall og keyrði síðan flutningabíl milli Reykjavíkur og Sauðárkróks, en byrjaði að vinna á Bifreiðaverkstæði K.S. 1947 og vann þar til 1. maí 1990. Í áratugi var hann sýningarmaður í Sauðárkróksbíói, og í 23 ár samfellt sáu þau hjón um rekstur þess." Mundi og Bogga eignuðust tvær dætur.

Hallur Pálsson (1898-1979)

  • S01781
  • Person
  • 18. mars 1898 - 23. ágúst 1979

Foreldrar: Páll Pálsson lengst af b. í Garði í Hegranesi og k.h. Steinunn Hallsdóttir. Hallur fluttist með foreldrum sínum í Framnes vorið 1920 þar sem hann kynntist konuefni sínu, Kristínu Sigtryggsdóttur. Þau hófu búskap á hluta Framness 1922 og bjuggu þar í tvö ár. Þaðan fóru þau í Brimnes þar sem þau virðast hafa dvalið í tvö ár. Árið 1926 festu þau kaup á hluta Garðs í Hegranesi þar sem þau bjuggu til 1937 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri starfaði Hallur í Skinnaverksmiðjunni. Vorið 1946 fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem Hallur fékk starf sem fangavörður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Árið 1955 hóf hann störf sem verkstjóri hjá Trésmiðjunni Víði og starfaði þar í tíu ár. Hallur og Kristín eignuðust ekki börn en tóku tvö fósturbörn.

Jóhann Gunnarsson (1880-1962)

  • S03289
  • Person
  • 20.08.1880-27.08.1952

Jóhann Gunnarsson, f. að Egg í Hegranesi 20.08.1880, d. 27.08.1962 á Sauðárkróki. Foreldrar: Gunnar Ólafsson síðar bóndi í Keflavík í Hegranesi og kona hans Arnbjörg Hannesdóttir.
Bóndi í Utanverðunesi (á parti) 1907-1908, í Garði 1908-1913, á Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, í Enni í Viðvíkursveit 1927-1928, á Krossi 1928-1962.
Kona: Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965) frá Miklabæ í Óslandshlíð. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur.

Jónas Jón Gunnarsson (1891-1939)

  • S01092
  • Person
  • 17. maí 1891 - 17. júlí 1939

Foreldrar: Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir bændur í Keflavík. Gunnar ólst fyrst um sinn upp með foreldrum sínum í Keflavík en frá sjö ára aldri hjá Jónasi móðurbróður sínum og afasystur sinni á Húsabakka. Jónas byrjaði búskap á hluta af Garði í Hegranesi, fluttist þaðan að Syðri-Húsabakka. Árið 1921 fór hann búferlum að kirkjujörðinni Hátúni og bjó þar til æviloka. Meðfram búskap vann hann m.a. við vegavinnu. Jónas kvæntist Steinunni Sigurjónsdóttur frá Eyhildarholti, þau eignuðust tíu börn.

Margrét Gísladóttir (1896-1978)

  • S02081
  • Person
  • 22. júlí 1896 - 19. jan. 1978

Foreldrar: Gísli Ólafsson b. á Sigríðarstöðum í Flókadal og k.h. Hugljúf Jóhannsdóttir. Heimilið leystist upp þegar Margrét var fimm ára og fór hún þá í fóstur að Mósskógum, þar sem hún var fram að fermingu. Eftir fermingu dvaldi hún á ýmsum bæjum í Vestur-Fljótum. Árið 1916 kvæntist hún Valdimari Guðmundssyni, þau bjuggu fyrst í Ási í Hegranesi, þar sem Valdimar hafði verið upp alinn. Síðan á Miðmói í Flókadal 1919-1921, í Garði 1921-1925 og eftir það á Sauðárkróki. Margrét og Valdimar eignuðust tvo syni, aðeins annar þeirra komst á legg.

Ólafur Valgarður Gunnarsson (1895-1981)

  • S01198
  • Person
  • 9. feb. 1895 - 21. júní 1981

Sonur Sigurlaugar Magnúsdóttur og Gunnars Ólafssonar í Keflavík. Ólafur ólst upp með foreldrum sínum og systkinum í Keflavík. Bóndi í Garði í Hegranesi 1920-1925, í Enni í Viðvíkursveit 1928-1930 og á Miklabæ í Óslandshlíð 1935-1981. Ólafur kvæntist árið 1933 Elísabetu Ingveldi Halldórsdóttur ljósmóður frá Miklabæ, þau eignuðust þrjú börn saman og áttu einn fósturson. Fyrir hjónaband eignaðist Ólafur son með Guðnýju Stefánsdóttur frá Halldórsstöðum.

Páll Pálsson (1876-1935)

  • S01783
  • Person
  • 27. mars 1876 - 22. apríl 1935

Foreldrar: Páll Pálsson b. að Syðri-Brekkum og síðast á Frostastöðum og k.h. Dýrleif Gísladóttir. Páll nam skósmíðar, óvíst hvar. Hóf búskap í Garði í Hegranesi á móti tengdaföður sínum árið 1897 og bjó þar til 1908, en flutti þá til Sauðárkróks og svo að Sjávarborg. Fór aftur að Garði 1910 og bjó þar á hluta af jörðinni en stundaði einnig aukapóstferðir á milli Sauðárkróks og Hóla í Hjaltadal. Bjó í Garði til 1920 er hann fór með syni sínum að Framnesi og Blönduhlíð, þar sem hann dvaldi til 1924. Var á Brimnesi 1924-1926 en fór þá aftur að Garði þar sem sonur hans tók við búi. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Steinunni Hallsdóttur frá Garði, þau eignuðust einn son.

Sigurbjörg Þórarinsdóttir (1915-1997)

  • S02723
  • Person
  • 23. ágúst 1915 - 27. jan. 1997

Fædd á Auðnum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Þórarinn Sigurjónsson b. á Auðnum í Sæmundarhlíð, Vík í Staðarhreppi, Glæsibæ í Staðarhreppi og Garði í Hegranesi og f.k.h. Hallfríður Sigríður Jónsdóttir. Maki: Ragnar Marinó Bjarnason rafvirki, fæddur á Álftanesi. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturdóttur. Voru búsett í Reykjavík.

Steinunn Hallsdóttir (1877-1946)

  • S01782
  • Person
  • 3. júní 1877 - 21. okt. 1946

Foreldrar: Hallur Jóhannsson b. í Garði í Hegranesi og 1.k.h. Ingibjörg Engilráð Jóhannesdóttir. Steinunn aflaði sér menntunar í hannyrðum og saumum. Hún var vel hagmælt. Kvæntist Páli Pálssyni b. og skósmiði frá Syðri-Brekkum, þau bjuggu lengst af að Garði í Hegranesi, þau eignuðust einn son.

Þórarinn Sigurjónsson (1891-1971)

  • S00986
  • Person
  • 10. maí 1891 - 3. desember 1971

Þórarinn Sigurjónsson, f. á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi 10.05.1891, d. 03.12.1971 á Blönduósi. Foreldrar: Sigurjón Jónsson bóndi á Bessastöðum í Sæmundarhlíð og kona hans Björg Runólfsdóttir. Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum og nau þar venjulegrar barnafræðslu. Hann fór til náms við Bændaskólann á Hólum haustið 1907 en varð að hætta námi sama vetur vegna veikinda. Hann hóf búskap á Sæunnarstöðum í Hallárdal á Skagaströnd og bjó þar 1912-1914, á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 1914-1915, á Auðnum í sömu sveit 1915-1920, í Vík í Staðarhreppi 1920-1922, í Glæsibæ í Staðarhreppi 1932-1937, í Garði 1937-1945. Fluttist þá að Grund á Blönduósi, þar sem hann hafði nokkrar kindur og hross. Hann fór til Reykjavíkur um 1922 en flutti aftur norður 1932. Í Reykjavík vann hann meðal annars við miðstöðvarlagnir.
Maki 1: Hallfríður Sigríður Jónsdóttir (20.05.1893-24.10.1965) frá Auðnum í Sæmundarhlíð. Talið er að þau hjón hafa skilið um 1923, en þór er fjöldkyldan öll talin til heimilis hjá foreldrum Þórarins til 1923. Þó er vitað að Hallfríður hóf störf á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 1923. Hún bjó á spítalanum og varð síðar hjúkrunarkona þar. Þórarinn og Hallfríður eignuðust fimm börn og Hallfríður eignaðist einn son utan hjónabands.
Maki 2: Sigurlaug Lárusdóttir (18.11.1897-11.08.1973). Þau eignuðust ekki börn saman.

Þórunn Jónsdóttir (1941-)

  • S00411
  • Person
  • 06.09.1941

Þórunn Jónsdóttir fæddist 6. september 1941. Dóttir Jóns Sigurjónssonar bónda og hreppstjóra í Ási í Hegranesi og k.h. Lovísu Guðmundsdóttur. Maður hennar var Sigurjón Björnsson (1930-1993). Þau bjuggu í Garði í Hegranesi.

Valdimar Guðmundsson (1895-1970)

  • S00178
  • Person
  • 26.11.1895-29.04.1970

Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson og Svava Einarsdóttir, þau skildu þegar Valdimar var tveggja ára. Guðmundur fór þá að Ási í Hegranes ásamt móður sinni og ólst þar upp. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum vorið 1915. Þar kynntist hann Margréti Gísladóttur konu sinni en hún var ættuð úr Fljótum. Vorið 1919 hófu þau búskap að Mið-Mói í Flókadal. Eftir langa og erfiða vetur í Fljótum fluttu þau að Garði í Hegranesi og fengu hluta jarðarinnar til ábúðar. Árið 1925 fluttu þau til Sauðárkróks og hófu að byggja sér íbúðarhús að Skagfirðingabraut 12 og nefndist það Sólbakki. Á Sauðárkróki vann Valdi ýmsa daglaunavinnu, var fláningsmaður í sláturtíð og fór til Siglufjarðar á síldarvertíð á sumrin. Seinna komu þau sér upp nokkrum kindum og áttu fjárhús á Nöfunum fyrir ofan bæinn. Valdi var góður söngmaður og var m.a. einn af stofnendum kirkjukórs Sauðárkróks 1942. Valdimar og Margrét eignuðust tvo syni, aðeins annar þeirra komst á legg.