Fonds N00116 - Gunnar Steingrímsson: Skjalasafn

Identity area

Reference code

IS HSk N00116

Title

Gunnar Steingrímsson: Skjalasafn

Date(s)

  • 1898-1945 (Creation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

Stílabók 16 bls. handskrifaðar, margar hendur. 22 bls. auðar.

Context area

Name of creator

(29. mars 1854 - 19. júní 1920)

Biographical history

Foreldrar: Sigurður Jóakimsson bóndi að Vatnsenda í Þistilfirði og k.h. Kristrún Jónsdóttir frá Syðra-Hóli í Kaupangssveit. Var hjá foreldrum sínum til tíu ára aldurs er hann fluttist að Knappsstöðum í Stíflu til Maríu föðursystur sinnar og sr. Páls Tómassonar. Kvæntist árið 1875 Guðfinnu Gunnlaugsdóttur frá Garði í Ólafsfirði. Þau bjuggu á Knappsstöðum 1880-1885, á Molastöðum 1885-1893, á Illugastöðum í Fljótum 1893-1917 og í Hólum í Fljótum 1917-1920. Jón og Guðfinna eignuðust átta börn og ólu upp tvö vandalaus börn. Einnig áttu aldraðir oft hjá þeim athvarf.

Name of creator

(11. feb. 1871 - 11. júní 1949)

Biographical history

Kennari, útgerðarmaður, hreppstjóri og kaupmaður í Ólafsfirði og Hrísey. Verzlunarmaður í Syðstabæ, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930.

Name of creator

(30. mars 1853 - 5. júní 1941)

Biographical history

Foreldrar: Halldór Jónsson, bóndi í Tungu í Stíflu og s.k.h. Rósa Hermannsdóttir. Einar missti föður sinn tveggja ára gamall, en móðir hans giftist aftur Jóni Guðmundssyni, er varð bóndi í Tungu. Ólst Einar upp hjá þeim og var fermdur þaðan. Vann hann að búi þeirra í Tungu þar til móðir hans lést og stjúpi hans brá búi, en tók þá ábúð á jörðinni. Bóndi í Tungu 1874-1875, í Háakoti 1875-1883 og í Hrúthúsum í Fljótum 1883-1884. Byggði þá þurrabúðarbýlið Hól hjá Hraunum í Fljótum og bjó þar 1884-1991. Bóndi á Minna-Grindli í Fljótum 1891-1998, í Lambanesi í Fljótum 1898-1900 og í Hrúthúsum aftur 1900-1903. Missti þá fyrri konu sína og brá búi og var lausamaður á Hraunum í Fljótum 1903-1904. Þaðan fluttist hann til Siglufjarðar. Átti hann fyrst heima hjá Steini syni sínum þar í kauptúninu 1904-1905, en keypti þá nýlegt íbúðarhús, sem reist hafði verið í Búðarhólum við Hvanneyrarbót 1899 og bjó þar 1905 og til æviloka.
Maki 1: Guðrún Steinsdóttir frá Lambanesi, þau eignuðust fjögur börn, fyrir átti Guðrún dóttur. Einnig ólu þau upp systurdóttur Guðrúnar. Guðrún lést árið 1902.
Maki 2: Svanborg Rannveig Benediktsdóttir, þau eignuðust níu börn saman.

Name of creator

(22. júlí 1874 - 4. ágúst 1966)

Biographical history

Foreldrar: Friðbjörn Benediktsson b. á Finnastöðum í Sölvadal og kona hans Sigríður Sveinsdóttir. Ungur að árum missti Jóhannes föður sinn og fór þá í fóstur í Öxnadal. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla árið 1900 og réðst sama ár kennari í Holtshrepp í Fljótum. Jóhannes ávann sér fljótt ást þeirra barna sem hann kenndi og virðingu forreldra þeirra. Jóhannes giftist Kristrúnu Jónsdóttur frá Illugastöðum og bjuggu þau víða í Fljótum; Á Lambanes-Reykjum, Molastöðum, Stóra-Holti, Sléttu, Hólum, Gili og Illugastöðum. Síðast bjuggu þau á Brúnastöðum. Hann gegndi föstum kennarastörfum 1900-1915 og smábarnakennslu 1936-1942. Oddviti Holtshrepps varð hann 1913 og gegndi því ásamt öðrum trúnaðarstörfum til 1922. Jóhannes og Kristrún eignuðust þrjú börn.

Name of creator

(12. maí 1898 - 6. mars 1982)

Biographical history

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Brúnastöðum og Sigríður Pétursdóttir. Steinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Brúnastöðum þar til hann hóf sjálfur búskap árið 1918 á Hring, þá með foreldra sína í húsmennsku. Vegna Skeiðfossvirkjunar, sem tekin var í notkun árið 1945, misstu bændur í vestanverðri Stíflu mikið land undir vatn. Hringur varð óbyggilegur og keypti þá Steinn jörðina Nefsstaði handan Stífluvatnsins og fluttist þangað sama ár. Þarna bjó Steinn til ársins 1960, að hann brá búi og fluttist til Siglufjarðar. Full 40 ár söng hann við messur, bæði í Barðs- og Knapsstaðasókn og annan eins tíma starfaði hann í ungmennafélaginu Von, oft formaður. Oddviti hreppsins var hann 1943-1946. Hann var góður leikari, upplesari og ræðumaður og um tíma kenndi hann íþróttir við Barnaskóla Holtshrepps.
Maki 1: Elínbjörg Hjálmarsdóttir frá Stóra-Holti í Fljótum, þau eignuðust fimm börn saman. Einnig ólu þau upp hálfbróður Elínbjargar. Þau slitu samvistir.
Maki 2: Steinunn Antonsdóttir frá Deplum, þau eignuðust fimm börn saman.

Archival history

Gunnar Steingrímsson bóndi í Stóra Holti kom þessu til Héraðsskjalasafnsins 16.01.2012

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Lýsing á grenjum í Holtshreppi og upplýsingar um unnin greni frá um 1898-1912.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

í skjalageymslu HSk

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

SFA

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

23.02.2017 frumskráning í AtoM, SFA.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area