Hávík

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hávík

Equivalent terms

Hávík

Associated terms

Hávík

1 Authority record results for Hávík

1 results directly related Exclude narrower terms

Haukur Hafstað (1920-2008)

  • S00925
  • Person
  • 23.12.1920-29.01.2008

Haukur Hafstað fæddist í Vík í Skagafirði hinn 23. desember 1920. Foreldrar hans voru Árni J. Hafstað, bóndi í Vík, og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Haukur ólst upp í Vík og stundaði nám í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, þar sem hann lauk gagnfræðaprófi. Haukur kvæntist árið 1949 Áslaugu Sigurðardóttur, þau eignuðust fjögur börn. ,,Haukur og Áslaug bjuggu í Vík til ársins 1972 en þá fluttu þau til Reykjavíkur þegar Haukur gerðist framkvæmdastjóri Landverndar, en því starfi gegndi hann rúman áratug. Þau fluttu norður aftur árið 1986, í hús sem þau reistu í Víkurlandi og nefndu Hávík. Nyrðra vann hann ýmis störf og var meðal annars eftirlitsmaður Náttúruverndarráðs við byggingu Blönduvirkjunar. Í Hávík bjuggu þau uns þau fluttust á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks árið 2004. Haukur sinnti margvíslegum félagsmálum.Hann starfaði fyrir Sósíalistaflokkinn og sat í flokksstjórn Sósíalistaflokksins og í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Hann var í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið í Skagafirði og Norðurlandskjördæmi vestra. Sat á Alþingi sem varamaður árið 1972. Hann var formaður Karlakórsins Heimis um árabil og í stjórn Leikfélags Skagafjarðar. Þá var hann áhugamaður um skógrækt og náttúruvernd almennt og starfaði í ýmsum félögum því tengdum."