Háakot, Stíflu.

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Háakot, Stíflu.

Equivalent terms

Háakot, Stíflu.

Associated terms

Háakot, Stíflu.

3 Authority record results for Háakot, Stíflu.

3 results directly related Exclude narrower terms

Einar Halldórsson (1853-1941)

  • S02165
  • Person
  • 30. mars 1853 - 5. júní 1941

Foreldrar: Halldór Jónsson, bóndi í Tungu í Stíflu og s.k.h. Rósa Hermannsdóttir. Einar missti föður sinn tveggja ára gamall, en móðir hans giftist aftur Jóni Guðmundssyni, er varð bóndi í Tungu. Ólst Einar upp hjá þeim og var fermdur þaðan. Vann hann að búi þeirra í Tungu þar til móðir hans lést og stjúpi hans brá búi, en tók þá ábúð á jörðinni. Bóndi í Tungu 1874-1875, í Háakoti 1875-1883 og í Hrúthúsum í Fljótum 1883-1884. Byggði þá þurrabúðarbýlið Hól hjá Hraunum í Fljótum og bjó þar 1884-1991. Bóndi á Minna-Grindli í Fljótum 1891-1998, í Lambanesi í Fljótum 1898-1900 og í Hrúthúsum aftur 1900-1903. Missti þá fyrri konu sína og brá búi og var lausamaður á Hraunum í Fljótum 1903-1904. Þaðan fluttist hann til Siglufjarðar. Átti hann fyrst heima hjá Steini syni sínum þar í kauptúninu 1904-1905, en keypti þá nýlegt íbúðarhús, sem reist hafði verið í Búðarhólum við Hvanneyrarbót 1899 og bjó þar 1905 og til æviloka.
Maki 1: Guðrún Steinsdóttir frá Lambanesi, þau eignuðust fjögur börn, fyrir átti Guðrún dóttur. Einnig ólu þau upp systurdóttur Guðrúnar. Guðrún lést árið 1902.
Maki 2: Svanborg Rannveig Benediktsdóttir, þau eignuðust níu börn saman.

Jóhann Benediktsson (1889-1964)

  • S03257
  • Person
  • 14.06.1889-09.06.1964

Jóhann Benediktsson f. í Neðra-Haganesi í Fljótum 14.06.1889, d. 09.06.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Benedikt Stefánsson bóndi í Neðra-Haganesi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Jóhann ólst upp með foreldrum sínum til tíu ára aldurs en þá missti hann föður sinn og fór í fóstur til föðurafa síns og ömmu er þá bjuggu að Minni-Brekku og dvaldist þar til 17 ára aldurs. Þá fór hann í vinnumennsku á ýmsum stöðum fram yfir tvítugt og er fyrst skráður með sjálfstæðan búskap árið 1913. Hann var lengst af leiguliði og bjó á mörgum stöðum í Fljótum og stundaði sjó meðfram búskapnum. Var á Berghyl 1913-1915, í Minni-Brekku 1915-1917, í Háakoti í Stíflu 1917-1921, á Stóra-Grindli 1921-1923 í Hólakoti 1923-1925, á Skeiði 1925-1931, í Langhúsum 1931-1935, á Syðsta-Mói 1937-1943, á Krakavöllum 1943-1044, húsmaður í Vatnshorni í Haganesvík 1944-1945 og bóndi á Minna-Grindli 1945-1955 og aftur 1957-1964.
Jóhann hafði á höndum eftirlit með sullaveiki í hundum og annaðist það um árarraðir i allri sýslunni.
Maki 1: Sigríður Jónsdóttir (17.05.1890-14.10.1939) frá Hvammi í Fljótum. Þau eignuðust tólf börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Maki 2: Helga Jónsdóttir (1894-1973). Þau slitu samvistum.
Bústýra Jóhanns og sambýliskona eftir að hann skildi við Helgu var Björg Þorsteinsdóttir (1903-1981). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Björg eina dóttur.

Kristján Sigurðsson (1910-1996)

  • S01910
  • Person
  • 23. apríl 1910 - 30. maí 1996

Kristján var fæddur 23. apríl 1910 í Háakoti í Stíflu í Fljótum. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson bóndi í Háakoti og síðar Lundi í Stíflu, f. í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, og kona hans María Guðmundsdóttir bóndi og húsfreyja í Lundi. Kvæntist Svövu Sigmundsdóttur frá Björgum á Skaga, þau eignuðust tvö börn.