Herjólfsstaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Herjólfsstaðir

Equivalent terms

Herjólfsstaðir

Associated terms

Herjólfsstaðir

5 Authority record results for Herjólfsstaðir

5 results directly related Exclude narrower terms

Ágústa Runólfsdóttir (1892-1972)

  • S03392
  • Person
  • 01.08.1892-23.06.1972

Ágústa Runólfsdóttir, f. á Heiði í Gönguskörðum 01.08.1892, d. 23.06.1972. Foreldrar: Runólfur Jónsson sjómaður á Sauðárkróki og kona hans Nanna Soffía Ólafsdóttir. Ágústa ólst upp á Sauðárkróki hjá foreldrum sínum. Ágústa giftist Jónasi 17 ára gömul en hann lést eftir stutta sambúð. Ágústa fór sem ráðskona til Páls að Herjólfsstöðum árið 1914 og felldu þau hugi saman. Árið eftir fóru þau á Sauðárkrók og bjuggu þar til 1924 en fóru þá að Hrafnagili í Laxárdal. Einnig voru þau um tíma í Brennigerði. hjá Þorvaldi Guðmundssyni og Salóme Pálmadóttur. Eftir það fluttu þau aftur á Sauðárkrók og bjuggu þar þangað til þau fluttu til Akureyrar 1940. Páll og Ágústa bjuggu við mikla fáækt öll sín búskaparár í Skagafirði. Páll veiktist af taugaveiki 1924 og segja má að heimilið hafi verið leyst upp í kjölfarið. Þurftu þau að láta þrjú af börnum sínum frá sér á sveit og elsta dóttirin fór til ömmu sinnar.
Maki 1: Jónas Jónasson frá Sauðárkróki (1884-1912). Þau eignuðust tvo syni en annar dó sem kornabarn.
Maki 2: Páll Jóhannsson (1888-1981). au eignuðust 10 börn og komust öll til fullorðinsára nema eitt.

Jón Jónsson (1893-1962)

  • S01854
  • Person
  • 16. mars 1893 - 11. feb. 1962

Foreldrar: Jón Jónsson b. Efra-Nesi og k.h. María Jóhannsdóttir. Ársgömlum var Jóni komið í fóstur til hjónanna Sigurfinns Bjarnasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur er þá bjuggu á Herjólfsstöðum í Laxárdal, síðar á Meyjarlandi á Reykjaströnd. Bóndi á Ingveldarstöðum syðri á Reykjaströnd 1916-1921, á Daðastöðum á Reykjaströnd 1921-1946 og á Steini á Reykjaströnd 1946-1962. Jón var um áratugaskeið póstur á Reykjaströnd frá árinu 1928, forðagæslumaður og baðstjóri sauðfjárböðunar, einnig formaður í Lestrarfélagi Skarðshrepps sem á þeim árum gegndi að nokkru hlutverki ungmennafélags. Jón kvæntist Sigfríði Jóhannsdóttur frá Hóli á Skaga, þau eignuðust fimm börn.

Páll Jóhannsson (1888-1981)

  • S01033
  • Person
  • 20.08.1888-02.06.1981

Foreldrar: Ingibjörg Guðjónsdóttir vk. á Skíðastöðum, síðar búsett á Herjólfsstöðum og Jóhann Eyjólfsson vinnumaður á Skíðastöðum. Var ráðsmaður hjá móður sinni á Herjólfsstöðum en þar stóð hún fyrir búi 1902-1914. Páll giftist Ágústu Runólfsdóttur frá Sauðárkróki árið 1914. Þau bjuggu á Herjólfsstöðum 1914-1915, á Sauðárkróki 1915-1924 og á Hrafnagili í Laxárdal 1924-1925. Voru um tíma í Brennigerði áður en þau fluttu aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu til Akureyrar árið 1940. Páll veiktist af taugaveiki nokkru fyrir miðjan þriðja áratuginn og átti lengi í þeim veikindum. Þessu fylgdu miklir erfiðleikar og þurftu þau að láta þrjú af börnum sínum frá sér á sveit og elsta dóttirin fór til ömmu sinnar á Herjólfsstöðum. Páll og Ágústa eignuðust níu börn saman en fyrir hafði Ágústa eignast tvo syni.

Símon Jóhannsson (1892-1960)

  • S01031
  • Person
  • 26.05.1892-17.03.1960

Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Bóndi á Herjólfsstöðum í Laxárdal 1915-1916, Þverá í Hallárdal, A-Hún 1919-1920, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, bóndi í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949, í Teigakoti aftur 1949-1951, síðast búsettur í Goðdölum hjá sonum sínum. Símon stundaði töluverða hrossaverslun á tímabili, keypti þá afsláttarhross í framanverðum Skagafirði og seldi til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Fljóta. Hann var einnig við mæðiveikivörslu við Blöndu og Kúlukvísl í einhver sumur. Vorið 1941 réði Símon sig í flokk vegagerðarmanna undir stjórn Lúðvíks Kemp við lagningu Siglufjarðarbrautar þar sem hann sá um hrossagæslu, annaðist aðföng og hafði umsjón með mötuneyti ásamt fleiri viðskiptum fyrir vegagerðarmenn. Símon kvæntist Moniku Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð, þau eignuðust þrjá syni.

Þórarinn Jóhannsson (1891-1985)

  • S01032
  • Person
  • 21. jan. 1891 - 14. júní 1985

Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Fæddur á Skíðastöðum Laxárdal ytri, sex vikna komið í fóstur til Markúsar Arasonar og Ragnheiðar Eggertsdóttur sem bjuggu þá á Herjólfsstöðum, svo í Holtsmúla á Langholti, að Eyhildarholti í Hegranesi og að lokum á Ríp í Hegranesi. Saman áttu þau ekki börn en ólu Þórarinn upp og voru hjá honum til æviloka. Þórarinn kvæntist árið 1918 Ólöfu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi og það sama ár hófu þau búskap á Ríp og bjuggu þar óslitið til 1980 eða í 62 ár samfleytt, þau eignuðust tíu börn.