Hlutafélög

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Hlutafélög

Equivalent terms

Hlutafélög

Tengd hugtök

Hlutafélög

16 Lýsing á skjalasafni results for Hlutafélög

16 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Félagsheimilið Bifröst: skjalasafn

  • IS HSk N00502
  • Safn
  • 1925-1998

Safn sem inniheldur nokkrar afhendingar sem allar tengjast starfsemi Félagsheimilisins Bifrastar og Sauðárkróksbíós h/f, allt frá stofnun þeirra 1925 til 1998. Ekki er vitað nákvæmlega hverjir afhenda skjölin en vitað er að Sigurbjörn Björnsson afhenti tvær öskjur sem í voru fylgiskjöl bókhalds 1992-1996, 21.09.1998. Ein afhendingin, skjöl frá árinu 1966-1969 voru frá U.M.F.T. samkvæmt miða sem fannst meðal skjalanna.

Afhendingarnar voru allar óskráðar. Byrjað var að gróf flokka öll skjölin, búið var að gróf flokka fylgigögn bókhalds - sérstaklega nýjustu skjölin þar sem þau höfðu verið í möppum og þau látin halda sér að mestu.
Meiri tími fór í að flokka önnur skjöl, þeirra á meðal voru kjörbréf, fundargerðir, skýrslur um rekstur bíósins og félagsheimilisins, samningar um veitingarekstur, gjaldskrár, fundarboð, einnig bréf og formleg erindi. Í safninu eru áhugaverðar heimildir um sögu Bifrastar, umræður um stækkun og breytingum á félagsheimilinu, einnig skjöl og teikningar því til staðfestingar. Skjölin voru aðgreind og þeim raðað eftir ártölum inn í arkirnar.
Safnið er allt ágætlega varðveitt og vel læsilegt. Í safninu eru margar pappírsgerðir og þykktir. Skjölin voru í misgóðu ástandi, pappírinn að mestu gulnaður, snjáður og rifinn. Hefti og bréfaklemmur voru hreinsaðar úr elstu skjölunum.

Talsvert miklu af skjölum var grisjað úr safninu - sérstaklega ef það voru fleiri en eitt eintak til - reynt var að halda betra eintakinu eftir. Mest af því sem var grisjað úr voru vélritaðar fundargerðir og skýrslur sem voru til í 2-3 eintökum. Það sama á við um efnahagsreikninga, gjaldskrár, óútfyllt hlutabréf í Sauðárkróksbíó h/f. Haldið var eftir árituðum hlutabréfum auk óútfylltra eintaka af hvorri upphæð 500.- og 1000 kr.
Hlutabréf í Félagsheimilinu Bifröst frá 1954 sem voru í eigu Iðnaðamannafélags Sauðárkróks voru afhent af Ingimari Jóhannssyni 29.05.2024. Bréfin voru í hans vörslu eftir að þau voru fjarlægð úr bankahólfi sem Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks hafði til afnota hjá Arion Banka - áður Búnaðarbanka Íslands, bréfunum var bætt við í skjalasafnið.

Á meðal bókhaldsgagna fannst áhugavert skjal, það er leigusamningur sem gerður var við breska setuliðið á Félagsheimilinu Bifröst sem kom til Sauðárkróks og dvaldi hér í um tvö ár, frá 1940 til 1942. Skjal þetta er undirritað af Eysteini Bjarnasyni framkvæmdastjóra og foringja bresku hermannanna.
Byrjað var að á að flokka bókhaldsgögnin, það kom fljótt í ljós að það yrði lang auðveldast að fara í gegnum þau skjöl. Á meðal bókhaldsgagnanna eru ársreikningar, hlutabréf í Bifröst og Sauðárkróksbíói, afrit kvittana, tékkhefti, færslubækur og skilagreinar. Einnig eru bækur með færslum fyrir happadrættimiðasölu, yfirlit yfir bíósýningar og tekjur vegna þeirra og bók með yfirliti yfir lánadrottna. Hefti í fylgiskjalasafninu voru látin haldast þar sem safnið var mjög umfangsmikið og mikið af skjölunum heftuð saman en bréfaklemmur voru fjarlægðar.
Í fylgigögnum bókhalds er mikið safn af launaseðlum og skilagreinum launa auk greiðslukortakvittana viðskiptavina félagsheimilisins. Allt þetta eru PERSÓNUGREINANLEG TRÚNAÐARGÖGN.

Úr safninu var grisjuð ein ljósmynd af togara - líklega norskum, sem fylgdi safninu. Tilgáta er að hann hafi verið keyptur af útgerðarfyrirtækjum á Sauðárkróki en fékkst ekki staðfest um að svo hafi verið.
Saman við eina afhendinguna voru skjöl sem ekki var greinilegt hvernig tengdust Bifrastarafhendingunum. Með þeim var miði sem á var skrifað "Þröstur Erlingsson afhendir, 10.12.1999". Í safninu var jarbótarskýrsla fyrir Staðarhrepp, almanök frá árinu 1946-1950 og 1 kvittun frá Mjólkursamlagi KS stíluð á Þorstein Jóhannsson Stóru-Gröf, einnig var önnur kvittun sem hann skrifar undir fyrir hönd Sjúkrasamlag Staðarhrepps. Þessi skjöl voru grisjuð úr safninu og skráð sérstaklega.

Bifröst hf. (1947-

Hlutabréf

Hlutabréf og jöfnunarhlutabréf í Suðurgötu 3 hf. Eigendur bréfa eru Guðlaug Arngrímsdóttir og Arngrímur Sigurðsson

Björn Árnason: Skjalasafn

  • IS HSk N00248
  • Safn
  • 1873-1957

Skjalasafnið inniheldur m.a. sendibréf, afsal, stofnbréf, hjónavígslubréf og gögn sem varða erfðamál í Ameríku.

Björn Árnason (1893-1956)