- IS-HSk
- Person
- 11.06.1950 -
Fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar
14 results directly related Exclude narrower terms
Fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar
Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd
Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd.
Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í gögnum þessum. Persónugreinanleg gögn.
Í fundagerðabók er sagt að félagið hafi verið stofnað 1938 og í fjárgjaldabók (A ) segir í fyrstu fundagerð.
Ár 1938 26.júlí kom stjórn fóðurbirgðafélags Hofshrepps saman að Bæ.
Verkefni var: 1. Tekin ákvörðun um fóðurbætiskaup fyrir næsta vetur. Ákveðið var að skrifa stjórn Síldarverksmiðju Ríkisins á Siglufirði og fara fram á innleiðingu á greiðslu fyrir allt að 200 sekkjum til 31. oktober 1938 með ábyrgð hreppsnefndar.
Girðingarfélag Deildardaldsafréttar
Þann 22 nóvember 1914 var að undangengnu fundarboði um Deildardalsupprekstrarfélag settur og haldin fundur á Híðarhúsinu. Fundarstjóri var kosin Jón Erlendsson, Marbæli og nefndi hann til skrifara Þ. Rögnvaldsson, Stóragerði. Aðalefni fundar var að ræða um að afgirða Deildardalsafrétt, leggja fram áætlun, staurakaup, hleðslu og fl. og var samþykkt að afgirða Deildardalsafrétt svo fljótt sem unnt er. Kosin er 3 manna nefnd Þ. Rögnvaldsson Stóragerði, Sigurjón Jónsson Óslandi, Jón Erlendssson Marbæli. Þetta segir m. a. í fyrri fundarbók en í þeirri seinni segir. Þann 28.apríl 1929 var haldin fundur í afréttar Girðingarfélagi Óslandshlíðar ( Deildardalsafrétt). Gísli Gíslason Tumabrekku, formaður félagsins setti fundinn og stýrði honum. Loftur Rögnvaldsson ritari og 15 félagsmenn mættir. Minnst var á girðinguna í afréttinni að hana yrði að bæta með staurum og gaddavír á þessu vori. og formaður óskaði að félagsmenn sæu sér fært að setja sauðgengna brú yfir afréttaránna vestari. ( heimild úr fundabók ).
1959 er síðasta fundargerðin skrifuð og ekki vitað um framtíð félagsins eftir það.
Jarðabótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi
Ár 1902 16. maí var fundur settur og haldinn í Brekkukoti i Hofshreppi og þar stofnað Jarðabótafélag af 12 bændum. Kosnir í stjórn félagsins : Jón Erlendsson, Marbæli. Sigurjón Jónsson, Óslandi formaður. Þorleifur Rögnvaldsson, Brekkukoti. Félagið heitir Jarðarbótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt , garðrækt og búpeningsrækt.
Lestrarfélag Hofshrepps hóf starfsemi sína um sumarmál árið 1880 á Hofsósi, alls voru stofnfélagar voru 35. Félagið var heimilt sérhverjum í hreppnum, karli eða konu sem er svo sjálfstæð(-ur) að efnum að viðkomandi geti borgað árstillag sitt sem ákveðið var 1 króna.
Aðaltilgangur félagsins eins og segir í 4. gr. laga félagsins er að efla sem mest framfarir manna í andlegu og verklegu tilliti. Á aðalfundi skal tala sig saman um hverjar helst bækur skal kaupa á því ári eftir því sem efni félagsins leyfir og skal bókaútvegsmaður láta sér annt um að nálgast þær með sem minnstum kostnaði hjá bókasölumönnum. Skyldu einhverjir félagsmenn vilja selja félaginu nytsamar bækur skal reyna að semja um verð þeirra á aðalfundi. Bókavörður skal sjá um útlán allra bóka til félagsmanna og tiltaka hve lengi hver maður skal hafa sér hverja bók til yfirlesturs í einu. Tillög félagsmanna skal féhirðir hafa innheimt og afhent bókaútvegsmanni fyrir lok júlímánaðar ár hvert, sömuleiðis sektargjald fyrir töpun eða skemmdir viðkomandi bóka og önnur brot gegn lögum þessum. Meðal stofnenda lestrarfélagsins voru Sigmundur Pálsson, Jóhann Jón Guðmundsson, Þorsteinn Kristjánsson, Jón Jónsson, Jón Þorsteinsson, Ásgrímur Jónsson ofl.
Lestrarfélag Óslandshlíðar var stofnað 29. apríl 1913 á Hlíðarhúsi og voru stofnendur 11. Lögð voru fyrir fundinn lög félagins og þau samþykkt.
Þann 31.mai.1957 varð tillaga um að bókasafn Lestrarfélags Óshlíðar muni sameinast í Lestrarfélag Hofshrepps. Tillaga þessi var samþykkt.
Málfundafélag Hofshrepps var stofnað 29.nóvember 1908, þegar nokkrir menn í Hofsósi beittu sér fyrir því að stofnað yrði málfundafélag á Hofsósi og nágrenni. Eins og segir í fyrstu fundagerð félagsins, "Nokkrir menn höfðu skrifað sig undir boðsbréf þessu viðkomandi sem væntanlegir félagsmenn og hafði þeim verslunarstjóra Ólafi Jenssyni og presti Sr. Pálma Þóroddssyni verið falið að semja uppkast að lögum fyrir félagið og stýra þessum fyrsta fundi". Á fundinum voru lögð fram uppkast af lögum félagsins eins og þau koma fram fremst í bókinni. Á fyrsta fundinum urðu talsverðar umræður um 3. og 4. grein lagana en þær voru að síðstu samþykktar með meirihluta atkvæða, þá með viðauka, en aðrar greinar laganna voru samþykktar óbreyttar.
Af fundargerðunum má sjá að félagið hafði mikinn áhuga á framfararmálum í kauptúninu, sem dæmi að fá talsíma lagðann til Hofsóss, sundkennslu og halda þorrablót. Fundurinn ræddi einnig um óþrifnað í kauptúninu sem væri ábótavant og mikil hneisa fyrir samfélagið og ræddi um tillögur til úrbóta í þeim málum.
Tilgangur félagsins eins og segir í lögum félagsins er a halda uppi málfundum í félaginu, æfa félagsmenn við ræðuhöld fundarstjóra, skrifarastörf í fundum og annað er að fundarhaldi lítur. Einnig jafnframt að ráða og vekja menn til umhugsunar um þau mál er varða til umhugsunar um þau mál er varða almannaheill, hvort heldur er innan takmarka sveitarinnar eða alls landsins í heild sinni. Ennfremur segir í lögunum að tilgangur þess sé ekki eingöngu sá að styðja almenn nauðsynjamál með fylgi sínu eða forustu, heldur einnig að styðja allskonar félagsskap til skemmtunar og fróðleiks.
Málfundafélag Hofshrepps var stofnað 29.nóvember 1908,
Nokkrir menn í Hofsósi beittu sér fyrir því að stofnað yrði málfundafélag á Hofsósi og nágrenni. Eins og segir í fyrstu fundagerð félagsins, "Nokkrir menn höfðu skrifað sig undir boðsbréf þessu viðkomandi sem væntanlegir félagsmenn og hafði þeim verslunarstjóra Ólafi Jenssyni og presti sr. Pálma Þóroddssyni verið falið að semja uppkast að lögum fyrir félagið og stýra þessum fyrsta fundi". Á fundinum voru lögð fram uppkast af lögum félagsins eins og þau koma fram fremst í bókinni, það urðu talsverðar umræður um 3. og 4. grein lagana en þær voru að síðstu samþykktar með meirihluta atkvæða, þá með viðauka, en aðrar greinar laganna voru samþykktar óbreyttar.
Af fundargerðunum má sjá að félagið hafði mikinn áhuga á framfararmálum í kauptúninu, sem dæmi að fá talsíma lagðann til Hofsóss, sundkennslu og halda þorrablót. Fundurinn ræddi einnig um óþrifnað í kauptúninu sem væri ábótavant og mikil hneisa fyrir samfélagið og ræddi um tillögur til úrbóta í þeim málum.
Tilgangur félagsins eins og segir í lögum félagsins er a halda uppi málfundum í félaginu, æfa félagsmenn við ræðuhöld fundarstjóra, skrifarastörf í fundum og annað er að fundarhaldi lítur. Einnig jafnframt að ráða og vekja menn til umhugsunar um þau mál er varða til umhugsunar um þau mál er varða almannaheill, hvort heldur er innan takmarka sveitarinnar eða alls landsins í heild sinni. Ennfremur segir í lögunum að tilgangur þess sé ekki eingöngu sá að styðja almenn nauðsynjamál með fylgi sínu eða forustu, heldur einnig að styðja allskonar félagsskap til skemmtunar og fróðleiks.
Rögnvaldur Jónsson (1918-2002)
Rögnvaldur Jónsson fæddist á Marbæli í Óslandshlíð, 23.2. 1918, hann lést 8.11.2002. Foreldrar hans voru hjónin Jón Erlendsson, f. 18.12. 1870, d. 26.9. 1960, og Anna Rögnvaldsdóttir, f. 5.8. 1878, d. 2.3. 1955.
Rögnvaldur ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf og gekk í barnaskóla í Óslandshlíð. Eftir það vann hann að búi foreldra sinna þar til hann fór í bændaskólann á Hólum og lauk þaðan prófi árið 1940. Rögnvaldur kvæntist 4. ágúst 1945 Huldu Jónsdóttur, f. 1.9. 1921. Hún er dóttir Jóns Pálmasonar frá Svaðastöðum, (7.10. 1900 - 12.8. 1955), og Sigurlaugar Sigurðardóttur (6.5. 1903 - 23.2. 1971).
Eftir að þau Hulda giftu sig tóku þau alfarið við búinu gerðu miklar endurbætur, byggðu öll hús frá grunni og ræktuðu upp tún. Árið 1972 ákváðu þau að bregða búi og fluttu þá til Akureyrar þar sem Rögnvaldur hóf störf hjá Byggingarvörudeild KEA og starfaði þar við afgreiðslu þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Rögnvaldur sat í ýmsum nefndum fyrir hreppinn, þar á meðal skólanefnd Hofshrepps.
Þann 25. mars.1917 komu nokkur ungmenni úr Hofsós og grendinni saman í þinghúsi hreppsins í þeim tilgangi að stofna ungmennafélag. Á þessum fyrsta fundi var samþykkt að félagið héti Ungmennafélag Höfðstrendinga. U.M.F.H. Og svo segir m.a. í lögum nýs félags, að félagsmenn geta þeir orðið sem ekki neyta áfengra drykkja og þeir sem eru innan 20 ára ( breyttist svo í 16 ára ). Séu ekki tóbaksneytendur en aldurstakmark félagsmanna er 12 - 40 ára og byggja þeir stefnu sína á kristilegum grundvelli. Allir sem skrifa undir skuldbindingu og lög félagsins skulu þúast. Fundir skulu byrja og enda með því að syngja eða lesa eitthvað ættjarðarljóð. Í bréfi sem Björn í Bæ ritar og er í þessum gögnum segir að fyrsta verkefni var að stofna Unglingaskóla og að það var mikill áhugi hjá fólki að láta gott af sér leiða og margir hafi fengið sínar fyrstu æfingu að setja hugsanir sínar í mælt mál. Starfrækt var kartöflurækt, opnuð var sundlaug milli Hugljótstaða og Hólakots, árið 1927 var strengt heit að koma upp samkomuhúsi og 29 .des.1928 var húsið fullbyggt og vígt með viðhöfn og skýrt Skjaldborg. Það var eins og öll skemmtanahöld lifnuðu við með tilkomu Skjaldborgar, leikfélagið var með margar sýningar og starfandi karlakórinn Þröstur, flestir ungmennafélagar, þá þótti engin skemmtun boðleg nema samsöngur væri. Félagar ungmennasambanda skiptust á að mæta á fundi hjá hvorum öðrum og flutt voru ýmis erindi sem voru svo tekin til umræðu, þetta færði unga fólkið saman í starfi og góðum anda.
Stjórnarfundur sem haldin var 11.maí.1982 í U.M.F.Höfðstrending samþykkti ( áður samþ á aðalfundi 24. febrúar.1982 ) að UMSS hafi forgöngu um viðræður milli U.M.F Geisla og U.M.F Höfðstrendings. Í Byggðasögu Skagafjarðar X. bindi er þess getið að með sameiningu Ungmennafélags Geisla í Óslandshlíð og Íþróttafélagsins Neista 22. mars.1990 hafi orðið til Ungmennafélag Neisti og Ungmennafélag Höfðstrendingur hafi ekki verið með í þeirri sameiningu og starfaði ekkert eftir þetta.