Hóll í Lýtingsstaðahreppi

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hóll í Lýtingsstaðahreppi

Equivalent terms

Hóll í Lýtingsstaðahreppi

Associated terms

Hóll í Lýtingsstaðahreppi

3 Authority record results for Hóll í Lýtingsstaðahreppi

3 results directly related Exclude narrower terms

Ingvar Jón Jónsson (1894-1974)

  • S00586
  • Person
  • 27. september 1894 - 13. nóvember 1974

Fæddur og uppalinn á Hóli í Tungusveit, sonur Jóns Jónssonar og Margrétar Björnsdóttur. Ungur að árum fór Ingvar í Hvítárbakkaskóla og stundaði þar nám í tvo vetur (1911-1913). Hann hóf svo búskap á Hóli tæplega tvítugur, hann var framfarasinnaður bóndi, sléttaði og jók út túnið og byggði upp hús. Árið 1917 kvæntist hann Mörtu Kristínu Helgadóttur frá Ánastöðum í Svartárdal, hún dó af barnsförum það sama ár er þeim hjónum fæddust tvíburar. Seinni kona Ingvars var Ragnheiður Elín Pálsdóttir frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð, þau Ingvar eignuðust fjögur börn.

Jón Helgi Ingvarsson (1917-1941)

  • S03489
  • Person
  • 20.09.1917-30.12.1941

Jón Helgi Ingvarsson, f. á Hóli í Tungusveit 20.09.1917, d. 30.12.1941 á farsóttarhúsinu í Reykjavík.
Foreldrar: Marta Kristín Helgadóttir (1894-1917) og Ingvar Jónsson á Hóli í Tungusveit. Móður sína missti hann skömmu eftir að hann fæddist. Hann ólst upp hjá föður sínum og ömmu sinni, Margréti Björnsdóttur, sem þá stóð fyrir búi hjá föður hans um margra ára skeið. Hin síðari ár dvaldi hann öðru hvoru á heimili móðurbróður sins, Magnúsar Helgasonar í Héraðsdal. Jón var við nám í Bændaskólanum á Hvanneyri frá 1938-1940. Haustið 1941 fór hann að Reykjum í Mosfellssveit til vetrardvalar en um jólin kenndi hann þess sjúkdóms er skyndilega dró hann til dauða.

Rósmundur Ingvarsson (1930-

  • S02220
  • Person
  • 6. ágúst 1930-

Rósmundur Ingvarsson, fæddur 6. ágúst 1930, sonur Ingvars Jónssonar b. á Hóli í Tungusveit og s.k.h. Ragnheiður Elín Pálsdóttir. Rósmundur var bóndi á Hóli 1962-1993. Síðan búsettur í Varmahlíð. Hefur unnið ötullega að örnefnaskráningu fyrir Skagafjörð.