Hugljótsstaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hugljótsstaðir

Equivalent terms

Hugljótsstaðir

Associated terms

Hugljótsstaðir

3 Authority record results for Hugljótsstaðir

3 results directly related Exclude narrower terms

Hólmfríður Sigurðardóttir (1913-2001)

  • S01962
  • Person
  • 12. apríl 1913 - 19. sept. 2001

Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist á Hugljótsstöðum í Skagafirði 12. apríl 1913. Foreldrar Hólmfríðar voru Margrét Jakobína Baldvinsdóttir og Sigurður Stefán Ólafsson. Níu ára gömul fór Hólmfríður í fóstur að Undhóli í Óslandshlíð, til Hólmfríðar Jóhannesdóttur og Páls Gíslasonar. ,,Hólmfríður lauk barnaskóla og var einn vetur að Hólum í unglingaskóla. Hún fór til starfa á Siglufirði að loknu námi á Hólum, þá sautján ára gömul. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur 1932 þar sem hún starfaði á saumastofu og víðar, hún var búsett þar síðan. Hólmfríður var einn af stofnendum Kvenfélags Bústaðasóknar og virkur félagi. Jafnframt lagði hún fram krafta sína í þágu aldraðra á Norðurbrún til margra ára." Hólmfríður giftist Bessa Guðlaugssyni frá Þverá í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu, 6. mars 1943, þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Hólmfríður dóttur.

Magnús Einar Jóhannsson (1874-1923)

  • S01565
  • Person
  • 27. júlí 1874 - 23. des. 1923

Magnús ólst upp í Arabæ hjá foreldrum sínum. Hann gekk í Latínuskólann í Rvík og lauk þaðan stúdentsprófi þaðan vorið 1898 og frá Læknaskólanum í Rvík í júní 1898. Sumarið 1897 var hann aðstoðarmaður hjá Fr. Zeuten héraðslækni á Eskifirði. Haustið 1898 var hann settur héraðslæknir í Sauðárkrókshérði til næsta vors og sat á S.króki. Árið 1899-1900 var hann skipaður héraðslæknir í Hofsóshéraði, sem þá var ný stofnað og gegndi því embætti til æviloka. Allt frá æskuárum hafði hann mikinn áhuga á leiklist, tók sjálfur þátt í leiksýningum skólapilta öll sín skólaár, og stjórnaði leiksýningum á S.króki veturinn, sem hann dvaldist þar. Lét hann sér einnig mjög annt um Lestrarfélag Hofshrepps, var í stjórn þess og annaðist bókakaup þess og bókavörslu á heimili sínu um langt árabil. Einnig annaðist hann um tíma útgáfu á handskrifuðu sveitarblaði, Höfðstrendingi, á vegum Málfundafélags staðarins og skrifaði það að miklu leyti einn. Kom hann þar á framfæri ýmsum áhugamálum sínum, sem vörðuðu hag byggðarlagsins. Árið 1916 festi hann kaup á jörðinni Hugljótsstöðum á Höfðaströnd sem hann nytjaði síðan. Magnús kvæntist Rannveigu Tómasdóttur frá Völlum í Svarfaðardal, þau eignuðust sjö börn.

Monika Sigurðardóttir (1894-1963)

  • S02761
  • Person
  • 2. ágúst 1894 - 30. mars 1963

Monika Sigurðardóttir, f. 02.08.1894 á Spáná í Unadal. Foreldrar: Sigurður Ólafsson, f. 1868 og Margrét Jakobína Baldvinsdóttir, f. 1871. Monika var á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd 1901. Hún kom í Reynistað 1916 og átti þar heimili síðan, en Guðmundur Helgi bróðir hennar var húsmaður þar. Monika sinnti einkum saumaskap en var einnig vinnukona á bænum. Oft var hún á Sauðárkróki vetrartíma við sauma og ferðaðist um hreppinn og hélt saumanámskeið. Tók virkan þátt í leiklistarstarfi og annarri starfsemi Ungmennafélagsins Æskunnar. Monika var ógift og barnlaus.