Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 676 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Undirskjalaflokkar
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

ÍSÍ, UMFÍ, SSÍ og FRÍ

Ýmis gögn tengd UMFÍ, ÍSÍ, FRÍ, SSÍ, KSÍ og fleiri íþróttafélögum og samböndum sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar og tengjast starfi hans innan íþróttahreyfingarinnar. Guðjón var varaformaður Ungmennafélags Íslands 1965-1983 og í sambandsráði Íþróttasambands Íslands um árabil.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Skjal

Þrjú handskrifuð pappírsgögn um barnabækur afhentar Varmahlíðarskóla samkvæmt ákvörðun stjórnar Lestrarfélagsins 25/2 1997 samþykkt af Sveitastjórn. Svo koma númerarunur um málið og síðan afhent 9. apríl 1997.

Vegagerð ríkisins

Pappírsgögn frá Vegagerð Ríkisins um sýslumörk, vegnúmer, staðsetningu, skýringar og athugasemdir um umdæmi 7. Gögnin eru í blaðsíðutali og númerin eru bls 14,15,17,19,23, 25,26,27,29,30,31,33,34,35,37,38,39,42,43,45.

Hólahreppur

Bílnúmerskrá K

Handskrifuð skrá bílnúmera með stafinn K.
Frá K -1 til K - 2200.
Lítillega útfyllt með mannanöfnum og tegund bíla og lit. Kom í möppu sem var hreinsuð burt og frá safni Harðar Jónssonar oddvita Hólahrepps.

Hólahreppur

Filmur

Filmur úr safni Baldvins Leifssonar, um fjölbreytt myndefni er að ræða og myndir bæði sv/hv og í lit.

Baldvin Leifsson (1941-2022)

Bókhald 1909-1946

Safnið samanstendur af árs- og rekstrarreikningum, skýrslum, fylgigögnum bókhalds, bókhaldsfærslubók, félagaskrá og frumbók með kvittunum. Safnið er allt ágætlega varðveitt og vel læsilegt. Hefti og bréfaklemmur voru fjarlægðar að öðru leyti var það látið halda sér óbreytt.

Samningar 1995-1999

Prentuð pappírsgögn og litlir bæklingar um hina ýmsu samninga, kauptaxta og samkomuleg er félagið kom að. Gögnin eru í góðu lagi og liggja í ártalaröð þau eru einnig hreinsuð af heftum.

Ársreikningar 1968-1974

Innbundin bók með handskrifuðum bókhaldsfærslum. Bókin er vel varðveitt og virðist lítið notuð.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Efnahagsreikningar 1961-1964

Vélrituð pappírsgögn í A4 stærð með efnahagsreikningum U.M.F.T. tímabilið 1961-1964, hvert hefti er innbundið með heftum. Vel varðveitt gögn. Gögnin fyrir tímabilið 1964 eru bleik á lit í A5 stærð, og er frumrit og fjögur afrit.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Sjóðsbók

Handskrifuð harðspjalda Sjóðsbók í góðu ásigkomulagi. Bókin var hreinsuð og vel læsileg.

Sparisjóður Hólahrepps

Skýrslur

Sextán Innbundnar skýrslur um bankaeftirlit frá 1971 - 1997 en það vantar inn í ártöl.

Fundir og samþykktir

Gögnin hafa að geyma hluthafasamkomulag, vinnureglur, aðalfundi og samþykktir. Einnig undirskriftarlistar með rithandarsýnum bankastjóra og starfsmanna ( 1982 - 1997) 5 rit og laus blöð rithandarsýnishorn viskiptamanna ( 1976 ) Gögn í góðu ástandi

Bókhaldsbók Sparisjóðsins

Bókhaldsbók Sparisjóðsins, handskrifuð þykk bók með járnkili sem er ekki farin að skemma út frá sér og bókin látin halda sér en er með dökkum blettum á blaðsíðuköntum. Bókin er hreinsuð.

Innistæðubók

Handskrifuð bók um innistæður viðskiptamanna og óinnleysta víxla, ekki persónugreinanleg gögn. Bók í þokkalegu ástandi en lítilega rifin á kápu og kili.

Óútfyllt sýnishorn eyðublaða

Sýnishorn af ýmsum óútfylltum eyðublöðum er varða starfsemi Sparisjóð Hólahrepps, einnig frímerki sem fylgdu safni Harðar Jónssonar.

Sparisjóður Hólahrepps

Formálabók

Harðspjaldabók Lögfræðileg bók um löggjöf landsins. Bók í góðu ásigkomulagi.

Sparisjóður Hólahrepps

Viðskiptabækur og víxlar

Litlar viðskiptabækur 11 talsins handskrifaðar og elsta síðan 1923. Stofnskírteini og sýnishorn af tékkheftum sparisjóðsins síðan 1933. Gónin vel læsileg.

Sparisjóður Hólahrepps

Fylgiskjöl

Bókhaldsgögn sem komum með einkasafni Harðar Jónssonar,hreinsuð en umfang er mikið og gögnin eru að mestu í áratalsröð til einföldunar og rekjanleik. Gögnin eru hreinsuð af möppum, plasti, bréfaklemmum, tvíritum og heftum en einhver hefti látin halda sér. Gögnin eru í nokkuð góðu ásigkomulagi og læsileg.

Sparisjóður Hólahrepps

Niðurstöður 86 to 170 of 676