Sýnir 894 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Undirskjalaflokkar
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Filmur

Filmur úr safni Baldvins Leifssonar, um fjölbreytt myndefni er að ræða og myndir bæði sv/hv og í lit.

Baldvin Leifsson (1941-2022)

Lánadrottnabók 1942-1948

Línustrikuð og handskrifuð stílabók. Framan á bókina stendur " h/f Sauðárkróksbíó Lánadrottnar". Nöfn einstaklinga og fyrirtækja sem Sauðárkróksbíó skuldaði.

Hlutabréf í Félagsheimilinu Bifröst 1954

19 forprentuð og handskrifuð hlutabréf í Félagsheimilinu Bifröst, þau voru gefin út 31. 12. 1954 og eru öll undirrituð og skráð á Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks. Bréfin voru gefin út í 500, 1000 og 5000 kr. 500 kr. - 10 stk., 1000 - 5 stk., 5000 - 4 stk.
Hlutabréfin fundust í bankahólfi sem Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks (nú Iðnsveinafélag Skagafjarðar) hafði til afnota. Þegar bankahólfið var losað var skjölunum komið í varðveislu hjá Ingimari Jóhannssyni árið 2016 sem afhenti skjölin Hérðasskjalasafninu 29.05.2024.

Bifröst hf. (1947-

Samningar um rekstur Bifrastar

Í safninu eru útboð og samningar sem gerðir voru vegna veitingasölu í Bifröst, flestir samningarnir sem eru í safninu voru gerðir við Guðjón Sigurðsson bakara. Í safninu eru ýmis bréf og erindi sem tengjast útboðum og ákvörðun stjórnar Bifrastar.

Fylgiskjöl

Bókhaldsgögn sem komum með einkasafni Harðar Jónssonar,hreinsuð en umfang er mikið og gögnin eru að mestu í áratalsröð til einföldunar og rekjanleik. Gögnin eru hreinsuð af möppum, plasti, bréfaklemmum, tvíritum og heftum en einhver hefti látin halda sér. Gögnin eru í nokkuð góðu ásigkomulagi og læsileg.

Sparisjóður Hólahrepps

Sjóðsbók

Handskrifuð harðspjalda Sjóðsbók í góðu ásigkomulagi. Bókin var hreinsuð og vel læsileg.

Sparisjóður Hólahrepps

Bókhaldsbók Sparisjóðsins

Bókhaldsbók Sparisjóðsins, handskrifuð þykk bók með járnkili sem er ekki farin að skemma út frá sér og bókin látin halda sér en er með dökkum blettum á blaðsíðuköntum. Bókin er hreinsuð.

Innistæðubók

Handskrifuð bók um innistæður viðskiptamanna og óinnleysta víxla, ekki persónugreinanleg gögn. Bók í þokkalegu ástandi en lítilega rifin á kápu og kili.

Skýrslur

Sextán Innbundnar skýrslur um bankaeftirlit frá 1971 - 1997 en það vantar inn í ártöl.

Lög og reglugerðir

Ýmsis gögn um lög og reglugerðir prentað efni í góðu ástandi. Innbundnar sjö skýrslur um bankaeftirlit frá 1978 - 1992 en það vantar inn í ártöl. Þrju smárit um reglugerð Seðlabanka ( 1962 - 1982. Rit úr Úlfljóti timariti laganema frá 1964.

Sparisjóður Hólahrepps

Fundir og samþykktir

Gögnin hafa að geyma hluthafasamkomulag, vinnureglur, aðalfundi og samþykktir. Einnig undirskriftarlistar með rithandarsýnum bankastjóra og starfsmanna ( 1982 - 1997) 5 rit og laus blöð rithandarsýnishorn viskiptamanna ( 1976 ) Gögn í góðu ástandi

Viðskiptabækur og víxlar

Litlar viðskiptabækur 11 talsins handskrifaðar og elsta síðan 1923. Stofnskírteini og sýnishorn af tékkheftum sparisjóðsins síðan 1933. Gónin vel læsileg.

Sparisjóður Hólahrepps

Formálabók

Harðspjaldabók Lögfræðileg bók um löggjöf landsins. Bók í góðu ásigkomulagi.

Sparisjóður Hólahrepps

Óútfyllt sýnishorn eyðublaða

Sýnishorn af ýmsum óútfylltum eyðublöðum er varða starfsemi Sparisjóð Hólahrepps, einnig frímerki sem fylgdu safni Harðar Jónssonar.

Sparisjóður Hólahrepps

Sparireikningar

Handskrifuð viðskiptablöð sem eru laus og með hafa verið losuð frá bók. Gögnin eru persónugreinanleg trúnaðargögn og reynt var að láta þau halda sér en sett nokkurn vegin í ártalaröð. Gögnin í þokkalegu standi.

Vixlar

Frumrit skuldabréfa persónugreinanleg með innborgunum handskrifuðum á baksíðu skuldabréfa 1992 - 1997. Víxileyðublöð útfyllt og persónugreinanleg þar sem óskað er eftir ða sparisjóður kaupi víxil 1981 - 2000.

Sparisjóður Hólahrepps

Annað

Tvær stílabækur um verðtryggða sparireikninga persónugreinanlegir 1998 - 1999. Ein mappa álagningaskrá og stílabók um afsagðir vixlar frá 1946 - 1971. Bókin er handskrifuð og í góðu ásigkomulegi en persónugreinanleg.

Vegagerð ríkisins

  • IS HSk N00477-E-A
  • Undirskjalaflokkar
  • 1987 - 1987
  • Part of Hólahreppur

Pappírsgögn frá Vegagerð Ríkisins um sýslumörk, vegnúmer, staðsetningu, skýringar og athugasemdir um umdæmi 7. Gögnin eru í blaðsíðutali og númerin eru bls 14,15,17,19,23, 25,26,27,29,30,31,33,34,35,37,38,39,42,43,45.

Hólahreppur

Bílnúmerskrá K

  • IS HSk N00477-E-F
  • Undirskjalaflokkar
  • 1984
  • Part of Hólahreppur

Handskrifuð skrá bílnúmera með stafinn K.
Frá K -1 til K - 2200.
Lítillega útfyllt með mannanöfnum og tegund bíla og lit. Kom í möppu sem var hreinsuð burt og frá safni Harðar Jónssonar oddvita Hólahrepps.

Hólahreppur

Pappírsgögn 1941-1965

Línustrikuð blöð og handskrifaðir miðar sem á eru yfirlit yfir starfsemi kvenfélagsins frá 1941-1954, nafnalisti vegna söfnunar til barnahjálpar (1948), listi yfir fatasöfnun, fundagerð með samþykkt um að merkja fermingarkyrtla sem kvenfélagið keypti og að félagskonur sjái um viðhald þeirra og fundarsamþykkt um að bækur lestrafélagsins verði áfram geymdar í Hlíðarhúsinu og hreppurinn sameinist um nýtt bókasafn (1956), nokkrar fyrirspurnir sem lagaðar voru fyrir lestrafélag Hofshrepps (1957) og afrit af fundargerð sem boðaður var af stjórn Lestrarfélags Óslandshlíðar (1957). Einnig er forprentuð og handskrifuð kvenfélagsskýrsla - á bakhliðinni er handskrifup upptalning á kvenfélögum í Skagafirði, textinn "Lesnar 3 fundargerðir" og "Fórum í hópferð 1974 með Hóla- og Viðvíkurkvenfélaginu sunnudaginn 26. maí á handavinnusýningu að Laugarlandi Eyjafirði 23. júní Þjóðhátíð á Hólum".

Pappírsgögn 2006-2012

Handskrifaðir minnispunktar, fundagerðir bæði útprentaðar og handskrifaðar. Fundarboð og fundagerðir aðal- og haustfunda, kjörseðlar, yfirlit yfir vetrarstarf félagsins og nefndir, fundarboð frá S.S.K. með minnispuntkum, skýrslur formanns og fyrirtækjaskrá RSK.

Erindi og bréf 1995-2011

Útprentuð erindi og bréf sem bárust Kvenfélagi Seyluhrepps. Þeirra á meðal er bréf frá Byggðasafni Skagfirðinga um að heiðra miningu Sigurlaugar Gunnarsdóttur (1828-1905) sem stofnaði fyrsta kvenfélagið á Íslandi og vegna könnunar á hlutverki kvenfélaganna í þeirri mynd sem þau voru árið 1999. Einnig eru þakkabréf frá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, Leikskólanum Birkilund og Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð vegna peningagjafa. Umsóknir um fjársstyrk frá Barna- og fæðingardeild FSA, 10.bekkjum Varmahlíðarskóla, Leiksskólanum Birkilund og vegna útgáfu á bók um Skagfirska Rósavettlinga.
Erindi frá Norðurskógum vegna trjáa sem það gaf kvenfélögunum um árabil, Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð,
Guðrúnu Eiríksdóttur vegna verkefnisins "Vatn og rafmagn fyrir allan heiminn", Varmahlíðarskóla og fleirum.

Niðurstöður 171 to 255 of 894