Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 536 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

8 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Dagbækur

Dagbækur Péturs Jónassonar, sem spanna árabilið 1950-1971, þó með hléum.
Alls 19 bækur.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Fasteignamat 1974

Bókin er heftuð er heftuð og kjallímd og er í folio broti. Í henni er útprentun af fasteignamati fyrir Akrahrepp árið 1974.

Fasteignamat Ríkisins

Óþekkt bók

Bók í stærðinni 10,7x 7,2 cm. Kápu og titilblað vantar á bókina og því óljóst um hvaða bók ræðir.
ÁYfirskrift fremstu blaðsíðunnar er Dagverðareyrarmenn. Bókin er 112 bls.

Dagbók 1961

Minnisbók í A5 stærð með gormi.
Í hana eru skráðir minnispunktar varðandi veðurfar o.fl.
Ástand bókarinnar er gott.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 21,3 x 15,6 cm.
Bókin inniheldur spurningar og svör, e.t.v. úr útvarpsþætti. Einnig upplýsingar um sr Jónmund Halldórsson á Barði.
Kápan er nokkuð óhrein en annars er ástand bókarinnar gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Dagbók 1960

Dagbók Péturs Jónassonar fyrir árið 1960. Bók í A5 stærð, innbundin.
Í bókina eru m.a. færðar upplýsingar um veðurfar, búskapinn í Minni-Brekku og atburði í Fljótum og á landsvísu.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Nýa testamenti

Hið nýa testamenti drottins vors Jesú Krists. Akureyri : Friðrik H. Jones ; London : Scripture Gift Mission, 1903. 380 bls. ; 14 sm.
Kápu vantar á bókina.

Fasteignamat viðbótarskrá 1973

Bókin er götuð og var fest saman með splittum sem hafa verið fjarlægð. Hún er í A4 broti. Í henni er útprentun af nýju og breyttu fasteignamati í Akrahreppi fyrir árið 1973.

Fasteignamat Ríkisins

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,4 cm.
Bókin inniheldur m.a. ýmsan fróðleik úr Fljótum.
Kápan er nokkuð óhrein en annars er ástand bókarinnar gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Dagbók 1959

Dagbók Péturs Jónassonar fyrir árið 1959. Bók í A5 stærð, innbundin.
Í bókina eru m.a. færðar upplýsingar um veðurfar, búskapinn í Minni-Brekku og atburði í Fljótum og á landsvísu.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Gjörðabók sýslunefndar 1933-1941

Innbundin fundargerðabók í stærðinni 22x33 cm. Bókin er 386 númeraðar síður, þar af eru 20 auðar síður. Bókin er innsigluð.
Með liggja nokkur laus blöð: Málaregistur aðalfundar 1941, reglugerð um breyting á reglugerð fyrir bókasafn Skagafjarðar, útskrift úr gjörðabók frá aðalfundi 1940, áætlun um tekjur og gjöld sýslusjóðs og sýsluvegasjóðs 1941 og minnispunktar um æviferil Einars Jónssonar frá Brimnesi (1865-1940).
Þessar fundirgerðir voru gefnar út á prenti.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Dagbók 1953

Minnisbók í stærðinni 14,7x9,0 cm.
Í hana eru skráðir minnispunktar varðandi veðurfar o.fl.
Ástand bókarinnar er gott.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Framtalin inneign 1941-1946

Blöð sem á eru skráðar upplýsingar um framtalda inneign 1941-1946. Tvær pappírsarkir í bláum lit, mjög þunnar. Nokkur brot í brúnum blaðana en annars heil.

Valdimar Helgi Guðmundsson (1878-1966)

Dagbók 1959

Dagbók Péturs Jónassonar fyrir árið 1959. Bók í A5 stærð, innbundin.
Í bókina eru m.a. færðar upplýsingar um veðurfar, búskapinn í Minni-Brekku og atburði í Fljótum og á landsvísu.
Með liggur minnisblað.
Kápan er nokkuð slitin en annars er ástand bókarinnar gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,8 x 15,8 cm.
Hún inniheldur númeruð svör við spurningum, e.t.v. úr spurningaþætti í útvarpi.
Kápuna vantar á bókina og síðurnar eru orðnar upplitaðar.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Kristilegur barnalærdómur

Kristilegur barnalærdómur. Skýring á fræðum Lúters hinum minni eftir Thorvald Klaveness prest í Kristjaníu. Þórhallur Bjarnason íslenzkaði. Reykjavík: Kostnaðarm. Sigfús Eymundsson, 1905. Prentsmiðjan Gutenberg. Þriðja prentun.

Thorvald Klaveness

Dagbók 1952

Minnisbók í stærðinni 11,8x9,0 cm.
Í hana eru skráðir minnispunktar um matarinnkaup.
Bókin er sams konar og sú númer 5 og er ef til vill úr eigu Ólafar, eiginkonu Tryggva.
Ástand bókarinnar er gott.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Gestabók 1967-1968

Gestabók í stærðinni 29,6 x 21,2 cm, innibundin.
Getabókin er löggilduð og stimpluð af sýslumanni.
Ástand bókarinnar er gott.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

Fasteignamat 1973

Bókin er heftuð er heftuð og kjallímd og er í folio broti. Í henni er útprentun af fasteignamati fyrir Akrahrepp árið 1973.

Fasteignamat Ríkisins

Jónas Hallgrímsson minningarræða

Útgefið hefti í stærðinni 19,9 x 12,9 cm.
Jónas Hallgrímsson. Minningar-ræða haldin í Reykjavík 11. dag Marz-mánaðar 1900 að tilhlutan Stúdentafélagsins.
Eftir Jón Ólafsson.
Alls 22 bls, auk titilblaðs. Kápu vantar og blöðin eru orðin slitin.

Jón Ólafsson

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 25,4 x 19,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókinni eru skrifaðar rímur eftir Guðmund Stefánsson.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 25,4 x 19,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókinni er skrifaður ýmiss fróðleikur um atburði nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Er þetta ritað í annálaformi, tekið að mestu úr bókum og blöðum. Öftustu síðurnar innihalda einkum fróðleik úr Fljótum.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókinni eru uppskriftir af fundargjörðum UMF Holtshrepps frá 1919-1926, fróðleikur um blaðið Vísi sem félagið gaf út.
kafli úr sveitarlýsingu Holtshrepps árið 1900 eftir Hannes Hannesson, annáll 1937-1950 og fleiri frásagnir og ljóð úr Fljótum. M.a. eftir Hannes Hannesson.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókinni er uppskrift af frásögn eftir Friðfinn Jóhannsson á Egilsá,frásögn eftir Skapta Stefánsson á Nöf, frásögn úr útvarpinu af kaupstaðarferð úr Héðinsfirði til Siglufjarðar, fróðleikur um þilskipaútgerð, uppskriftir af nokkrum fundargjörðum UMF Holtshrepps frá 1921-1926, fróðleiksmolar um Siglufjarðarskarð og frásögn úr Fljótum.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja þrjú minnisblöð.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Á kápusíðu er ritað: "Til hamingju með áttræðisafmælið. Til Péturs Frá Ástu."
Í bókina er ritaður annáll Holtshrepps árið 1956 og ýmsar hugleiðingar. Einnig koma fyrir ýmis ljóð.
Tilgáta að mest af þessu efni sé eftir Hannes Hannesson á Melbreið.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Gestabók 1964-1967

Gestabók í stærðinni 33,8 x 21,7 cm, innibundin.
Getabókin er löggilduð og stimpluð af sýslumanni.
Ástand bókarinnar er gott.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

Tilkynning um fasteignamat 1972

Bókin er heftuð og er í A5 broti. í henni eru eyðublöð fyrir tilkynningar um fasteignamat og eru nokkur þeirra útfyllt. Á forsíðu eru skrifaðar ýmsar tölur, einhvers konar útreikningar.

Fasteignamat Ríkisins

Dagbók 1958

Dagbók Péturs Jónassonar fyrir árið 1958. Bók í A5 stærð, innbundin.
Í bókina eru m.a. færðar upplýsingar um veðurfar, búskapinn í Minni-Brekku og atburði í Fljótum og á landsvísu.
Kápan er nokkuð slitin en annars er ástand bókarinnar gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,7 x 16 cm.
Hún blað yfir fjártölu í Holtshreppi 1969, frásögn um Boga Jóhannesson á Minni-Þverá, H. Pál Arngrímsson á Hvammi í Fljótum og Þorstein Þorsteinsson frá Þrastarstöðum á Höfðaströnd.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Skattaregistur

Reikningsbók sem í eru skráðar upplýsingar sem varða skattframtöl á umræddu árabili. Bókin er merkt "skattaregistur" en í henni eru upplýsingar sem varða árin 1955-1962. Bókin er í mjög heillegu ástandi.

Valdimar Helgi Guðmundsson (1878-1966)

Fáein ljóðmæli Þorgeirs Markússonar

Fáein ljóðmæli Þorgeirs Markússonar fyrrum prests að Útskálum frá 1747 til 1753. Þorgeir Markússon 1722-1769 (prestur) höfundur. Sigurður Brynjólfsson Sívertsen 1808-1887 (prestur). Reykjavík : Jón Eyjólfsson, 1906. 64 bls. ; 17 sm. 3. útgáfa.

Dagbók 1952

Minnisbók í stærðinni 11,0x7,4 cm.
Í hana eru skráðir minnispunktar um matarinnkaup.
Bókin er sams konar og sú númer 5 og er ef til vill úr eigu Ólafar, eiginkonu Tryggva.
Ástand bókarinnar er gott.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Niðurstöður 86 to 170 of 536