Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 1809 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Mannamyndir*
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

1734 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Mynd 114

Sigurður Pétursson frá Sjávarborg.
Aftan á myndina er skrifað: "Sigurður Pétursson sýslumaður frá Sjávarborg dó ungur."
Myndin var gefin 09.07.2003 úr dánarbúi Kristínar Sölvadóttur Skr.

Mynd 113

Óþekkt fólk.
Aftan á myndina er skrifað:
"Úr myndum Árna Daníelssonar, Sjávarborg."

Mynd 112

Óþekkt barn.
Aftan á myndina er skrifað:
"Bróðurdóttir Björns Jónssonar."

Mynd 111

Fólkið á myndinni er óþekkt en hún er tekin á járnbrautarstöð vestan hafs.
Aftan a myndina er skrifað:
"Joseph, bróðir minn og ég. Við vorum að bíða eftir járnbrautarlest (það er rétta orðið er það ekki?)."
Rithöndin er sú sama og á myndum nr 98, 101 og 102.

Mynd 11

Fólkið á myndinni er óþekkt, en aftan á myndina eru skrifaðar eftirfarandi upplýsingar:
"Victor, bróðir okkar, kona hans, ég, Lauranne, dóttir Victor og Nettie."

Mynd 108

Konan hægra megin á myndinni er Sigurlína, sem var hjá Pálma Péturssyni og Helgu og Sjávarborg en fór til Vesturheims.
Hin konan er óþekkt.

Mynd 106

Herbert Marteinson og John Marrteinson.
Aftan á myndina er ritaður eftirarandi texti:
"Foreldrar Helgi Marteinssonn og Ingibjörg Helgadóttir. Herbert á heima í Vancouver og er háttsettur í lögreglunni.

Á öðrum stendur:
Foreldrar drengjanna hétu Birgitte Brandson og Helgi Marteinson og Helgi er skyldur Andrési.
Stóri Björn afi þeirra?"

Mynd 105

Fólkið á myndinni er óþekkt.
Aftan á myndina er skrifað:
"Mynd af mjer og kunningjastúlku minni í SanPedro."

Mynd 104

Maður í hermannabúning með byssu um öxl.
Aftan á myndina er skrifað:
"Sonur Björns Hafstað."

Mynd 102

Aftan á myndina er skrifað:
"Þetta er maður sem ég vinn mðe og konan hans. Ég var þar fyrir middagsmat einn sunnudag í haust eða seint í sumar.
Myndin er merkt með sömu rithönd og myndir nr 98 og 101.

Mynd 101

Aftan á myndina er skrifað:
Antoniette og Eurico og ég. Þetta er sama sunnudaginn. Hjónin heita Carmine og Antoniette Mezzacappa og drengirnir eru Eurico. Mig þekkið þið býst ég við."
Myndin er merkt með sömu rithönd og mynd nr 98.

Mynd 100

Óþekkt hjón með lítið barn.
Aftan á myndina er skrifað:
"Þóra A. G. Sigurðsson. Baby 6 months."

Mynd 1

Fólkið á myndinni er óþekkt.
Aftan á myndina er skrifað: "Our home in Moves Bay Calif., before us moved to to Bellingham Wash."

Vesturfarar: Ljósmyndasafn

  • IS HSk N00369
  • Safn
  • 1880-1993

Ljósmyndir, 127 stk.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)

Mynd 75

Myndin er tekin 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þetta er Jón Magnússon, móðurbróðir Kára, hann tók myndina af honum þegar hann fór í heimsókn til hans norður í Selkirk 4/12 54."

Mynd 68

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955
Aftan á hana er skrifað: "Bragi Melax og ég fyrir framan styttuna af Jón Sig. í þinghúsgarðinum, hún er eins og sú á Austurvelli.

Mynd 64

Myndin er tekin í Winnipeg 29. agúst 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Við skruppum til Wpeg um þessa helgi og hittum Stebba þar, þá tók Kári þessa mynd af okkur."

Mynd 62

Myndin er tekin í Winnipeg 29. agúst 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Ég stend þarna fyrir framan eina stærstu járnvöruverslun borgarinnar, heldur súr á svipinn. Á rúðunum má sjá rendur, um 10 cm frá kantinum, hringinn í kring. Þetta er til varnar þjófum, Þessi rönd er eins og úr brönsi og er rafstraumur á henni, og ef kemur sprunga í hana hringir þjófabjalla. þetta er mjög nýtt og er á mörgum byggingum í Wpeg. Ekki vorum við nú að hugsa nánar um það."

Mynd 60

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Mynd af mér fyrir aftan húsið hjá Kobba, þegar við vorum að steypa stéttina. Hvíld."

Mynd 59

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Kári og Kobbi fyrir aftan húsið hans þegar við hjálpuðum honum að steypa stéttina."

Mynd 8

Fólk við matarborð.
Lisa Christine Krebs, Frímann Jónasson, Málfríður Björnsdóttir, óþekkt, Ragna Þórey Frímannsdóttir, Carl Frímann Krebs.

Aftan á myndina er skrifað: "Lísa, Frímann, ég, Ragna frænka, Málfr. og Karl Fr.
Öve Krebs, maður Rögnu tók myndina. Sést út í blómagarðinn."

Mynd 6

Tvær óþekktar konur.
Framan á myndina er skrifað: "ingibjörg og mamma."
Aftan á myndina er skrifað: "Ingibjörg frænka mín og mamma. Tekið í Ágúst 1952.

Mynd 53

Óþekkt kona með börnin Robert og Roseanna.
Aftan á myndina er skrifað: "Taken in agust 1952 Fargo N-Dakota. Roseanna 12 1/2 months. Robert 3 years in sept."

Mynd 46

Strákurinn á myndinni heitir Robert.
Aftan á myndina er skrifað: "Tekið í spetember 1952 í Birnidji Minn. Robert stendur fyrir neðan stittuna af Paul Baunyan."

Mynd 40

Börnin á myndinni eru Roseanna, Roy og Stefán.
Aftan á myndina er skrifað: Roseanna, Roy og Stefán, litlu strákarnir hennar Hildu (tekið í Fargo í ágúst 1952)."

Mynd 35

Börnin á myndinni eru: Robert og Roseanna.
Aftan á myndina er skrifað: "Tekið í julý 1952 í Fargo N-Dakota. Roseanna 1 árs og Robert 3ja í sept."

Mynd 34

Börnin á myndinni eru: Robert 13 ára, Roseanna 11 ára, Mark David 5 ára og Elka Susan 3 1/2 árs.
Aftan á myndina eru skrifuð nöfn þeirra og aldur og "Jólin 1962."

Mynd 26

Konan á myndinni heitir Rosie.
Aftan á myndina er skrifað: "Rosie (Aug 1970) in Minnesota. Þetta er tekið af Rosie í sumar þegar hún var í Minnesota. Hún er með wig á höfðinu, hárið hennar er mikið lengra. Rosie 19 ára frá July 1970."

Mynd 22

Drengurinn á myndinni heitir Robert.
Aftan á myndina er skrifað: "Robert í lítilli járnbrautarlest, sem er búin út fyrir litla krakka til að keyra í."

Mynd 2

Hjaltastaðir, líklega árið 1922. Samskonar mynd og Hvis 903.
Talið frá vinstri: Ingibjörg Stefánsdóttir, Hólmfríður Jóhannsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Helga Jónsdóttir, Geirþrúður Stefánsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Helgi Valdimarsson og Stefán Vagnsson

Niðurstöður 426 to 510 of 1809