Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 3525 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Tekjur af búfénaði

Listinn er handskrifaður á pappírsörk í folio stærð. Með liggur minnisblað sömu stærðar.
Á listanum eru taldar saman tekjur af búfénaði í hverjum af hreppum sýslunnar.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Símskeyti frá Skagen

Handskrifað símskeyti á þar til gert eyðublað í stærð A5.
Símskeytið er skrifað frá Skagen. Það varðar sementspöntun.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Skýrsla um vegstæði

Skjalið er vélritað á pappírsörk í folio broti, alls 2 síður. Með liggur annað vélritað skjal í sömu stærð.
Hvort tveggja eru eftirrit skýrslu um vegstæði milli Hofsóss og Kolku.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Móttökukvittun

Kvittunin er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð.
Hún varðar sundkennslu Páls í Holts-og Haganeshreppum. Með liggur kvittun fyrir greiðslu vegna afnota af lauginni á Lambanes-Reykjum.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Vottorð

Sex pappírsseðlar í ýmsum stærðum.
Varða misbrest á fjallskilum vegna hrets í lok agústmánaðar 1919.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Kaupfélags Skagfirðinga til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar skort á korni.
Með liggja afrit af tveimur símskeytum, sem eru frá sýslumanni til Stjórnarráðins og varða sama málefni, og eru handskrifuð á þar til gerð eyðublöð.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 681 to 765 of 3525