Item 5 - Vottorð

Identity area

Reference code

IS HSk N00313-B-L-D-5

Title

Vottorð

Date(s)

  • 05.02.1920 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjöl.

Context area

Name of creator

(08.10.1874-1988)

Biographical history

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Name of creator

(09.09.1872-15.02.1925)

Biographical history

Páll Ágúst Þorgilsson, f. á Kambi í Deildardal 09.09.1872, d. 15.02.1925. Foreldrar: Þorgils Þórðarson, bóndi á Kambi og kona hans Steinunn Árnadóttir. Páll ólst upp með foreldrum sínum og vann að búi þeirra. Fór í Flensborgarskólann í Hafnarfirði og lauk þar námi. Reisti bú á Stafni í Deildardal 1897, bóndi þar til 1905, á Brúarlandi frá 1905 til æviloka.
Maki: Guðfinna Ásta (29.06.1873-09.05.1959). Þau eignuðust 7 börn sem upp komust. Auk þess eignaðist Páll tvö börn utan hjónabands með Pálínu Sumarrós Pálsdóttur, mágkonu sinni.

Name of creator

(18.09.1871-14.04.1937)

Biographical history

Halldór Þorleifsson, f. að Krossi í Óslandshlíð 18.09.1871, d. 14.04.1937 að Miklabæ í Óslandshlíð. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi á Miklabæ og kona hans Elísabet Magnúsdóttir. Hann ólst upp með foreldrum sínum og bjó með þeim, en gerðist sjálfstæður bóndi eftir að hann kvæntist. Bóndi að Nautabúi í Hjaltadal 1904-1905 og Miklabæ 1905-1937.
Maki (gift 1903): Ingibjörg Jónsdóttir, (10.01.1874-16.03.1942). Þau eignuðust 4 börn og 2 þeirra dóu ung.

Name of creator

(03.08.1879-02.01.1978)

Biographical history

Þórður Hjálmarsson, f. á Stafni í Deildardal 03.08.1879, d. 02.01.1978 á Sauðárkróki. Foreldrar: Hjálmar Þórðarson bóndi í Stafni og sambýliskona hans Ragnheiður Gunnarsdóttir. Þórður ólst upp hjá foreldrum sínum í Stafni við almenn sveitastörf. Eftir að faðir hans féll frá árið 1893 var hann fyrst í Stafni með móður sinni eitt eða tvö ár en fluttist síðan að Kambi til Þorgilsar föðurbróður síns. Var hann þar þar til hann giftist frænku sinni, Þórönnu, eftir áramótin 1903. Um veturinn voru þau hjónin enn á Kambi en hófu búskap á Háleggsstöðum um vorið og bjuggu þar eitt ár. Vorið 1916 fluttu þau aftur að Háleggsstöðum og bjuggu þar óslitið til 1952, er synir þeirra tóku við búinu. Voru þau áfram þar í húsmennsku. Þórður lifði konu sína í 15 ár. Hann dvladi hjá sonum sínum á Háleggsstöðum en þegar þeir brugðu búi og fluttust suður var Þórður um kyrrt hjá Þórönnu fósturdóttur sinni og Hafsteini manni hennar. Dvaldi hann þar fram undir það síðasta og gekk að ýmsum verkum kominn á tíræðisaldur.
Maki (gift 19.02.1903): Þóranna Kristín Þorgilsdóttir (02.05.1879-11.09.1963).

Name of creator

(26.04.1874-08.12.1942)

Biographical history

Gunnlaugur Jón Jóhannsson, f. að Hringveri í Hjaltadal 26.04.1874, d. 08.12.1942 á Illugastöðum í Flókadal. Foreldrar: Jóhann Gunnlaugsson og Guðrún Einarsdóttir, ógift vinnuhjú að Hirngveri. Jóhann ólst upp hjá móður sinni sem var vinnukona á Litla-Hóli í Viðvíkursveit hjá Aðalsteini Steinssyni bónda þar og konu hans Helgu Pálmadóttur og hafði son sinn á kaupi sínu, þar til hann fór að geta unnið fyrir sér. Gunnlagur bjó á Litla-Hóli 1899-1906, Háleggsstöðum 1906-1916, Stafni 1916-1925 og Illugastöðum í Flókadal 1925-1934. Hann hafði alltaf lítið bú og vann því oft utan heimilis. M.a. við torfristu, vegghleðslu og byggingu. Einnig þótti hann laginn að hjálpa skepnum við burð og var oft fenginn í slíkt.
Maki (gift 1899): Jónína Sigurðardóttir (14.02.1877-04.02.1964). Þau eignuðust átta börn og misstu eitt þeirra tveggja ára gamalt.

Name of creator

(09.07.1879-15.12.1965)

Biographical history

Páll Árnason, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 09.07.1879, d. 15.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ísak Árni Runólfsson (1851-1934) bóndi á Atlastöðum og kona hans Anna Björnsdóttir (1859-1954). Páll ólst upp í föðurgarði og vann að búi föður síns að mestu til 1900, að hann fór í Möðruvallaskóla og varð gagnfræðingur þaðan 1902. Fluttist þá vestur í Hjaltadal og vann að jarðræktarstörfum að vorinu en barnafræðslu að vetrinum, í Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og Óslandshlíð. Kvæntist og fluttist að Kvíabekk í Ólafsfirði. Bjó þar 1907 til 1910, að hann fluttist að Hofi á Höfðaströnd. Bjó þar eitt ár og brá þá búi og fluttist í Hofsós. Var kennari við barnaskólann þar 1910-1935. Reisti bú í Ártúni 1916 og bjó þar til 1946 að hann fluttist aftur í Hofsós og átti þar heimili til dauðadags. Páll vann mikið að opinberum störfum fyrir sveit sína. Var hreppsnefndarmaður 1913-1925, þar af oddviti í 6 ár. Í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi um skeið og endurskoðandi reikninga félagsins í 25 ár. Var skattanefndarmaður, úttektarmaður, kjótmats- og ullarmatsmaður og fleira í mörg ár.
Maki (gift 114.07.1904): Þórey Halldóra Jóhannsdóttir, f. 21.08.1875, d. 31.07.1957. Þau eignuðust 4 börn og ólu einnig upp að mestu þrjú fósturbörn.

Name of creator

(17.09.1869-05.01.1937)

Biographical history

Sigurjón Jónsson, f. á Syðstu-Grund í Blönduhlíð 17.09.1869, d. 05.01.1937 á Akureyri. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Syðstu-Grund og kona hans Björg Jónsdóttir. Þau fóru til Vesturheims og létust bæði þar. Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum á Syðstu-Grund. Fór að vinna fyrir sér, er hann hafði aldur til og reri meðal annars á Suðurnesjum. Bóndi á Þorleifsstöðum 1893-1894, Keldum í Sléttuhlíð 1894-1899, Skálá í Sléttuhlíð 1899-1901. Keypti Ósland og bjó þar 1901-1918. Seldi þá jörðina og brá búi að mestu. Var í Torfhól 1918-1920. Fór til Vesturheims og dvaldi þar 1920-1922. Setti á stofn og rak kjötbúð á Siglufirði 1922-1923. Bóndi á Hvalnesi í Skaga 1923-1931 og 1933-1934. Bjó á Borgarlæk 1928-1930 og 1932-1934. Brá þá búi og flutti fyrst til Skagastrandar til barna sinna. Sigurjón var einn af stofnendum Búnaðarfélags Óslandshlíðar og formaður þess um skeið.
Maki (gift 1892): Sigurjóna Magnúsdóttir, f. 16.03.1861, d. 23.06. 1929. Þau eignuðust sjö börn. Áður átti Sigurjóna eitt barn með heitmanni sínum, Jóni Jónssyni, bróður Sigurjóns.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Sex pappírsseðlar í ýmsum stærðum.
Varða misbrest á fjallskilum vegna hrets í lok agústmánaðar 1919.
Ástand skjalanna er gott.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

KSE

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 23.03.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area