Sýnir 18 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Ungmennafélagið Neisti
IS HSk N00027 · Safn · 11.02.2003-15.08.2011

Fundargerðarbók Ungmennafélagsins Neista frá 11. febrúar 2003 til 15. ágúst 2011. Félagið starfar á Hofsósi og nágrenni.

Án titils
IS HSk E00017 · Safn · 1903 - 1993

Bindindisfélagið Tilreyndin var stofnuð 12. febrúar. 1898. Fyrsta fundagerðabók í þessu safni er frá 19. mars.1905 þar kemur m.a. fram spursmál um hvernig nota menn málfrelsi á fundum og því tali stúlkur ekki á fundum. Mikið er ritað í þessum fundagerðaðbókum og hægt er að sjá þjóðfélagsþróunina í færslunum. Á þessum tíma breytist Bindindisfélagið Tilreyndin yfir í U.M.F. Geisla og síðarí U.M.F Neista.

Án titils
IS HSk E00019 · Safn · 1908 - 1987

Ýmis gögn Ungmennafélagsins Höfðstrendinga eru í þessu safni s.s bókhald, bréfasafn, fundagerðabækur, sveitablaðið Félaginn 2 árg, ( D-A-c ). Harðspjaldabók um leikritið Henrik og Pernille eftir Ludvig Holberg, Baron of Holberg (3 December 1684 – 28 January 1754) skrifað 1724, en þýðandi Lárus Sigurbjörnsson ( D-A-a ) ásamt fleiri áhugaverðum gögnum. Gögnin eru flokkuð í hverju skipulagi eftir ártali, elstu gögn neðst en þau yngstu efst.

Án titils
IS HSk N00457 · Safn · 1907 - 2004

Gögn sem tengjast Ungmennafélagi Tindastóls. Bókhald, fréttabréf, samningar, skýrslur og fleira.

Án titils
Ungmennafélagið Bjarmi
IS HSk E00138 · Safn · 1922 - 1939

Gögn Ungmennafélagsins Bjarma í Goðdalasókn Skagafjarðasýslu.

Án titils
IS HSk E00028 · Safn · 1926 - 1976

Tvær innbundnar bækur og handskrifaðar sem innihalda fundargerðir og félagatal frá Ungmennafélaginu Glóðafeyki á tímabilinu 1926-1976.

IS HSk N00034 · Safn · 1942-1943

Vinna við húsbyggingu á Melsgili, húsi Ungmennafélags Æskunnar í Staðarhreppi.

Án titils
Ungmennafélag Holtshrepps
IS HSk E00013 · Safn · 1919 - 1971

Gögn Ungmennafélags Holtshrepps, Fljótum í Skagafirði, frá 1919 til 1971. Í safninu eru alls sex bækur, fjórar fundagerðabækur, frá 1919 - 1964, ein bók með efnahagsreikningum félagsins, fyrir tímabilið 1935-1948 og bók með félagatali og lögum félagsins, dags.1919 - 1949.

Án titils
UMSS: Skjalasafn
IS HSk N00188 · Safn · 1906 - 1995

Skjalasafn UMSS frá árunum 1906 - 1993. Bókhald, fundarbækur, ársskýrslur, erindi, skrár, ljósmyndir og ýmis gögn.

Án titils
IS HSk N00245 · Safn · 1953-1963

Skjöl úr dánarbúi Péturs Guðmundssonar á Hraunum í Fljótum. Einkum kveðskapur, gögn viðvíkjandi Búnaðarsambandi Skagfirðinga og Ungmennafélagi Holtshrepps.

Án titils
IS HSk E00026 · Safn · 1905 - 1991

Askjan inniheldur fjórar innbundnar og handskrifaðar fundargerðarbækur, sú elsta er frá 1905, innihald þeirra eru fundargerðir, reikningshald, lög og félagatal. Bækurnar hafa allar varðveist mjög vel og eru í góðu ástandi.

Án titils
Ungmennafélagið Vaka
IS HSk E00033 · Safn · 1927 - 1945

Gjörðabók ungmennafélagsins Vaka í Viðvíkurhreppi byrjar á stofnfundi mánudag 10. mars 1930, til að ræða um stofnun ungmennafélags í Viðvíkurhreppi. Lesin voru uppköst af lögum og borin undir atkvæði og samþykkt í heild. í bókinni eru síðan lögin rituð ásamt fundargerðum.
Aðalreikningabók er um tekjur og gjöld félagsins Vöku og inn í bók eru 6 laus blöð um ýmsar greiðslur t.d. greiðsluábyrgð til Björns Gíslasonar vegna harmonikkukaupa sem U.M.F Vaka á fyrsta veðrétt í. Björn Gíslason skuldbindur sig að spila á dansskemmtunum sem félagið kann að stuðla til í sínu umdæmi, umrætt tímabil frá 10. okt. 1940 - 10. okt. 1942. Einnig er listi um Ungmennafélagatal 1942.

Án titils