Fundargerðarbók Ungmennafélagsins Neista frá 11. febrúar 2003 til 15. ágúst 2011. Félagið starfar á Hofsósi og nágrenni.
Án titilsBindindisfélagið Tilreyndin var stofnuð 12. febrúar. 1898. Fyrsta fundagerðabók í þessu safni er frá 19. mars.1905 þar kemur m.a. fram spursmál um hvernig nota menn málfrelsi á fundum og því tali stúlkur ekki á fundum. Mikið er ritað í þessum fundagerðaðbókum og hægt er að sjá þjóðfélagsþróunina í færslunum. Á þessum tíma breytist Bindindisfélagið Tilreyndin yfir í U.M.F. Geisla og síðarí U.M.F Neista.
Án titilsÝmis gögn Ungmennafélagsins Höfðstrendinga eru í þessu safni s.s bókhald, bréfasafn, fundagerðabækur, sveitablaðið Félaginn 2 árg, ( D-A-c ). Harðspjaldabók um leikritið Henrik og Pernille eftir Ludvig Holberg, Baron of Holberg (3 December 1684 – 28 January 1754) skrifað 1724, en þýðandi Lárus Sigurbjörnsson ( D-A-a ) ásamt fleiri áhugaverðum gögnum. Gögnin eru flokkuð í hverju skipulagi eftir ártali, elstu gögn neðst en þau yngstu efst.
Án titilsGögn sem tengjast Ungmennafélagi Tindastóls. Bókhald, fréttabréf, samningar, skýrslur og fleira.
Án titilsGögn Ungmennafélagsins Bjarma í Goðdalasókn Skagafjarðasýslu.
Án titilsTvær innbundnar bækur og handskrifaðar sem innihalda fundargerðir og félagatal frá Ungmennafélaginu Glóðafeyki á tímabilinu 1926-1976.
Bréf, fundargerðir, reikningar og félagaskírteini.
Án titilsVinna við húsbyggingu á Melsgili, húsi Ungmennafélags Æskunnar í Staðarhreppi.
Án titilsFundagerðabók Ungmennafélagsins Neista.
Án titilsGögn Ungmennafélags Holtshrepps, Fljótum í Skagafirði, frá 1919 til 1971. Í safninu eru alls sex bækur, fjórar fundagerðabækur, frá 1919 - 1964, ein bók með efnahagsreikningum félagsins, fyrir tímabilið 1935-1948 og bók með félagatali og lögum félagsins, dags.1919 - 1949.
Án titilsSkjalasafn UMSS frá árunum 1906 - 1993. Bókhald, fundarbækur, ársskýrslur, erindi, skrár, ljósmyndir og ýmis gögn.
Án titilsSkjöl úr dánarbúi Péturs Guðmundssonar á Hraunum í Fljótum. Einkum kveðskapur, gögn viðvíkjandi Búnaðarsambandi Skagfirðinga og Ungmennafélagi Holtshrepps.
Án titilsAskjan inniheldur fjórar innbundnar og handskrifaðar fundargerðarbækur, sú elsta er frá 1905, innihald þeirra eru fundargerðir, reikningshald, lög og félagatal. Bækurnar hafa allar varðveist mjög vel og eru í góðu ástandi.
Án titilsGögn Ungmennafélagsins Tindastóls.
Án titilsGögn félagsins.
Án titilsSveitarblaðið Þröstur 1.-4. árg 1936-1939.
Án titilsGjörðabók ungmennafélagsins Vaka í Viðvíkurhreppi byrjar á stofnfundi mánudag 10. mars 1930, til að ræða um stofnun ungmennafélags í Viðvíkurhreppi. Lesin voru uppköst af lögum og borin undir atkvæði og samþykkt í heild. í bókinni eru síðan lögin rituð ásamt fundargerðum.
Aðalreikningabók er um tekjur og gjöld félagsins Vöku og inn í bók eru 6 laus blöð um ýmsar greiðslur t.d. greiðsluábyrgð til Björns Gíslasonar vegna harmonikkukaupa sem U.M.F Vaka á fyrsta veðrétt í. Björn Gíslason skuldbindur sig að spila á dansskemmtunum sem félagið kann að stuðla til í sínu umdæmi, umrætt tímabil frá 10. okt. 1940 - 10. okt. 1942. Einnig er listi um Ungmennafélagatal 1942.