Víðinesbardagi. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Víðinesbardagi í Hjaltadal 1208. Biskup sat á hesti og með honum ábótar og nokkrir prestar og kallaði að eigi skyldi berjast. Að því gáfu engir gaum. Sannaðist í þessum atburði að ekki verður ófeigum í hel komið eða feigum forðað. Í bardaganum fékk Kolbeinn stein í höfuðið og féll í öngvit og missti mál og mátt." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 16).
Við Hafravatn
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Vetur í Svínahrauni
Sigurður Sigurðsson (1916-1996)Úr Svínahrauni
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Úr Svínahrauni
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Skagafjörður
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Úr Landeyjum
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Undir Meyjarsæti
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Landslag, fjöll. Tindastóll séður af Reykjaströnd.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Tindastóll
Sigurður Sigurðsson (1916-1996)Mynd af Þóroddi Sigtryggssyni. Hluti af seríu Jóhannesar af vegavinnumönnum gerð um 1950, áður er Jóhannes hóf nám í myndlist.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Þingey
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Sumarnótt á Króknum
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Mynd af Stefáni Sveinssyni á Æsustöðum. Hluti af seríu Jóhannesar af vegavinnumönnum gerð um 1950, áður er Jóhannes hóf nám í myndlist.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Skammdegisskin
Sigurður Sigurðsson (1916-1996)Málverk í eigu Listasafns Skagfirðinga eftir Sigurð Sigurðsson.
Sigurður Sigurðsson (1916-1996)Sauðárkrókur
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Sauðárkrókur?
Sigurður Sigurðsson (1916-1996)Myndefnið er bær við sjávarsíðuna, Sauðárkrókur.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Sauðárkrókur
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Myndefnið Rúnki predikari, sögufræg persóna á Sauðárkróki.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Mynd af Pétri Guðmundssyni frá Vatnshlíð. Hluti af seríu Jóhannesar af vegavinnumönnum gerð um 1950, áður er Jóhannes hóf nám í myndlist.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Nóttin fyrir Haugsnesfund. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"...Kolbeinn [ungi] lést af brjóstmeini því er hann hafði lengi átt við að stríða, í júlí 1245. Við völdum hans í Skagafirði tók Brandur Kolbeinsson frændi han á Stað í Reyninesi. Áður en Kolbeinn dó hafði hann ákveðið að afhenda Þórði kakala Norðausturland, til að tryggja friðinn. Það var föðurarfur Þórðar sem Kolbeinn hafði náð undir sig með Örlygsstaðabardaga. Þórður fór einnig með völd vestan lands, og var nú komin upp svipuð staða og fyrir bardagann. Sturlungar réðu Norðausturlandi og Vesturlandi ,en Ásbirningar Skagafirði og höfðu stuðning Haukdæla.
Fylgismenn Kolbeins ólu á óvild milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og misklíð milli héraðanna stigmagnaðist. Um páska 1246 leitaði Brandur stuðnings hjá Gissuri Þorvaldssyni vini Kolbeins og bandamanni. Þórður kakali frétti það og var snar í snúningum og safnaði liði af öllu yfirráðasvæði sínu, bæði norðan og vestan. Hann tjáði mönnun sínum á fundi á Grund í Eyjafirði að nú hyggðist hann ráðast inn í Skagafjörð og láta vopnin tala. Þriðjudaginn eftir páksaviku hélt hann af stað vestur Öxnadalsheiði með 600 manna lið. Héldu þeir til Silfrastaða um kvöldið og lágu þar úti um nóttina. það hvessti, og söng vindur í spjótum, sem stungið hafði verið niður úti við. Vöknuðu menn við þetta og héldu að ráðist hefði verið á þá. Í glímuskjálfta og óðagoti var gripið til vopna og börðust menn í ákafa hver við annan um hríð. Einn maður féll og nokkrir særðust áður en menn áttuðu sig á hvers kyns var. Sýnir þessi atburur vel hversu ógnir ófriðarins voru farnar að sauma að taugum liðsmanna Þórðar. Menn voru komnir í óvinaland. Margir höfðu barist á Örlygsstöðum og vor uminnugir þeirra atburða þar sem þeir biðu lægri hlut. Svo átti ekki að fara í þetta sinn.
Brandur Kolbeinsson var viðbúinn og hafði safnað liði um Skagafjörð og Húnaþing. Hann var með 720 manna lið á Víðimýri. Reynt var að semja, en kakalinn hafnaði öllum tillögum og vildi ráða öllum samningum sjálfur.
Nóttina fyrir bardagann gisti Þórður á Úlfsstöðum í Blönduhlíð. Lið Brands var á Víðimýri illa fyrir kallað og taugaveiklað. Sagt var að undarleg sótt hefði komið í lið hans og féllu um þrjátíu manns í öngvit og urðu ófærir til bardaga. Bardagamorguninn hélt hann yfir Jökulsá og bjóst til bardaga." " (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 33).
Jón Stefánsson listmálari.
Landslag, mold og grjót.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Möðrudalsöræfi - Herðubreið
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Hluti af myndaseríu: Unnið við gerð heimildarmyndar um Daníel Bruun.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Leysing
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Landslag
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Landslag
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Landslag
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Landslag
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Landslag
Hrólfur Sigurðsson (1922-2002)Myndefnið tengist Sturlungasögu. Kolbeinn Tumason á hestbaki.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Mynd af Jónatani Hallgrímssyni. Hluti af seríu Jóhannesar af vegavinnumönnum gerð um 1950, áður er Jóhannes hóf nám í myndlist.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Hluti af myndaseríu: Unnið við gerð heimildarmyndar um Daníel Bruun.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Mynd af Jóhannesi Dalmann Sauðárkróki. Hluti af seríu Jóhannesar af vegavinnumönnum gerð um 1950, áður er Jóhannes hóf nám í myndlist.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Teikning af tjaldi. Myndin er blýantsteiknuð og svo lituð með vatnslitum. Myndin er frá 1939.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Mynd af rauðum hana með spjóti í gegn. Myndin er frá 1940.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Teikning af sebrahesti. Myndin er frá 1940.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Teikning af höfuði hests. Myndin er frá 1938.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Teikning af andahjónum með unga sína á tjörn. Myndin er frá 1939.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Teikning af ísbirni. Myndin er frá 1939.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Mynd af Birnu með tvo húna. Myndin er frá 1941.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Teikning af flugvél sem kemur til lendingar við sólarlag á Sauðárkróki. Þar má sjá Tindastól - Drangey og Þórðarhöfða. Nokkur hús sjást við höfnina og þar er einnig bátur. Myndin er frá 1938.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Teikning af ljóni. Myndin gæti verið frá 1937-1947 .
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Teikning af tveimur úlfum - í bakgrunni eru tré. Myndin er frá 1939.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Mynd af storkum gefa ungum sínum að borða í hreiðri. Í bakgrunni má sjá myllu og hús við vatn. Myndin er frá 1939.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Teikning af svani. Myndin er blýantsteiknuð og svo lituð með trélitum. Myndin er frá 1938.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Mynd af e.k. formi. Fjórir tíglar mætast í miðju ferhyrnings. Myndin er frá 1940.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Blýanststeikning af hesti. Myndin er frá 1940.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Teikning af rjúpu ásamt þremur ungum sínum. Myndin er teiknuð með blýanti og svo lituð með trélitum. Myndin er frá árinu 1939.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Skissa af hestalest fara yfir Hvítá (JGJ - 1985 - bls. 82). Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Skissa af mönnum ríðandi yfir landslag - óvíst hvar - líklegast einhversstaðar í Skagafirði. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Skissa af hestalest fara yfir Hvítá (JGJ - 1985 - bls. 82). Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Myndin kallast: „Við kláfferjuna hjá Skatastöðum í Skagafirði“ (JGJ - 1985 - bls. 78). Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Myndefnið menn með hesta við kláfferjuna á Jökulsá eystri í Skagafirði (JGJ - 1985 - bls. 77). Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Myndin kallast: Áning í Gilhagadal. „Einstigið“. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Skissa af mönnum í hestaferð. Einn hugar að hesti á meðan annar maður hvílir sig við á. Myndin kallast: „Áning við Galtará“ (JGJ - 1985 - bls. 80). Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Landslagsmynd líklegast úr Skagafirði - þar sem horft er yfir hólmann á Blönduhlíðarfjöllin. Tveir hestar eru í forgrunni. Myndin gæti verið frá 1965-1975.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Landslagsmynd með björtu sólarlagi í bakgrunni - óvíst hvaðan. Myndin gæti verið frá 1950-1960.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Landslagsmynd - óvíst hvaðan en í bakgrunni má sjá fjöll. Myndin gæti verið frá 1955-1965.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Teikning af húsi sem stendur við sjó. Handan við fjörðinn virðist vera bær eða borg. Myndin gæti verið frá 1960-1970.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Kyrralífsmynd af flösku - skál og einhverskonar klút á borði. Myndin gæti verið frá 1950-1960.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Skissa af höfn með nokkrum bátum/skipum og í forgrunni má sjá húsaþök. Staðsetning er líklega Reykjavíkurhöfn. Myndin gæti verið frá 1955-1965.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Á myndinni er akkeri í forgrunni en bátar í bakgrunni - annar þeirra á hvolfi. Staðsetning er í fjöru en óvíst hvar. Myndin gæti verið frá 1955-1965.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Á myndinni er sjónarhorn þar sem horft er yfir húsaþök í borg eða bæ - líklegast í Reykjavík. Myndin gæti verið frá 1950-1960.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Landslagsmynd þar sem fyrir miðri mynd má sjá foss en í bakgrunni eru fjöll. Staðsetning ókunn. Myndin gæti verið frá 1950-1960.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Landslagsmynd þar sem stök tré sjást hér og þar á myndinni en klettar í bakgrunni. Staðsetning ókunn. Myndin gæti verið frá 1955-1965.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Mynd af bátum í slipp við höfn - óvíst hvar. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1965-1975.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Kyrralífsmynd. Flaska og tvær perur standa á borði - stóll sést í bakgrunni. Þar sem smá sót er á myndinni er líklega frá því fyrir brunann sem var á vinnustofu Jóh.Geirs - Laugarvegi 11 árið 1963 - myndin gæti verið frá tímabilinu 1953-1963.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Landslagsmynd þar sem runnagróður er í forgrunni en fjöll í bakgrunni. Staðsetning ókunn. Myndin gæti verið frá 1975-1985.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Landslagsmynd þar sem vegur hlykkjast í gegnum jarðlita forgrunn en dökkleit fjöll sjást í bakgrunni. Staðsetning óknunn. Myndin gæti verið frá 1970-1980.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Landslagsmynd þar sem vegur liggur í gegnum gulleitann haga og fjall er í bakgrunni. Staðsetning ókunn. Myndin gæti verið frá 1965-1975. Mynd vantar í safn.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Á myndinni er vegur sem liggur framhjá hestum á beit við hús. Fleiri hús sjást í bakgrunni. Myndin gæti verið frá 1970-1980.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Í myndinni er horft yfir bæ eða borg - óvíst hvar. Myndin gæti verið frá 1955-1965.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Myndefni óljóst. Götumynd með e.k. skúr eða skýli í forgrunni. Myndin gæti verið frá 1955-1965.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Skissa af höfn með nokkrum bátum/skipum og í forgrunni má sjá húsaþök. Staðsetning er líklega Reykjavíkurhöfn. Myndin gæti verið frá 1955-1965.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Skissa af höfn með nokkrum bátum/skipum og í forgrunni má sjá húsaþök. Staðsetning er líklega Reykjavíkurhöfn. Myndin gæti verið frá 1955-1965.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Myndefnið er tveir hestar í forgrunni - einn rauður og annar grár. Lítið hús má sjá handan við á og fjöll í bakgrunni. Staðsetning ókunn. Myndin gæti verið frá 1960-1970.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Landslagsmynd með rafmagnsmöstrum í fjarlægð - óvíst hvar. Myndin gæti verið frá 1975-1985.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Skissa af nokkrum litlum húsum í landslagi og vegur liggur á milli þeirra - óvíst hvar. Staðsetning ókunn. Myndin gæti verið frá 1955-1965.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Myndefnið er höfn - ásamt nokkrum skipum og svo húsaþök í forgrunni. Staðsetning ókunn - þó líkega í Reykjavík. Myndin gæti verið frá 1955-1965.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)Skissa líklega af Reykjarvíkurhöfn og þá sennilega Esjan bakgrunni. Myndin gæti verið frá 1955-1965.
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)