Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 894 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Undirskjalaflokkar
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Fylgigögn bókhalds 1934-1949

Fylgigögn bókhalds, forprentuð og handskrifuð pappírsgögn. Kvittanir og sölureikningar, efnahagsreikningar og tvö skuldabréfalán Hafnarsjóðs Sauðárkrókskaupsstaðar (1947) upp á 100 kr. hvort. Bréfin voru gefin út til að standast kostnað við hafnarbætur á Sauðárkróki. Lánið var tryggt með ábyrgð ríkissjóðs.

Höfuðbók 1941-1967

Færslubók rekstra- og efnahagsreikninga U.M.f Framför, einnig er rekstraryfirlit fyrir sundlaugar- og félagsheimilasjóðs félagsins. Inni í bókinni var dagbókafærslubók frá 1968-1975, ákveðið var að skrá bókina sérstaklega.

Bréf og erindi 1953-1959

Formleg bréf og erindi er tengjast starfsemi Umf. Glóðafeyki, í safninu er erindi frá sýslumanni Skagafjarðarsýslu, ábyrgðaskírteini vegna kaupa á 2 skeiðklukkum, kynningarefni frá framleiðanda íþróttafatnaðar, erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands vegna happdrættis og 9 óseldir happdrættismiðar. Erindi frá Knattspyrnudeild Umf Tindastóls vegna sölu á happdrættismiðum - 1 miði (kringlóttur). Skýrsla og erindi frá U.M.F.Í. Staðfestingar frá héraðsskjalverði hjá Safnahúsi Skagfirðinga vegna afhendinga á skjölum og bókum til varðveislu. Listi með nöfnum félagsmanna Umf. Glóðafeyki vegna kaupa á íþróttafatnaði. Afrit af bréfi frá Umf. Glóðafeyki til félaga og fyrirtækja um framlög vegna bygginga félagsheimilisins Héðinsminni, bréfið er handskrifað og ódags. Bréf frá Jónasi Vilhjálmssyni, Ytri-Brekkum til Jóns Ingimarssonar á Flugumýri um að taka við störfum sem vararitara félagsins.

Fylgigögn bókhalds 1937-1998

Mikið safn af bókhaldsgögnum frá Sauðárkróksbíói og sérstaklega frá Félagsheimilinu Biröst. Í safninu eru fylgiskjöl bókhalds - sérstaklega 1996-1998, lánadrottnabók, kvittanir, tékkhefti, launaseðlar, skilagreinar og ársreikningar.

Leigustaðfesting

Skjal sem inniheldur beiðni (e. requisitioning) frá bresku ríkisstjórninni um afnot af félagsheimilinu Bifröst í seinni heimstyrjöldinni. Beiðnin er undirrituð af foringja úr breska hernum og framkvæmdastjóra Bifrastar og er dagsett 10/7 1940.

Hlutabréf í Félagsheimilinu Bifröst 1954

19 forprentuð og handskrifuð hlutabréf í Félagsheimilinu Bifröst, þau voru gefin út 31. 12. 1954 og eru öll undirrituð og skráð á Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks. Bréfin voru gefin út í 500, 1000 og 5000 kr. 500 kr. - 10 stk., 1000 - 5 stk., 5000 - 4 stk.
Hlutabréfin fundust í bankahólfi sem Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks (nú Iðnsveinafélag Skagafjarðar) hafði til afnota. Þegar bankahólfið var losað var skjölunum komið í varðveislu hjá Ingimari Jóhannssyni árið 2016 sem afhenti skjölin Hérðasskjalasafninu 29.05.2024.

Bifröst hf. (1947-

Byggingaskjöl

Ýmis skjöl sem tengjast byggingaframkvæmdum við Félagsheimilið Bifröst, þar á meðal eru veðbókarvottorð, skuldabréf og umboð fyrir lántöku (1941). Teikning af félagsheimilinu á Reyðarfirði, einnig erindi og samþykktir vegna byggingarinnar, lög um félagsheimili, erindi til þáverandi menntamálaráðherra, Magnús Torfa Ólafssonar og bréf frá menningarsjóði félagsheimilia.

Ársreikningar 1950-1995

Vélrituð og handskrifuð pappírsgögn. Ársreikningar Félagsheimilisins Bifrastar og Sauðárkróksbíós. Ákveðið að hafa þá saman, þar sem í sumum tilvikum vantar ársreikninga frá öðrum aðilanum.
Eldri ársreikningarnir eru 2-3 blaðsíður hver, þeir nýrri eru efnismeiri og blöðin heftuð saman og með lími á annari langhlið pappírsins.

Yfirlit yfir kvikmyndasýningar

Í bókinni er haldin skrá yfir myndir sem sýndar voru og hverjar tekjur fyrir hverja sýningar voru og bókhaldsuppgjör bíósins.
Ekki kemur fram hvaða ár bókin var í notkun, kvikmyndirnar sem eru skráðar í bókina voru framleiddar á tímabilinu 1930-1960. Aðeins er skráðar færslur á fyrstu 9 blaðsíðuopnunum.

Ársskýrslur U.M.S.S.1963-1978

5 fjölfölduð hefti sem innihalda ársskýrslur U.M.S.S., 1 hefti með úrslit af sundmeistaramóti Norðurlands 1979 sem haldið var á Siglufirði 1979 og 1 fréttabréf U.M.S.S. 4. tbl. október 1981, merkt Konráði Gíslasyni Frostastöðum.

Fylgigögn bókhalds 1950-1959

Fylgigögn bókhalds, forprentaðar og handskrifaðar kvittanir og sölureikningar, efnahags- og rekstrarreikningar. 1 þunn stílabók (viðskiptabók) merkt Brodda Björnssyni Framnesi, í bókinni er tekju- og gjaldaliðir fyrir 1958 færðir inn, aðeins ein blaðíða er nýtt í bókinni.

Gjaldskrár fyrir Bifröst

8 skjöl sem innihalda gjaldskrár fyrir Félagsheimilið Bifröst - ekki er um samfellt tímabil að ræða, það vantar eflaust nokkrar inn í. Elsta skjalið (1954) sem er í þessu safni inniheldur bæði reglugerð og gjaldskrá fyrir félagsheimilið.

Samtínungur skjala frá 18. og 19. öld

Ýmiss konar samtíningur.
1) Bréf frá Ingibjörgu Björnsdóttur, Svínavatni (1, skr. 1791). Utanáskrift: "Vyrdug legum Heidurs mane Erlende Runulfssyne aa/ Gieldingholte".
2) Kaupsamningur Jóns Espólíns sýslumanns og Sigurðar Ólafssonar. Sá fyrrnefndi selur Sigurði eignarjörð sína Langhús. Samningurinn dags. 2. apríl 1827. Innsigli á bréfinu; sum skert. Espólín samþykkir gjörninginn (áskrifað).
3) Stafróf og rúnir(2). Á öðru stendur: "Rut Ólafsdóttir".
4) "Fá-Ein Staf-Rof Handa Unglingum Er Sig í Skrifkonst æfa vilia". Hér getur fljótaskrift, höfðaletur, grísku- og latínuletur, klapprúnir o.fl. Á einni síðu stendur: "Thorvaldur Thorvaldsson".
5) Saga af Tyro Konge Ite Cap. "Þaa lidid var fraa Heimsins Skaupum. ..." 2 bls.
6) Brot úr rímum.
7) Tvíblöðungur með guðrækilegu efni (utan af Leirgerdar Mersu látum). Hönd sr. Jóns á Bægisá (?).
8) Auglýsing um "Auction" 1838. Lárus Thorarensen sýslumaður auglýsir "eptir Begæringu Proprietarii Monsr. B. Illugasonar á Hofsstöðum sem formyndara Jomfru Helgu Gunlaugsdóttur i Nedraási í Hólahreppi" að seldir verði "henni í arf til fallnir Fémunir..."
9) Byggingabréf fyrir Ytra-Vallholti 1844.
10) Kristinn Jóhannesson í Árnesi ritar föður sínum 6. sept. 1843.
11) Hrossakaupasamningur frá 4. 6. 1888, milli Símonar Bjarnarsonar Dalaskálds og Margrétar Sigurðardóttur k.h.
12) Kvæði og vísa (1 bls.) Undir stendur: "Húnvensk Stúlka. Ólöf Sigurðardóttir".
13) "Bæn mót nauðbágindum og háska sem og mótstandöndum og galdri."

Menningarmál 1994-1995

Ljósritað skjal með minninspunktum um skagfirska hestinn, það er meðal annars upptalning á atriðum sem tengist hestamennsku í Skagafirði, sem eru félagsstörf, keppni, ræktun og menning. Einnig er afrit / ljósrit af formlegu erindi Þórs Magnússonar þjóðminjaverði til Landbúnaðarráðuneytisins vegna þingsályktunar um safn þjóðminja að Hólum í Hjaltadal.

Félagatal U.M.F. Glóðafeyki 1943-1960

Óbundin línustrikuð blöð í ýmsum stærðum með nöfnum félagsmanna ungmannafélagsins ásamt upplýsingum um greiðslur á árstillagi og skuldum félagsmanna við félagið. Einnig eru nafnalistar sem tengjast félagsvistakvöldum. Ártal vantar á tvo nafnalista.

Samingur um afnot á sundlaug 1944

2 vélritaðir samningar Umf. Glóðafeykis og skólanefndar Akrahrepps um leigu á sundlaug í Víðivallalandi og sundskýli í tvíriti. Annað skjalið er undirritað af hlutaðeigandi og vottað. Athugasemd um framlengingu leigu til 5 ára er handskrifuð á bakhlið og er sömuleiðis undirrituð og vottuð.

Færslubók bókhalds 1932-1940

Innbundin og handskrifuð bók. Í bókina eru færðar dagbókarfærslur fyrir Félagsheimilið Bifröst.
Í bókinni voru 2 skjöl, annars vegar reikningur vegna afnota á félagsheimilinu og hins vegar beiðni (e. requisitioning) frá bresku ríkisstjórninni um afnot setuliðsins af félagsheimilinu Bifröst. Skjalið er undirritað af foringja breska hersins og framkvæmdastjóra Bifrastar og er dagsett 10/7 1940. - sjá N0502-C-1

Fylgigögn bókhalds 1970-1978

Fylgigögn bókhalds, framkvæmdalán- skuldabréf vegna framkvæmda á Vindheimamelum (1970), efnahags- og rekstrarreikningur, kvittanir og sölureikningar. Einnig er teikning Halldórs Einarssyni af lógó-i Ungmennafélagsins Glóðafeykis á bréfsefni frá sportfatnaðar framleiðandanum Henson. Eyðublað frá Landssíma Íslands með handskrifuðum texta (ódagsett og án ártals).

Vinnuskjöl

Afrit af skjölum er varða samskipti vegna hönnunar og byggingaframkvæmda á nýju félagsheimili. Um er að ræða samskipti á milli stjórnar Bifrastar, Bæjarstjórn Sauðárkróks, hönnunaraðila, Brunamálastofnunar og Byggingarfulltrúa um lóð undir starfsemina og byggingarundirbúning.

Menntamál 1975-1995

Útprentuð skjöl og ljósrit. Þar á meðal er kynningarbréf vegna upplýsinga sem óskað er eftir frá Fræðsluskrifstofu Nl.vestra, spurningarlisti sem sendur var Brynju Ólafsdóttur skólastjóra grunnskólans í Skefilsstaðahreppi, kynning á styrkjum frá Byggðastofnun, skýrsla um skiptingu landsins í skólahverfi og listar yfir kostnað sveitarfélaga á Norðurl. vestra vegna reksturs grunnskóla árið 1992.

Lánadrottnabók 1942-1948

Línustrikuð og handskrifuð stílabók. Framan á bókina stendur " h/f Sauðárkróksbíó Lánadrottnar". Nöfn einstaklinga og fyrirtækja sem Sauðárkróksbíó skuldaði.

Glærukynning og heimildaskrá 1994-1995

Ljósrit af glærukynningu, ekki er vitað við hvaða tilefni hún var kynnt eða hvenær. Líklega er hún kynnt við stefnumótunarvinnu sem fór fram 1995. Höfundar eru tveir, Gunnlaugur Sighvatsson og Ögmundur Knútsson.
Útprentað skjal með lista yfir bækur og greinar sem tengjast stefnumótun og gæðastjórnun.

Starfsmannamál

Vélrituð og handskrifuð skjöl sem varða ráðningar starfsmanna Félagsheimilisins Bifrastar. Um er að ræða umsóknir og samningar um kaup og kjör þetta eru persónugreinanleg trúnaðargögn.

Bréf og formleg erindi

Mikið safn bréfa og formlegra erinda sem barst framkvæmdastjórn Bifrastar vegna afnota af félagsheimilinu - sérstaklega er um að ræða skriflegar beiðnir frá ýmsum félögum, kórum, hljómsveitum og leikfélaginu á Sauðárkróki vegna afnota á húsinu á Sæluviku. Einnig eru önnur erindi sem komu inn á borð til framvæmdarstjórnarinnar.

Vísur og heillaóskir

2 heillaóskaskeyti, handskrifaðar heillaóskir frá Jóni Þ. Björnssyni í tilefni vígslu á endurbættu félagsheimili á Sauðárkróki. Vélritaður söngtexti sem var sunginn í tilefni vígslunnar og 2 handskrifaðar vísur - höfundur þeirra er óþekktur.

Fundargerð stofnfundar Steinullarverksmiðjunnar

2 skjöl sem tengjast stofnun Steinullarverksmiðjunnar hf (1979), annars vegar er skjal um stofnun hlutafélags um reksturinn og hins vegar er skjal með lögum og reglum félagsins. Bæði skjölin eru óundirrituð, en handskrifað var á annað skjalið heiti félagsins og upphæð hlutafjárins.

Samningar um rekstur Bifrastar

Í safninu eru útboð og samningar sem gerðir voru vegna veitingasölu í Bifröst, flestir samningarnir sem eru í safninu voru gerðir við Guðjón Sigurðsson bakara. Í safninu eru ýmis bréf og erindi sem tengjast útboðum og ákvörðun stjórnar Bifrastar.

Hlutabréf í Sauðárkróksbíói 1944-1956

Forprentuð og handskrifuð skjöl í A3 stærð. Hlutabréfin voru gefin út til að fjármagna stofnun og rekstur Sauðárkróksbíós, bréfin voru seld á 500 og 1000 kr. stykkið. Í Safninu voru 37 bréf, 16 voru árituð með nöfnum og dagsetningu og ártali - þeim bréfum var haldið eftir ásamt 2 hlutabréfum sem voru óárituð en annað grisjað úr grisjað úr safninu. Einnig er tilkynning um móttöku á árituðum hlutabréfum (nr. 9-16) fyrir kr. 8.000.-Undirritað af Adolfi Björnssyni.

Bifröst hf. (1947-

Niðurstöður 1 to 85 of 894