Safn N00062 - Kvenfélag Rípurhrepps: Skjalasafn

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00062

Titill

Kvenfélag Rípurhrepps: Skjalasafn

Dagsetning(ar)

  • 1950 - 2014 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

3 öskjur, bréf, fundagerðir, ársskýrslur o.fl.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(1951-)

Lífshlaup og æviatriði

Félagið var upprunalega stofnað þann 7. júlí árið 1869 og er elsta kvenfélag landsins. Stofnfundur fór fram að Ási í Hegranesi. Sigurlaug Gunnarsdóttir, Ási, var aðalhvatamaður fyrir stofnun félagsins. Henni til stuðnings voru þær Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir og Ingibjörg Eggertsdóttir, báðar búsettar að Ríp. Talið er að 19 konur hafi verið á stofnfundinum.
Stefnuskráin var aukin á aðalfundi árið 1871. Þá var stofnaður sjóður til kaupa á þarflegri vinnuvél. Með frjálsum framlögum safnaðist þónokkuð af peningi og var síðar fest kaup á prjónavél sem notuð var á félagasvæðinu um árabil. Talið er að það sé þriðja prjónavélin sem kom til landsins. Kvenfélag Rípurhrepps beitti sér fyrir stofnun kvennaskóla og hóf hann göngu sína að Ási. Sigurlaug var ein af fyrstu kennurum skólans. Þá hlúði félagið að kirkju- og trúmálum og gaf muni til kirkjuskreytinga, altaristöflu o.fl.
Það dofnaði yfir starfseminni og á árunum 1930-1950 var hún nær engin. Þann 18. mars 1951 var félagið endurvakið á fundi að Hamri. Félagar hins endurreista félags voru 14 og stýrði Ingibjörg Jóhannsdóttir, forstöðukona Húsmæðraskólans að Löngumýri fundinum. Ólöf Guðmundsdóttir var kosin formaður í stjórn, Anna Sigurjónsdóttir ritari og Ragnheiður Konráðsdóttir gjaldkeri. Sama ár (1951) gekk félagið í Samband skagfirskra kvenna.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Bréf, fundagerðir, ársskýrslur o.fl. gögn. Allnokkrar öskjur.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

gþó

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Dates of creation revision deletion

04.05.2016, frumskráning í atom, gþó.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir