Item 7 - Dómspjald: Hestar

Identity area

Reference code

IS HSk N00263-E-D-7

Title

Dómspjald: Hestar

Date(s)

  • 1945-1955 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjal.

Context area

Name of creator

(02.08.1907)

Biographical history

Ungmennafélag Íslands var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907 en þann dag hafði fjöldi fólks komið saman til að halda þjóðhátíð, aðra í röðinni frá því þjóðhátíðin mikla fór þar fram árið 1874. Jóhannes Jósefsson glímukappi frá Akureyri var einn sex ungra manna sem stofnuðu félagið og var hann kjörinn fyrsti formaður þess. Fyrir daga ungmennafélaganna voru búnaðarfélög og lestrarfélög helstu félögin sem var að finna á landsbyggðinni. Einnig nokkur málfundafélög, kvenfélög og bindindisfélög. Íþróttafélög voru fáséð á þessum tíma. Samkvæmt Félagatali sem Þorsteinn Einarsson tók saman í tilefni af 90 ára afmmæli voru 32 félög sem kalla má undanfara ungmennafélaganna, sem voru stofnuð á fyrstu árum 20. aldar og kenndu sig m.a. við framfarir, bindindi, málfundi, glímu og fimleika.
Þegar ungmennafélögin komu til sögunnar var vorhugur í æskufólki á Íslandi. Unga fólkið neitaði að lúta höfði fyrir dönskum kóngi og dönskum fána og vildi eignast sitt eigið þjóðarmerki sem tákn fyrir vaknandi sjálfstæðishug þjóðarinnar. Eins og nærri má geta urðu Íslendingar ekki sammála um þetta frekar en nokkuð annað. Deilurnar um nýjan íslenskan fána tóku á sig ýmsar myndir áður en lauk. Um eitt voru menn þó sammála. Hið gamla innsigli Íslands með mynd af flöttum þorski og kórónu Danakóngs yfir þar sem þorskhausinn skyldi vera var óhafandi og skyldi varpast í ystu myrkur. Fánamálið var nátengt sjálfstæðismálinu en um þetta leyti virtust vera sóknarfæri til að lina tök Dana á íslensku þjóðinni.
Hugmyndasmiðurinn að hinum bláhvíta fána var Einar Benediktsson skáld. Þann 13. mars 1897 skrifaði hann í blað sitt Dagskrána grein sem nefndist „Íslenzki fáninn.“ Þar varpaði hann fyrstur manna fram hugmyndinni um sérstakan íslenskan fána sem skyldi vera hvítur kross á bláum feldi. „Þjóðlitir Íslands eru hvítt og blátt og tákna himininn og snjóinn,“ bætti Einar við. Föðursystir hans, Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir, sem var formaður Hins íslenska kvenfélags hafði forgöngu um að sauma fyrsta bláhvíta fánann þá um sumarið. Hann var fyrst borinn í skrúðgöngu við upphaf þjóðhátíðar sem Stúdentafélag Reykjavíkur gekkst fyrir 2. ágúst sama ár. Í kjölfarið tók UMFÍ hann upp á sína arma.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Spjaldið er fjölritað eyðublað, á þykkum bleikum pappír. Stærðin er 13,9x20,9 sm.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

HSk

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 14.10.2019 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places