Item Fey 90 - Fey 90

Original Digital object not accessible

Identity area

Reference code

IS HSk N00301-A-Fey 90

Title

Fey 90

Date(s)

  • 1990 - 2000 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

1 ljósmynd - pappírskópía. Stafrænt afrit í tiff.

Context area

Name of creator

(1981-)

Biographical history

Héraðsfréttablaðið Feykir var stofnað árið 1981. Stofnendur voru 26 talsins. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Baldur Hafstað. Hann ritstýrði blaðinu 1981-1982.
Ritstjórar hafa verið 11 talsins (að Baldri meðtöldum). Sá sem lengst hefur ritstýrt er Þórhallur Ásmundsson, en hann ritstýrði blaðinu 1988-2004.
Páll Friðriksson (núverandi ritstjóri, 2016) er sá eini sem hefur tvisvar verið ritstjóri blaðsins.
Fyrsta blaðið kom út föstudaginn 10. apríl 1981 og kom fyrst út á tveggja vikna fresti. Feykir varð að vikublaði árið 1987.
Segja má að Feykir að hafi að vissu leyti fylgt prentsmiðjunni á Króknum, en hún hét í byrjun Sást, um tíma Hvítt og svart og heitir núna Nýprent ehf.
Prentsmiðjan og skrifstofa blaðsins eru saman til húsa að Borgarflöt 1, Sauðárkróki. Frá árinu 2006 hefur Nýprent verið útgefandi blaðsins.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Minnisvarði um bræðurna á Víðivöllum, Pétur Pétursson biskup, Jón Pétursson háyfirdómari og Brynjólfur Pétursson Fjölnismaður. Víðivellir er bær í Blönduhlíð í Skagafirði, gamalt höfuðból þar sem oft bjuggu höfðingjar, til dæmis ýmsir sýslumenn Skagafjarðarsýslu. Kirkja var á Víðivöllum til forna en var aflögð 1765. Dálítill jarðhiti er á tveimur stöðum í landi jarðarinnar og þar var steypt upp sundlaug árið 1937-38 og var notuð til sundkennslu fram yfir 1960 en nýtt eitthvað lengur til sunds. Eyðibýlið Örlygsstaðir er í landi Víðivalla. Þar var Örlygsstaðabardagi háður 21. ágúst 1238 og er talið að þar hafi barist hátt í þrjú þúsund manns. Minnisvarði um bardagann var afhjúpaður 21. ágúst 1988, 750 árum eftir að hann var háður. Á Víðivöllum fór fram síðsta aftaka í Skagafirði 1789. Var þar hálshöggvin kona úr Fljótum sem hafði fætt barn sumarið áður, fyrirkomið því og grafið. Frá 1809-1842 bjó þar Pétur Pétursson prófastur með Þóru Brynjólfsdóttur konu sinni og þar ólust upp synir þeirra, þeir Jón Pétursson háyfirdómari, Pétur Pétursson biskup og Brynjólfur Pétursson Fjölnismaður, um skeið forstöðumaður íslensku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn , oft nefndir Víðivallabræður. Minnisvarði um bræðurna var reistur skammt frá bænum 1998. Í Íslandsheimsókn Kristjáns konungs 10. sumarið 1936 kom hann við á Víðivöllum ásamt fylgdarliði og borðaði hádegisverð í tjaldi á Víðivallatúni.
Dr. Sturla Friðriksson t.v. á myndinni flytur hátíðarræðu, en hann var einn af hvatamönnum þess að minnisvarðinn var reistur.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga hefur birtingarrétt á þessari mynd. Hafið samband við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga ef þið óskið eftir að fá að nota myndina: skjalasafn@skagafjordur.is.

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Note

Feykir 8. júlí 1998 - 26. töl. 18. árg.

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Dates of creation revision deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Digital object (Master) rights area

Digital object (Reference) rights area

Digital object (Thumbnail) rights area

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places