Identity area
Reference code
Title
Date(s)
- 26.01.1990 (Creation)
Level of description
Item
Extent and medium
Pappírsskjöl.
Context area
Name of creator
Biographical history
Ungmennasamband Skagafjarðar var stofnað 17. apríl 1910. Bráðabirgðastjórn hafði þó setið frá 20. febrúar sama ár sem boðaði til stofnfundar 17. apríl. Stofnfélög voru Ungmennafélagið Æskan Staðarhreppi, Ungmennafélagið Framför Lýtingsstaðahreppi og Ungmennafélagið Fram Seyluhreppi. Fyrsta stjórn sambandsins var skipuð; Brynleifur Tobíasson formaður, Árni J. Hafstað ritari og Jón Sigurðsson gjaldkeri. Þegar líða tók á öldina fjölgaði aðildarfélögunum og starfsemin efldist á allan hátt.
Þessi félög gengu í sambandið fyrstu 50 árin:
Ungmennafélagið Hegri Rípurhreppi 1917, Ungmennafélagið Höfðstrendingur Hofsós 1917, Ungmennafélagið Tindastóll 1924, Ungmennafélagið Glóðafeykir Akrahreppi 1952, Ungmennafélagið Geisli Óslandshlíð1947, Ungmennafélagið Framsókn Viðvíkursveit 1914-20, Ungmennafélagið Von í Stíflu 1933, Ungmennafélag Holtshrepps 1947, Ungmennafélagið Hjalti Hjaltadal 1932, Ungmennafélag Hagnesshrepps 1947, Ungmennafélagið Bjarmi Godalsókn 1924-36 og Ungmennafélagið Grettir 1956.
Starfsemi sambandsins var að vonum ekki sérlega fjölbreytt fyrstu árin. Þó má nefna að það stóð fyrir Sumarmótum svokölluðum. Þar voru flutt erindi og tekið þátt í kappreiðum. Eins stóð sambandið fyrir fræðslu og fór á milli aðildarfélaga með ýmis erindi. Auk þess stóð sambandið að því að auka áhuga almennings á íþróttum. Sund var snemma á dagskrá og lagði UMSS fjármagn til að endurgera Steinsstaðasundlaug og var þar aðalsundkennsla fram um nokkurt árabil. Þetta var fyrsta steinsteypta sundlaugin í Skagafirði. Seinna var svo gerð laug í Varmahlíð.
Mótahald varð seinna mikið og öflugt, héraðsmótin á 17. júní þóttu stórhátíðir, haldið var úti sér knattspyrnuliði um tíma og settar upp leiksýningar. Héraðsþjálfarar í frjálsum og knattspyrnu voru fastir liðir svo árum skipti og þjálfuðu þeir vítt og breytt um héraðið. Fengu þá krakkar í sveitum sem þéttbýli að spreyta sig í frjálsum og knattspyrnu. Voru æfingar víða, við Ketilás í Fljótum, Hofsósi, Efra-Ási í Hjaltadal, á Vallarbökkum, á Steinsstöðum, Varmahlíð og Sauðárkróki svo einhverjir staðir séu nefndir. Eins var spilaður handbolti um tíma bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Lagðist þetta fyrirkomulag af á níunda áratugnum.
Ekki er ofsögum sagt þó eitt nafn sé tengt UMSS öðru fremur hér í héraði en það er Guðjón Ingimundarson sem var einn af ötulustu brautryðjendum í Skagfirsku íþróttalífi svo áratugum skipti. Guðjón sat í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar í 31 ár þar af 29 ár (1944-1973) sem formaður. Eins sat Guðjón í stjórn Ungmennafélags Íslands um tíma og var þar varaformaður. Fyrir hans tilstilli og með aðstoð margra annarra ötulla manna var haldið landsmót UMFÍ á Sauðárkróki árið 1971.
Landsmótið 1971 er eitt af mestu skrautfjöðrum í hatti UMSS. Það tókst með miklum ágætum og mættu 8-10 þúsund manns á mótið. Keppendur voru tæplega 500 og kepptu í 7 mismunandi greinum. Fyrir mótið 1971 var gert stórátak í uppbyggingu keppnisaðstöðu á Sauðárkróki og grasvöllurinn var tekinn í notkun fyrir mótið.
Árið 2004 voru haldin tvö landsmót á Sauðárkróki með þriggja vikna millibili. Byggður hafði verið nýr íþróttavöllur sumarið áður og var hann tilbúin til notkunar á mótinu. Fjórða landsmótið sem haldið hefur verið í Skagafirði var svo um Verslunarmannahelgina 2009. Fimmta landsmótið var svo haldið um Verslunarmannahelgina 2014.
Í dag eru 10 aðildarfélög innan UMSS, þrjú ungmennafélög Hjalti, Neisti og Tindastóll, Ungmenna- og Íþrótttafélagið Smári, Hestamannafélagið Skagfirðingur, Íþróttafélagið Gróska, Golfklúbbur Sauðárkróks, Bílaklúbbur Skagafjarðar, Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar og Siglingaklúbburinn Drangey. En hinum almennu ungmennafélögum hefur fækkað mikið síðustu 20 árin og önnur félög komið í staðinn.
Repository
Archival history
Immediate source of acquisition or transfer
Content and structure area
Scope and content
Bréfið er ljósritað á pappírsörk í A4 stærð Það varðar ósk um pistla um starfsemi félaganna í ársskýrslu sambandsins.
Appraisal, destruction and scheduling
Accruals
System of arrangement
Conditions of access and use area
Conditions governing access
Conditions governing reproduction
Language of material
- Icelandic
Script of material
Language and script notes
Physical characteristics and technical requirements
Finding aids
Allied materials area
Existence and location of originals
Existence and location of copies
Related units of description
Notes area
Alternative identifier(s)
Access points
Subject access points
Place access points
Name access points
Genre access points
Description control area
Description identifier
Institution identifier
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Partial
Dates of creation revision deletion
Frumskráning í Atóm 20.08.2020 KSE.
Language(s)
- Icelandic