Kelduvík

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Kelduvík

Equivalent terms

Kelduvík

Associated terms

Kelduvík

4 Authority record results for Kelduvík

4 results directly related Exclude narrower terms

Guðbjörg Jónsdóttir (1849-1933)

  • S00759
  • Person
  • 08.09.1849-01.07.1933

Foreldrar: Jón Rögnvaldsson hreppstjóri á Hóli á Skaga og s.k.h. Una Guðbrandsdóttir. Guðbjörg kvæntist Sveini Jónatanssyni frá Kelduvík, þau bjuggu lengst af á Hrauni á Skaga, þau eignuðust fimm börn.

Sigfríður Jóhannsdóttir (1896-1971)

  • S01856
  • Person
  • 8. ágúst 1896 - 17. mars 1971

Foreldrar: Jóhann Jónatansson b. á Hóli á Skaga o.v. og sambýliskona hans Valgerður Ásmundsdóttir. Sigfríður ólst upp með foreldrum sínum á Sævarlandi, Hóli, Kelduvík og Selnesi. Var í vinnumennsku á Skaga, í Húnavatnssýslum, í Reykjavík, á Akureyri, að Veðramóti í Gönguskörðum og loks á Ingveldarstöðum syðri á Reykjaströnd þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Jóni Jónssyni. Þau bjuggu á Ingveldarstöðum syðri á Reykjströnd 1916-1921, á Daðastöðum á Reykjavík 1921-1946 og á Steini 1946-1962. Sigfríður og Jón eignuðust fimm börn.

Sveinn Jónatansson (1851-1936)

  • S00758
  • Person
  • 04.02.1851-14.06.1936

Foreldrar: Jónatan Jónatansson b. í Kelduvík og Þangskála á Skaga og k.h. María Magnúsdóttir. Sveinn ólst upp með foreldrum sínum og var í húsmennsku þar fyrst eftir að hann kvæntist Guðbjörgu Jónsdóttur frá Hóli á Skaga. Þau bjuggu svo í Efranesi 1876-1878 en fóru þá aftur að Þangskála og bjuggu þar til 1883. Fluttu að Hrauni á Skaga 1883-1919. Sveinn stundaði sjómennsku meðfram búskap og var m.a. hákarlaskipsformaður. Sveinn og Guðbjörg eignuðust fimm börn.

Sveinn Mikael Sveinsson (1890-1932)

  • S00760
  • Person
  • 29.09.1890-06.04.1932

Fæddur og uppalinn á Hrauni á Skaga, sonur Sveins Jónatanssonar og Guðbjargar Jónsdóttur. Kvæntist Guðbjörgu Kristmundsdóttur frá Selá á Skaga, þau bjuggu í Kelduvík á Skaga 1914-1923 og á Tjörn á Skaga (A-Hún) 1923-1932. Sveinn stundaði sjómennsku meðfram búskapnum og sat um tíma í hreppsnefnd Vindhælishrepps. Sveinn og Guðbjörg eignuðust tíu börn.