Kjartan Bergmann (1911-1999)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Kjartan Bergmann (1911-1999)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

  1. mars 1911 - 17. des. 1999

History

Fæddist 11. mars 1911 á Flóðatanga í Stafholtstungum í Borgarfirði. Hann bjó lengst af á Bragagötu 30 í Reykjavík en var síðast til heimilis á Skúlagötu 20 í Reykjavík.
Maki: Helga Kristinsdóttir, þau eignuðust þrjú börn. ,,Kjartan byrjaði 7 ára gamall að æfa íslenska glímu við bróður sinn sem var þremur árum eldri. Eftir almenna sveitaskólakennslu fór hann að æfa frjálsar íþróttir og sund. Hann var í íþróttaskólanum í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni 17 ára gamall. Síðan æfði hann glímu og fimleika hjá Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara í Ármanni. Kjartan var kjörinn formaður UMF Stafholtstungna í Mýrasýslu 18 ára frá 1929-1931, og hóf þá félagsmálastarfsemi sína, sem hann hélt ætíð síðan. Kjartan gerðist bóndi á Sigmundarstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði 22 ára með föðursystur sinni, Kristínu Kjartansdóttur, og bjó þar frá 1933-1938. Þegar Kjartan fluttist suður til Reykjavíkur gerðist hann lögreglumaður þar 1939-1942. Hann gerðist glímu- og sundkennari hjá ÍSÍ og fræðslumálastjórn víða um land 1942-1945, og svo framkvæmdastjóri ÍSÍ 1945-1951. Árið 1951 gerðist hann yfirskjalavörður Alþingis og starfaði hann þar til ársins 1982. Ásamt sínu aðalstarfi á Alþingi var íslenska glíman og ýmis störf innan íþróttahreyfingarinnar áfram hans hjartans mál. Hann var kosinn formaður Glímusambands Íslands á stofnfundi þess, 11. apríl 1965. Hann baðst undan formennsku 1970, en var kosinn aftur formaður 1974-1975 og vann þá að undirbúningi að för glímuflokks til Kanada sumarið 1975 í tilefni 100 ára afmælis landnáms Íslendinga í Vesturheimi. Kjartan Bergmann var aðalstofnandi Ungmennafélagsins Víkverja í Reykjavík 1964, og kennari þar til margra ára, og síðar kosinn heiðursfélagi. Einnig var hann kjörinn heiðursfélagi Glímusambands Íslands 1981 og Íþróttasambands Íslands 1992. Á ferli sínum sem glímumaður vann hann til flestra þeirra verðlauna sem íslenskur glímumaður getur unnið til, en aðalsmerki hans var að glíma fallega og drengilega glímu. Árið 1993 réðst Kjartan í það þrekvirki að gefa út bókina stóru sem hann og samdi, Íslensk glíma og glímumenn."

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S03085

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráning í Atóm 08.12.2020. R.H.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects