Kristín Jakobína Guðmundsdóttir (1894-1983)
- S02679
- Person
- 27. nóv. 1894 - 3. maí 1983
Foreldrar: Guðmundur Finnbogason og Sigríður Jónsdóttir, þau voru ekki gift. Móðir hennar kvæntist síðar Pétri Hannessyni. Ólst upp í skjóli föðurömmu sinnar, Guðrúnar í Mjóadal til 6 eða 7 ára aldurs. Fluttist þá til föður síns á Ísafjörð um tíma og var í fóstri á bæjum í A-Húnavatnssýslu. Fór síðar í fóstur að Kirkjuskarði í Laxárdal til Sigríðar Björnsdóttur og Stefáns Guðmundssonar. Gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Giftist Helga Magnússyni frá Núpsöxl í Laxárdal fremri og bjuggu þau þar 1918-1935 og í Tungu í Gönguskörðum 1835-1949 er þau skildu og Kristín fluttist Reykjavíkur. Þau eignuðust átta börn. Í Reykjavík starfaði hún við matseld og barnagæslu. Seinna hóf hún sambúð með Halldóri Þorsteinssyni frá Grýtubakka í Eyjafirði. Kristín var vel hagmælt og varð virkur félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni.