File B - Um flutning Sölva sem fanga

Síða 1, framhlið Síða 1, bakhlið

Identity area

Reference code

IS HSk N00300-A-A-B

Title

Um flutning Sölva sem fanga

Date(s)

  • 1840-1854 (Creation)

Level of description

File

Extent and medium

1 handskrifað skjal. Ritað báðum megin. Stafræn afrit í tiff, jpg og pdf.

Context area

Name of creator

(16. ágúst 1820 - 27. nóv. 1895)

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Í þessu handriti lýsir Sölvi illri meðferð á sér þegar hann er fluttur í varðhald á milli bæja i Svalbarðshreppi á Langanesi. Hann nafngreinir Sigfús Jónsson og Jón Jónsson sem fylgdarmenn sína. Upphaf frásagnarinnar bendir til þess að ferðalagið hafi verið lengra en hún hefst svo: „Nú fóru níðingarnir á stað með Sólon speking, út á sljettuna …“ Af fráögn Sölva má ráða að Jón þessi hafi verið vinnumaður hjá Ólafi bónda á Ytra – Álandi og Sigfús þessi lausamaður bróðir konu Guðmundar í Flögu. Fyrsti viðkomustaður þeirra var Svalbarð en Sölva líkaði illa móttökur séra Vigfúsar Sigurðssonar og heimilisfólks hans. Þar virðast þeir hafa stoppað stutt við en haldið áfram yfir Svalbarðsá með viðkomu í Garðstungu og síðan yfir Tunguá og síðan eftir fjallgarðinum og í Sjóarland (Sævarland). Þar endar ferðalýsing Sölva líkast til hefur dagleiðin endað þar. Sölvi nefnir heimilisfólk allt á Sjóarlandi en þar bjuggu Gísli Sigfússon og kona hans Margrét Ólafsdóttir ásamt börnum sínum Gunnari og Sigríði.
Fólki þessu lýsir Sölvi sem heimsku en nefnir ekki að þau hafi komið sérstaklega illa fram við hann en fer nokkuð ítarlega yfir framkomu og slæma meðferð af hendi fylgdarmanna sinna, þeirra Sigfúsar og Jóns. Sérstaklega tekur hann fram að meðferð sú hafi verið fyrirskipuð af hreppstjóranum í Flögu Guðmundi Jónssyni. Þessi illa meðferð fólst m.a. í að neita Sölva um mat og drykk en hann segir þá hafa bent þegjandi á árnar þegar hann bað þá um eitthvað að drekka. Sömuleiðis segir Sölvi þá hafa látið hann bera þá yfir vatnsföllin á leiðinni. Stefán nokkurn Jónsson nefnir hann líka sem illmenni sem kemur illa fram við hann.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Generated finding aid

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

IS-HSk

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

1.7.2020-25.11.2020 skráning, stafrænt afrit, tenging stafrænna afrita. Stefán Ágústsson, Ólöf Andradóttir, SUP, DM.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places