Fonds N00542 - Félagsheimilið Melsgil:skjalasafn

Identity area

Reference code

IS HSk N00542

Title

Félagsheimilið Melsgil:skjalasafn

Date(s)

  • 1961-2000 (Creation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

Pappírsgögn
2 öskjur 0,14 hm

Context area

Name of creator

(1942-)

Biographical history

Félagsheimilið Melsgil var byggt á árunum 1942-1944. Forsaga hússins hófst á almennum hreppsfundi í Staðarhreppi, annan dag páska árið 1942, þá var rætt um húsbyggingu þar sem fyrirhuguð var kennslustofa fyrir hreppinn og jafnframt samkomuhús fyrir ungmennafélagið Æskuna.
Veittur var styrku til þess hluta byggingarinnar sem tilheyrði skólahaldi sem næmi 1/3 hluta kostnaðar. Á fundinum var samþykkt að hreppurinn stæði að húsbyggingunni ásamt ungmennafélaginu Æskunni sem átti frumkvæði að byggingunni, fyrsta árið var kjallarinn steyptur og var eignahluti ungmennafélagsins fyrst og fremst greiddur með vinnuframlagi.
Á fundi sem haldinn var 6. janúar 1944 var gerður samningur milli hreppsnefndar Staðarhrepps og ungmennafélagsins Æskunnar um að Staðarhreppur ætti skólastofu með kjallara og tilheyrandi húsmunum en ungmennafélagið ætti salinn með tilheyrandi húsmunum. Um 1960 voru gerðar verulegar endurbætur á húsnæðinu, þá var lagt parket á salargólfið, eldhúsið fært neðan úr kjallaranum upp á hæðina við hliðina á senunni en snyrtingar gerðar niðri. Í tengslum við endurbæturnar var húsið gert að félagsheimili og fékkst þá styrkur úr félagsheimiliasjóði og í framhaldinu skiptist eignahlutur hússins þannig að Staðarhreppur eignaðist 55% hlut, ungmennafélagið Æskan 35% og Kvenfélag Staðarhrepps 10%. Eftir endurbæturnar var í auknum mæli farið að halda almenna dansleiki og hélst svo fram undir árið 1967 er félagsheimilið Miðgarður komst í gagnið. Árið 1990 var byggt við Melelsgil, salurinn var stækkaður, ný eldunaraðstaða, snyrtingar og nýr inngangur með aðstöðu fyrir fatahengi.
Grunnskólakennsla var um áratugaskeið í Melsgili en var lögð niður veturinn 1995-1996. Húsið er nú að mestu nýtt fyrir veislur, fundi, ættarmót og aðra mannfögnuði.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Gögn er varða Félagsheimilið Melsgil, Staðarhreppi frá 1961-2000. Ekki er vitað hver skjalamyndari var. Í safninu er afsöl og lóðarleigusamningur frá óðalsbændum á Reynistað um lóðina undir félagsheimilið. Einnig eru skuldabréf og veðbandslausnir fyrir umrædda lóð. Ýmis skjöl, bréf, teikningar og erindi er varða rekstur og eignarhluta í félagsheimilinu auk fylgigögnum bókhalds og skoðanakönnun á meðal hreppsbúa um viðbyggingu við húsið.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Á meðal gagna voru þrírit af reglum félagsheimilisins - frumriti var haldið eftir auk 1 afriti af bréfi til íbúa hreppsins um kosninu um viðbygginguna. Millispjöld, plastmöppur og bindi voru grisjuð úr. Safnið er mjög heillegt og vel læsilegt.

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Place access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

IS-HSk

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

JKS frumskráði í atóm 24.10.2024

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area