Sölvína Baldvina Konráðsdóttir (1898-1974)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Sölvína Baldvina Konráðsdóttir (1898-1974)

Hliðstæð nafnaform

  • Sölvína Baldvina Konráðsdóttir

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

  • Sölvína Konráðsdóttir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

18.04.1898-07.08.1974

Saga

Sölvína Baldvina Konráðsdottir, f. á Ystahóli í Sléttuhlíð 18.04.1898, d. 07.08.1974 á Borgarspítalanum í Reykjavík. Sölvína ólst upp hjá foreldrum sínum á Ystahóli og síðr á Mýrum. Þau bjuggu við góðan efnahag en misstu tvö barna sinna, soninn á barnsaldri og yngstu dótturina af fjórum 13 ára gamla, er hún varð úti í hríðarbyl á leið úr skóla. Sölvína var yngst systranna sem eftir lifðu og þegar eldri systurnar fóru að heima varð hún stoð foreldra sinna. Hún var talin fyrir jörð og búi síðustu árin áður en hún giftist eiginmanni sínum, Pétri. Eftir fimm ára búskap fór Sölvína til ljósmóðurnáms í Reykjavík og útskrifaðist sem ljósmóðir haustið 1933. Starfaði hún síðan sem ljósmóðir í Fellshreppi fram um 1950, en árið 1951 fluttist fjölskyldan alfarin til Reykjavíkur. Einnig þjónaði Sölvína sem ljósmóðir í Haganes- og Holtshreppum 1946-1947. Fyrstu árin eftir komuna til Reykjavíkur hafði hún kostgangara en gerðist síðan vökukona á elliheimilinu Grund meðan hún hafði heilsu til. Einnig starfaði hún mikið fyrir Mæðrastyrksnefnd.
Maki: Pétur Björgvin Björnsson (21.03.1904-16.03.1975). Pétur hóf búskap á Mýrum, föðurleifð konu sinnar, árið 1928. Þar byggðu þau hjónin timburhús á steyptum kjallara. Eftir 15 ára búskap á Mýrum keyptu þau hjón Keldur, næstu jörð við Mýrar og bjuggu þar til ársins 1951. Þar byggði pétur einnig íbúðarhús úr steinsteypu, einnig byggði hann upp hluta útihúsanna og sléttaði og stækkaði túnin. Eftir að sauðfél var allt skorið niður árið 1949 komst los á þau og veturinn sem fjárlaust var unnu þau við húsvörslu og rekstur Breiðfirðingabúðar í Eeykjavík en ráku hótel í Haganesvík á sumrin. Vorið 1951 fluttust þau svo alfarin til Reykjavíkur með fjölskyldu sína. Pétur og Sölvína eignuðust tvo syni og ólu einnig upp fjögur fósturbörn.

Staðir

Ystihóll í Sléttuhlíð
Mýrar í Sléttuhlíð
Keldur í Sléttuhíð

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

S03150

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Skráningardagsetning

Frumskráning í Atóm 07.01.2021 KSE.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Skagfirskar æviskrár 1910-1950 VI, bls. 246-251.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects