Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

3 Authority record results for Sauðárkrókur

3 results directly related Exclude narrower terms

Kristján Ingólfur Sigtryggsson (1906-1982)

  • S03632
  • Person
  • 27.10.1906-11.01.1982

Kristján Ingólfur Sigtryggsson, f. á Giljum í Vesturárdal í Skagafirði 27.10.1906, d. 11.01.1982 í Reykjavík. Foreldrar: Sigtryggur Friðfinnsson bóndi á Giljum og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja. Kristján ólst upp í foreldrahúsum og vann ýmis störf, greip m.a. í bókband með föður sínum. Hann nam húsgagnasmíði hjá Steindóri Jónssyni á Sauðárkróki og setti þar upp verkstæði að námi loknu. Kristján bjó lengst af á Siglufirði. Þar starfaði hann að félagsmállum. Gekk í Siglufjarðardeil Kommúnistaflokksins, átti sæti í stjórn og fulltrúaráði Sósóalistafélags Siglufarðar og starfaði einnig nokkur í Alþýðubandalaginu. Þá starfaði hann nokkuð að tónlistarmálum og var í stjórnum Iðnaðarmannafélagsins og Trésmíðafélagsins.
Maki: Aðalbjörg Pálsdóttir. frá Siglufirði. Þau eignuðust fimm börn.
Móðir: Ingibjörg Pálsdóttir (1868-1930).

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Bragi Þór Jósafatsson (1930-2018)

  • S03580
  • Person
  • 10.02.1930-02.12.2018

Bragi Þór Jósafatsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 10.02.1930, d. 02.12.2018 í Borgarnesi. Foreldrar: Jóhanna Sigríður Jónsdóttir (1907-2000) og Jósafat Sigfússon (1902-1990).
Þegar Bragi var á fimmta ári fluttist fjölskyldan að Sælandi á Hofsósi og þaðan til Sauðárkroks 1947. Hann lærði húsgagnasmíði hjá föður sínum og 1954 stofnaði hann Trésmiðjuna Hlyn ásamt æskuvini sínum, Birni Guðnasyni og fleirum. Bragi lék á harmónikku og spilaði fyrir dansi vítt og breitt um Skagafjörð með Jóni bróður sínum sem lék á trommur. Árið 1971 fluttist fjöldskyldan í Borgarnes. Þar fór Bragi í samstarf með mági sínum, Birni Arasyni, við verslunarrekstur. Þeir ráku Stjörnuna og Húsprýði þar. Bragi tók virkan þátt í stafi sjálfstæðisflokksins og var félagi í Lions og Frímúrarareglunni.
Maki: María Guðmundsdóttir (f. 1936). Þau eignuðust fjögur börn.