Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

5 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

Only results directly related

Félagsheimilið Bifröst: skjalasafn

  • IS HSk N00502
  • Fonds
  • 1925-1998

Safn sem inniheldur nokkrar afhendingar sem allar tengjast starfsemi Félagsheimilisins Bifrastar og Sauðárkróksbíós h/f, allt frá stofnun þeirra 1925 til 1998. Ekki er vitað nákvæmlega hverjir afhenda skjölin en vitað er að Sigurbjörn Björnsson afhenti tvær öskjur sem í voru fylgiskjöl bókhalds 1992-1996, 21.09.1998. Ein afhendingin, skjöl frá árinu 1966-1969 voru frá U.M.F.T. samkvæmt miða sem fannst meðal skjalanna.

Afhendingarnar voru óskráðar. Byrjað var að gróf flokka öll skjölin, búið var að gróf flokka fylgigögn bókhalds - sérstaklega nýjustu skjölin þar sem þau höfðu verið í möppum og þau látin halda sér að mestu.
Meiri tími fór í að flokka önnur skjöl, þeirra á meðal voru kjörbréf, fundargerðir, skýrslur um rekstur bíósins og félagsheimilisins, samningar um veitingarekstur, gjaldskrár, fundarboð, einnig bréf og formleg erindi. Í safninu eru áhugaverðar heimildir um sögu Bifrastar, umræður um stækkun og breytingum á félagsheimilinu, einnig skjöl og teikningar því til staðfestingar. Skjölin voru aðgreind og þeim raðað eftir ártölum inn í arkirnar.
Safnið er allt ágætlega varðveitt og vel læsilegt. Í safninu eru margar pappírsgerðir og þykktir. Skjölin voru í misgóðu ástandi, pappírinn að mestu gulnaður og snjáður, jafnvel rifnaður. Hefti og bréfaklemmur voru hreinsaðar úr elstu skjölunum.

Talsvert miklu af skjölum var grisjað úr safninu - sérstaklega ef það voru fleiri en eitt eintak til - reynt var að halda betra eintakinu eftir. Mest af því sem var grisjað úr voru vélritaðar fundargerðir og skýrslur sem voru til í 2-3 eintökum. Það sama á við um efnahagsreikninga, gjaldskrár, óútfyllt hlutabréf í Sauðárkróksbíó h/f. Haldið var eftir árituðum hlutabréfum auk óútfylltra eintaka af hvorri upphæð 500.- og 1000 kr.
Hlutabréf í Félagsheimilinu Bifröst frá 1954 sem voru í eigu Iðnaðamannafélags Sauðárkróks voru afhent af Ingimari Jóhannssyni 29.05.2024. Bréfin voru í hans vörslu eftir að þau voru fjarlægð úr bankahólfi sem Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks hafði til afnota hjá Arion Banka - áður Búnaðarbanka Íslands. Bréfunum var bætt við í skjalasafnið frá Bifröst.

Á meðal bókhaldsgagna fannst áhugavert skjal, það er leigusamningur sem gerður var við breska setuliðið á Félagsheimilinu Bifröst sem kom til Sauðárkróks og dvaldi hér í um tvö ár, frá 1940 til 1942. Skjal þetta er undirritað af Eysteini Bjarnasyni framkvæmdastjóra og foringja bresku hermannanna.
Byrjað var að á að flokka bókhaldsgögnin, það kom fljótt í ljós að það yrði lang auðveldast að fara í gegnum þau skjöl. Á meðal bókhaldsgagnanna eru ársreikningar, hlutabréf í Bifröst og Sauðárkróksbíói, afrit kvittana, tékkhefti, færslubækur og skilagreinar. Einnig eru bækur með færslum fyrir happadrættimiðasölu, yfirlit yfir bíósýningar og tekjur vegna þeirra og bók með yfirliti yfir lánadrottna. Hefti í fylgiskjalasafninu voru látin haldast þar sem safnið var mjög umfangsmikið og mikið af skjölunum heftuð saman en bréfaklemmur voru fjarlægðar.
Í fylgigögnum bókhalds er mikið safn af launaseðlum og skilagreinum launa auk greiðslukortakvittana viðskiptavina félagsheimilisins. Allt þetta eru persónugreinanleg gögn og þess vegna TRÚNAÐARGÖGN.

Úr safninu var grisjað ein ljósmynd af togara - líklega norskum, sem fylgdi safninu. Tilgáta er að hann hafi verið keyptur af útgerðarfyrirtækjum á Sauðárkróki en ekkert sem bendir til þess að svo sé.
Saman við eina afhendinguna voru skjöl sem ekki var greinilegt hvernig tengdust Bifrastarafhendingunum. Með þeim var miði sem á var skrifað "Þröstur Erlingsson afhendir, 10.12.1999". Í safninu var jarbótarskýrsla fyrir Staðarhrepp, almanök frá árinu 1946-1950 og 1 kvittun frá Mjólkursamlagi KS stíluð á Þorstein Jóhannsson Stóru-Gröf, einnig var önnur kvittun sem hann skrifar undir fyrir hönd Sjúkrasamlag Staðarhrepps. Þessi skjöl voru grisjuð úr safninu og skráð sérstaklega.

Bifröst hf. (1947-

Kristján Hansen og María Björnsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00277
  • Fonds
  • 1900-1995

Ýmislegt úr fórum hjónanna Kristjáns Friðrikssonar Hansen og Maríu Björnsdóttur, Sauðárkróki. Heimilisbókhald, minningarbækur, bréf, ljósmyndir, ýmis skjöl og skírteini, útgefnar bækur og fleira.

María Björnsdóttir Hansen (1920-2006)