Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2500 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

Only results directly related

Eiríkur Jónsson

Halldór "Dóri skó" Stefán Halldór Halldórsson
Fæddur í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, Eyj. 11. nóvember 1880
Skósmiður á Sauðárkróki 1930.

Tilgáta um
Jóhann Eiríkur Jónsson
Fæddur á Sauðárkróki 19. ágúst 1921
Látinn 20. mars 2004
Var á Siglufirði 1930. Heimili: Sauðárkrókur. Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóni og frjótæknir á Beinakeldu. Síðast bús. þar.

Efnahagsreikningar 1961-1964

Vélrituð pappírsgögn í A4 stærð með efnahagsreikningum U.M.F.T. tímabilið 1961-1964, hvert hefti er innbundið með heftum. Vel varðveitt gögn. Gögnin fyrir tímabilið 1964 eru bleik á lit í A5 stærð, og er frumrit og fjögur afrit.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

EEG2723

Fjórðungsmót á Sauðárkróki 1959. Haukur frá Áshildarholti efstur alhliða gæðinga. knapi, Björn Jónsson frá Mýrarlóni tekur við verðlaunum. Pálína á Skarðsá stendur fyrir framan Hauk.

Einar Eylert Gíslason (1933-2019)

EEG2697

Fjórðungsmót á Sauðárkróki 1959. Fjöður 2827 frá Sauðárkróki, rauðblesótt. (IS1954257001). AE 8,53. Eigandi og knapi, Sveinn Guðmundsson, Sauðárkróki.

Einar Eylert Gíslason (1933-2019)

EEG2696

Fjórðungsmót á Sauðárkróki 1959. Hrafnhildur 2836 frá Akureyri. Þorvaldur Pétursson, Akureyri heldur í hana.

Einar Eylert Gíslason (1933-2019)

EEG2695

Fjórðungsmót á Sauðárkróki 1959. Talið frá v. Hrafnhildur 2836 frá Akureyri, knapi, Þorvaldur Pétursson, Akureyri. Fjöður 2827 frá Sauðárkróki, knapi, Sveinn Guðmundsson, Sauðárkróki og þriðja Drottning 2271 frá Víðimýrarseli, Skag. Knapi, Ottó Þorvaldsson, Viðvík.

Einar Eylert Gíslason (1933-2019)

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

  • IS HSk E00034
  • Fonds
  • 1915 - 1972

Innbundnar og handskrifaðar bækur, fundagerðabók, dagbók og lítið notuð bókhaldsbók. Í safninu er einnig vélrituð og handskrifuð pappírsgögn, reikningur og bókhaldskvittanir. Einnig var á meðal skjalanna og bókanna persónuleg gögn úr db. Egils Helgasonar. Safnið er alt vel læsilegt og ágætlega varðveitt og margt áhugavert sem hægt er að lesa í fundagerðum félagsins og í dagbókinni.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Dögun 1954

Fjögur tölublöð af Dögun, blaði þjóðvarnarmanna á Sauðárkróki. Ábyrgðarmaður blaðsins var Ingi Sveinsson.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Claessen-fjölskyldan 2

Claessen fjölskyldan við kaffidrykkju úti við, líklega á Sauðárkróki.
Neðri röð frá vinstri: María , Valgarð, Anna (yngri), Anna, Ingibjörg, óþekkt kona, Arent.
Efri röð frá vinstri: Óþekktur maður, óþekktur maður, Kristján Blöndal, Eggert (?).

Claessen-fjölskyldan 1

Valgarð og Anna Claessen, seinni kona hans með börn sín.
Fremst eru Anna og Arent. Fyrir aftan þau standa frá vinstri, Ingibjörg, Eggert, Gunnlaugur, Kristján Blöndal og María.
Arnór Egilsson hefur að öllum líkendum tekið myndina (sjá Hcab 1237).

Arnór Egilsson (1856-1900)

cab 868

Helga Þorleifsdóttir frá Breiðabólsstað; Tunguhálsi. Myndin er tekin fyrir utan Ljósmyndarahúsið á Sauðárkróki.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

cab 858

Sæmundur Árnason í Vikurkoti Blönduhlíð og seinni kona hans Margrét Jónsdóttir frá Flugumýrarhvammi (1853-1932)

Daníel Davíðsson (1872-1967)

cab 714

Jón Sigurðsson Sauðárkróki í búningi væntanlega vegna Álfareiðar; sem fram fór á Sauðárkróki hver áramót.

Daníel Davíðsson (1872-1967)

cab 710

Björn Ásgrímsson Suðurgötu 14; Sauðárkróki; sjómaður og síðar verkamaður og bóndi. Björn stendur við bíl sinn K 252

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Results 2211 to 2295 of 2500