Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2517 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2495 results directly related Exclude narrower terms

Skýrslubók um líkamsþroskun skólabarna í Sauðárkróksskóla

Jón Þ. Björnsson skólastjóri Barnaskólans á Sauðárkróki fylgdist með og skráði líkamlegan þroska skólabarna á tímabilinu 1914-1953. Í þessari bók virðist hann taka saman upplýsingarnar frá öðrum skrám, eins konar samantekt með reiknuðu meðaltali og þess háttar. Mæld var hæð, þyngd, brjóstmál (brjóstkassi), kraftur/afl og andrými.

Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga

Sumarið 1908 reisti Kaupfélag Skagfirðinga sláturhús úr steinsteypu. Ingimar Sigurðsson kennari gerði teikninguna en Rögvaldur Ólafsson húsameistari í Reykjavík lagfærði hana. Árið 1908 var vesturhluti hússins byggður.

Ingimar Sigurðsson (1881-1908)

Söngskrá: "Söngfjelagið Geysir. Skagafjarðarför í júlí 1931. Fararstjóri Séra Friðrik Rafnar."

Við söngskrána var festir 2 minnimiðar. Fyrri hljómar svo: "Söngskráin var í eigu Friðriks Hansen sem bendir til þess að vafi geti leikið á eftir hvern fyrsta erindið er sem vísað er til hér meðfylgjandi. Ég þarf að kanna málið frekar. Nóvember 2001, Erlendur Hansen." Seinni hljómar svo: "Nú breiðist yfir hauður". Eins og meðf. söngskrá Geysis frá 1931 ber með sér, er ljóðið merkt F.J. Hansen. Ég taldi víst að heimildin væri örugg og let Guðmund Hansen hafa ljósrit af söngskránni svo að ljóðið færi í safn óbirtra ljóða og vísna sem til stóð að halda saman og ættingjar gætu nálgast. Nýlega keypti ég 8 hefti af lögum sem Þórður Kristleifsson gaf út um 1940 og síðar, og þá kom í ljós að vafasamt er að ljóðið sé eftir F. J. Hansen. Ljóðið er birt á blaði nr. 40 í samantekt Guðmundar. Erlendur Hansen, 3. des. 2000."

SSKv16

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Eyborg Guðmundsdóttir
Selma Magnúsdóttir
Helga Kristjánsdóttir
Margrét Ólafsdóttir

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv17

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Selma Magnúsdóttir
Margrét Ólafsdóttir
Eyborg Guðmundsdóttir
Björn Daníelsson

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv18

List um landið, sýning í Safnahúsinu á vegum S.S.K. 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Jóhann L. Jóhannesson, Helga Kristjánsdóttir og Jóhann Salberg Guðmundsson.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv19

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Eyborg Guðmundsdóttir (listakona sem setti upp sýninguna, (höfundar ýmsir))
Helga Kristjánsdóttir
Margrét Ólafsdóttir
Selma Magnúsdóttir

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv21

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni má sjá (í forgrunni) Marteinn Friðriksson, Halldór Þ. Jónsson, Jóhann Salberg og Gunnar Sveinsson.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv22

List um landið, sýning í Safnahúsinu á vegum S.S.K. 1973.
Á myndinni er Helga Kristjánsdóttir.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv24

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Helga Kristjánsdóttir virðir fyrir sér myndvefnað Vigdísar Kristjánsdóttiur.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv25

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973. Helga Kristjánsdóttir býður gesti velkomna.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv26

Mynd tekin á afmælishófi í Bifröst 1969.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Svana í Ási
Jóhanna S. í Brautarholti
Ingibjörg í Flugumýrahvammi
Ingibjörg á Mið-Grund
Sigríður (ath)
María á Húsabakka

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

SSKv27

Ljósmynd frá afmælishófi í Bifröst 1969, 100 ár frá stofnun Kvenfélags Rípurhrepps. Sigurlaugarsjóður var stofnaður við það tækifæri.
Nafnalisti fylgir myndinni.
Aftasta röð: Magnús H. Gíslason, Jóhanna Þórarinsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Lovísa Guðmundsdóttir (systur í skrautbúningum), Jón Sigurjónsson og Þórunn Jónsdóttir.
Þeir sem sitja á móti þeim:
Einar Guðmundsson, Ási?, Sigurbjörg í Brekkukoti? og Bára Björnsdóttir? Felli.
Næsta borð:
Sigríður Helgadóttir, Ingibjörg á Úlfsstöðum, Pála Pálsdóttir, Þorsteinn Hjálmarsson, Laufey á Torfufelli í Eyjafirði.
Þeir sem sitja á móti þeim:
Halldóra Bjarnadóttir, Dómhildur Jónsdóttir og Emma Hansen.
Næsta borð:
Fjóla í Víðinesi.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Stjórnarfundir knattspyrnudeildar U.M.F.T

Pappírsgögn með handskrifuðum fundargerðum sem skrifaðar eru á tímabilinu 14.12.1989 - 18.12.1990. Gögn þessi virðast tengjast að einhverju leyti fundargerðum stjórnar knattspyrnudeildarinnar sem skrifaðar eru í fundagerðabók dags. 18.12.1989 - 28.8.1990 (sjá í C lið).
Á sumum blöðunum eru einungis skrifað dagskrá fundarins, á önnur eru líka skrifuð fundagerðir, blöðin dagsett og með ártali. Skriftir eru vel læsilegar.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Stúkan Gleym mér ei á Sauðárkróki

  • IS HSk E00004
  • Fonds
  • 1895-1960

Fundagerðabækur og ýmis skjöl frá stúkunni Gleym mér ei á Sauðárkróki, frá tímabilinu 1898 til 1950.

Góðtemplarastúkan "Gleym mér ei"

Sveinn Þorsteinsson, Berglandi

Viðtal við Svein Þorsteinsson, Berglandi í Fljótum, á sýslunefndarfundi 1970.
Ræðir um þátttöku sýna í störfum sýslunefndar. M.a. heilbrigðismál og skólamál.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Sveitarblaðið Árgeisli

"Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki hóf útgáfu handskrifaðs blaðs er nefndist Árgeislinn árið 1907. Blaðið varð þegar í upphafi vettvangur deilna milli félagsmanna þar sem tókust á sjónarmið íhaldsstefnu og frjálslyndis á ýmsum sviðum. Einkum voru átökin um bindindisheit félagsmanna og um hvort félagið ætti að hafa kristileg gildi í hávegum. Helstu baráttumenn hvors hóps voru annars vegar Jón Þ. Björnsson og Brynleifur Tobíasson kennari, sem fulltrúar kristinna gilda og bindindis, og hins vegar Jón Pálmi Jónsson ljósmyndari og Árni Daníelsson kaupmaður."

Svín

Jörgen Frak Michelsen var sennilega sá fyrsti sem hért svín á Sauðárkrókur. Svínaeignin er nýmæli og af mörgum óhæfilegur matur. Árið 1943 voru 10 svín talin til heimils á Sauðárkróki.

Teikning af hlut

Teikning af verkfæri eftir Hjalta Guðmundsson. Prófverkefni. Líklega frá Iðnskólanum á Sauðárkróki.

Hjalti Jósafat Guðmundsson (1929-2012)

Teikningar af húsi og byggingarhlutum

Nokkrar teikningar af íbúðarhúsi ásamt teikningum af einstökum byggingarhlutum eftir Ásmund Sveinsson. Merkt Iðnskóla Sauðárkróks. Líklega um prófverkefni að ræða.

Ásmundur Sveinsson

Teikningar af húsi og gluggum

Nokkrar teikningar af íbúðarhúsi ásamt teikningum af gluggum eftir Hjalta Guðmundsson. Merkt Iðnskóla Sauðárkróks, 1955. Líklega um prófverkefni að ræða.

Hjalti Jósafat Guðmundsson (1929-2012)

Tindastóll

Handknattleikslið kvenna árið 1942, frá vinstri Kristín Stefánsdóttir, Guðrún Snæbjarnardóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðbjörg Þorvaldsdóttir er framan við hópinn, Sigrún Pétursdóttir, Anna Pála Guðmundsdóttir og Hanna Pétursdóttir..

Tindastóll

Efri röð frá vinstri: Björn Sverrisson, Ómar Bragi, Birgir Rafn Rafnsson, Eiríkur Sverrisson, Óskar Björnsson, Karl Ólafsson, Árni Þór Friðriksson, Óli Viðar.
Neðri röð frá vinstri : Örn Ragnarsson, Rúnar Björnsson, Árni Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Sigurfinnur Sigurjónsson,Örn Ragnarsson, Rúnar Björnsson, Árni Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Ingvi Geirmundsson, Gústaf Adolf Björnsson.

UMSS (1910-

Tónlistarskóli Sauðárkróks: Skjalasafn

  • IS HSk N00058
  • Fonds
  • 05.01.1980

Gjafabréf Eyþórs Stefánssonar til Tónlistarskóla Sauðárkróks. Eyþór gefur 1.000.000 króna til sjóðsstofnunar sem átti að "þjóna því markmiði að styrkja þá nemendur skólans, er hyggja á framhaldsnám í hljóðfæraleik eða söng, eftir að hafa lokið tilskyldum prófum við skólann."

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

Torfi Bjarnason héraðslæknir, Suðurgötu 1, Sauðárkróki

Viðtal við Torfa Bjarnason héraðslæknir á Sauðárkróki. Torfi og Sigríður bjuggu á Sauðárkróki til ársins 1955. Viðtalið líklega tekið í kringum 1950-1970.
Torfi segir frá læknastörfum sínum í héraðinu og staðháttum og aðstæðum, m.a. vetrarferðum um héraðið. Sigurður spyr um líf eftir dauðann og skoðanir læknavísinda á því.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Results 2381 to 2465 of 2517