Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2517 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2495 results directly related Exclude narrower terms

Mannamyndir

Þrír menn standa við hús á Sauðárkróki. Frá vinstri Kristján Jónsson "Kiddi bif", Sigurður Þorsteinsson og þriðji maður óþekktur.

Bíll

Bíll við Skagfirðingabraut. Hugsanlegir eigendur eru Ole Bang og Þorvaldur Þorvaldsson "Búbbi"

Almenn bæjarstjórnarmál

Ýmislegt er varðar þátttöku Erlendar Hansen í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki á tímabilinu 1950-1975. Til að mynda gögn er varða deilur um bæjarreikninga 1960, ávörp Erlendar, fréttabréf stjórnmálaflokka.

Æviágrip Bjargar Jóhannesdóttur Hansen

Æviágrip Bjargar Jóhannesdóttur Hansen frá Sauðá sem hún virðist hafa ritað að mestu sjálf. Með fylgja eftirmál eftir barnabarn hennar, Björgvin Brynjólfsson frá Skagaströnd.

Björgvin Brynjólfsson

Á stultum

Tilgáta um Aage Michelsen á stultum. Húsin fyrir aftan er hús "Ögmundar Söðlasmiðs" Þar sem nú stendur Mælifell. Aðalgata 15, 13 og 11.

Skrúðganga á leið út á Eyri

Börn í skrúðgöngu á leið út á Eyri til að taka þátt í hátíðarhölum 17. júní 1944. Hátíðarhöldin hófust í kirkjunni en síðan var gengið í fylkingu út á Eyrina. Á annað hundrað börn gengu fremst og báru litla fána. Á eftir börnunum komu fullorðnir, en fremstur í þeirri fylkingu bar merki Skagfiðinga frá Alþingishátíðinni 1930.

Höfði, Aðalgata 11

Höfði. Gamla símstöðin á Sauðárkróki. Símstöðin var opnuð hinn 1. október 1906 og strfrækt þar til ársins 1954. Við símstöðina var hið fræga kjafrahorn, þar sem íbúar bæjarins hittust til skrafs og ráðagerða, enda stutt að sækja fréttir úr hinum stóra heimi.

Móflutningur

Flutningur á mó úr gröfuminni á Krók var erfið vinna. Matthildur Kristinsdóttir fósturdóttir Steindórs Jónssonar og Karen Edith standa í móflutningum.

Aðalgata

Mynd tekin rétt sunnan við Sauðárkrókskirkju út Aðalgötu. Mynd sennilega tekin að vori. Gamlibarnaskólinn til hægri. Hann var fyrst starfræktur á þessum stað í lok árs 1908 og varð Jón Þ. Björnsson skólastjóri. Jón reyndist einn mikihæfasti skólamður landsins og setti mjög svip sinn á skólastarf á Sauðárkróki um langt skeið.

Mynd 15

Kristján og Erlendur Hansen við Sauðárkrókskirkju sitja á bíl með númerið K 3.

Mynd 04

Undir Nöfunum á hestbaki frá vinstri: Lolla, Halldóra Jónsdóttir og

Results 171 to 255 of 2517