Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2517 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2495 results directly related Exclude narrower terms

Fey 2092

Geirmundur Valtýsson (1944-) skemmtir eldri borgurum á Sauðárkróki í Safnaðarheimilinu við Aðalgötu. Frá vinstri má þekkja Friðfríði Jóhannsdóttur, Sigurlaugu Antonsdóttur, Ágústu Jónasdóttur og Maríu Sveinsdóttur. Þá Geirmundur og Guðmundur Andrésson (1895-1992) dýralæknir.

GI 522

Eldriborgara spila Á myndinni eru m.a. Sveinn Sölvason (ber í dyrnar) Guðmundur Andrésson (stendur - með húfu) Páll Sigurðsson (t.h. með gleraugu)

Síld

Talsvert af síld var saltað á Sauðárkróki. A.m.k. 60 konur vorum um tíma skráðtar til vinnu við söltunina. Söltun Sauðkrækinga var þó aðeins brot af því sem var víða annars staðar fyrir Norðurlandi. Myndin gæti verið tekin árið 1942. Járnbrautarteinarnir sjást vel á myndinni. Við myndina stendur: Hulda Bubba, Bibba Þorvaldar, Ólafía Pétursdóttir, Ingibjörg Konráðsdóttir, Lína "Ingveldastaða", Jón Sig Ketu og Pála Sveinsdóttir

KCM69

Drengurinn óþekktur, en húsið er Aðalgata 16, nú Kaffi Krókur (ca. um 1950).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM38

Malbikun á Sauðárkróki 1962. Guðni Friðriksson stendur og horfir á framkvæmdirnar. Suðurgata 1 (Læknishúsið) á miðri mynd.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

image 53

Frá afmælishátíð Tindastóls 29. október 1982. Við háborðið sitja t.v. taldir ofan frá Erling Örn Pétursson, Páll Ragnarsson, Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Til hægri við háborðið sitja heiðursfélagar, sem taldir eru ofan frá: MInna Bang, Eyþór Stefánsson, Sigríður Stefánsdóttir, Óskar Stefánsson, Friðvin Þorsteinsson, Guttormur Óskarsson og kona hans Ingveldur Rögnvaldsdóttir, og loks Dýrleif Árnadóttir.

UMSS (1910-

Fey 349

Sameiginlegt þorrablót vistmanna og starfsfólks á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Sauðárkróki í febrúar 1989. Þekkja má Björn Egilsson frá Sveinsstöðum vinstra meginn við borðið og Óskar Stefánsson næst hægra megin.

Feykir (1981-)

KCM572

Votvirðri á Sauðárkróki. Börnin (ónafngreind) á myndinni er á róluvellinum við Skógargötu.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM566

Fundur á Sauðárkróki. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra í ræðustóli. Tryggvi var forsætisráðherra frá 1927 til 1932.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM382

Aðalgata 16 - Sauðárkróki. Sýslumannshús. Byggingavörudeild Kaupfélags Skagfirðinga var staðsett í húsinu. Vegginn máluðu Haukur Stefánsson og Jónas Þór Pálsson (ca. 1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM485

Skrúðganga á Sauðárkróki. Gæti verið við vígslu sundlaugarinnar á Sauðárkróki (1957), en þá var gengið frá Barnaskólanum í Aðalgötunni að sundlauginni.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM378

Aðalgata 6. Ísleifshús byggt 1904. Verslun Þorvaldar Þorvaldssonar, Vísir (ca. 1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 291

Gunnar Helgason (t.v.) og Jón Nikódemusson á borsvæði Hitaveitunnar við Áshildarholtsvatn- að vinna við bor Jóns. Myndin er tekin í mars 1958. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 292

Gunnar Helgason (t.v.) og Jón Nikódemusson á borsvæði Hitaveitunnar við Áshildarholtsvatn- að vinna við bor Jóns. Myndin er tekin í mars 1958. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 293

Gunnar Helgason (t.v.) og Jón Nikódemusson á borsvæði Hitaveitunnar við Áshildarholtsvatn- að vinna við bor Jóns. Myndin er tekin í mars 1958. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hitaveita Sauðárkróks

Bréf til Jóns Nikodeumsson hitaveitustjóra. Reikningur fyrir jarðborun til Hitaveitu Sauðárkróks, yfirlit yfir rörasendingu, skýrsla, reglugerð um Hitaveitu Sauðárkróks.

KCM426

Aðalgata 15. Söðlahús - Ólafshús - byggt 1897. Þar var íbúðarhús - fyrsta apotekið á Sauðárkróki - Sparisjóður Sauðárkróks - Búnaðarbankinn á Sauðárkróki - Frímúrarahús og loks veitingahús.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Landbrot

Landbrot við verslunarhúsin, sem voru staðsett nærri Villa Nova. Landbrot var verulegt vandamál á Sauðárkróki og gerðar margar tilraunir tila ð hefta það. Með tilkomu hafnar út á Eyrinni minnkaði þetta vandamál, en síðar var lagður grjótgarður fyrir framan húsin til að koma í veg fyrir að þau sópuðust á haf út. Brún við gömlu bryggju.

Eyrin

Hesteyri, höfnin á Eyrinni í byggingu. Steypuklumpar bíða í röðum eftir því að vera sökkt við hafnargarðinn til að verja hann fyrir haföldunni. Nýja höfnin var gríðarmikið mannvirki og boðaði byltingu í atvinnuháttum á Sauðárkróki. Myndin tekin á árunum 1938-1939.

Jónas Sigurjónsson: Ljósmyndasafn

  • IS HSk N00023
  • Fonds
  • 1960-1970

Allar myndirnar eru frá einu atviki, uppskipun hrossa í kringum 1964-1965, líklega í Sauðárkrókshöfn.

Jónas Sigurjónsson (1944-

Mynd 281

Hátíðarhöld á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Lengst til hægri sjást Sýsluhesthúsin.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 280

Hátíðarhöld á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Lengst til hægri sjást Sýsluhesthúsin.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 6

Óþekkt kona með barn.
Myndin er tekin á Sauðárkróki, sér í Nafirnar í baksýn.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

Mynd 31

Gatnagerð á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut. Mjólkursamlagið fjær t.v.. Sjúkrahúsið fjær t.h. og Árskóli nær.

Adolf Ingimar Björnsson (1916-1976)

Results 511 to 595 of 2517