Silfrastaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Silfrastaðir

Equivalent terms

Silfrastaðir

Associated terms

Silfrastaðir

5 Authority record results for Silfrastaðir

5 results directly related Exclude narrower terms

Helga Hinriksdóttir (1923-2011)

  • S02537
  • Person
  • 9. sept. 1923 - 19. ágúst 2011

Helga var fædd í Úlfstaðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Jóhanna Hallgrímsdóttir og Hinrik Sigurður Kristjánsson. Fjölskyldan flutti í Bakkasel um vorið 1927, en um haustið missti Helga föður sinn. Móðir Helgu flutti þaðan vorið eftir og fór þá sem ráðskona í Silfrastaði í Blönduhlíð. Helga fylgdi móður sinni og ólst upp hjá henni. Vorið sem Helga fermdist voru þær mæðgur á Víðivöllum en þar voru þær í eitt ár en fóru svo aftur í Silfrastaði. Eftir 15 ára aldur fór hún að vinna fyrir sér og upp úr 1940 flutti hún til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann hún fyrst á Langholtsbúinu en þar var Gígja systir hennar líka. Eitt ár starfaði hún á Reykjalundi, einnig vann hún á saumastofum. Í Langholti kynntist hún Sveini verðandi eiginmanni sínum. 1949 fluttust þau hjónin norður í Skagafjörð og settust að á Hafragili í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1968 er þau fluttu til Sauðárkróks. Fyrsta sumarið á Króknum vann hún á Hótel Mælifelli en fór svo að vinna í fiski. Lengst af starfaði Helga þó í þvottahúsi Sjúkrahúss Skagfirðinga eða þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Síðustu æviár Sveins bjuggu þau í Grenihlíð 9, Sauðárkróki og bjó Helga þar síðan ein til ársins 2007 er hún flutti á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.Hún flutti til Reykjavíkur um 1940, en þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Sveini Bjarnasyni. Árið 1949 fluttu þau til Skagafjarðar og bjuggu á Hafragili í Laxárdal, en fluttu á Sauðárkrók 1968. Helga og Sveinn eignuðust fimm börn.

Jóhann Lárus Jóhannesson (1914-1989)

  • S00412
  • Person
  • 20.05.1914 - 31.05.1989

Jóhann Lárus Jóhannesson fæddist 20. maí 1914. Sonur hjónanna Jóhannesar Þorsteinssonar bónda og kennara, síðast á Uppsölum í Blönduhlíð og Ingibjargar Jóhannsdóttur húsmóður og kennara. ,,Jóhann lagði árið 1931 leið sína í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1935 með glæsilegum árangri. Hlaut hann hinn eftirsótta 5 ára styrk, annar tveggja norðanstúdenta það ár, og hélt um haustið til náms í eðlisfræði við Hafnarháskóla. Sumarið 1939 var hann heima og þegar hann hugðist snúa aftur til Hafnar um haustið var heimsstyrjöldin síðari skollin á og varð það til þess að námsferill hans rofnaði. Jóhann Lárus var heimiliskennari á Akureyri 1940-1941, kenndi við Iðnskólann á Akureyri 1941-1942 en lengstur var kennaraferill hans við Menntaskólann á Akureyri, eða frá 1942-1951 og 1952-1954. Við MA kenndi hann stærðfræði, allar helstu raungreinar og dönsku. Árið 1948 kvæntist Jóhann Helgu Kristjánsdóttur frá Fremstafelli, hún var þá skólastýra Húsmæðraskólans á Akureyri. Þau eignuðust einn son. Árið 1951 tóku Jóhann og Helga við búi á Silfrastöðum af Jóhannesi Steingrímssyni, frænda Jóhanns. Jóhann var kosinn oddviti Akrahrepps árið 1958 og hélt þeirri trúnaðarstöðu óslitið ti ársins 1986 og hreppstjóri var hann jafnframt frá 1961-1984."

Jóhanna Álfheiður Bergsdóttir (1883-1963)

  • S01757
  • Person
  • 10. okt. 1883 - 7. júlí 1967

Foreldrar: Bergur Hallsson b. á Skálafelli í Suðursveit og k.h. Sigríðar Jónsdóttur. Kvæntist Haraldi Sigurðssyni ættuðum úr Öxnadal, þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttu að Tyrfingsstöðum á Kjálka 1911. Jóhanna var vinnukona á Silfrastöðum 1912-1913, sennilega með manni sínum í vinnumennsku í Flatatungu á Kjálka 1913-1922, bjó á Fossi í Blönduhlíð 1922-1923, vinnukona á Vöglum í Blönduhlíð 1924-1925 og húskona í Flatatungu 1925-1926. Líklega í Flatatungu 1926-1930, í Gloppu í Öxnadal 1931-1935. Fóru þaðan að Fagranesi í Öxnadal til 1939 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til 1943. Það sama ár fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan. Á efri árum sínum á Sauðárkróki hafði hún þann starfa að gæta kúa bæjarbúa. Jóhanna var römm að afli, verkhög, nærfærin við sjúka og lagin við að taka á móti börnum. Jóhanna og Haraldur eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Jóhanna dóttur.

Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir (1906-1999)

  • S02033
  • Person
  • 19.07.1906-19.04.1999

Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson og Margrét Sigurðardóttir á Ánastöðum. Sigríður var næstyngst níu systkina og dvaldist hjá foreldrum sínum á Ánastöðum fyrst, fylgdi þeim er þau fluttu að Mælifellsá, Kolgröf og síðast að Reykjum í Tungusveit. Hún naut tilsagnar heimiliskennara í æsku, og er hún hafði aldur til, fór hún til náms í fatasaumi, fyrst hjá Hólmfríði systur sinni á Sauðárkróki. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur síðla vetrar árið 1927 til framhaldsmenntunar. Þar var hún til heimilis hjá Ísfold systur sinni, sem þá var orðin húsmóðir þar. Hún komst í nám hjá Herdísi Maríu Brynjólfsdóttur saumakonu, en fór síðan að stunda fiskvinnslu sér til framfærslu. Sumarið 1930 kom Sigríður aftur heim í Skagafjörð og kvæntist Svavari Péturssyni. Þau hófu búskap á Reykjum 1931, en fluttust síðan að Hvammkoti, þaðan að Ytrikotum í Norðurárdal og síðan að Silfrastöðum og bjuggu þar í sex ár, þá byggðu þau nýbýli úr landi Reykjaborgar sem þau nefndu Laugarbakka. Þar stunduðu þau búskap til ársins 1963 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka. Sigríður og Svavar eignuðust fjögur börn.

Steingrímur Jónsson (1844-1935)

  • S00267
  • Person
  • 29.11.1844 - 12.08.1935

Steingrímur Jónsson fæddist á Merkigili þann 29. nóvember 1844. Hann var bóndi á Silfrastöðum í Akrahreppi. Kona hans var Efemía Kristín Árnadóttir (1858-1907), notaði Kristínar nafnið í daglegu tali.